Alþýðublaðið - 17.10.1943, Page 2

Alþýðublaðið - 17.10.1943, Page 2
Sunnudagur 17. október 1943, * Stjfðjið að stofnnn BSindrahelmilisins! FJÁRSÖFNUN til blindra heimilis fer fram hér í bænum í dag og verða seld merki á götunmn í því til- efni. Allir, sem vilja aðstoða við sölu þessara merkja eru beðnir að snáa sér til skrif- stofu Blindravinafélagsins í Ingólfsstræti 16 frá kl. 9 f.h. lieikfélag Reykjavíkur sýnir Lénharð fógeta kl. 8 í kvöld. — Aðgöngumiðar seldust upp á svipstundu í gær. Frönskuitiámskeið Alliance Fran- eaise verður sett í Háskóla íslands, mánudaginn 18. þ. m. kl. 6 síð- degis. Væntanlegir þáttakendur, sem þegar hafa innritað sig, eru beðnir að koma þá til viðtals og einnig þeir, sem hafa í hyggju að stunda námskeiðið, en hafa ekki gefið sig fram enn þá. Ótrúlegt sleiiaríug á fram- kvæmd orlofslaganna. --- ♦ i ',i'i Alþýðusambandið snýr sér til rikisstjórnarinn- ar og kvartar nndan póst- og símamálastjóra. Hann hefnr ekki fengizt til aðbætaúr slæmum ágöllum A LÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS snéri sér í gær bréflega til félagsmálaráðherra og kvartaði undan sleifarlagi í framkvæmd orlofslaganna. Jafnframt fer sambandið fram á það við ráðherrann að hann gefi póst- og símamálastjórn- inni fyrirmæli um að framkvæma lögin eins og andi þeirra mælir fyrir um, og þó sérstaklega með tilliti til afhendingar orlofsbóka. Hefur stjórn sambandsins hvað eftir annað kvartað undan því við póst og símamálastjóra hvernig stofnun hans framkvæmi lögin, en ekkert orðið ágengt, og sá stjórnin sér því ekki annað fært en að snúa sér beint til ráðherrans. Vetrardagskrá ríkisnt- varpsiis er að hefjast. Ýmsar breytingar frá því, sem áður hefir tiðkazt um kvöldvökur og fleira. Af þessu tilefni snéri Alþýðu blaðið sér í gær til fram- kvæmdastjóra sambandsins, Jóns Sigurðssonar og spurði hann um þetta mál. „Við höfum hvað oftir annað í sumar kvartað undan því við póst- og símamálastjóra, hæði með viðtölum við hann og bréf- lega, að framkvæmd orlofslag- anna væri ekki á viðunandi hátt. skilningur me.ðal atvinnurek- enda á lögunum. Allmargir út- gerðarmenn hafa t. d. greitt síldveiðisjómönnum orlofsfé, eins og vera ber, en nokkuð margir hafa tregðast við því — og er ákveðið að Alþýðusam- bandið hefji málssókn á hend- ur þessum útgerðarmönnum. Þá skal ég geta þess, að þegar síldarsöltun lauk vildu flestir saltendur líta svo á, að þeim bæri ekki að greiða stúlkunum orlofsfé, þar sem um ákvæðis- vinnu væri að ræða. Þetta var vitanlega alger misskilningur, enda muntf saltendur nú véra búnir að greiða. Að lokum vil ég brýna það fyrir verkafólki, að nota sér þau hlunnindi til hins ýtrasta, sem orlofslögin heimila því, að sækja orlofsbækur sínar — og ganga ríkt eftir því, að það fái órlofsfé sitt greitt skilvíslega.“ Tfmarit AIMðuam- banðsias komið tit. ’ITINNAN, Tímarit Alþýðu- • samhandsins 8. tölublað kom út í gær. myndarlegasta. Er ritið hið Á forsíðu heftisins er stór ljósmynd af ungum verka- mönnum, sem eru að vinna í hitaveitunni. Fyrsta greinin er: Bandalag alþýðustéttanna, eft- ir Jón Rafnsson, Mennt er máttur, eftir Jón Sigurðsson, Styrjöldin og átökin um það, sem koma skal, með mynd, þá er saga eftir Guðmund Daníels son, sem heitir „Menn“. Pálína Eggertsdóttir, skrifar grein um starf búðarstúlkna. Þá er grein um eitt elzta verkamannafélag landsins, Báruna á Eyrarbakka, eftir Vilhjálm S. Vilhjálmsson-, og fylgir henni fjöldi mynda frá Eyrarbakka og af forystu- mönnum verkalýðsfélagsins, enn fremur kvæði, sem Helgi Jónsson frá Bráðræði orkti til félagsins á eins árs afmæli þess ráið 1905. Þá er kvæði, Fagra stúlka, eftir Jón Jóhannesson og loks grein með fjölda mynda, sem heitir. „Tímarnir breytast.“ Merkilegt afmæli: Stúkan Verðandi, elzta stúkan á Snðnrlaœdi heidur 3000. fnnd sinn. VETRARDAGSKRÁ ríkisútvarpsins er í þann veginn að hefjst. Ríður mikið á því, að vel sé til hennar vandað, því að svo má segja að öll íslenzka þjóðin hlusti á útvarp. Er ísland komið einna fremst meðal þjóðanna á sviði út- varpsstarfsemi og hefur hátt á 25. þúsund útvarpshlust- Mátfðahðldin af pessu tilefni eiga að standa i tw® daga. endur. Formaður útvarpsráðs, Magn ús Jónsson próf., ásamt útvarps stjóra, Jónasi Þorbergssyni, boð aði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá aðalefni vetrardagskrárinnar. Helztu breytingarnar frá því sem verið hefir eru þessar: Á sunnudagskvöldum verður nýr þáttur, erindi um ýms efni, þó helzt menningarmál, andleg efni eða létt efni. Á miðviku- dögum verður tekinn upp nýr þáttur (á kvöldvökunum), „Myndir úr sögu þjóðarinnar“. A fimmtudögum verður tekinn upp lestur Islendingasagna og fræðileg erindi um þær. Á laug- ardagskvöldum verða leikrit mjög aukin frá því, sem áður hefir verið, smáleikrit verða felld inn í samfellda dagskrá, sem ekki verður þegar stærri leikrit eru. Formaður útvarpsráðs skýrði dagskrána og það, sem fyrir út- varpsráði vekti með þeim breyt ingum, sem á henni hafa verið gerðar. Sagði hann m. a.: „Eins og.vita má, verður öll- um þorra dagskrárliða haldið frá því, sem verið hefir. Kvöld- vökur verða að sjálfsögðu upp teknar og reynt að gera þær sem allra bezt úr garði. Er t. d. í ráði að fá sem svarar einu sinni í mánuði á kvöldvökunni úrvalserindi, er nefna mætti: Myndir úr sögu þjóðarinnar, og væri það þá uppistöðuerindi þess kvölds. Annars á að vera eitthvað fyrir sem flesta á kvöldvökum, allt frá kvæðalög- um til harmóníku. Þátturinn um daginn og veg- inn þarf að komast nær upp- runalegum tilgangi sínum, og hyggst útvarpsráðið að ná því marki með því að fela fáum mönnum að annast þennan þátt. Við það þarf engan veg- inn að bægja á brott erindum, líkum þeim, sem upp á síðkast- ið hafa verið flutt undir þess- um lið, því að nóg rúm er fyrir slík erindi annars staðar, t. d. síðari hluta sunnudagskvölds, sem ætlað er fyrir létta þætti og fjölbreytilegt efni. Erindafíokkar verða á þriðju dögum. og að einhverju leyti á mánudögum, eftir þörfum. Verða yfirleitt sett á þá daga hin þyngri erindi, en reynsla þykir benda til þess, að hinir fyrstu' yirku dagar í vikunni séu bezt fallnar fyrir slíkt efni eða beztu „hlustunardagar", eins og það er kallað á útvarps- máli. En vitanlega er það smekksatriði, hvað menn vilja helzt eða meta mest. Og ég hygg að takast muni að fylla svo vel út í umgerð dagskrár- innar, að ekkert kvöld vikunn- ar verði vanrækt, heldur hafi hvert kvöld til síns ágætis nokkuð. Á fimmtudögum verður dag- skrá enduð með íslendinga- sagnaþætti. Þá verða lesnar valdar íslendingasögur, en þess á milli, eða við og við, væntan- lega flutt erindi um ýmislegt varðandi gildi þeirra og annað. Þennan dag verður og þáttur- inn: Frá útlöndum, eða yfirlit um helztu viðburði úti í heimi. En ætlunin er að breyta þess- um þætti jafnframt í það horf, að ekki verði síður getið ýmsra menningarmála, sem annars liggja fremur í láginni nú í út- varpsfregnum erlendis, meðan styrjöldin stendur. Má því segja að þennan dag verði blandað saman því innlenda og erlenda, gömlu og nýju. Á föstudögum verður út- varpssagan fastur liður. En síð- ari hluti dagskrárinnar það kvöld verður fjölþættur. Er þá ætlunin að hafa aðra hverja Frh. á 7. síðu. Fyrst og fremst höfum við kvartað undan því, að orlofs- bækur eru ekki til afhending- ar, nema á helztu póstaf- greiðslustöðum og kemur sér þetta ákaflega illa fyrir fólk, sem býr langt frá, því að sam- kvæmt lögunum má ekki af- henda orlofsbók, nema að við- komandi kvitti sjálfur með eigin hendi. Til dæmis skal ég geta þess, að Stokkseyringar verða að sækja bækur sínar til Eyrar- bakka, Grindvíkingar til Kefla- víkur — og allir þeir, sem heima éiga við ísafjarðardjúp verða að sækja bækur sínar, annaðhvort til ísafjarðar eða Bolungavíkur. í jafnstóru þorpi og Súðavík er, þar sem meginþorri íbú- anna er verkafólk, sem rétt á að fá orlofsbók, verða allir að fara sjóleiðis til ísafjarðar til þess að geta fengið bók sína. Þetta er, að okkar áliti al- gerlega óviðunandi ástand — og alveg víst, að þeir, sem sömdu lögin, hafa ekki ætlazt til þess að þau væru fram- kvæmd á þennan hátt. Ég hefi bent póst- og síma- málastjóra á -— og þess er einn ig getið í bréfinu til ráðherr- ans, að hægur vandi sé fyrir póst- og símamálastjórnina, að auðvelda framkvæmd laganna fyrir verkalýðinn með því að fá einn umboðsmann í hverju kauptúni og hverjum hreppi til að annast afhendingu bókanna — og í sambandi við vegavinnu mega meðal þeirra gjarna vera verkstjórar, sem vinna með stórum vinnuflokkum jafnvel á heiðum uppi — og geta þeir þá afhent bækurnar á vinnustaðn um.“ — En framkvæmd laganna að öðru leyti? „Orlofslögin eru ákaflega vinsæl meðal verkalýðsins um land allt. Afhending orlofsbóka er hins vegar enn ekki komin í gott horf — og hafa allmargir verkamenn enn ekki sótt bæk- ur sínar, jafnvel færri en gert var ráð fyrir í fyrstu. Þá hefir og komið upp mis- ARIÐ 1884, 10. janúar, var fyrsta góðtemplara stúkan stofnuð hér á landi, st. ísafold á Akureyri. Það var norskur iðnaðarmaður, Ole Lied að nafni, sem gekkst fyrir því að þessi alþjóðafé- lagsskapur festi rætur í ís- lenzku þjóðlífi. Rúmu ári síðar, eða 5. júli 1885 var svo fyrsta góðtempl- arastúkan stofnuð hér sunnan- lands, st. Verðandi nr. 9. Þáver- andi yfirmaður Reglunnar á ís- landi, Ásgeir Sigurðsson, síðar aðalræðismaður Breta hér á landi, gekkst fyrir því að send- ur yrði maður hingað suður í þeim tilgangi að útbreiða Regl- una hér um slóðir. Það var Björn Pálsson, ljósmyndari frá ísafirði, sem fyrir valinu varð til þess að inna þetta hlutverk af höndum. Björn dvaldi hér í bænum um mánaðartíma og undirbjó þetta mál. Sá, sem fyrstur rit- aði undir stofnbeiðni í þessu skyni, var Sveinn Jónsson tré- smiður, og er hann enn óhvik- ull félagi st. Verðandi. Af öðr- um þeim stofnendum meðal annarra, sem allt fram á aldur- tilastund voru árvakrir og öt- ulir starfsmenn stúkunnar, má nefna Sighvat Bjarnason tré- smið og Stefán Runólfsson prentara. St. Verðandi nr. 9 hefir jafnan frá stofndegi verið ein allra áhrifamesta stúkan innan Reglunnar hér á landi, enda ætíð átt meðal félaga sinna öfluga menn og áhrifa- ríka, eins og t. d. Björn Jónsson og Tryggva Þórhallsson, fyrrv. forsætisráðherra, sem báðir voru athafnasamir og merkir stjórnmálamenn, eins og kunn- ugt er, og höfðu mikil og víð- tæk áhrif á gang þjóðmálanna, hvor á sínum tíma. Merka menntamenn og menn ingarfrfmuði, eins og Harald 'ííebrr-prófessor og Indriða Einarsson rithöfund og fyrrv. Stórtemplar. Áhrifmenn um gang mál- efna höfuðstaðarins, eins og Pétur Halldórssoú borgarstjóra. Merka skólamenn, eins og t. d. Björn Jensson, Sigurð Jóns- son skólastjóra og Olaf Rósen- kranz leikfimikennara, en bæði Sigurður og Ólafur voru um mörg ár forustumenn stúkunn- ar og Reglunnar í heild og þekktir sem liprir, lægnir og traustir starfsmenn málefnisins. Af konum, sem unnið hafa mikið starf fyrir stúkuna og bindindismálið í heild, má með- al annarra nefna hina stór- merku og flugmælsku trúkonu Ólafíu Jóhannsdóttur, auk fjölda margra annarra kvenna og karla, sem þegar eru horfin sjónum vorum. Af áhrifamönnum, sem nú eru meðal annars starfandi á þessu stórmerka og söguríka bindindisheimili, má nefna Jakob Möller, alþingismann og fyrrv. fjármálaráðherra, Þor- stein J. Sigurðsson, kaupmann og þingtemplar í þingstúku Reykjavíkur, Pétur Zóphónías- son, ættfræðing og fyrrv. stór- templar, sem verið hefir hinn ótrauði starfsmaður bindindis- málsins og Reglunnar um tugi ára, Brynjólf Þorsteinsson, sem að vísu er ungur að árum í Reglunni, en áhugsamur og mikill starfsmaður, og er hann nú 1. æðstitemplar stókunnar, Þórönnu Símonardóttur frú og stórvaratemplar í Stórstúku ís- lands, Guðmund Gunnlaugsson kaupmann og konu hans, Þor- valdínu Ólafsdóttur og þau hjónin Karl Bjarnason bruna- vörð og Kristínu Sigurðardótt- ur, svo nokkur nöfn séu nefnd af þeim f jölda merkra karla og kvenna, sem nú skipa st. Verð- andi nr. 9. Með stofnun st. Verðandi hefur I.O.G.T. starfsemi sína hér í Reykjavík, höfuðstað Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.