Alþýðublaðið - 17.10.1943, Page 5

Alþýðublaðið - 17.10.1943, Page 5
iStwmudagur 17. október 1943. ALÞTÐUBLAÐIÐ KLUKKAN er fimm fyrir hádegi. Það er barið að dyrum hjá mér. Fox kapteinn xeynir að blístra fótaferðar- merki lúðurþeytaranna, sem er næstum eins í franska og ameríska hernum. En hann hafði gengið seint til hvílu og leit illa út. Hann minnti mig á, að undirbúningur ferðárinnar skyldi hefjast eftir hálfa klukkustund. Þetta er í ágúst- mánuði, en það er ekki hlýtt í dvergbílnum, sem flytur mig til flugvallarins í dagrenning- unni. Eg kem þangað á sama tíma og yfirmaður herstöðvar- irmar, sem er mjög stór, mjög ungur, mjög þeldökkur og mög viðfeldinn undiroffursti. Liðs- mennirnir stökkva á fætur. Undiroffurstinn segir eitthvað, sem ég heyri ekki, og allir setj- ast aftur. Foringinn, sem á að stappa stálinu í flugmennina, tekur fyrstur til máls. Ég fell í stafi yfir orðum hans og framkomu. Þetta er ekki yfirmaður að gefa undirmönnum sínum fyrirskip- anir, heldur sérfræðingur, sem er að skýra fyrir meðborgurum sínum, hve starf þeirra sé mik- .ilsvert. Mennirnir, sem hann er nð tala við, eru í þann veginn að Jeggja líf sitt í hættu. Þeir verða að skilja, að eyðilegging magnesíumverksmiðju er vel þess virði. Ræða hans er óhemju nákvæm. Ljósin eru slökkt og á sýningartöflunni koma fram landakort í mismunandi mæli- kvörðum, ásamt ljósmyndum, teknum úr öllum áttum. Svo nákvæmar eru myndirnar og .skýringarnar, að þegar komið er á árásarstaðinn, finnst manni að maður hafi séð hann áður. Nú er komið að fyrirliða loft- skeytamannanna. Hann skýrir frá því, hvaða bylgjulengdir skulu notaðar í þessum leið- angri og hvaða dulmálslykill. Síðan kemur veðurfræðingur- in. Herbergið er myrkvað aft- ur og við fáum að sjá veður- skilyrðin á svæðinu frá íslandi til Rússlands. Hitalínur og jafn vægislínur eru sýndar, og við fáum að sjá, hverskonar ský eru yfir hafinu, sem flugvélarnar verða að fljúga yfir, yfir hæð- unum, sléttunum, skógunum og vötnunum. Við verður kannske að fljúga alla leiðina í skýja- hafi í tíu þúsund feta hæð, og komum aðeins út úr því, þegar ekki eru nema um sex mílur að jmarkinu sem við eigum að hæfa með sprengjum okkar. Undirbúningnum lýkur með ■ávarpi yfirforingja ferðarinnar. Hann dregur í fáum orðunj fram aðalatriðin og skýrir mikilvægi árásarinnar, sem er í vændum. Hann veit, að hann getum treyst okkur. Hann skipar fyrir um niðurröðun flugvélanna í hóp- fluginu og nefnir fyrirliðana og aðstoðarmenn þeirra. Alvar- lega óskar hann okkur góðrar ferðar. Hann er vart íarinn, þegar ærslin brjótast út og minna mann á, þegar maður var í skóla. Flugmennirnir slá á herðar hvers annars og reyna að hræða hvor annan með því að segja ógnarsögur um árásar- staðinn, en ég varð frekar að geta mér til um efni þeirra, en að ég skildi það. Við þjótum í skála okkar aftur á þessum litlu dvergbílum, sem eru á sveimi um allt eins og flugur. Eftir að hafa náð í yfirhafnir sínar, þjóta áhafnirnar hver að sinni flugvél. Allar vélarnar heita einhverju nafni, sumar heita eftir borgum, aðrar eftir kon- um, nokkrar eftir hetjum eða gamanleikurum og enn aðrar bera sem nafn einhvern vel- kunnan málshátt. Við erum tilbúnir. Þegar merki er gefið, hefur fyrsta flugvélin sig á loft, og síðan hver af annari með nákvæmlega tíu sekúndna millibili. Nokkra stund sveimum við yfir Eng- landi til þess að komast í sam- band við flugvélar, sem hafa , lagt af stað annars staðar frá. Hvert er fallegast? Nýlega var efnt til fegurðarkeppni milli lítilla lamba í Reading, Pennsylvanía í Bandaríkj- unum og var komið þangað með. lömb hvaðanæva úr hinu víðlenda ríki, eins og myndin sýnir. Með hverju lambi var stúlka, sem bar borða og nafn síns héraðs. Af þeim þremur lömbum, sem sjást á myndinni er eitt frá Texas, annað frá Virginíu og það þriðja frá Colorado. í fljúganði uirki. P* FTIRFARANDI GREIN, lýsir ferð í einu af hin- um frægu fljúgandi virkjum Bandaríkjanna í stríðinu. Það er franskur flugmað- ur, Croniglon-Molinier, sem segir frá. Grein hans birtist upphaflega í tímaritinu „La France Libre” í London. Þegar allir hóparnir hafa sam- einast, er lagt af stað. Fyrsta flugvélin er komin langt út yfir hafið, þó að sú síðasta sé enn langt inní yfir landi. Þetta er eins og herskipafloti. Framund an, fyrir aftan og til beggja hliða eru aðrar flugvélar og vélbyssuhlaup þeirra rísa eins og hárbroddar. Óhemju afl er þarna saman komið. Ég man angistina 1940. Endurgjaldið er á leiðinni. Þegar við fljúgum í gegnum ský, nota ég tækiíærið til þess að kynnast áhöfninni. Flugmað- urin, sem er frá Pineville í Vestur-Virginia, er af skozk- um uppruna. Hann er upp með sér af flugvélinni sinni og spyr mig hreykinn á svip, hvernig mér lítist á hana. ,,Hún er framúrskarandi stöð ug. I gær stýrði ég einni slíkri í fyrsta sinn og ég var undr- andi yfir því, hve lítið mun- aði um það, að einvélin var stöðvuð. Þegar hún er ekki full hlaðin, flýgur hún prýðilega, þótt tvær vélar stöðvist. Ég tek sérstaklega eftir því, hve gott útsýni er úr báðum flugmannasætunum. Það er eins og flugmaðurinn sitji í stúkusæti. Flugstjórinn er frá Rhode Island. Hann er Gyðingur, dökk ur yfirlitum, sýnilega vel gef- /inn og er alltaf á verði. Hann athugar stefnuna á stundar- fjórðungs fresti, annað hvort til þess að eyða tímanum eða að gamni sínu, þar sem það er óþarfi, af því að við fljúgum á eftir öðrum flugvélum. Mæling arnar eru sérlega auðveldar. í horni sínu í flugklefanum hefir hann nokkur dularfull tæki. Allt, sem hann þarf að gera, er að færa tvær sjálflýsandi lín- ur í gagnstæðar stefnur og þá fær hann stefnuna af sjálfu sér. Þegar hann er orðinn leiður á þessu fer hann að reyna byssu sína. Óþefurinn flæmir mig út úr flugklefanum og ég fer að tala við sprengjumann- inn. Hann er frá Jasper í Texas. Hann er dálítið spjátrungsleg- ur og reynir að leyna ameríska málhreimnum, af því að flug- stjóranum féll hann ekki. Sam- tal okkar þarna í skýjahafinu nokkur þúsund fet yfir sjónum, mundi hafa sómt sér vel á bað- ströndinni við Deauville. „Leikið þér polo?“ „Dálítið.“ „Golf?“ „Ekki sérlega leikinn í því.“ „Ég er meistari í Texas —. eða svo gott sem.“ „Það er svo, en þú ert fjára korninu ekki góður í teninga- kasti.“ Þetta var álit vélamannsins. Hann hafði komið út úr turni sínum til þess að reykja vindl- ing með okkur. Meðan árás stendur yfir er hann stöðugt að snúa sér í hringi með turni sín- um og byssum. Hann er frá Harlowton í Montanafylki. Síðan kynnist ég hverjum af öðrum. Loftskeytamaðurinn, sem er af tékkneskum uppruna er frá Rockford í Illinois, og heldur því fram, að hann hafi minnst svigrúm til þess að skjóta af öllum í flugvélinni. Aðstoðarmaður hahs, , annar Gyðingur, er frá Sunbury í Pennsylvaníu. Atfturskyttan er Kaliforníubúi af ítölskum ætt- um. Hægri hliðarskyttan, sem einnig rann ítalskt blóð í æðum, var fæddur í Chicago. Vinstri hliðarskytta var frá Norður- Carolina. Þannig var þessi á- höfn frá níu ríkjum, komin af fjórum eða fimm Evrópuþjóð- um, og taldist til þriggja eða fjögurra trúarflokka. Þessir menn eru allir Ameríkumenn og eru hreyknir af að vera það og vinna saman í skemmtilegu samstarfi og vináttu. Gamla Evrópa hefir fleygt frá sér mannlegum f jársjóðum, en Am- •eríka hefir samlagað þá. Úr þessum Skotum, Tékkum, Frökkum og ítölum, hafa orð- ið frjálsir borgarar í vold- ugu lýðveldí. Ætli nýi heimur- inn sé einn fær um að gera að veruleika þá draumsýn, sem gamla heiminn hefir svo lengi dreymt? Sprengjunum er varpað. Mér er það óendalega miklu meiri ánægja en hinum amerisku kunningjum mínum, þar sem ég sé byggingar hrynja til grunna, ekki aðeins við höfn- ina, sem var aðalmark okkar, heldur einnig í nágrannahverf- unum. Þó erum við aðéins fyrsta aldan. Árásarhópurinn er stór og vel útbúinn. Eg sé þýzku orrustuflugvélarnar fljúga upp umhverfis okkur. En mér finnst ég ekki fá að horfa nógu lengi á þessa eyðileggingu á hluta af þýzku stríðsvélinni. Árið 1915 barðist ég af alefli fyrir því að notaðar væru orrustuflugvélar, af því að ég hataði sprengju- varp. En nú, eftir að hafa lifað tvær heimsstyrjaldir og eftir það, sem ég sá í Frakklandi 1940, — vélbyssuskytturnar á vegunum, skelfinguna, slátrun- ina — þá er ekki snefill af við- kvæmni eftir í mér. Gerið svo vel, hundar, hérna er dálítið handa ykkur. — hér svolítið meira, ennþá meira. Það eru tíu sinnum fleiri á eftir okkur en komnir eru, og í nótt verða það Bretar síðan Frakkar og svo Ameríkumenn aftur. Já fantar, við munum láta yklkur hafa það sem þið eigið skilið. Þýzku örrustuflugvélarnar ráðast á okkur að framan og aftan. Tvær af hverjum þremur þeirra eru málaðar svartar. Það þýðir að þær eru ætlaðar til næturbardaga, en sökum flug- vélaskorts, hafa Þjóðverjar neyðzt iil að nota þær að degi til líka. Það er þægilegra að eiga við þær. Eg tek eftir því, að Messerschmitt flugvélarnar ráðast á okkur á löngu færi. Fljúgandi virkin sem fljúga í þéttu hópflugi, skjóta úr öll- um byssum sínum sem eru nógu stórar til þess að geta kallazt fallbyssur. Sérhvert hinna tuttugu virkja hefur tólf byss- ur og úr hverri byssu er skotið átta hundruð skotum á mínútu. Engin orrustuflugvél gæti nálg- ast þennan eld án þess að falla þegar í björtu báli til jarðar, eða að öðrum kosti að springa þegar í þúsund mola. Óvina- flugmenirnir reyna nýjar að- ferðir. Úr f jarlægð miða þeir á einhverja af hinum fjórum skrúfum. Ef þeim tekst að stöðva eina eða tvær af vélun- um dregst bilaða flugvélin aft- ur úr. Þá ráðast begar tólf til Frh. á 7. síðu. Veturinn kemur í þessari viku. Gelum við skapað kyrrð og frið á heimilunum? Hlutverk útvarpsins — og dag- skrá þess í vetur. V ETURINN KEMUR eftir fáa daga. Fyrsti vetrardagur er næstkomandi laugardag. Ég kvíði alltaf fyrir vetrinum og hlakka allt af til sumarsins. Mér er illa við frost og snjó og er mikið fyrir hlýju og sólskyn. Á sumrum leik ég mér og les lítið, á vetrum leik ég mér ekki — og les mikið. Vet- urinn hefur líka löngum verið að- allestrartíminn, fræðsiutíminn. Á vetrum voru kvöldvökurnar. Og sá, sem hefur upplifað kvöldvöku í sveit, gleymir henni aldrei. BORGARLÍFIÐ er ekki kyrlátt og hér í Reykjavík er ys og þys á flestum heimilum, jafnvel börn- in komast ekki í næði, fyr en seint á kvöldin. Hvað skyldu heimilin vera mörg hér, þar sem friður og kyrrð er á vetrarkvöldum, þar sem lesið er og fólkið er að ein- hverjum innistörfum, þar sem börnin stunda sína kvöldvinnu, kyrlát og hljóð? Ég hygg að þau séu ekki mörg, því miður. Argið í önn dagsins, úíi og inni, hér í bænum, slítur taugunum, ekki síst hjá börnunum. Ekkert er þeim því eins nauðsynlegt og að á heimil- unum sé kyrrð og hvíld á löngum vetr ar kvöldum. ÞAÐ ER SAGT, að ungt fólk tolli ekki á heimilunum á kvöld- in. Það borðar og þýtur út í glauminn, á „rúntinn,“ í kvik- myndahúsm, í kaffistofurnar og kemur heim þreytt á sál og lík- ama, eftir miðnætti. Þetta er illt — og ástæðan fyrir því er sú, að heimilin hafa frá upphafi verið að skapa borgarmenningu, ef okk ur tekst ekki að breyta þessu, ef okkur tekst ekki að skapa ró og kyrrð á heimilunum. ÞAÐ ER EKKI MEININGIN að hver heimilismaður sitji á sínu rúmi, eða á sínum stól þegj- andi og stari í gaupnir sér. Ein- hvers konar verkefni þarf hver að hafa, eitthvert hlutverk að vinna, lestur og nám, handavinnu ein- hverskonar o. s. frv. Og svo, þó að ég sé enginn kirkjunnar mað- ur, þá þurfa börnin að lesa bæn- irnar sínar þegar þau eru háttuð. Ég fullyrði að það sé beinlínis heilsufræðileg nauðsyn. Eg hygg að svefninn verði því barni ljúf- ari, og síðustu mínúturnar áður en augun lokast og ferðin inn í draumalandið hefst, mýkri og fyllri af hvíld og friði, ef barnið les bæn sína, eða fer með fagurt ljóð. EIN AF GLÆSILEGUSTU upp- fyndingum mannsandans hefir breytt heimilislífinu ákaflega mik- ið og skapað hættur fyrir það, út- varpið. Það er hægt að misbrúka, eins og allt milli himins og jarðar. Það er kúnst að kunna á útvarp! Útvarpið getur átt ákaflega mik- inn þátt í því að laða unga fólkið að heimilunum, en til þess þarf efnið, sem það flytur að vera gott. Ég vænti þess að í vetur verði mjög vandað til kvöldvakarma, og yfirleitt til alls efnis útvarpsdag- skrárinnar. ALLA ÁHERSLUNA verður að leggja á efnisflutninginn á tíma- bilinu klukkan 20,15—21.30, Það er ein stund og 15 mínútur. Það verður að eyða mjög miklu fé í þennan tíma og það verður að greiða þeim mönnum vel fyrir efnisflutning, sem starfa á þessum tíma, annars fær útvarpið ekki góða starfskrafta. „Dagurinn og vegurinn“ er vinsæll dagskrárlið- ur, en útvarpið þarf að taka aftur upp liðinn „Heyrt og séð,“ sem það byrjaði einu sinni á. Liðurinn (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.