Alþýðublaðið - 21.10.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 21.10.1943, Qupperneq 4
Fimmtudagur 21. október 1943 ALf».YDr'~".^^,,r* :(U|»ií|ðnfrlaði$ trtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson, Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. „Yfiriæti Iþekk lingarinnar“j| HINAR ítarlegu ■ greinar Jóns Blöndals, „Hvað seg- ir þjóðarétturinn um rétt okk- ar til einhliða sambandsslita?“, sem nýlega birtust í Alþýðu- blaðinu, haía að vonum vakið stórmikla athýgli allra hugs- andi manna hér á landi. iÞví hefir um nokkurt skeið verið haldið að okkur, að við gætum. hvenær sem væri, slit- ið sambandinu við Dani ein- hliða, með því, að þeir hefðu ,, vanef nt1 ‘ sambandslagasátt- málann frá 1918. eða ekki get- að staðið við skuldbindingar sín ar samkvæmt honum síðan Dan mörk var hertekin 1940. Og nú upp á síðkastið hafa óðagots- mennirnir í sjálfstæðismálinu, sem heímta sambandsslit ekki síðar en 17. júní 1944, hvernig sem þá verður ástatt, ekki far- ið í neina launkofa með það, að það isé meining þeirra að þjóðin hafi sambandslagasátt- málann að engu og byggi rétt sinn til einhliða sambandsslita á hinni staðhæfðu .,vanefnd“ hans af hálfu Dana. En nú hefir Jón Blöndal sýnt fram á það með sterkum rök- um, að það sé að minnsta kosti mjög vafasamt, að við getum með nokkrum rétti sagt sam- bandinu einhliða upp með skír- skotun til vanefnda af hálfu Dana. Og þeirri skoðun sinni til stuðnings hefir hann vitnað í þekkta þjóðréttarfræðinga er- lenda, sem ýmsir höfðu þó hald ið, af fyrri fullyrðingum Bjarna Benediktssonar, helzta formæl- anda óðagotsmannanna í sjálf- stæðismálinu, að finna mætti einhver rök hjá fyrir vanefnda réttinum svokal],aða. En Jón Blöndal hefir sýnt fram á, að það er síður en að svo sé, og verður því ekki neitað, að „fræðimennska“ Bjarna hefir orðið fyrir töluverðum álits- hnekki við hinar ítarlegu og vel rökstuddu greinar Jóns. En í sambandi við tilvitnanir sínar í hina erlendu þjóðréttar- fræðinga hefir Jón Blöndal bent á hverja nauðsyn beri til þess fyrir okkur, litla þjóð, að virða gerða samninga, hve mikil áhætta því sé fylgjandi, að flana út í einhliða sambands slit á að minnsta kosti mjög vafasömum réttargrundvelli, og hve ástæðulaust það sé, þar sem við eigum um tvær örugg- ar leiðir að velja að settu marki: leið hins frjálsa sam- komulags við Dani, undir eins og þeir eru aftur orðnir frjálsir og frjálsar viðræður geta hafizt við þá, og leið sambandslagasátt málans sjálfs. Það gat hver sagt sér sjálfur, sem las greinar Jóns Blöndals, að hjá því yrði ekki komizt fyr- ir Bjama Benediktsson að svara þeim á einn eða annan hátt. En þess munu flestir hafa vænzt, að hann reyndi að mæta þeiim með einíhverjum gagnh Sæni * í ? H i? r Oi a r n&oji: Einingarpostulinn og starf bans í verkalýðshreyfingnnnl 1 206. TÖLUBLAÐI ÞJÓÐ- VILJANS þ. á. birtist rit- smíð nokkur, sem hlotið hefir nafnið „Einingin í verkalýðs- hreyfingunni verður að eflast“. Ritsmíð þessi er grein eftir nú- verandi „ráðsmann“ Dagsbrún- ar, Eggert Þorbjarnarson. Þar sem greinin er að mestu per- sónulegar álygar á undirritað- an, verður ekki hjá því komizt, að svara þeim lauslega, þó ég telji það ekki hlutverki mínu í verkalýðshreyfingunni eða virðingu samboðið að standa í persónulegum deilum við neinn af þeim mönnum, sem fara með málefni verkalýðsins, hversu argir og ómerkilegir, sem þeir kunna að vera; verður þó gerð á þessu undantekning í þetta sinn. En vegna þess að greinar- höfundur þykist bera mjög fyr- ir brjósti eininguna í verkalýðs hreyfingunni og stöðu sinnar vegna sem ráðsmaður Dagsbrún ar og formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, mætti ætla, að hann hefði nokkura ástæðu til þess að vilja vinna að ein- ingu meðal verkamanna. Þykir rétt að athuga lauslega eining- arstarf hans um leið í nútíð og fortíð. ❖ E. Þ. segir, að undirritaður hafi ráðizt heiftarlega á\ hug- myndina um stofnun Bandalags vinnandi stétta og ráðizt á sína eigin undirskrift í því máli. Ég vísa til viðtals míns við Alþýðu blaðið í sumar um það, hvort ég réðist þar á bandalagshug- myndina. Ég varaði við því að láta 7. greinina í stefnuskránni vera eins og hún var sett fram, vegna þess að ætla mætti, að stórpólitískt mál sett fram frá sjónarmiði eins fremur illa séðs stjórnmálaflokks myndi fæla marga eðlilega þátttakendur frá því að taka þátt í stofnfundin- um. Enn fremur vildi ég ekki láta leggja stefnuskrána fram sem lög fyrir bandalagið, held- ur sem samningsgrundvöll. Þetta og ekkert annað hefi ég á opiiiberum vettvangi sagt um bandalagið. Hvorugt þetta fékkst fram, og er nú árangur- inn af því að koma í Ijós á þann hátt, að sorglega fáir aðilar hafa tilkynnt þátttöku í stofn- fundinum og meiníyndnir m'enn eru fyrirfram búnir að skíra bandalagið „Bahdalag atvinnu- kommúnista“. rökum, því að svo alvarlegt mál fyrir okkur er hér um að ræða, og með útúrsnúningum einum verða þau sterku rök heldur ekki hrakin, sem Jón Blöndal færði fram máli sínu til stuðn- ings. En af einhverjum ástæðum hefir Bjarni Benediktsson í svargrein sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, kosið að hliðra sér sem mest hjá öllum rök- ræðum við Jón Blöndal urn álit hinna þekktu erlendu þjóðrétt- aifræðinga á vandfndaréttin- um. En því tíðræddara gerir hann sér um Jón Blöndal sjálf- an, kallar röbsemdafærslu hans „yfirlæti þekkingarinnar“ og þykir hann gera sig digran, að hann, hagfræðingurdnn skuli leyfa sér að deila um þjóðarétt við sig, lögfræðinginn. Finnst Bjarna Benediktssyni þetta bersýnilega svo veigamikil og snjöll röksemd fyrir málstað, sínum, að hann getur ekki á sér setið að endurtaka hana að minnsta kosti í hverjum dálki greinár sinnar, svo sem til þess stefnuskrá bandalagsins og á- varp Alþýðusambandsins og svíkið mína eigin undirskrift, eru vísvitandi ósannindi hjá E. Þ., það er að segja, ef hann er orðinn sér þess meðvitandi, hve nær hann segir ósatt og hvenær hann segir ekki ósatt. Ég hefi aldrei skrifað undir áðurnefnd plögg, enda hafa þau aldrei legið frammi til undir- skriftar. Ég skrifaði undir fundargerð þess fundar, sem gengið var frá bandalagsmál- inu á, eins og allar aðrar fundar gerðir, þegar ég hefi mætt á fundi. í þeim undirskriftum felast engar samþykktir á gerð um fundanna, heldur aðeins viðurkennig a því, að ég hafi verið mættur á fundi. Þetta veit E. Þ. og eins hitt, að ég fylgdi málinu út úr sambands- stjórn með þeim skilningi, að um það bæri að semja nánar á stofnfundi. En hvers vegna er E. Þ. að það reynist happadrjúg eining nú? Heldur hann kannske, að blása sig upp út af þessu máli arstefna fyrir hið verðandi bandalag, að væntanlegir mátt arviðir þess taki að rífast um stofnun þess og tilveru um það leyti, sem stofnunin á að fara fram. Ekki held ég, að E. Þ. sé svo vitgrannur. En hitt grunar mig, að E. Þ. sjái nú fyrir, að bandalagið verði ekki stofnað eftir hans einingarstefnuskrá eða eftir kokkabókum kommún ista, og þess vegna vilji E. Þ., þessi hundflati rússadaðrari, koma í veg fyrir stofnun banda lagsins og þá auðvitað beita nær tækasta vopni sínu og flokks síns, lýginni, til þess að eyði- leggja bandalagið þegar við stofnun þess. Ég er vongóður um það, að betri hlutinn af flokksmönnum E. Þ. sjái að sér í tíma og felli niður 7. grein stefnuskrárinnar og leggi stefnuskrána fram, sem saniningsgrundvöll, og að fengnum þeim breytingum sjáj þeir aðilar, sem nú hafa neit- að þátttöku í stofnfundinum, sig um hönd og gerist nú þegar við stofnun bandalagsins virkir þátttakendur í því. Ég læt svo útrætt um banda- lagið og einingarstarf E. Þ. í þágu þess, en sný mér að því að lýsa einingarstorfi hans í verkalýðshreyfingunni fyrr og nú. að sýna lítillæti vísdóms síns. Að sjálfsögðu þarf ekki að óttast, að neinn hugsandi mað- ur láti blekkjast af þvílíkum málflutningi. En þar að auki vill svo vel til að slíkar „rök- semdir“ bíta lítið á Jón Blöndal, og þó sérstaklega, þegar þær koma frá Bjárna Benediktssyni; því að Jón Blöndal hefir þróf í þjóðarétti frá Hafnarháskóla, það sama og heimtað er af hverj um lögfræðingi, útskrifuðum frá þeim skóla; en ekki er vitað, að Bjarni Benedikts- son hafi neitt próf í þjóða- rétti yfirleitt. Bjarni verður því áreiðanlega að gera bragar bót og færa einhverjar veiga- meiri líkur fyrir því, að hann hafi skilið hina erlendu þjóð- réttarfræðinga betur en Jón Blöndal, ef hann vill rétta við fræðimannsálit sitt eftir það áfall, sem það fékk við grein ar hans. Og þangað til fer tví- mælalaust bezt á því fyrir Bjarna, að tala sem hógværleg- | ast um lögfræðiþekkingu sína að því, er þjóðarétt snertir. Upp úr síðustu heimsstyrjöld gengu miklar byltingaröldur yfir heiminn eins og kunnugt er. Austur í Rússlandi var stofnað verkamannaríki, og vestur á ísafirði tóku verka- menn við stjórn bæjarfélags. Á báðum þessum stöðum tóku verkamennirnir við af þröng- sýnu og illa innrættu íhaldi, sem skilaði af sér bæjar- og þjóðfélögunum atvinnutækja- lausum og félausum með hung- urvofum við dyr hvers alþýðu- manns. Fyrsta verk verkamannanna á báðum stöðunum var að út- vega atvinnutækin og koma fólk inu í atvinnu og skapa því brauð. Rússarnir erjuðu jörð- ina og efldu iðnað sinn, en Is- firðingar settu á stofn útgerð í stórum stíl. Allt gekk sæmilega hjá báðum um hríð, en brátt komu á báðum stöðunum fram einingarpostular, sem brýndu fyrir fólkinu, að stjórn verka- manna væri í mörgu áfátt, og ekki bæri að styðja viðlejitni þeirra til þess að ná settu tak- mark. Rússarnir styttu sína ein ingarpostula um höfuðin eins og kunnugt er, og eru þeir úr þessari sögu. Vestur á ísafirði á vinnu- stöð Samvinnufélags ísfirðinga vann ungur sameiningarpostuli að nafni Eggert Þorbjarnarson. Eins og kunnugt er var og er Samvinnufélag ísfirðinga eign sjómanna og verkamanna á 1' IMARITIÐ HELGAFELL, júlí- og ágústheftið, sem nú er nýútkomið, minnist á áskorunina, sem 270 mennta- menn og athafnamenn úr öll- um flokkum sendu alþingi ný- lega, um að ganga ekki frá form legum sambandsslitum við Dan mörku, að óbreyttum þeim að- stæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa. En á meðal þeirra, sem skrifuðu undir áskorunina, voru báðir ritstjórar Helgafells, þeir Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson. I ritstjórnar- grein þeirra um þetta skjal, þar, sem undirtektir blaðanna eru gerðar að umtalsefni, segir meðal annars: „Alþýðublaðið hefur eitt þeirra allra treyst sér til að birta það, og kunna aðstandendur áskorunarinn ar því að sjálfsögðu þakkir fyrir, þótt aðgreining blaðsins milli „á- hrifamanna“ og „almennings“ í því sambandi hefði mátt niður falla. Þjóðviljinn hefur notað sér hana til að slá á þá strengi, að hér séu að verki aðeins nokkrir einangraðir „heldri menn“ eða „fínir menn“. Ekki erum við þó frá því, að hefði verið hér um al- menna fjársöfnun til Rauða kross Sovétríkjanna að ræða, mundi hið raunsæja baráttublað hafa talið flest þessi 270 heldri manna nöfn öllu eftirsóknarverðari en önnur jafn mörg úr kjörskrá Reykjavík- ur í réttri stafrófsröð, og vissulega hefðu þau ekki verið of góð undir slíka áskorun. En hvað sem veld- ur, virðist Þjóðviljinn vera sam- rýndari ríkum mönnum en fínum í skilnaðarmálinu. Tíminn, eða öllu heldur ritstjóri hans, telur Anglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera » komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvðlði. Sfml 4906. staðnum. Afkoma fyrirtækisins og eigenda þess var fyrsf og fremst undir því komin, að vel og ötullega væri unnið cg var- anleg eining verkamannanna og sjómannanna skapaðist um fyr- irtækið fyrir fórnfýsi og sam- starf verkamanna á sjó og landi. Þetta skildi E. Þ. líka mæta vel, enda hóf hann sameiningar starf sitt á staðnum með því að brýna fyrir verkamönnunum að fara sér ekki óðslega í vinn- unni og láta sér ekki of annt um hag samvinnufélagsins. Árangurinn af þessu eining- ar starfi varð sá, að sundrung og vinnuspilling þroskaðist á vinnustað félagsins og óx að lokum félaginu svo yfir höfuð, að starfrækzlu stöðvanna var hætt litlu síðar. Nokru síðar var sami E. Þ. kosinn í bæjarstjórn ísafjarð- ar með atkvæðum kommúnista Frh. á 6. síðu. undirskriftirnar einkum túlka vilja gáfaðra manna í landinu, enda svo háskalegar, að þeirra vegna beri að hraða fullum sambandsslitum sem allra mest. Að líkindum er lýðveldisdagur ritstjórans því 1. febrúar að ári, svo sem bæjar- stjórn Seyðisfjarðar hefur sam- þykkt áður, ásamt nokkurri til- færslu á afmælisdegi Jóns Sigurðs sonar. Morgunblaðið, aðalmálgagn Sjálf stæðisflokksins, á að sjálfsögðu um sárast að binda vegna undir- skriftanna, svo mjög sem þær benda til víðtæks skoðanamunar innan flokksins, enda gætir þar fremur angurværðar en forherð- ingar út af þeim. Raunar gefur blaðið í skyn, að þeir, sem þannig hafa tekið sér persónulegt full- veldi til að hafa- sjálfstæða skoðun á lýðveldismálinu, muni helzt vera á hnotskóg eftir dannebrogskross- um í staðinn, en jafnframt upp- lýsir það, að danskir áhrifamenn erlendis séu gersamlega andvígir öllum drætti á skilnaði af vorri hálfu, svo sem áður er kunnugt um Dani á íslandi. Dagblaðið Vísir veður reyk um málið af miklum dugnaði og staðhæfir að lokum, að slík áskorun, er brjóti í bág við skoðanir mikils þorra þjóðarinn- ar, eigi engan rétt á sér, meðan öll gögn í fullveldismálinu hafi ekki verið lögð á borðið. Eftir þessu hefur sá meginhluti þjóðarinnar, sem Vísir telur sér, myndað sér skoðun án nauðsynlegra gagna, og því marklausa að blaðsins dómi, enda styður það núverandi ríkis- stjórn sem fastast, þótt yfirlýsing liggi fyrir frá forsætisráðherra hennar um sams konar afstöðu í Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.