Alþýðublaðið - 21.10.1943, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
s
N
N
N
S
N
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
TILKYNNING.
Að gefnu tilefni vill ráðuneytið benda á að öll erindi varðandi
úthlutun á skömmtunarvörum til iðnfyrirtækja og veitinga-
staða ber að senda skömmtunarskrifstofu ríkisins, sem ann-
ast þau mál undir yfirstjórn og samkvæmt ákvörðun Við-
skiptaráðs. Er þýðingarlaust að snúa sér til ráðuneytisins
út af þessum málum.
VEÐSKIPTAMÁLAiRÁÐUNEYTIÐ 20. okt 1943.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
króna. Ég hefi minnzt á það fyrir
alllöngu, að ríkisútvarpið hefir
ekki getað greitt sómasamlega fyr-
ir aðkeypt efni, þó að nú sé farið
að rætast úr fyrir því. Það er ákaf
lega mikið verk að semja erindi til
dæmis um sérfræðileg efni og
menn gera það ekki nema að þeir
fái það vel borgað. Eins er um
annað efni. Ef lítið er borgað fyrir
það, er hætta á að höndunum sé
kastað til starfsins, eins og oft
hefir viljað við brenna.
NÝLEGA SÁ ÉG í blaði tillögu
um að útvarpið réði menn til
fastra, takmarkaðra eða ótakmark
aðra starfa og greiddi þeim svo
vel fyrir, að þeim yrði það hvatn-
ing til þess að leggja sig fram. Mér
lýst vel á þessa tillögu. Ég hygg,
til dæmis, að þeir menn, sem eiga
að semja söguleg erindi um forn-
bókmenntirnar eða endursagnir úr
þeim í vetur, geti ekki gert það á
hlaupum, sem aukastarf. Til þeirra
erinda verður að vanda og fyrir
þau verður því að greiða vel.
VIÐ SKULUM OG taka annað
dæmi. Þættir Bjarnar Sigfússonar
um íslenzkt mál eru ákaflega vin-
sælir. Þetta er fastur liður og, til
þess að gera hann vel úr garði,
þarf mikið starf og mikla alúð.
Slíkt starf þarf að greiða vel fyrir.
Hið sama má raunar segja um allt
annað starf við dagskrá útvarps-
ins, þó að það sé misjafnlega erfitt
og útheimti ekki alltaf jafnmikla
ástundun og elju.
ERLENDIS hefir það gefizt bezt
að hafa fastráðna starfsmenn við
dagskrár útvarpsstöðva, það er að
segja fasta liði þeirra. Ég hygg, að
þetta muni líka koma í ljós hér.
Útvarpsráð mun nú hafa í hyggju,
að breyta til um daginn og veginn,
og fela einum eða tveimur mönn-
um að sjá um þennan þátt. Ég
hef áður sagt það, að ef útvarpið
hefir ekki fastan mann í þessu
starfi, verður ekki hægt að gera
hann að því, sem honum er raun-
verulega ætlað að vera. Hann á
að vera samband ríkisútvarpsins
við hlustendunra, nokkurs konar
spjall milli þeirra og útvarpsins,
eins og Jón Eyþórsson hafði þenn-
an þátt, meðan hann sá um hann
einn.
OÞEGAR AÐRIR eru fengnir til
þess að taka þennan þátt að sér,
er ekki nema eðlilegt að þeir taki
til að semja erindi, sem ;i geta að
vísu verið um dagsins brennandi
sþursmál, en samt sem áður ekki
það lausa spjall, sem þátturinn á
að vera. Hlustendur geta ekki skrif
að þessum mörgu mönnum bréf,
spurt þá og spjallað við þá, en
það geta þeir gert, þegar einn mað-
ur eða tveir sjá um þáttinn —
og þó hygg ég að bezt sé að aðeins
einn maður sjái um hann. En svo
er vitanlega hægt að deila um það,
hvernig hann leysir starfið af
hendi.
RÍKISÚTVARPIÐ er orðinn svo
þýðingarmikill þáttur í heimilis-
og menningarlífi þjóðarinnar, að
allt veltur á því að því sé vel
stjórnað, að þeir, sem hafa þessa
stjórn með höndum gleymi því
aldrei, hve gífurleg ábyrgðin er,
sem á þeim hvílir og að allt sé
gert og ekkert til sparað að gera
efnisflutning þess sem allra full-
komnastan. Nokkra framför er
hægt að sjá í vetrardagskránni og
þá fyrst og fremst með lestri forn-
bókmenntanna og erindunum um
þær, og ráðningu hins fasta leik-
ritaráðunauts. Er nú að sjá hvern-
ig til dæmis honum tekst starfið.
Nýja Sjáland.
Frh. af 5. síðu.
Þetta land hefir orðið að þola
gullæði, eldgos og jarðskjálfta.
Þegar við fórum frá Rotorua
ókum við í gegnum þjóðgarð-
inn, sem er næstum því á miðri
Norðureyjunni. Meðal annars
er þar ókulnað eldfjall , ágæt-
ar skíðabrekkur og veiðivötn,
þar sem silungurinn er svo á-
kafur, að hann stekkur yfir bát-
ana til þess að stela flugunum
af höttum veiðimannanna. En
jafnvel í nánd við hið stóra
gistihús, sem rekið er undir
opinberu eftirliti, hefir komið
fyrir að fólk hefir villzt út af
gagnstígnum og týnzt í skógin-
um dögum saman.
Þetta sýnir, hvernig Nýja
Sjáland er. Það er hamur frum
byggjanna, sem er þar að verki
undir hulu menningarinnar.
Það var orðið áliðið kvölds,
er við loks komumst til Palmer
ston North. Við ókum eftir göt-
unni, sem Helena bjó við. Það
hefði getað verið hliðarstræti í
enskri borg að öðru leyti en því,
að einhvers staðar úti í stjörnu
bjartri nóttinni heyrðist í fugli,
sem kallaður er eftir hinu und-
arlega hljóði sínu: „More-pork
:— More-pork.“
En ég vissi, að þegar dagaði,
mundu sjást yfir húsaþökin
dimmbláar hæðir og snævi
þaktir fjallatindar. Það mundi
verða fuglasöngur og trén sjást
með rauðu og gulu blómskrúði.
Það var mjög kyrrt og sumar
í lofti, er við stigum út úr bif-
reiðinni.
Móðir Helenu opnaði dyrnar,
sterkleg kona, sem bar eins og
skuggamynd við birtuna inni.
„Nú, það eruð þið,“ sagði hún
glaðlega. „En hvað við erum
glöð yfir að sjá ykkur. Kvöld-
verðurinn er tilbúinn. Komið
inn.“
Þetta voru nýsjálenzkar mót
tökur. Alveg eins og heima.
Kanpam iaskur
hæsta verði.
IflAsgaBnaTinnnstofaBÍ
Baldnrsgötn 30.
Einingarpostulinn
(Frh. af 4. síðu.)
og ábyrgðarlausra landshorna-
manna, sem safnast höfðu í bæ-
inn víðsvegar af landinu og
tóku sér þar bólfestu í skjóli
mannúðar verkamannastjórnar
innar, sem neitaði að fram-
kvæma sveitarflutninga, sem
voru þá enn í lögum. Með því
að kjósa E. Þ. í bæjarstjórn,
vildu þeir sýna þakklæti sitt í
verki með því að koma þessum
ókrýnda konungi sínum og sam
einingarpostula í stjórn bæjar-
ins í þeirri góðu trú, að þar
gæti hann einnig sáð sameining
arfræi sínu með sama árangri
og á samvinnustöðunum.
í bæjarstjórn ísafjarðar árið
1934 kom einingarstarf E. Þ.
brátt í ljós. Á fyrsta fundi hinn
ar nýkosnu bæjarstjórnar, not-
aði hann oddaaðstöðu sína til
þess að gera höfuðpaur aftur-
haldsins á staðnum, stórat-
vinnurekandann Jón Auðunn
Jónsson, að bæjarstjóra og af-
henti sama afturhaldi meiri-
hlutann í hafnarnefnd og flest-
um meiriháttar nefndum í bæj-
arstjórn. Á fundum bæjar-
stjórnar var einingarandi hans
svo aðsópsmikill, að hann hélzt
ekki við sætið, er hann flutti
ræður sínar, heldur fór hamför
um með bekkjunum, en rólvnd
ir menn þóttust kenna sama
vinnulag og hjá Kölska forðum,
er hann tók að sauma með langa
nálarþráðinum og hljóp út og
hring í kringum bæinn við
hvert nálarspor.
E. Þ. drap allar sparnaðartil-
lögur, hver sem bar þær fram,
en færði fram til sigurs eyðslu-
tillögur beggja flokka og studdi
öll óþurftarmál, en drap þau,
er til framfara horfðu.
Þetta skapaði pólitískí öng-
þveiti í meðferð bæja.rmálanna,
svo þau komust öil á ringul-
reið, ekkert vit eða samliengi
varð í framkvæmdum bæjar-
ins, til beinnar upplausnar
horfði. ísfirzkir verkamenn
horfðu undrandi á aðfarirnar
og biðu með skelfingu þess,
sem koma mundi. Mönnum
þeim, sem ábyrgð báru á vinnu
piltsms í bæjarstjórn varð ill-
vært fyrir áleitni stéttarbræðra
sinna, enda afneituðu þeir nú
snáðanum hver um annan
þveran.
Þegar fram á árið leið, sam-
þykkti alþingi lög. um það, að
heimilt skyldi að rjúfa bæjar-
stjórnir, sem óstarfshæfar
væru. Var þetta gert fyrir at-
beina ísfirzkra verkamanna,
sem sáu fyrir algerða tortím-
ingu bæjarfélagsins og andlegr
ar og efnalegrar velferðar sín
og sinna, ef einingarstarf E. Þ.
ætti að njóta við 1 bæjarstjórn-
inni í fjögur ár.
Var svo hafin undirbúningur
að nýjum bæjarstjórnarkosn-
ingum. En þegar leið að kosn-
ingunum, var maðurinn, sem
allt þetta braml stóð um,
skyndilega horfinn af sjónar-
sviðinu. Þegar E. Þ. átti að
svara til saka frammi fyrir
ísfirzkum kjósendum eftir tæpt
eins árs einingarstarf í bæjar-
stjórn og á samvinnustöðinni,
skreið hann á burtu úr bænum
og skildi eftir fylgismenn sína,
þá fáu, sem ekki höfðu snúið
við honum bakinu, vonsvikna
og forustulausa, samborgurum
sínum til athlægis og viðvör-
unar. Þannig endaði það ein-
ingarstarfið.
Rétt er að geta þess, að við
aukakosningar féll kommúnist-
inn, sem boðinn var fram í stað
E. Þ., með litlum orðstýr.
Kommúnistar töpuðu miklum
hluta atkvæða sinna og hafa
ekki átt upp á háborðið á ísa-
firði síðan. — Einingarárst E.
Þ. á ísafirði er síðan minnst á
borð við eldgos-, hafís- eða
hallærisár.
*
. í janúar mánuði 1941 var
Verkamannafélagið Dagsbrún í
verkfalli út af káupsamningum
við atvinnurekendur, Aðstaða
félagsins var á margan hátt
veik. Fyrir aðgerðir komm-
únista og verkalýðs- og flokks-
svikarans, Héðins Valdimars-
sonar, hafði hin mesta óöld
geysað í félaginu Pólitískar
flokkadeilur, sem fæddu af
sér pólitískar stjórnarkosning-
ar, þar sem ýmsir bræddu sig
saman á lista í þeim tilgangi að
ná stjórn félagsins í sínar hend
ur, höfðu eyðilagt félagsstarf-
ið.
Marga félagsvana menn var
búið að reka úr félaginu; af
þessum ástæðum var meiri
hluti forustumannanna óvanir
meðferð verkalýðsmála eða
pólitískir spilagosar.
í landinu var erlendur her,
sem veitti mörgum atvinnu, en
vildi á engan hátt styðja kröf-
ur verkamanna; taldi sér þau
mál óviðkomandi. Dagsbrúnar-
menn voru sammála um það, að
á engan hátt mætti blanda
hinum erlenda her í verkfalls-
málin, og var það eitt af því’
fáa, sem þeir voru sammála
um. Þetta var á vitorði allra
landsmanna, enda var einingar
postulinn frá ísafirði fljótur að
átta sig á þessu, og skaut hann
brátt upp kollinu á þann eina
hátt, sem vænta mátti af hon-
um.
5. janúar var dreift út á
meðal hermanna áskorun í
nafni verkamanna, þar sem
meðal annars var skorað á
undirmenn hersins að gera upp-
reisn á móti yfirboðurum sín-
um, í nafni íslenzkra verka-
manna.
íhlutun hins erlenda valds
var kölluð yfir verkamennina,
fáránlegum slúðursögum var
dreift út. Því var lætt út á
meðal borganna, að stjórn Dags
brúnar eða menn úr henni
væru viðriðnir dreifibréfið í
þeim tilgangi að láta handtaka
stjórnina.
Þessi skyndilegi ófögnuður
hafði lamandi áhrif á siðferðis-
þrek verkamannanna. Illvígar
deilur risu upp meðal þeirra,
tortryggni og sundrung magn-
aðist dag frá degi. Allt þetta
leiddi til þess, að verkamenn-
irnir töpuðu verkfallinu litlu
síðar. Við rannsókn á málinu
kom það í ljós, að aðalmaður-
inn í öllu þessu einingarstarfi
var enginn annar en einingar-
postulinn Eggert Þorbjarnar-
son.
Eftir að verkfallið var tap-
að og höfuðpaurar dreifibréfs-
ins horfnir að sjónarsviðinu,
gerðu atvinnurekendur Héðinn
Valdimarsson að formanni
Dagsbrúnar enn á ný. Eins og
vænta mátti, lá atvinnurek-
endastjórnin á öllum málum
félagsins og leið svo fram eftir
árinu.
Þegar tók að líða að næstu
stjórnarkosningum hófust við-
ræður um það meðal Dagsbrún
armanna, að nauðsyn bæri til
að ná félaginu út úr öngþveiti
því, er það væri komið í og
mynda bæri stjórn í félaginu,
sem skipuð væri þannig að
ætla mætti, að pólitískur styr
stæði ekki um hana.
Var svo borinn fram við
stjórnarkosningar í ársbyrjun
1942 listi, sem á voru: 1 AÍþýðu
flokksmaður, 2 kommúnistar
og 2 utanflokkamenn, sem
hugsað var að væru velséðir af
verkamönnum úr öðrum flokk-
um en Alþýðuflokknum og
KommúnistafÍokknum. Skyldi
formaðurinn vera Kommúnisti,
en varaformaðurinn Alþýðu-
flokksmaður.
Þeir, sem gengust fyrir sköp-
un listans og studdu hann í
kosningunni, . gerðu með sér
samning, óskrifaðan að vísu, um
það, að kosning fulltrúa á Al-
þýðusambandsþingið skyldi f ara
fram eftir sömu reglum og kos-
ið var í trúnaðarmannaráðið
Fimmtudagur 21. október 1943
| ,F reia“-fiskfars!
daglega glænýtt.
(100 manna ráðið), en þar voru
jafnmargir Alþýðuflokksmenn
og kommúnistar. Verkamanna-
listinn sigraði atvinnurekenda-
listann glæsilega. Menn hugðu
til hinnar nýju stjórnar og;
bjuggust við, að friður og ein-
ing skapaðist í félaginu.
Þegar sá af starfsmönnum
atvinnurekendast j órnarinnar,
sem ekki var kommunústi, var
látinn hætta störfum eftir kosu
ingarnar, var hinn nýkjörni
formaur félagsins, kommúnist-
inn Sigurður Guðnason, ein-
róma kjörinn til þess af stjórn-
inni að vera ráðsmaður félags-
ins.
Nokkru síðar var álitið a5
ráða þyrfti félaginu, þriðja
starfsmanninn, og var það vilji
stjórnarinnar allrar, að ráðinn
yrði Alþýðuflokksmaður. Eftir
nokkrar eftirgrenslanir þótti
sýnt, að ekki myndi auðgert að
fá Alþýðuflokksmenn. Þeir, seim
til var leitað, voru ekki bjart-
sýnir á eininguna í félaginu er
fram í sækti. Þeir þóttust
þekkja einingarvilja kommún-
istanna og gáfu ekki kost á sér„
Þá var að undirlagi komm-
únistanna ráðinn sem þriðji
starfsmaður Dagsbrúnar, ein-
ingarhetjan frá ísafirði og dreifi
bréfsgarpurinn frá 1941, sem
þá var aftur kominn fram á
sjónarsviðið.
Ég minnist ýmislegs , en
stikla verður á stóru um það,
sem gerðist í stjórn Dagsbrún-
ar áður en E. Þ. var ráðinn
starfsmaður félagsins og fékk
á þann hátt tækifæri til að hafa
áhrif á gang málanna, vegna
þess, að margt benti til þess, að
kommúnistar, undir forustu Sig
urðar Guðnasonar, hafi ætlað
að standa við gerða samninga
í Dagsbrún, og að öll þeirra
samningsrof síðan E. Þ. varð
starfsmaður félagsins, séu hans
verk fyrst og fremst.
(Niðurlag á morgun).
HVAÐ SEGJA HDM BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðul
lýðveldismálinu og Vísir telur eng
an rétt eiga á sér.“
Við þessa hnittilegu lýsingu
Helgafells á undirtektum blað-
anna hefir Alþýðublaðið ekki
annað að athuga en það, að síð-
an hún var skrifuð hafa tvö
blöð til viðbótar birt áskorun-
ina ásamt nöfnum þeirra, sem
undir hana rituðu, svo og að
það var af mjög svo eðlilegum
ástæðum, að Alþýðublaðinu
þótti rétt að geta þess, þegar
það birti hana, að það hefðu að-
aðeins verið einstakir áhrifa-
menn, sem leitað hefði verið til
um undirskriftir, en ekki al-
menningur. Það var þegar , af
þeirri ástæðu rétt að taka fram,
að önnur blöð voru þá byrjuð
að breiða þau ósannindi út, að
um almenna undirskriftasöfn-
un hefði verið að ræða, en fleiri
en 270 undirskriftir ekki feng-
izt. Þau ósannindi var málefn-
isins vegna bæði rétt og skylt að
reka ofan í þau.