Alþýðublaðið - 21.10.1943, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. október 1943-
■TJARNARBlðB
Takið undir!
(PRIORITIES ON PARADE)
Amerísk söngva- og gaman-
mynd.
Ann Miller,
Betty Rbodes,
Jerry Colonna
Johnny Johnston.
Aukamynd:
NORSKUR HER Á ÍSLANDI
(Arctic Patrol)
Sýning kl. 5, 7 og 9.
J Æ Hey rfopo
FLEIRI BREYSKIR
INGIMUNDUR krókur var
eitt sinn sem oftar tekinn fast-
ur og settur í varðhald. Við pað
tækifæri tók bæjarfógetinn hálf
fulla brennivínsflösku úr vasa
Ingimundar og afhenti honum
hana síðan aftur, þegar hann
var látinn laus. í#:
Ingimundur tók við flösk-
unni, brá henni upp að birt-
unni og leit til bæjarfógetans
íbygginn á svipinn og segir:
„O-jæja, fleiri eru nú breyskir
en Ingimundur.
EÐLILEG ÞRÓUN
— MÖGUR eru nú sum blöðin
orðin — og sumt af nýju bók-
menntunum líka.
— Tja — hlýtur ekki undan-
renningin að vaxa eftir pví
sem skilvindunum fjölgar?
❖ ❖ *
FRÓMT BÆNAKVAK
— Gefðu pað góði herra, að
nýfæddi sonurinn minn verði
mér til sóma og gleði, svo að
eigi fari fyrir mér eins og föð-
ur mínum, sem hafði bæði sorg
og skömm af sínum syni.
SAMA VAR!
HÁSETINN: „Ætli ég fengi
þessar 400 krónur, sem ég er
líftryggður fyrir, ef ég kastaði
mér útbyrðis?“
Skipstjórinn: „Nei“.
Hásetinn: „Jæja-jæja, ég
held mér væri pá sama. Ég er
jafnt dauður og lifandi fyrir
þessum 400 krónum.“
❖ ❖ ❖
MARGUR KVARTAR um
minnisleysi, en fáir um gáfna-
leysi. Þó hafa margir meiri
baga af pví.
I slraumi örlagaitna
bær, einn af þessum smábæj-
um, sem við klipptum út úr
blöðum, þegar við vorum smá-
telpur, og límdum svo saman á
eftir. Þar er gamall kastali og
nýr kastali, skemmtilegar göt-
ur, rishá hús og svartir svanir
á ofurlítilli tjörn á bæjargarð-
inum. Allt þetta á Hinn mikli
hertogi, sem sagt er, að sé eitt
hvað smáskrýtinn. Og hann
hlýtur líka að vera það. Hann
sá mig dansa í Munich og sendi
þegar einhvern apa á minn
fund með þennan samning. Ég
hafði síðan danssýningu á leik-
sviði hans og svo er að sjá sem
ég hafi verið holdi klæddur
draumur smáskrýtins hertoga
um allt það er dansi viðkemur
Og þegnar hans sættu sig hið
bezta við að eta súpu, sem hald
ið hefir verið heitri síðan á dög
um Napoleons. Hún heitir
frönsk súpa. Ballettinn saman-
stendur af átta fullorðnum
stúlkum með líkþornum á löpp
unum og liðagigt, og átta ung-
um stúlkum undir sextán ára
aldri.
Ég reyndi eftir mætti að
glöggva mig í þessu völundar-
húsi nýrra frétta. En Klara hélt
áfram að liðka á mér úlnliðinn.
— Þú átt við að þú ætlir að
yfirgefa Vínarborg og vera fjar
verandi í þrjú ár, sagði ég döp-
ur í bragði, eins og þessi sann-
indi hefðu nú fyrst orðið mér
ljós.
— Hvernig er það, ætlarðu
ekki að óska mér til hamingju?
spurði Klara. Mér hafði aldrei
dottið í hug, að hægt yæri að
eiga heima annars staðar en í
Vínarborg. Það var hægt að
fara í ferðalög. Það var meira
að segja hægt að vinna í kabar-
etti í Munich í nokkrar vikur.
En að dveljast langdvölum
annars staðar en í Vínarborg.
Það var allt annað. Andrúms-
loft sögu og sönglistar, var
hvergi nema þar.
— Jæja, sagði Klara og lagði
hönd mína ofan á ábreiðuna.
— Finnst þér það ekki betra
núna?
—Þetta hafa verið vítiskval-
ir, sagði ég. Það hafði kostað
mig ítrasta taumhald á sjálfri
mér að æpa ekki upp, meðan á
aðgerðum hennar stóð. — Á-
gætt, sagði hún ánægjulega. —
Hvenær heldurðu, að þú kom-
ist á fætur?
— í síðasta lagi í næstu viku.
Ég hefi reynt að fylgjast með
á námskeiðinu með það fyrir
augum að ljúka prófi í lok
sumarnámskeiðsins, en það
verður að tveim vikum liðnum.
Þá fer ég að leita fyrir mér
með vinnu. Og það á vera
auðvelt. það er alltaf hörgull
á góðum hraðriturum. Þetta
hljómaði miklu sennilegar en
ég hafði búizt við. Sannleik-
urinn var sá, að útlitið var alls
ekki svona glæsilegt.
— Nei, þú gerir það ekki,
sagði Klara.
— Geri ég ekki hvað?
— Leita þér að atvinnu,
sagði hún. Ég hefi atvinnu
handa þér. Þú kemur með mér
til Bergheim og hjálpar mér
til að setja mig á laggirnar.
— Þú ert brjáluð, sagði ég.
— Ég hefi tvo járnbrautar-
farseðla, hélt hún áfram. Þá
borgaði Hinn mikli hertogi. Ég
verð að hafa lagsmey, finnst
þér það ekki?
— Ég er ekki umburðarlynd,
svaraði ég. — Klara brosti til
mín, ánægð og vingjarnleg.
—• Kannske ég sé það þá,
svaraði hún. — Mig langar ekki
til að fara til Bergheim ein
míns liðs. Og það er lán í óláni,
að Salvator litli hefir fengið
mislinga og mamma verður að
vera yfir honum. Þetta er árans
hrekkur af honum að fá mis-
linga einmitt þegar foreldrar
hans ætla að fara gifta sig. Það
gerir svei mér strik í reikning-
inn fyrir þeim.
— Ætla þau að fara að gera
það? spurði ég steinhissa. 1
— Já. Foreldrar Nicki hafa
afneitað honum, af því að hann
neitaði að ganga að eiga þá
stúlku, sem þau völdu honum
sem eiginkonu. Svo það er kom
ið að systur minni að annast
hann, finnst þér það ekki?
Ég lét þessar fréttir inn um
annað eyrað og út um hitt. Þær
gátu ekki talizt til þýðingar-
mikilla hluta. — Ég vil ekki
þiggja stuðning af þér, sagði ég
þrákelknislega. —- Ég vil standa
á eigin fótum. Ég hefi búið mig
undir starf og nú vil ég fá mér\
atvinnu. Það er allt og sumt.
En ég kann þér alúðarþakkir.
Það er mjög vel gert af þér að
vilja rétta mér hjálpar hönd.
Klara reis úr sæti sínu og
klappaði saman á mér lófunum.
— Ég þori að fullyrða, sagði
hún, að það vantar hraðritara
í ■ Bergheim ekki síður en hér.
En hagaðu þessu eins og þér
bezt líkar. Ég vil ekki þröngva
þér til neins. Mér þefði þótt
ákaflega gaman að því, ef þú
hefðir farið með mér. Þá hefði
ég fundið miklu minna til þess
að fara frá Vínarborg.
Ef Shani hefði ekki beðið mín
og ef það hefði ekki rignt dag-
inn, sem ég fór á stúfana til
að svipast eftir atvinnu, hefði
ég sennilega aldrei farið til
Bergheim. En Shani bað mín,
og það eitt var ærin ástæða fyr-
ir mig til að hypja mig frá Vín-
arborg. Þegar ég sá hann síðast,
var hann vel á vegi staddur.
Hann var að ljúka við óperuna
sína, Touggourt. Og það var
! NÝJA BÍÓ
MðDioo líðar.
(The Moon is Down)
Jórmynd eftir sögu John
Steinbeck.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 7 og 9.
kl. 5:
DÁÐADRENGUR
(A Gentleman at Heart)
Cesar Romero,
Carole Landis.
jafnvel á kreiki orðrómur um
það, að Imperial Óperan hefði
áhuga fyrir henni. Hann hafði
látið skera hár sitt. Hann var
í nýjum fötum, þó að þau væru
að vísu viðlíka bóggíuð og blett-
ótt eins og gömlu fötinn hans.
Og hann var ástfanginn. Hann
þrumandi í almenningssíma til
þess að ákveða eithvert þýð-
ingar mikið samtal. Hann þakti
marmarplötu borðs í veiiinga-
húsi með rissum af stúlkuand-
liti, sem var myndað með nót-
um. Hann sönglaði viðkvæmis-
legt lag. Og allt í einu slöngvaði
GAMLA BlÖ
VSrnln frækna.
„WAKE ISLAND“
Brian Donlevy,
Robert Preston,
MacDonald Carey,
Albert Dekker.
Sýnd kl. 7 og 9
Kl. 3%—6%.
ÆFINTÝRI
MILLJÓNAMÆRINGS-
INS
Richard arlson,
Jane Randolph.
Bannað fyrir börn
innan 12 ára.
hann út úr isér nafninu Susie.
—i Þú verður að kynnast:
henni, sagði hann. Þér hlýtur
að falla hún vel í geð. Hún er
svo lítil og indæl. Þú hefur
áreiðanlega aldrei séð jafn
smávaxna og fíngerða stúlku.
Hún er varla þyngri en fugls-
ungi, sem þú héldir í lófa
þínum. En þó að hún sé svona
fínleg, þá er hún sterk eigi að
síður. Hún hefur ákaflega
skæra og fagra söngrödd. Þú
ættir að heyra hann syngja
fyrstu ariuna í Drotningu næt-
•urinnar í Magic Flute. Nú er ég
BASSI „BOLLA“
Venjulega voru Fálki og Mick óaðskiljanlegir vinir, en
þetta var undantekning frá reglunni. Hundurinn hljóp sem
trylltur væri á eftir héranum og gelti ófriðlega, en apinn
stakkst beint á hausinn ofan í skurð, sem þarna var fyrir.
Bassi snerist um sjálfan sig í ráðleysi.
— Hvutti, hvutti! komdu hingað til mín, Fálki! kallaði
hann. — Þú sérð um það, að ég verð settur í steininn. Hvutti,
hvutti, komdu hingað, heyrir þú það? ,
En Fálki lét orð hans sem vind um eyrun þjóta. Hann
hafði alltaf verið hlýðinn og auðsveipur, en nú hafði hann
tekið gagngerðum sinnaskiptum með óvæntum hætti. Ef til
vill hefur þetta verið í fyrsta sinni á ævinni, sem hann komst
í færi við lifandi héra, svo að ofurkapp hans gat verið afsak-
anlegt. ,
Bassi svipaðist um eftir apanum. Nóg var nú komið,
þótt hann missti ekki af honum líka. ,
Hann kom auga á Mick, þar sem hann var að brölta
upp úr leirugum skurðinum og líktist í útliti mun fremur
einhverri yfirnáttúrlegri ófreskju en foríeðrum mannanna.
Bassi gat ekki varizt hlátri við sjón þessa.
Þetta var rétt mátulegt á þig, varð honum að orði. —
Láttu þér nú þeta að kenningu verða. Svei, komdu ekki
nærri mér svona til reika.
En því fór fjarri, að Mick væri skynlaus skeþna. Honum
hafði runnið 1 skap við allt þetta. Hann gerði sér lítið fyrir
og stökk upp á herðar Bassa og hristi hann heldur óþyrrni-
lega til.
Bassi gaf frá sér angistaróp, enda varð honum óþægi-
lega' bilt við þessa óvæntu árás. En skyndilega féllust hon-
um hendur og hann starði eins og höggdofa á það, sem fram
fór úti á berangrinum.
MYNDA-
SAGA
Og. Todt setur flugvélina af
stað og rennir henni á Friedu,
en um leið ríður skotið af úr
byssu hennar. Todt flýgur af
stað, en neyðaróp Friedu kafn-
ar í dyn vélarinnar.
kY'
Todt: Þú misstir ekki marks.
kæra Frieda mín. En þú get-
ur ekki stöðvað mig, telpa mín,
JíÆiMJ
þarð þarf meira til. — Fieda rís
upp, er hún sér flugvélina svífa
upp yfir trjátoppana í fjarska:
Rudolph!
i