Alþýðublaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 4
« ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikuaagur 3. nóv. 1943«. i QíkisstjórniD og sjálf stæðismðlið. EF menn hafa búizt við því, tíkisstjórnin myndi í yiirlýs- ingu sinni varðandi sjálfstæðis- málið á alþingi í fyrradag taka ákveðna afstöðu til þess ágrein- ings, sem upp er kominn um það, hvenær formlega skuli gengið frá sambandsslitunum við Dani og lýðveldið stofnað á íslandi, þá hafa þeir orðið fyrir vonbrigðum. Ríkisstjórnin tók enga afstöðu til þess ágreinings. Forsætisráðherrann tók það réttilega fram, að allir flokkar væru sammála um, að í grund- vallaratriðum skyldi engin breyting gerð frá þeirri skipun á málum okkar, sem skapaðist við það, að æðsta framkvæmda- valdið og yfirstjórn utanríkis- málanna var flutt inn í landið. Það væri aðeins deilt um það, tivort formleg samþykkt um stofnun lýðveldisins skyldi gerð nú, fyrir eða eftir áramót, eða máske ekki fyrr en eftir 17. maí 1944, eða hvort henni skyldi frestað þar til styrjöld- inni í Evrópu er lokið. En í þessar deilur vill ríkis- stjórnin ekki blanda sér. Hún lýsti því aðeins yfir, að hún myndi framkvæma ákvarðanir alþingis um stofnun lýðveldis- ins hvenær, sem þær yrðu gerðar. En þó að ríkisstjórnin tæki þannig enga afstöðu til ágrein- ingsins um það, hvenær form- leg sambandsslit og lýðveldis- stofnun skuli fara fram, var með yfirlýsingu hennar alveg tekið af skarið um annað: Það verða engin stjórnarskipti út af sjálfstæðismálinu. Þeir flokkar, sem hafa gert sér vonir um, að geta notað það mál til að steypa núverandi stjórn og fleyta sjálfum sér upp í valdastólinn í hennar stað, verða að hasla henni völl á einhverjum öðrum , vettvangi í því skyni. Þetta er það nýja, sem við vitum eftir yfirlýsingu ríkis- I stjórnarinnar varðandi sjálf- j stæðismálið, O'g það, sem lang- samlega mesta athygli vakti í sambandi við hana. Því að um margar undanfarnar vikur hefir ekki um annað meira verið tal- að, en hið stöðuga makk ein- stakra forystumanna Sjálfstæð- isflokksins og Kommúnista- flokksins um það, hvernig tak- ast mætti að láta sjálfstæðis- málið verða núverandi stjórn að falli, þannig, að þeir gætu náð völdunum í sínar hendur og myndað sameiginlega stjórn í hennar stað. Þetta ráðabrugg er nú allt að engu orðið við yfir- lýsingu stjórnarinnar um að hún muni framkvæma ákvarð- anir alþingis um stofnun lýð- veldisins hvenær, sem þær verða gerðar. Hinar sjálfkjörnu sjálfstæðishetjur í miðstjórn- um Sjálfstæðisflokksins og Kommúnistaflokksins sitja eft ir með sárt ennið. Stjórnin hef- ir leikið á þær. * Það er svo allt annað mál, að mikilli sannfæringu virðist held ur ekki vera fyrir að fara hjá núverandi ríkisstjórn varðandi |Uþí|&nbUt$Íð Útgefandi: AlþýSnflekkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson, Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Arngrímur Kristjánsson : af vinnulaunum af flutningum“ Kemisk-hreinsun. Fatapressun. Fljót afgreiðsla. P. W. Biering, Traðarkotss. 3. Sími 5284. (Við Hverfisgötu). ALMENNINGUR tekur dag- blöðin fegins hendi, þegar svo ber undir, að þau birta fregnir í ,,römmum“. í römm um eru venjulega fregnir, sem taldar eru að varði miklu, frá- sagnir um eitt eða annað, sem hefir gerst, eða er að gerast. Stundum flytur ramminn mis jafnar fregnir ,af framferði ein- hvers náungans og þá er fregn- in lesin af fjöldanum með æs- ingakend og fjálgleik, því mörg hver erum vér með því mark- ind brend, að þótt vér ógjarnan kærum oss um að verða bitbein annara, þá þykja oss sjálfum slíkar fregnir um náungann næsta mjúkar undir tönn. II. Einn slíkur ramnii birtist í dagblöðunum fyrir nokkrum dögum síðan, fyrst í Vísi og síðan í öllum hinum. Efni rammans, að þessu sinni var á þá leið, að grunur léki á því að verktaki nokkur í opin- berri þjónustu, hefði að því er bezt verður skilið, undir hand- arjaðri framkvæmdarstjórh dregið sér efni sem var almenn ings eign (þ. e. frá bæjarfélag- inu). En framkvæmdarstjóra þess- um og verktaka, hafði verið trú- að fyrir því að byggja nokkur loftvarnarbyrgi úr sandi og timbri, til öryggis fyrir almenn ing. Að þessu sinni hafði svo ó- hönduglega tekist til, að í nið- lag þessarar fregnar, yar annari fregn hnýtt, sem var almenn eðl is, og aðalfregninni raunvrulega óviðkomndi. Þar stóð, sem aukaatriði, að verktakinn hefði verið ráðinn með þeim kjörum að lionum hejði borið 20 % af vinnu og 5% af flufningi. Frá þessu atriði, um samninga við verktaka var skýrt, eins og hverjum öðrum sjálfsögðum hlut. III. Nú verður oss á að spyrja; Er það orðin almenn regla hjá hinni opinberu framkvæmda- stjórn, að íaka mann upp af götu • sinni, er einhver segir að sé fær um að halda kaupskrár og líta eftir verki, og bjóða honum í laun 20% af launum þeirra manna , er hann ræður og stjórnar og 5% af flutnings- kostnaði á því efni er vinnu- flokkurinn þarfnast? Hvar erum vér nú staddir, ef þessi regla um vinnu, stjórn og launagreiðslur til verktaka á að verða landlæg? Vér fullyrðum að þetta fyrir- komulag er hin opinbera fram- kvæmdastjórn virðist aðhyllast um of í verki, sé þjóðhættuleg stefna, og skal nú rökstyðja það nánar. IV. Þegar hinar miklu fram- kvæmdir hins brezka setuliðs hófust hér í landi var fjöldi ís- lendinga ráðinn í hina svoköll- setuliðsvinnu, sem kunnugt er. Stjórn og vinnubrögð í þessari setuliðsvinnu urðu brátt lands- fræg á þá lund að hvorttveggja væri lélegt úr hófi fram og af— köst væru eftir því. Þetta var einn þáttur ,ástands málsins', er ýmsir höfðu áhyggj ur út af, og það ekki af ástæðu- lausu, þegar á það er litið að fjöldi drengja, 14-16 ára, voru þarna í fyrsta skipti undir stjórn vandalaúsra, og það gat orðið afdrifaríkt fyrir uppeldi þeirra, hvort þeir nytu góðrar og samviskusamrar verkstjórn- ar eða ekki. Því er ver, að í þessu efni hefir þannig til tekist, að mörgu mannsefni hefir frekar verið spillt, en það bætt. En undirrót spillingarinnar, hinnar lélegu verkstjórnar og slefarlegra, sviksamra vinnu- bragða, var einmitt reglan um greiðslu til verktakans. V. Ýmsir menn gerðust nú verk- takar og tóku að sér að fram- kvæma verk fyrir setuliðið, tóku verkið ekki sem ákvæðisvinnu (akkorð) heldur tóku að sér stjórn þess og framkvæmd gegn vissum prósentum af vinnulaun um verkamanna þeirra er þeir höfðu í þjónustu sinni, og enn fremur gegn prósentu af kostn aði við flutninga á efni, á sama hátt og lýst er í þessu sérstaka dæmi, er getið er um í upphafi þessarar greinar. Eitt dæmi vil ég tilgreina til frekari skýringar á því hverng fer, þegar framan greindri reglu er fylgt, við framkvæmd verks. Þegar á árinu 1940, sá brezka setuliðsstjórriin sér ekki fært annað, en flytja allmörg hús úr Skerjafirði burt og endurbyggja þau í öðru bæjarhverfi. íslenzk- ur verktaki tók að sér fram- kvæmd verksins. Það tók á ann- að ár að flytja húsin og endur- byggja þau. En húsin urðu 3 —4 sinnum dýrari en matsverð þeirra var á staðnum, áður en þau voru rifin, þrátt fyrir bað, þótt tiltölulega lítinn efnivið þyrfti að kaupa til endurbygg- ingarinnar. Þannig fór að þessu sinni, þegar hinni óheilbrigðu reglu var fylgt í samningum víð verk- takann, og þannig er ekki nema eðlilegt að fari í hverju tilfelli, þegar þessari reglu er fylgt. Því þegar að er gáð, eru hagsmunir verktakans beinlínis fólgnir í því að verkið gangi seint og að margir menn flækist hverjir fyrir öðrum við vinnuna Verktakinn hefir prósentur af hverju handtaki verkamannsins, og hverju bílhlassi, sem flutt er, en allt þetta er greitt í tíma- vinnu. Þótt verkið vérði dýrt, og það óhæfilega dýrt, er það mál þeirra sem greiða verkið. En hver er það þá sem greið- ir? Það er almenningur sem lát- inn verður greiða hinn fyrsta og síðasta eyri, hinn sami al- menningur, sem vegna óstjórn- ar og ills skipulags er látinn slæpast við vinnuna. Oss verður nú á að spyrja: Er þessum greiðslumáta fylgt að einhverju eða kannske að öllu leyti í samningum milli þess opinbera og hinna fjöl- mörgu verktaka, er nú vinna þau þýðingarmiklu atriði. sem um er deilt í sjálfstæðismálinu. Eða það skyldi maður að minnsta kosti ætla, að hún hefði annars látið afstöðu sína mótast af einhverju öðru og veigameira en því, á hvern hátt hún gæti bezt tryggt, að fá að vera áfram við völd, hvað svo sem ákveðið og gert yrði. að framkvæmd allra þeirra miljónafyrirtækja, er bæjarfé- lagið hefir með höndum. Þetta er mál sem almenn- ing varðar, og það er ekki til mikils mælst, þótt hann vænti svars í svo mikilsverðu máli. Verði nú ekki staðar numið á þessari óheillabraut, er af- leiðingin auðsæ. Allar fram- kvæmdir verða óeðlilega dýrar. Vinnuafl heiðarlegra verka- manna er metið á borð við braskvöru og uppeldi og mann- dómi hinnar unu verka- mannastéttar er stefnt í voða. 29. okt. 1943 Arngrímur Kristjánsson lUndirföt! Náttkjólar frá 23.00. Nátttreyjur 24.85. Náttföt 31.00. Grettisgötu 57. BLAÐIÐ ÞJÓÐÓLFUR birti í fyrradag grein eftir Björn O. Björnsson, þar sem eið rofsmálið svokallaða er gert að umtalsefni og virðing alþingis og raunar þjóðarinnar allrar í sambandi við það. í greininni segir meðal annrs: „Svona er þá aldarhátturinn orð inn með oss íslendingum. Á þetta stig er ,,lýðræði“ vort komið. Og svo samdauna er alþýða manna orðin svívirðilegum orðaviðskipt- um í stjórnmálalífinu íslenzka, að ekki er að vita nema fólki finnist þetta vera sem hvert annað „klippt er það -—- skorið er það“ á þeim vettvangi. En einhversstaðar verð- ur að nema staðar. í hernaði eru til lykilaðstöður þess eðlis, að nái óviriurinn þeim, verður engin rönd við honum reist úr því. Á alþjóð- legu máli nefnast slíkir staðir „strategiskir punktar". Það verður að halda velli — eða falla. Hér er um þess konar stað að ræða fyrir sæmd og siðgæði í íslenzkum stjórnmálum og á alþingi sérstak- lega — með öllum þeim ófyrir- sjáanlegu afleiðingum, sem slíku fylgja. Hérna standa andspænis hverir öðrum þrír áhrifaríkustu trúnaðarmennirnir tveggja stærstu þingflokkanna, tveir fyrrverandi og nýlegir forsætisráðherrar og sá þriðji ráðherra til margra ára á sama tíma - formaður stærsta þing flokksins andspænis tveimur að almönnum næststærsta þingflokks ins-----og hinir síðarnefndu lýsa því yfir og færa að því ítarleg rök, er eftir framsetningu beirra að dæma sýnast óneitanlega mjög sterk, að hinn fyrrnefndi sé eið- rofi — drengskaparheit jafngildir, sem kunnugt er, að lögum eiði — — og hann aftur á móti neitar því og stimplar þannig óbeinlínis hina fyrrnefndu sem opinbera ó- sannindamenn og mannorðsþjófa af illkynjaðasta tagi.“ í áframhaldi af þessu skrif- ar Björn O. Björnsson: „Sé málum — sem vonandi er — ekki í svo óskaplegt óefni komið, þá verður að gera sér ljóst, að ef hr. Ólafur Thors er ekki eiðrofi, þá eru þeir hr. Eysteinn Jónsson og hr. Hermann Jónasson opinberir ósannindamenn og mannorðsþjóf- ar af versta tagi og eiga ekki að þolast á alþingi. Séu þeir það. hins- vegar ekki, er hr. Ólafur Thors eiðrofi og þá er það hann, sem verður að leggja niður þing- mennsku. En á meðan ekki er skorið úr um það, hvor aðilinn er sekur, eiga báðir að víkja af al- þingi, og er þess að vænta, að forseti sameinaðs þings hlutist til um það, ef þeir gera það ekki sjálfkrafa.“ Og enn skrifar Björn O. Björnsson: „Ekki verður við þetta mál skil- izt svo, að minna ekki á, að gera verður sér ljóst, að ekki getur hjá því farið, að það hafi áhrif á álit og aðstöðu þjóðar og ríkis út á við, — nema skörulega sé við snú- izt. Stórveldin, sem íslenzka þjóð- in á, stundlega talað, allt undir, fylgjast svo sem kunnugt er, ná- kvæmlega með öllu, sem gerist i landinu. Vér erum nú í þann veginn að skilja við samaðila að milliríkja- samningi af mikilvægasta tagi. Margir af þegnum þjóðfélagsins óttast, að su aðferð til skilnaðarins, sem fram að þessu hefir verið álit- in eiga naest fylgi með alþingis- mönnum, sé ekki að eins óheppi- leg eins og á stendur, heldur jafri- vel vafasöm frá réttarsjónarmiði. Og það er greinilegt, að þær þjóð- ir, er næstar oss standa, eru mjög; næmar fyrir, hver verður endan- leg afstaða vor í málinu. Hér skal að öðru leyti ekki um það mál rætt — að eins bent á, að það mundi auka áhættu vora í því — yrði lagt á tæpasta vaðið — ef skilnaðurinn við sambandslaga- samninginn fengi að bakgrunni ,,eiðrofs“ - málið orðið að „alþingis málinu“. Þá mundi og varla þurfa að sökum að spyrja í viðhorfi er- lendra ríkja gagnvart íslenzka ríkinu og íslenzku þjóðinni yfir- leitt, sem fullábyrgum samnings- aðila.“ V Þetta eru alvarleg orð. En er það ekki líka fullkomið al- vörumál, að forystumenn í stjórnmálum landsins skuli liggja undir þeim áburði, að vera eiðrofar án þess að geta hreinsað sig og án þess að taka sjálfsögðum afleiðingum af því með því að hverfa með öllu burt af stjórnmálasviðinu? Hvað á þjóðin og hvað eiga aðrar þjóðir að hugsa um slíkt siðferði í stjórnmálum okkar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.