Alþýðublaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 6
ff Kvöldkjóll. Hann er úr svörtu slæðu- efni os það er ameríska leikkonan Ann Miller, sem lét sauma hann fyrir sig. HANNES Á HORNÍNU (Frh. af 5. síðu.) ur um það að menn ættu að reyna að byggja hús sitt sjálfir. SÉjg hygg að hér sé um mjög merkilegt mál að ræða, sem vel megi hrinda í framkvæmd, ef all- ir sýna góðan vilja og sérstaklega lýst mér vel á tillögu Hjalta um Garðborgina. En það er eitt í því sambandi, sem ég vil vekja máls á. Verkamenn þekkja bezt allra stétta hvað mikið þeir hafa get- að bætt kjör sín með því að standa saman og hjálpa hver öðrum. Sam tök þeirra í félögunum sýna það deginum ljósara.“ EINS ER MEÐ þetta bygginga- mál. Ég hefi aflað mér upplýs- singa um það og einn arkitekt sagði til dæmis nýlega, að hann gæti byggt sér fimm herbergja ný tísku íbúð út af fyrir sig fyrir sama verð og þriggja herbergja íbúð kostar í nýju bæjarhúsunum. Og það er vitað að hægt er að kom upp góðum íbúðum fyrir margfalt lægra verð en venjuleg- ur kostnaður er við íbúðarhúsa- byggingar hér í bænum. Hvað gætu verkamenn þá gert, ef þeim væru úthlutaðar lóðir, þeir fengju einhverja eftirlitshjálp og nokkr ar leiðbeiningar og að þeir hjálp uðu svo hver öðrum að byggja í eftirvinnu?“ ÉG VIL hvetja verkamenn til að athuga þetta og slá sér saman. Eæðið um þetta í vinnuflokkum, stéttarbræður góðir. Það mun reynast ykkur betur en snýkjurifr ildisáróður kommúnista í vinnu- flokkunum, sem maður hefur eig- inlega aldrei orðið frið fyrir. Hús næðisleysið þjakar fjölskyldu okk ar. Við skulum hefjast handa um þessi mál, bindast samtökum og ríða á vaðið. Við skulum fyrst og fremst gera kröfur til okkar sjálfra og hjálpa okkur sjálfir, síð an skulum við fara fram á að- stoð, sem hægt er að veita og sjálf sagt virðist að veita húsnæðis- lausu fólki til að bjarga sér sjálft.“ Dömutöskur, Dömuhanzkar, fóðraðir og ófóðraðir, einnig BARNASOKKAR og HOSUR nýkomið. Unnur (horni Grettisgötu og Barónsstígs). ALÞYÐUBLAÐIO Miðvikudagur 3. nÓT. 1943, Agiist H. Pétairsson: Opið bréf til formanns MIG undraði stórum þegar ég kom á æskulýðsfund- inn í Gamla Bíó s. 1. sunnudag, sem þið samherjarnir, ungir komxnúnistar og félag þitt, boð- uðu til hversu fimlega þér tókst að rangfæra staðreyndir um undirbúningsatriði þessa fund- ar, er lutu að þeim samræðu- fundum, er ég fyrir hönd Fé- lags ungra jafnaðarmanna var staddur á. En áheyrendur þeir, sem á fundinum voru, og þá sérstak lega þeir, sem eitthvað höfðu fylgst með máli þessu, fundu það glöggt, að betra hefði það. verið, að ræðumennirnir hefðu borið bækur sínar saman, svo andstæðumar hefðu ekki rekið homin hver í aðra, og virðist það nokkuð torskilið í málflutn- ingi ykkar af hvaða ástæðu F. U. J. var e'kki þátttakandi í fundi bessum. þar sem ýkkur gat ekki komið saman, og nokk- uð hjákátlega tókst hinum ný- krýnda formanni Æskulýðs- fylkingarinnfar,'' þegar hann taldi ástæðuna vera þá, að héimsókn Stauníings forsætis- ráðherra Dana 1939 hefði bann- að það, eftir að þú varst búinn að lýsa því yfir, að F. U. J. hefði annaðhvort ekki þorað að mæta ykkur hetjunum eða forystu- menn Alþýðuflokksins hefðu bannað félaginu að vera þátt- takandi. N, „ Sökum þess að mér barst bréf frá félagi þínu, undirritað af þér sjálfum, varðandi umræðu- fund um sjálfstæðismálið, þar sem þess er óskað, að ég mæti til viðræðna við þig eða stjórn Iféla^s þíns um fyrirhugaðan æskulýðsfund um áðumefnt mál, finnst mér það rétt að senda þér persónulega þessar línur því ég tel það standa þér næst að fara nokkum veginn með rétt mál, þegar þú breiðir almætti þitt út fyrir reykvíska æsku með kommúnista þér við' hönd til styrktar og stuðnings málfærslu þinni og áróðri í ai- mættisprédikunum * þínum um sjálfstæðismálið og óhróðurs- útbreiðslu um þau félagssam- tök, er ekki voru þátttakendur í fundinum með ykkur. , Ég hefði talið það virðingu þinni og aðstöðu samboðið sem formanni ungra sjálfstæðis- manna, að minnast ekki á það atriði að hin tvö æskulýsfélög voru ekki með, og aðvara hina ræðumennina ,einnig um það, eöa taka þá leiðina að skýra rétt ffá. en sú leið var takmarki þínu hættuleg — heldur en að auglýsa persónu þína með dylgjum og óhróðri, sem þú máttir vita að yrði hnekkt, og er þess valdandi að ég sendi þér þessi orð. ,Mér er það fvllilega ljóst,, að þú ert afar gleyminn á þau at- riði er fram komu á umræðu- fundum formanna æskulýðsfé- laganna. og í öðru lagi gæddur töluverðum tilhneigingum, tii- aið bregða rangfænsfum ‘fyrir þig, ef það gæti í augnabhks æsingi veitt málstað þínum ein- hvern stuðning. Vil ég þar af leiðandi minna þig á nokkur at- riði, sem þú gekkst fram hjá, en lést illgirnislegar tilgátur koma í staðinn. Þegar ég meðtók áðurnefnt bréf frá félagi þínu, svaraði ég því í samtali við þig samtímis, og tjáði þér þá eftiríarandi: að ég væri reiðubúinn tii að mæta til viðræðna við þig um þetta mál, en ég tæki það fram þar sem málið hefði hvorki verið rætt af stjórninni eða í félaginu að þátttaka félagsins væri bund in því skilyrði, að öll félögin yrðu með í fundarboðuninni og --------- ♦ undirbúningi hans. Sagðir þú Jpá að afstaða þín og félags þíns væri slík hin sama. Töldum við báðir, að þar sem hér væri um mikilvægt málefni að ræða, ibæri að forðast, að æskulýðs- félögin véktu upp óeiningu um það, á meðan það væri ekki lengra á veg komið en það var þá. og taldi ég það heppilegra að við færum ekki af stað með slíkan fund, ef öll félögin. treystu sér ekki til að standa að honum. Varst þú fullkomlega sammála þessu atriði. Eftir nokkrar vikur var boðaður um- ræðufundur þar sem við mætt- um ásamt formanni F. U. F. Skýrðir þú okkur þá frá því, að tilgangur fundarins ætti að vera sá, að fá samþykkta traustsyfirlýsingu á störf stjóm arskránefndar og ályktun varð- andi sambandsslit ekki síðar en 17. júní 1944. Var ákveðið að athuga þetta mál og koma sam- an síðar, enda var ekkert vitað um afstöðu kommúnlista,; þvtí þeir höfðu þá engu svarað mála leitun bréfs þíixs., Næsti fundur var haldinn, en þar vorum við tveir a'ðeins mættir. Lagði ég þar fram til- lögu, sem ég óskaði að yrði at- huguð við undirbúning fundar- ins. f tillögunni var þess vænst, að allir flokkar ynnu að því að ísland yrði frjálst og fullvalda lýðveldi svo fljótt sem verða mætti á löglegan og lýðræðis- legan hátt. Taldir þú tillögu þessa góða og þig samþykkan henni að öllu leyti. Á næsta undirbúningsfundi mættu fulltrúar allra félag- anna. og gaf iormaður félags ungra Framsóknarmanna þá þau svör, að hans myndi ekki verða þátttakandi í boðun almenns æskulýðsfundar um sjálfsstæðismálið, þar sem félag hans teldi þetta mál ekki nægi- iega upplýst, þar sem það væri vitað að ekkert hefði fram kom- ið af hálfu hins opinbera, annað en þingskjal, er formaður stjórnarskrárniefndar lét prenta og útbýta á alþingi. Hann benti á aðrar leiðir, sem hann taldi að yrðu framgangi málsins til meiri ávinnings en boða til fyr- irhugaðs fundar og iáta sam- Þykkja þar ályktun urn mál, sem þjóðin væri enn ekki búin að fá allar upplýsingar um, að hún gæti tekið beina og skyn- samlega afstöðu til málsins, en þegar þær upptlýsingar væru fengnar,' taldi hann tímabært að ræða málið., 5 Þá var ákveðið að halda ann. an samræðufund um þetta at- riði og vita hvort ekki væri hægt að ná samkomulagi. Það var gert. Afstað^ Framsóknar. manna var óbreytt, og tjáði ég þá, að hin fyrstu skilyrði mín, stæðu óbreytt, eftir að ég var þá búinn að leita álits félags- stjórnar. — Skýrði ég fundar- mönnum þá frá því, að ég væri reiðubúinn til að athuga allar leiðir, sem gætu orðið til sam- komulags svo að fyrirhugaður fundur yrði haldinn á þeim grundvelli, að öll félögin yrðu með og stæðu að honum. Lagði ég fram þá spurningu, hvort fé- lögin treystu sér til að boða til fundarins á þeim grundvelli, að þau væru óbundin hvort öðru um þá tillögu eða ályktun, er borin yrði upp á honum. Ósk- aði ég, að stjórnir félaganna gæfu sér tíma til að athuga þetta eða aðrar tillögur, sem til samkomulags gætu leitt. Hafði þá fyrrverandi formaður æsku- lýðsfylkingarinnar í hótunum, og gúf það greinilega í skyn, að við mættum vænta blaðaskrifa um framkomu okkar. Hvatti ég hann eindregið til að hverfa frá þeirri hugmynd, því að ef opin- Heimdallar. berar deilur risu um slíkt atriði sem þetta, yrði árangurinn að- eins sá, að spilla fyrir fram- gangi málsins, og það væri að mínu áliti fjarstætt því tak- marki, sem við værum að vinna að. Málaleitun minni, um að reyna samkomulagsleiðina á- fram, var tekið á þá leið, að mér var tilkynnt af þér, ásamt hinum nýkjörna formanni kommúnista, með bréfi dag- settu 26. þ. m., að Heimdallur og Æskulýðsfylkingin hefðu á- kveðið að boða saman til opin- bers æskulýðsfundar í Gamla Bíó, 31. þ. m. um sjálfstæðis- málið. Var F. U. J. og F. U. F. boðið að taka þátt í fundinum. Með þessu var ekki lengur um neitt samkomulag að ræða, og því slegið föstu, að ef jafn- aðarmenn og framsóknarmenn vildu ekki skilyrðislaust ganga að þeim tillögum, sem þið, sam- herjarnir, voruð búnir að leggja blessun ykkar yfir, þá hefðuð þið ekkert við okkur að ræða meir um undirbúning þessa máls, við gátum aðeins af náð og miskunnsemi ykkar fengið að skríða undir hina dúnmjúku sæng, sem átti að hylja óhróð- ur ykkar og ádeilur. í dálkum sumra dagblaðanna og Ríkisútvarpinu, auglýstuð þið svo hinn fyrirhugaða fund, þar sem jafnaðarmönnum og framsóknarmönnum var boðin þátttaka í fundinum. En nú vil ég spyrja þig L. H: Buðuð þið þessum félögum þáttöku vegna áhuga fyrir einingu í málinu, eða vegna þess, að þið tölduð það víst, að þau myndu ekki senda neina fulltrúa fyrir sig? Buðuð þið þessum félögum þátt- töku aðeins í auglýsingu til að auka aðsókn á fundinn, ráðnir í því að standa ekki við boðið, ef félögin vildu notfæra sér það? Og í þriðja lagi: Var það vegna gleymsku lélegrar fund- arstjórnar eða svika við auglýst boð, eða vegna þess, að ræður ykkar voru einkenndar með rangfærslum um þessa aðila, að þið ekki gáfuð eða þorðuð að gefa boðsgestunum tækifæri til að svara illmælgi ykkar og dylgjum, sem ég get sagt þér L. H. að voru einkennandi við fundinn og eyðilögðu tilgang hans með öllu, ef tilgangurinn hefir þá frá upphafi verið ann- ar en sá, er berlega kom í ljós? Á þessu getur þú nú L. H. glögglega séð hvort orð þín um hræðslu F. U. J., orð þín um forboð forráðamanna Alþýðu- flokksins, eða orð hins ný- kjörna formanns kommúnist- anna, Stefáns Ó. Magnússonar, um dvöl látins forsætisráðherra Dana hér á landi 1939, hafi orðið þess valdandi, að F. U. J. setti ákveðin skilyrði fyrir þátt- töku sinni, og var ekki með, vegna þess að enginn vilji var af ykkar hálfu til þess að ná samkomulagi um ágreiningsat- riðin. Þetta var þér allt vitað, en þér hafa þótt hendur þínar nokkuð dökkar eftir samkomu- lagsmakkið við kommúnistana, og þú hefir viljað breiða yfir það, í stað þess að ávarpa fjöld- ann og tilkynna hina einhuga fylkingu, albúna til atlögu við samtök okkar úngra jafnaðar- manna. Hefðu óheilindi ykkar verið vituð fyrir fram, mundi hvorki F. U. j. eða F. U. F. hafa átt viðræður við þig eða kommún- istana um þetta mál. í trú á það, að hér væri um alvarlegt málefni að ræða, með það bezta fyrir augum, gekk ég til við- ræðna við þig. Ég vil taka undir það með þér, sem þú sagðir í ræðu þinni um sjálfstæðismálið, að það ætti að vera hafið yfir allt daglegt Regnfrakkar á unglinga og fullorðna. H. TOF T. Skólavörðustíg 5. Sími 1035. i ------j------------------ KvæSi og sögur Jóhanns Gimnars Sigurðs- sonar. Þetta er bók, sem er gædd ölluni eiginleikum sannrar listar. Tær, látlaus ag heillandi skáldskapur, slunginn angurværum lífs- trega manns, sem varð mikið að reyna. — Kennið ung- lingunum að meta göfugar og sígildar bókmenntir. Veljíð þessa ágætu bók sem Fermingargjöf. ________________ þras og flokkadeilur, en það á einnig að vera hafið yfir illgirn- islegar tilgátur, óhróður um menn og félagssamtök og á- byrgðarlausan flokksáróður. Allir geta nú lagt blessun sína yfir hina pólitísku sam- vinnu flokks þíns og kommún- istanna um þetta mál, en hrædd ur er ég um að faðmlögin verði þér nokkuð erfið, ef dæma skal af þeirri reynslu, sem alþjóð er kunn um samvinnu flokka eða félaga við kommúnista á grund- velli alvarlegra þjóðmála, svo kunnur er áróður þeirra og starfsaðferðir. Starfsemi þeirra í lýðræðisþjóðskipulagi hefir um allan heim miðað í þá átt, að grafa undan þjóðskipulaginu og koma einræði kommúnism- ans á. Þessi afstaða þeirra hefir í engu breytzt við það, að verða lausir að málamynd við fyrir- skipanir Sovétríkjanna. Þeir eru hinir sömu kommúnistar með sams konar skoðanir á sjálf stæði íslands og þeir voru, þá er flokkur þeirra varð til. Áð þeir standa nú í fylkingu með þér og flokki þínum, er ekki til annars en skapa glundroða í þjóðskipulaginu, berjast á móti Alþýðuflokknum og fjandskap- ast við Alþýðuflokkana á Norð- urlöndum, skapa það ástand fyrir íslenzku þjóðina, inn á við og út á við, að hún komi sem margskiptust út úr hörmungum styrjaldarinnar. Það er þeirra sólargeisli í sjálfstæðisbarátt- unni, geislinn, sem á að lýsa þeim til að gera stefnu þeirra alráða hér á landi, að styrjöld- inni lokinni. Það er gleðilegt fyrir þig L. H., að geta yljað þér við þennan arineld innileikans og samkomulagsins, og gleðilegt, að þú skulir haf brotið odd af oflæti öreigaflokksins, til þess að hann nú geti talað við aftur- haldið og milljónaauðkýfingana í flokki þínum, en ég vænti þess þó, þér til öryggis, að þú hafir valið þér hvílustað til að geta notið endurminninganna eftir að kommúnistar þurfa eigi lengur á þér að halda í einingar pólitík þeirri, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og kommúnistar heyja nú. Að lokum fer ég þess vinsam- lega á leit við þig, að þú opin- berlega hrekir þær orsakir er ég hér færi fram fyrir því, að F. U. J. var ekki með í æskulýðs- fundinum s. 1. sunnudag, eða þú beiðist velvirðingar á þeim get- sökum, sem þú og félagar þínir lögðu fram fyrir áheyrendur fundarins varðandi F. U. J. Með vinsemd og virðingu. , Ágúst H. Pétursson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.