Alþýðublaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. nóv. 1943. ALÞYÐUBLAOIÐ Næstsíðasta ráðstefnan. Mynd þessi er frá ráðstefnu bandamanna í Quebec í Kanada, sem var næsta ráðstefna bandamanna á undan þríveldaráðstefnunni í Moskva, en hana sátu fulltrúa Rússa eigi, enda var þar einkum rætt um styrjöldina gegn Japönum. — Frá vinstri til hægri sitjandi: Mac Kenzie King. Roosevelt og Churchill. Standandi: H. H. Arn-old, Sir Charles Portal, Sir A1 an Brooke Emest J. King, Sir John Dill, George C. Marshall, Sir Dudley Pound og William D. Leahy. Rðssar sækja hratt fram soðnr Krimskaga. Og nálgast Nikopoi og Kherson í tvelm fylkingarörmum. HERSVEITIR RÚSSA, sem náðu Perekop á vald sitt,4 sækja hratt fram suður Krímskagann og hafa tekið hæinn Armyansk. Telja fréttaritarar í Moskva aðstöðu liðs Þjóðverja á Krímskaganum vonlausa. Rússnesku hersveitirnar, sem hófu hina vasklegu fram- sókn frá Melitopol vestur að Dniepr sækja fram í tveimur fylkingarörmum. Náigast annar þeirra Nikopol, en hinn Kherson. Veita Þjóðverjar lítt teljandi viðnám á þessum slóðum. í Dnieprhugðunni var mest barizt við Krivoirog síðasta sólarhringinn og gera Þjóðverjar þar öflug gagn- áhlaup. Rússnesku hersveitirnar, sem tóku Perekop, sækja nú hratt fram suður eftir Krímskagan- anum. Láta Þjóðverjar undan síga, enda er þungi framsóknar Rússa mikill. Tefla Rússar eink um fram skriðdrekann og Kós- akkahersveitum í sókn sinni. Fréttir frá Moskva í gær láta þess getið að lið Þjóðverja á Krímskaganum myndi nema nær 250.000. Er her þessi tal- inn í hinni alvarlegustu hættu, og láta fréttaritarar svo um mælt, að Þjóðverjar á Krím eigi aðeins þriggja kosta völ: Freista þess að komast brott frá skag- anum sjóleiðis, gefast upp skil- yrðislaust eða berjast til þraut- ar. Undanhald Þjóðverja sjó- leiðis mun þó reynast miklum erfiðleikum búið, því að Rússar hafa mikla yfirburði á sjó og í lofti og munu því greiða þeim mörg högg og þung á undan- haldinu. Þjóðverjar létu þess getið í fréttum sínum í' gær, jafnframt því sem þeir viður- kenndu framsókn Rússa á Pere- kopeiðinu, að Rússar hefði freist að þess að setja lið á land í Krím yfir Kerchsund. Rússnesku hersveitirnar, sem hófu hina miklu sókn frá Meli- topol vestur til Dniepr, nálg- ast nú fljótið óðum, og eru framsveitir þeirra komnar að austurbakka þess á nokkrum stöðum. Sækja hersveitir þess- ar fram í tveim fylkingarörm- um. Stefnir annar þeirra í átt- ina til Nikopol, en hinn til Kherson. Þjóðverjar veita lítt teljandi viðnám í átökum þeim, sem þarna er til efnt, og gjalda mikil afhroð á mönnum og her- gögnum. Hefir fjöldi hinna þýzku hermanna drukknað á undánþaldinu vestur yfir Dniepr. — Rússar tefla fram flugher í framsókn sinni á aust- urbakka Dniepr, eins og raun- ar hvarvetna á austurvígstöðv- unum, og vinna þapnig hinum flýjandi þýzku hersveitum mikið grand. Telja fréttaritarar og hernaðarfræðingar í Moskva að þess muni skammt að bíða, að Rússar nái borgunum Niko- pol og Kherson á vald sitt. Litlar fréttir bárust í gær af bardögum norður í Dnieprbugð unni annars staðar en við Kri- voirog. Rússar telja sig treysta aðstöðu sína þar með hverjum degi, sem líður, en Þjóðverjar halda upp öflugum gagnáhlaup um og spara hvorki lið sitt né hergögn í hinni örvæntingar- fullu baráttu sinni. Hins vegar telja Rússar, að þýzku hersveit- irnar við Krivoirog og inni í Ufanrfkismálaráð- herra Tyrklands fer til fundar við Eden. ¥ UNDÚNAFRÉTTIR í gær- kvöldi skýrðu frá því, sam kvæmt frétt frá Ankara, höf- uðborg Tyrklands, að utanríkis- málaráðherra Tyrkja og sendi- herra Breta í Tyrklandi væru á förum til Kairo, höfuðborg- ar Egyptalands. Munu þeir eiga þar viðræðu við Anthony Eden á heimleið hans frá þrí- veldaráðstefnunni í Moskva. Deining meðal grísku skæruflokkanna. "P REGNIR hafa borizt um ó- " einingu meðal skæruflokk anna í Grikklandi. Standa átök- in um það hverjir skuli hafa yfirstjórn skæruflokkanna með höndum, og hefir komið til nokkurra árekstra með hinum andstæðu hópum. Þjóðverjar hafa langt mikla áherzlu á það að auka viðsjár með Grikkjum. í fréttum í gær, þar sem rætt var um viðhorfin í Grikklandi var þess þó getið, að góðar lík- ur væru fyrir því, að sættir kæmust á með grísku skæru- flokkunum innan skamms. borginni muni vart geta veitt viðnám til lengdar, þar sem þær hafi verið innikróaðar og sé því hvorki auðið að freista undanhalds né draga að sé liðs- kost og nauðsynlegar vistir og hergagnaforða. ■ _____ S 5. herinn sækir fram app f Hassicofjðllin. Sókninni til Isernia miðar vel áfram. —.............. • —........ jC1 RAMSÓKN HERJA bandamanna á Ítalíu heldur áfram, -V þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði. 5 herinn hefir sótt fast fram uppi í fjalllendinu, þar sem Þjóðverjar hafa komið upp hinni nýju varnarlínu og tekið bæinn Casanova. 8. herinn hefir og treyst aðstöðu sína norðan við Trignoá og miðar báðum herjum bandamanna örugglega áfram í sókn sinni til Isernia. Flugher bandamanna á Ítalíu og við Mið- jarðarhaf hefir sig einnig mjög í frammi. 5. herinn vinnur örugglega* að því að ryðja sér braut gegn um hina nýju varnarlínu þýzka hersins. — Hefir honum orðið vel ágengt síðasta sólar- hringinn og treyst mjög að- stöðu sína með töku bæjarins Casanova. Þjóðverjar hafa bú- izt vel um í Massicofjöllunum, enda eru skilyrði þar til varn- ar mjög góð af náttúrunnar völdum, og auk þess eru veður- skilyrði á Ítalíu en hin óhag- stæðustu. Eigi að síður miðar sókn 5. hersins vel áfram, og telja hemaðarfræðingar, að Þjóðverjum muni vart auðið að veita langvinnt viðnám í hinni nýju varnarlínu uppi í fjöllunum. En verði þeir hrakt- ir þaðan brott, mun þeim lítt varnar auðið norðan Rómaborg- ar. Hægri fylkingararmur 5. hersins og vinstri fylkingár- armur 8. hersins sækja og fast fram í áttina til Isernia, hinnar mikilvægu miðstöðvar varna Þjóðverjum á miðvígstöðvun- um á Ítalíu. Einnig hefir 8; her inn treyst aðstöðu sína norðan Trignoárinnar, þar sem hafn- arborgin Vas'to er takmark framsóknar hans. Flugher bandamanna á ítal- íu og við Miðjarðarhaf, hefir verið athafnasamur síðasta sól- arhringinn, þrátt fyrir illviðri. Voru harðar árásir gerðar á hafnarborgirnar Spezia á vest- urstrÖndinni og Ankona á aust- urströndinni. Fljúgandi amer- ísk virki réðust og til atlögu við Wienerstadt í Austurríki. Urðu mikil spjöll af völdum á- rása þessara. f Lundúnafregnum í gær var þess ge^ið, að Badoglio mar- skál veitist örðugt að fá fulltrúa allra flokka til þess að taka sæti í stjórn sinni. Hinir rót- tækari flokkar krefjast þess að sögn, að Sforza greifi og Bene detto Crose, heimspekingurinn heimsfrægi. taki sæti í stjórn- inni til þess að þeir telji sér unnt að veita henni stuðning. Hins vegar er með öllu óvíst, að Sforza og Croce vilji taka sæti í ríkisstjórn, sem lýtur for- ustu Badoglios og Viktors Emanuels. C RÉTTIR frá skrifstofu norska blaðafulltrúans í Reykjavík greina frá því, að Noregshjálpinni í Svíþjóð hafi safnazt 4 milljónir króna. Eru það einkum sænskir verka- menn, sem hafa látið fé þetta af mörkum. Árangri Moskvaráðsfefn- unnar hvaryefna fagnað í löndum bandamanna. i<'XO'QÁ' ¥X ELZTA umræðuefni hinna *■■■ sameinúðu þjóða, segir í frétt frá Washington, er um þessar mundir árangur sá, sem náðist á þrívpldaráðstefnunni í Moskva, er virðist vekja al- menna ánægju. F. Knox flota- málaráðherra hefir látið þann- ig um mælt í Washington, að árangur sá, er náðist á ráð- stefnunni, væri jafn mikils- verður og sigur bandamanna -— hvort heldúr væri á vígstöðv- unum í Evrópu eða Asíu. Dag- blaðið New York Sun komst þannig að orði um árangur þrí- veldaráðstefnunnar, að hann væri hryllilegur ósigur fyrir möndulveldin. í grein blaðsins segir svo: — Bandamenn hafa unnið sigur, sem jafngildir ger- eyðingu fjölda þýzkra her- sveita á orrustuvelli. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra, fulltrúa Bandaríkj- anna á ráðstefnunni fórust orð á þessa lund í gærmorgun: Ráðstefnan er nýtekin til starfa, en hér eftir munu þjóðir þær, sem hér sitja á rök- stókim, vinna að því að ger- breyta þessum heimi einangr- unarstefnunnar. í öllum dagblöðum Rúss- lands birtust samningar þeir, sem gerðir voru, í heild, og Is- vestia kvað þannig að orði, að hann væri fyrsta skrefið, sem stigið væri til uppbyggingar nýs heimsskipulags eftir stríð- ið. T. V. Soong, utanríkismála- ráðherra Kína, fagnaði mjög árangri þeim, sem náðst hefði á ráðstefnunni, og kvaðst vona, að hann mætti orka því, að aldagamall draumur mann- kynsins, rættist. í gær barst sú frétt frá Lund únum, að fyrsti fundur ráð- gjafanefndar Evrópuþjóðanna muni verða haldinn þar í lok næsta mánaðar. Franco fær aadijr. FRÉTTIR frá Lissabon láta svo um mælt, að átta spánskir hershöfðingjar hafi sent áskorun til Francos um það, að hann afsalaði sér ein- ræðisvaldi sínu. Þess er og get- ið, að mikill fjöldi stjómmála- manna og áhrifamana styðji þessa málaleitun hershöfðingj- anna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.