Alþýðublaðið - 05.11.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
SALTKJÖTSMÁLIÐ :
Sambandið léifleygja kjðtinu
suður í Krísuvikurhrauni.
> _ , ' , ... ; / . ■■ ' .
En það var skemmt og kasfað eftir kröfu yfirdýralæknis.
Aðvörun frá héraðs-
lækninum í Rvík.
HÉBAÐSLiÆKNIRINN í
Reykjavík varar héraðs-
búa við að neyta kjöts, eða
annarrar matvöru, sem finn
ast kann á víðavangi, án þess
fyrst að láta rannsaka hana.
Brot á verðlagsákvæðum.
Nýlega hafa eftirgreind fyrirtæki
verið sektuð fyrir brot á verðlags-
ákvæðum: Viðgerðarverkstæðið
Gúmmí h.f., Reykjavík. Sekt kr.
500.00. Verkstæðið hafði hækkað
taxta sinn án leyfis Viðskiptaráðs.
Veitingastofa Karl’s Yankee
Doodle Inn, Reykjavík. Sekt kr.
300.00 fyrir of hátt verð á veit-
ingum. Kaffistofan Hafnarstræti
16, Reykjavík. Sekt kr. 200.00
fyrir of hátt verð á veitingum.
SALTKJÖTSMÁLIÐ úr hrauninu vakti strax í gær
gífurlega athygli og umtal. Fóru mjög margii: suður
eftir til að skoða námuna.
Fernt gerðist í málinu í gær, sem er í frásögur
færandi: Samband ísl. samvinnufélaga sendi dagblöð-
unum skýrslu um málið, þar sem það upplýsir að það
hefði verið eigandi kjötsins, að það sé skemmt og að
það hafi verið urðað suður í hrauninu samkvæmt
kröfu yfirdýralæknis. Haraldur Guðmundsson bar fram
fyrirspurn lun málið á alþingi, heilbrigðisyfirvöld
Hafnarfjarðar tóku málið fyrir á ftmdi og héraðslækn-
arnir þar og í Reykjavík vöruðu fólk opinberlega við
því að neyta kjötsins — og 15 tunnur fullar af spað-
kjöti og allmikið af íshúskjöti í pokum fannst við
Krísuvíkurveginn. v
Fyairspurn á alpincgi.
Haraldur Guðmundsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
í sameinuðu þinigi í gær og
beindi fyrirspurn til ríkisstjórn
arinnar varðandi saltkjöt það,
er fundizt hefir í hrauninu
Engln reglngerð er enn
til fyrir hitaveitnna!
♦ i<
Fyrirspurnir Alþýðufiokksins, en engin
svör borgarstjórans.
. ♦
HARALDUR GUÐMUNDSSON har fram á bæjar-
stjórnarfundi í gær nokkrar fyrirspurnir viðvíkjandi
hitaveitunni, sem nú er langt komin. Hefir heita vatninu
þegar verið hleypt í aðalleiðsluna á Eskihlíð.
/
Fyrirspurnir Haralds voru á þessa leið:
1. Hvenær má vænta þess að heita vatninu verði hleypt
á innanbæjarkerfið?
2. Hvað er nú áætlað að hitaveitan muni kosta?
3. Hvaða áætlanir hafa verið gerðar um verð á heita
vatninu, um fast grunngjald og sölu eftir mæli?
4. Hvaða fyrirkomulag er ráðgert á innheimtunni?
Bonesteel forstjóri
stærsla fótgönguliðs-
skóia í Bandaríkjunum
Hefir nýlega verið sæmd-
ur brezku heiðursmerki.
BONESTEEL, sem var hers-
höfðingi Bandaríkjahers-
ins hér á landi hefir nýl. ver-
ið sæmdur brezku heiðurs-
merki: „Companion of the Most-
Honorable Order of the Bath.“
Bonesteel er nú forstöðu-
maður stærsta æfingarskóla
Bndaríkjanna fyrir fótgöngu-
liðið í Fort Benning í Georgíu.
Þegar Bonesteel hvarf héðan
fór hann beint til Washington
og dvaldi þár um skeið, þar til
hann tók við hinu nýja embætti
sínu. /
JLeikfélag Reykjavíkur
sýnir Lénharð fógeta kl. 8 í
kvöld.
* Haraldur Guðmundsson sagði
meðal annars, er hann hafði lagt
fyrirspurnirnar fram, að al-
meríningur spyrði nú mjög þess
ara spurninga og nauðsynlegt
væri að fá þeim svarað sem
fyrst.
Borgarstjóri stóð upp og lýsti
yfir því, að í raun og veru gæti
hann engú svarað þessum fyr-
irspurnum að svo komnu máli.
Það væri ekki sín sök að eitt
blað í bænum hefði flutt þá
fregn að heita vatnið myndi
koma nú um .mánaðamótin, en
Haraldur hafði minnst á það.
Hann sagðj, að enn væri alls
ekki vitað hvað hitaveitan
myndi kosta og ekkert væri því
hægt að segja enn sem komið
væri um verð eða fyrirkomulag
á innheimtu.
Jón Axel Pétufsson sagði að
það athafnaleysi og þögn, sem
ríkti um þetta stórkostlega mál
væri orðið óþolandi. Hér er um
dýrasta og fjárfrekasta fyrir-
tæki landsins að ræða. enginn
veit um starfsfyrirkomulag þess
né tilvonandi rekstur, enginn
veit um, hvað það muni kosta,
Framh. á 7. síðú.
sunnan við Hafnarfjörð.
Haraldur spurðist fyrir um
það, hvort ríkisstjórnin hefði
•látið fara fram rannsókn á því.
1. Hvaðan saltkjöt það, sem
fundizt hefir í hrauninu við
Krísuvíkurveginn, er komið
og hver er eigandi þess?
2. Hvort kjötið er hæft til
iteyzlu eða hættulegt heilsu
manna?
3. Ef slík rannsókn hefir
ekki þegar farið fram, ætlar
ríkisstjórnin að hlutast til
um, að hún fari fram án
tafar?
Landbúnaðarráðþerra, Vil-
hjálmur Þór, kvaddi sér hljóðs,
þegar Haraldur hafði lokið máli
sínu. Hann kvað sér ekkert
kunnugt um þetta annað en það,
er hann hefði lesið í blöðunum.
Og að öðru leyti kvaðst hann
ekki sjá ástæðu til að svara
því, er spurt hafði verið um.
Haraldur Guðmundsson ít-
rekaði þá síðasta lið fyrirspurn-
ar sinnar, hvort ríkisstjórnin
ætlaði ekki að hlutast til um.
að mál þetta yrði rannsakað.
Væri hér um skemmda vöru
að ræða og hættulega heilsu
manna, bæri að fá úr bví skorið
með rannsókn, og eýðileggja
hana síðan undir eftirliti yfir-
valdanna. Ef kjöt þetta væri
hins vegar óskemmd vara, væri
óverjandi að hafa kastað því.
Væri því algerlega ótilhlýðilegt.
ef mál þetta ekki yrði rann-
sakað og upplýsti til fulls.
Ekki svaraði landbúnaðarráð
herra þessu neinu.
Skýrsla Sambandsins
Skýrsla S. í. S. fer hér á
eftir:
„Vegna ummæla ýmsra blaða
um kjötfund í Hafnarfjarðar
hrauni, vill Samband ísl. sam-
vinnufélaga upplýsa það, sem
hér fer á eftir:
Haustið 1942 varð ekki hjá
því kdmizt að salta meira af
kindakjöti en nokkrar líkur
voru til að seljast mundi innan
landsins. í síðastliðnum ágúst-
mánuði tókst l’oks áð selja
brezka matvælaráðuneytinu eft
irstöðvar saltkjötsins, sem þá
voru áætlaðar um 1000 tunnur.
Kaupandi heimtaði að kjötið
yrði flutt til Reykjavíkur og
þar mundi það svo tekið í
skip. Lítið eitt af kjötinu kom
Framh. á 7. síðu.
Föstudagur 5. nóvemher 1943»
Námsmeyjar í Húsmæðraskóla Reykjavíkur (Dagskólanum).
Félk ©r peggar farié aé sækja um
skélavist fyrir árié 1946 ~ 19471
P ORSTÖÐUKONA Hús-
mæðraskóla Reykjavík
ur, frú Hulda Stefánsdóttir,
hafði í gær boð fyrir blaða-
menn og ýmsa fleiri í skól-
anum. Sátu boð þetta all-
margar námsmeyjar, en aðr-
ar gengu um beina.
Á horðum var eingöngu
íslezskur haustmatur — og
þó að það sé ef til
vill illa gert að telja upp
alla þá dásamlegu rétti, þá skal
það þó gert til þess að minnsta
kosti að sýna að enn eru fram-
reiddir ýmsir þeir réttir, sem
mesta lostæti þóttu í gamla
daga, en sjaldan sjást nú orðið
að minnsta kosti hér í Reykja-
vík.
Meðal réttanna voru: Svið,
hangikjöt, 10 síldarréttir, mag-
áil, hákarl, riklingur, hvalur,
blóðmör heitur og súr, sviða-
sulta, súrsaðir bringukollar, súr
sundmagi, áll reyktur og steikt
ur, pottbrauð, flatbrauð, laufa-
brauð, allskonar pylsur, kæfa,
íslenzkt smjör — og kjúklingar.
Loks var svo fjallagrasabúðing
ur og fjallagrasaöl.
Gestirnir höfðu aldrei fyrr
séð slíkt borð, en það hafði
verið útbúið af matreiðslu-
kennsluk. skólans, Ingibjörgu
Ingimundardóttur, og þó að um
lostgæti væri að ræða gáfu
menn sér tíma til að skoða borð
ið, sem svignaði undan krás-
unum.
Forstöðukona skólans kvaðst
ekki hafa haft tal af blaðamönn
um fyrr, en vegna þess að nauð
synliegt væri að almenningur
fylgdist með störfum skólans,
sem verður tveggja ára innan
skamms hefði hún nú kallað á
þá.
„Skólinn er strax orðinn allt
of lítill,“ sagði frú Hulda.
„Næstum því mestu erfiðleik-
arnir í sambandi við rekstur
skólans eru þeir að svo marg-
fallt fleiri umsóknir berast en
hægt er að sinna — og það skap
ar óánægju hjá fólki, enda er
það hægara sagt ien gert að
standa dag eftir dag og neita
umsóknum að nauðsynlegu
námi. Ég skal nefna til dæmis
um aðsóknina að skólanum, að
nú þegar er farið að sækja um
skólavist fyrir árin 1946 og jafn
vel 1947. — Síðast sóttu um
heimavistina 100 stúlkur, en viz
Framh. á 7. síðu.
2. umræða um fjárlögln:
Nauðsynlegt að halda uppi
verklegum framkvæmdum.
¥es*éBBF fé varié tll skipakanpa
i Svfpjéé? ,
/^\NNUR umræða um fjárlögin hófst í sameinuðu þingi
^ í gær. Tvö nefndarálit lágu fyrir, frá meirihluta og
minnihluta nefndarinnar. Fulltrúar kommúnista klufu sig
frá og gerðu nokkur yfirboð að góðum og gömlum sið. Þeg-
ar framsögumenn fjárveitinganefndar höfðu gert grein fyr-
ir nefndarálitunum, hófust almennar umræður um frum-
varpið og breytingatillögur þær, er fram hafa verið lagðar.
Fjánnálaráðherra, Björn
Olafsson, kvhð tillögur fjár-
veitinganefndar bera vott um
miikla bjartsýni, ekki sízt til-
lögur minnihlutans. Og svo
undarlega vildi til, að minni
hlutinn vildi stórhækka tolla,
enda þótt flokkur þeirra manna,
er hann skipuðu, teldi sig berj-
ast fyrir afnámi tolla.
Það er ekki vegna þess, að
ekki væri fyrir hendi vilji og
skilningur til að taka upp í fjár
lágafrumvarpið ýmsa þá liði,
er fjárveitinganefnd hefir bætt
inn á það, sagði ráðherrann,
heldur var því einu til að dreifa
að ríkisistjórnin vildi gæta allr-
ar varúðar við samningu frum
varpsins. Verði árangur næsta
árs e,ins og fjárveitingalnefnd
gerir ráð fyrir, þá er vel farið.
En bregðist þessar vo'nir, þá
verður ekki um annað að gera
fyrir þann, sem stýrir fjármál-
um ríkisins en að draga úr fjár
greiðslum ríkissjóðs. En ekki
fæ ég varizt því, að mér virðast
hækkanir fjárveitinganefndar
óvarlegar.
(