Alþýðublaðið - 05.11.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐiÐ Föstudagur 5. nóvember 1943* Fjárlogin fyrir árið 1944: Nefndarálit og breytingartillðgnr meiri- bluta fjárteitinganefndar. Stóraukin framlög til verklegra framkvæmda. ONNUR UMRÆÐA FJÁRLAGANNA fyrir árið 1944 hófst í sameinuðu þingi í gær, en áður hafði meiri- hluti fjárveitinganefndar, þeir Pétur Ottesen, Páll Zophon- íasson, Skúli Guðmundsson, Ingólfur Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Finnur Jónsson skilað áliti um fjárlaga- frumvarpið og breytingartillögum við það. Lýsti Finnur Jónsson þó nokkurri sérstöðu sinni einkum með tilliti til væntanlegra launalaga og hækkaðs framlags til alþýðu- trygginga, sem hann telur nægilegt svigrúm til að mæta. Breytingartillögur nefndarmeirihlutans fela í sér stórkost- legar breytingar til bóta á fjárlagafrumvarpinu, fyrst og fremst stóraukin framlög til verklegra framkvæmda. En samtals er gert ráð fyrir hækkun tekjuáætlunarinnar um 20,1 milljón, upp í 87,1 milljón, og gjaldaáætlunarinnar um 17,2 milljónir, upp í 79,7 milljónir. fUþijðnblaMð Útgefamdi: Albýlaflokkuriiin. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. f t __I_____———m~ mmmmmmmm^mmmmmmmmmt Framsókn á mófi bæjar- reksfri kvikmyndahúsanna! EGAR meirihluti bæjar- stjórnarinnar hér í Reykja vík tók þá ákvörðun í fyrravet- ur, að bærinn skyldi taka rekst mr kvikmyndahúsanna í sínar hendur, var því fagnað af flest um hugsandi mönnum, sem ekki sjá ástæðu til þess að slíkur atvinnurekstur sé tryggður ein- staklingum í gróðaskyni, og það því síður, sem það vill allsstað- ar við brenna þar sem kvik- 'kvikmyndahús eru í einka- rekstri, að lélegar og miður menntandi myndir séu hafðar á boðstólum fyrir almenning af því,i að þær esru ódýrari og meira á þeim að hagnast. En engum duldist, að hár myndi verða við ramman reip að draga, áður en samþykkt bæjarstjórnarmeirihlutans næði fram að ganga í veruleikanum. Flokkur íhaldsins í bæjarstjórn var samþykktinni fjandsamleg ur frá upphafi og eigendur kvik myndahúsanna neyt-tu að sjálf- sögðu aðstöðu sinnar til þess að hindra framkvæmd hennar í lengstu lög. Þeir neituðu að selja bænum kvikmyndahúsin nema við því verði, að frá- gangssök vur. Það var ekki um annað að gera, en að menn úr þeim flokk um, sem að samþykkt bæjar- stjórnarmeirihlutans höfðu stað ið, flyttu á alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir bæ- inn til þess að taka kvikmynda húsin eignarnámi við hæfilegu endurgjaldi og þaö gerðu tveir af þingmönnum Reykjavíkur, þeir Stefán Jóh. Stefánsson og Sigfús Sigurhjartarson, í byrj- un þess þings, sem nú situr. Mátti ætla, að það gengi sæmi- lega, að koma þessu fruinvarpi í gegnum þingið með því, að ekki aðeins AlbýðufJokkurinn og Kommúnistailokkurinn. held ■ur og Frámsóknarflokkurinn hefir talið sig bæjarrekstri kvik myndahúsanna mjög hlynntan, nú einnig upp á síðkastið, efíir að samþykktin um hann var ■gerð í bæjarstjórn. En hvað skeður? Þegar málið feemur úr nefnd á alþingi, hef- ir fulltrúi Framsóknarflokksins í henni tekið höndum saman við fulltrúa íhaldsins, þar á meðal eiganda annars kvikmyndahúss ins, sem um er að ræða, og leggur ásamt þeim til, að eign- amámsheimildin á kvikmynda húsunum sé tekin út úr frum- varpinu og það þar með raun- verulega eyðilagt. Enn er ekki vitað með neinni vissu hver afstaða Framsókn.ar flokksins í heild er til þessa imáls, hvort hann stendur að þeim breytingartillögum, sem fulltrúi hans í nefndinni flytur ásamt fulltrúum íhaldsins til þess að eyðileggja málið, eða hvort aðrir þingmenn flokksins ætla þrátt fyrir þær að fvlgja því. En sé svo, að hann standi að baki breytingartillögunum, þá er þar um stórkostleg svik Alþýðublaðið hefir þegar stuttlega skýrt frá þessu áliti. meirihluta fjárveitinganefndar, en birtir það nú hér á eftir orð- rétt: „Fyrsti fundur fjárveitinga- nefndar á þessu þingi var hald- inn 7. sept.. en alls hefir nefnd- in baldið 41 fund. Eftir að nefndin hafði haldið 20 fundi, varð sú breyting á skipun henn- ar, að Helgi Jónasson, fundar- skrifari nefndarinnar, varð að hverfa af þingi, sökum þess að hann gat ekki fengið lækni til að gegna héraðslæknisem- bættinu fyrir sig. en í hans stað tók Skúli Guðmundsson sæti í nefndinni. Nefndinriii hafði alls borizt um 300 erindi, sem snerta fjár- lag'aafgreiðsluna. Það hefir orð- ið nefndinni til tafar, að hún fékk ekki yfirlit um tekjur og gjöld ársins 1942 fyrr en all langt var liðið á starfstíma hennar, en þetta yfirlit taldi nefndin nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar við afgreiðslu frv., og' éinnig hitt, að oft vantar nauðsynlegar skýringar með útgjaldatilíögum. sem berast frá ráðuneytunum og ríkisstofn unum. Er það algengt, að farið er fram á hækkun á útgjalda- liðum, án þess að gerð sé grein fyrir því, af hverju hækkunin staíar. Þarf að koma þessu í betra horf, svo að fjárveitinga- nefnd þurfi eigi framvegis að eyða löngum tíma til að afla slíkra upplýsinga. Fjárlagafrumvarpið er nokk- uð öðruvísi að formi til en áður hefir verið, og telur nefndin, að ýmsar þær formsbreytingar, sem ríkisstjórnin hefir gert á frv., séu til bóta. Einnig má telja það spor í rétta átt að gefa út í einni heild fylgiskjöl með frv., á þann hátt sem nú hefir verið gert, þótt ýmsar þær upp- Iýsingar, sem þar eru veitlar, séu ekki fullnægjandi, eins og þegar hefir verið að vikið. Skal nú vikið að breytingar- tillögum, sem nefndin gerir við frumvarpið., TEKJURNAR. Við áætlun teknannal hefir nefndin haft til hliðsjónar yfir- lit um ríkistekjurnar 1942, fjár- lögin fyrir 1943 og skýrslur um innheimtur tekjur frá 1. jan. til septemberloka þessa árs. . 2. gr. Nefndin leggur til, að tekjuáætlun í 2. grein frv. verði hækkuð um samtals kr. 1865 000.00. Af þessari fjár- hæð eru þó aðeins kr. 10 050 000.00 raunveruleg hækkun ■ á tekjuáætluninni (aðallega á verðtolli og vöru- magnstolli). en kr. 7 700.000.00 eru vegna formsbreytinga á frumvarpinu. Samkvæmt lög- um um stríðsgróðaskatt á helm- ingur hans að greiðast til sveita félaga, og hefir það verið venja að færa með tekjum í fjárlög- 'Um aðeins þann hluta skattsins, sem rennur í ríkissjóð. Nefndin leggur til. að á þessu verði gerð sú breyting, að allur skatturinn verði talinn með tekjum í fjár-.- ■lögum, en hlhultji sv.eilbarfélag- anna með gjöldum í utgjalda- hlið fjárlaganna. Sama tilhög- un verði höfð um útflutnings- gjaldið. sem á að greiðast til fiskiveiðasjóðs, en það áætlar riefndin kr. 1 500 000.00. og um innflutningsgjald af benzíni, en hluti af því á að renna til brúa- sjóðs. Er það tillaga nefndar- innar, að innflutningsgjald af benzíni í 2. gr. verði samkv. þessu áætlað 900 þús. kr., en 200 þús. kr. til brúasjóðs aftur færðar með gjöldum í 13. grein. 3. gr. Nefndin leggur til, að tekjur samkv. 3. gr. verði hækkaðar um kr. 1 493 412.00. Er það aðallega vegna hækkun- ar á rekstrarhagnaði áfengis- verzlunar og tóþaksverzlunar- innar. Nefndin hefir þó ekki lekið með í þá áætlun væntan- legan tekjuauka af þeirri verð- hækkun á áfengi og tóbaki, sem nýlega hefir verið gerð. en radd ir komu fram um það í nefnd- inni, að rétt væri að taka þessa hækkun með í frv.. og verður þetita tekið til athuigunajr að nýju í nefndinni fyrir 3. um- ræðu. Nefndin gerir tillögu um, að hækkað verði framlag til not- endasíma í sveitum um 200 þús. kr. Enn fremur, að veittar verði 180 þús. kr. til fjarstýrðra við- tækja vegna bátatalstöðvar á ísafirði, og fjárveiting til nýrra landssímalína verði hækkuð úr 200 þús. í 300 þús. kr. Hefií póst- og símammálastjó'ri gert tillögur um, að fénu verði varið til að leggja þessar símalínur: 1. Skriðdalslínu. 2. Línu frá Lækjamóti að Gröf. 3. Skálmarneslínu. 4. Línu frá Borðeyri að Djúpu- vík (fyrri hluti). 5. Marteinstungulínu. Getur nefndin á þetta fallizt. Lagt er til, að inn í þessa grein verði teknar tekjur og gjöld viðgerðarstofu og við- tækjasmiðju ríkisútvarpsins og enn fremur tekjur og gjöld á- Iburðar- og grænmetisverzlunar- innar. GJÖLDIN. 11. gr. Helzta breytingin, sem nefndin leggur til, að gerð verði á þessari grein, er hækk- un á kostnaði við landhelgis- gæzlu um. 250 þus. kr. Sam- kvæmt upplýsingum, sem nefnd inni bárust, virðist óhjákvæmi- lega að hækka þennan gjaldalið. Nefndin lítur svo á, að rétt sé að ákveða gjöld fyrir skoðun bifreiða og löggildingu vogar- og mælitækja þannig, að þau, nægi til greiðslu kostnaðar við bifreiðaeftirlitið og löggildingar stofuna, og leggur því til, að sá tekjuhalli, sem áætlaður er í frv. hjá þessum stofnunum, falli niður. Þá vill nefndin leggja til, að kostnaður við viðskiptaráð og gjaldeyriskaupanefnd verði færður í þessa grein, ásamt á- ætluðum tekjum viðskiptaráðs. Er þetta í samræmi við þá venju, sem nefndin telur rétt að fylgja um færslu á tekjum og gjöldum ríkisstofnana. 12. gr. Sú skekkja kom fram í þessari grein, að laun héraðs- lækna voru of hátt áætluð um 250 þús. kr., og er það leiðrétt. Lagt er til, að fjárveiting til að reisa læknisbústaði og sjúkra- skýli verði hækkuð um 50 þús. kr. Enn fremur, að veittar verði 200 þús kr. til að byggja við s.júkrahúsið á Akureyri, þó ekki yfir Vz kostnaðar. Q AMNINGAMAKK ein- stakra forsprakka sjálf- stæðimanna og kom'múnista und anfarið með það fyrir augum, að steypa núverandi stjórn og ná ráðherrastólunum undir sjálfa sig, hefir töluvert verið rætt í blöðunum. Tíminn gerði það að umtalsefni á þriðjudag- inn. Þar sagði svo meðal annars: „Allt síðan þingi var frestað í vor, hafa verið mikil og stöðug fundahöld milli forvígismanna Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, annars vegar og forráðamanna Sósíalista: flokksins, Brynjólfs Bjarnasonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar, hins vegar. Samkvæmt góðum heimildum, virðist það hafa verið aðalefni þessara fundahalda, hvernig núverandi stjórn yrði komið úr vegi, hvernig hægt væri að eyðileggja Framsóknarflokkinn og skipta fylgi hans milli Sósía- listaflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, og hvernig bezt yrði háttað samstarfi þessara flokka meðan verið væri að koma umræddum áformum í framkvæmd. Það er kunnugt, að bæði for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins bera mjög kaldan hug til núv. ríkistjórnar og vilja hana feiga fyrir hvern mun. Hafa þeir einkum talið 2 mál heppileg til að víkja henni úr vegi. Annað er sjálfstæðismál- ið. Björn Þórðarson og Einar Arnórsson hafa verið taldir „hæg'- fara“ í sjálfstæðismálinu og því ekki víst, að þeir sættu sig við skjóta lausn málsins. Hitt er dýr- Auglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fjirlr kl. 7 að kvöldi. Siml 4906. 13. gr. Samkvæmt frumvarp- inu er ætlað miklu minna fé til þeirra verklegu fram- kvæmda, sem taldar eru í þess- ari grein, en í núgildandi fjár- lögum. Þetta getur nefndin ekki fallizt á og leggur til, að þess- ar fjárveitingar verði hækkað- ar að mun. Lagt er til, að fram- lög til nýrra akvega verði hækkuð um 2*mjllj. 943 þús. kr. óg framlög til brúagerða um 875 þús. kr. Eins og áður er að vikið, er lagt til, að framlagið til brúasjóðs (hluti af benzín- skatti) verði fært á þessa grein. Eftir tillögu vegamálastjóra er lagt til, að veittar verði 1 millj. 400 þús. kr. til kaupa á vegavinnuvélum. Nefndin tel- ur nauðsynlegt, að notkun véla við vegagerð verði aukin svo sem tök eru á. Hins vegar hef- ur nefndin enga afstöðu tekið til þess, hvar á landinu þessi á- höld verði notuð. Nefndin leggur til, að haldið verði í horfi með íramlög til hafnargerða og lendingarbóta, en til þeirra framkvæmda var nálega ekkert fé ætlað í frum- Frh. á 6. síðu. tíðarmálið. Kunnugt er að stjórn- in leggur kapp á viðnám gegn dýr- tíðinni og myndi því tæpast sitja áJram, e£ dýrtíðinni yrði alveg sleppt lausri. Þetta er skýringin á því, hversu skeleggir þessir flokkar hafa veriS í sjálfstæðismálinu undanfarna mánuði, og hvers vegna frv. Brynjólfs Bjarnas. um að s'vipta stjórnina heimild til niðurgreiðslu á dýrtíðinni virðist ætla að sigla hraðbyri gegnum þingið.“ Hér er vafalaust réttilega tek ið fram, að ætlunin hafi verið að nota sjálfstæðismálið, fyrst og fremst. til þess að steypa núverandi ríkisstjórn. En nú eru þær fyrirætlanir, sem kunn ugt, er, farnar út um þúfur eftir yfirlýsingu stjórnarinnar í sambandi við það mál. Hinar valdafíknu sjálfstæðishetjur og hinir rússnesku bandam. þeirra verða því að finna upp ein- einhverja aðra gildru fyrir hana. Máske þeim takizt að nota dýrtíðarmálin til þess? * Blaðið Alþýðumaðurinn á Akureyri minnist 5. okt. síðast- liðinn á áskorun hinna 270 menntamianna til alþingis fyrir nokkrum vikum síðan um að ganga ekki frá formlegum sam- bandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæðum, sem. íslendingar og Danir eiga nú við að búa. En sem kunnugt er hafa blöð óðagotsmanna í sjálf- stæðismálinu fram á þennan dag reynl að halda þessari á- Frh. á 6. síðu. að ræða við mikið menningar- I sóknarmenn hafa frá upphafi og framfaramál, sem Fram- I þókst vera fylgjandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.