Alþýðublaðið - 05.11.1943, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. nóvember 1943.
ALÞYÐUBLAOiÐ
William Beveridge um
«
Útrýming atvinnuleysisins.
Var sprengjan ætluð Churchill?
ÞESSI GREIN um útrým-
ing atvinnuleysisins er
eftir hinn brezka hagfræðing
Willia'm Beveridge, sem
heimsfrægur er orðinn af til-
lögum sínum um almanna-
tryggingar eftir stríðið.
Greinin var flutt sem er-
indi í hrezka útvarpið og er
þýdd upp úr brezka útvarps-
tímaritinu „The Listener".
ER MÖGULEGT að útrýma
atvinnuleysinu? Svar mitt
við þessari spurningu veltur á
því, hvaða skilningur er lagður
í atvinnuleysi. Ef átt er við að
útrýma atvinnuleysinu fullkom
lega, þannig að hver verkfær
maður og kona í landinu hafi
vinnu hvern dag í lífi sínu, þá
efast ég um, að það sé mögu-
legt. Af mörgum ástæðum er
vinna mismunandi á ýmsum
árstíðum, svo vinna getur ekkí
verið fullkomlega jöfn allt ár-
ið. Byggingar , losun skipa frá
íshafshöfum, uppskeruvinna og
ávaxtatínsla eru góð dæmi um
þetta. En það er miklu oftar en
í þessum augljósu tilfellum,
sem vinna er breytileg eftir árs-
tímum. Þess verður nokkuð
vart í næstum öllum iðngrein-
um. Það er hægt að borga
mönnum, þegar þeir eru aðgerð
arlausir á erfiðum árstímum.
Það ætti að borga þeim að
minnsta kosti nóg til lífsfram-
færis, en slíkt er að greiða þeim
atvinnuleysisstyrk, en ekki að
ráða þá til vinnu. Og ef at-
vinnuleysistímabilið er stutt,
eins og það er venjulega, er at-
vinnuleysisstyrkur allt, sem
þörf er á. Þá tekur því ekki
fyrir menn að leita fvrir sér í
öðrum atvinnugreinum á með-
an.
í öðru lagi er það, að í þjóð-
félagi, sem er á framfarabraut,
hljóta framfarir í tækni og
skipulagj að leiða til breytinga
á þeirri vinnu, sem fram-
kvæma þarf. Störf, sem vel
hæfir menn hafa orðið að
framkvæma, geta orðið ónauð-
synleg. Það er ekki hægt að
taka upp nýja, betri aðíerð við
verk án þess:, að gamla aðferð-
in iive.’.i. Það er ekki hægt að
bæta hísafkomu alls almenn-
ings, an þess að breyta til um
atvinnuhætti, og sérhver slík
breyting hlýtur að hafa í för
með sér tímabil, sem vinna fell-
ur niður. Það, sem ríður á, er
að gera slík tímabil sem stytzt.
Ef atvinnuleysi gæti orðið tak-
markað við stutt tímabil, —
þegar erfiðir árstímar eru, eða
menn flytjast milli starfs-
greina, — væri hægt að bæta
vinnutjónið fyllilega upp með
atvinnluleysisstyrkjum. Aðrar
ráðstafanir þyrfti ekki að gera.
En þegar menn tala um
eymd og volæði atvinnuleysis-
ins, eiga þeir við það, sem skéði
milli heimstyrjaldanna, þegar
tugir og hundruð þúsunda
manna Voru atvinnulausir ár-
um saman. Atvinnuleysistrygg-
ingar sem eini grundvöllur fyr-
ir tekjum eru alls ekki full-
nægjandi í slíkum tilfellum,
því að langvarandi aðgerðar-
leysi hefur mjög spillandi á-
hrif á einstaklinga, og iðju-
leysi samfara tekjum, sem rétt
aðeins hrökkva til nauðsynleg-
ustu þarfa, er óhæfur grund-
völlur undir mannlegt líf.
Fjöldaatvinnuleysi e r eins og
stríð. Engin hjálparmeðul eru
til. Það eina, sem á að gera við
fjöldaatvinnuleysi, er að 'út-
rýma því. Er það mögulegt?
Ég trúi því, að það sé mögu-
legt, ef við ákveðum, áð það
skuli gert, og förum rétt að
því, — ef grundvallarstefnan
er sú, að almenn atvinna sé
veitt við framleiðslustörfin og
önnur bjargráð. Almenn at-
vinna er ekki sama og ekkert
atvinnuleysi. Almenn atvinna
þýðir, að þótt einhvern dag séu
nokkrir menn atvinnulausir, þá
séu alltaf til verk, sem má láta
þá taka við, svo þótt starf
manns taki enda af einhverj-
um ástæðum, þá megi alltaf
finna handa honum annað nýtt
án tafar. Almenn atvinna þýð-
ir ekki endi á samkeppni um
vinnu, endi' á því, sem menn
reyni að vera fyrstir í laust
starf, né endi á ævintýrum,
svo að þótt af einhverjum á-
stæðum sé- ekki lengur þörf á
manni við verk, sem hann hef-
ur unnið, þá sé alltaf til handa
honum annað starf, sém bíður
þess að vera framkvæmt. Þann
ig, að atvinnuleysi eigi sér að-
eins stað, meðan menn eru að
flytjast úr einu starfi í aríriað.
Og ennfremur þýðir almenn
atvinna ekki það að láta menn
vinna verk út í bláinn, eins og
það að grafa holur og moka
ofan í þær aftur. Það þýðir
vinnu víð að framleiða hluti,
sem þörf er fyrir. Það þýðir,
eins og tæknifræðilega hliðin
hagnýtir sér, að fullnægja
eldri kröfum betur og fljótar og
að setja fram nýjar kröfur og
fullnægja þeim og bæta þar
með lífsafkomuna. Að lokum
þýðir almenn atvinna ekki það,
að mönnum sé skipað til vinnu
eins og þrælum af alráðándi
forstjóra, fyrir laun, sem hann
ákveður. Almenn atvinna verð-
ur í framkvæmd að vera sam-
fara fullkomnu frjálsræði, á
sama 'hátt og málfrelsi, félaga-
frelsi, pólitískt frelsi og sjálf-
ræði um stöðuval.
Ég hefi þegar sagt, að1 ég
tel þetta hlut, sem hægt sé að
framkvæma, hlut, sem hægt sé
að koma á í Bretlandi eftir
stríðið, ef rétta leiðin er valin.
Ég get tæplega enn fram-
kvæmt rannsóknir varðandi
lausn þessa máls, en ég vil
tala um hugmyndir mínar og
annarra, áður en ég set fram í
smáatriðum áætlun um fram-
kvæmd á hugsjóninni um al-
Unglingar óskasl
fil að bera blaðið víðs vegar um bæinn.
ALÞYÐUBLAÐK), sími 4900.
menna atvinnu. Það getur ver-
iSj, að ég geti það eftir sex
mánuði eða þar um bil. Það,
sem ég get gert nú, er í fyrsta
lagi að nefna nokkur atriði,
sem ekki koma að gagni í sam-
bandi við lausn þessa vanda-
máls, í öðru lagi að leita eftir
því, í hvaða átt við eigum að
snúa okkur til þess að íínna
lausnina, og í þriðja lagi að
sýna fram á, hversvegna ég er
sannfærður um, að lausnin sé
til.
í fyrsta lagi er það engin
lausn á atvinnuleysi að minnka
framleiðslugetu vinnunnar.
Hækkun skólaskyldualdurs,
skylda eftirlaunaþega til þess
að hætta störfum og stytting
vinnutímans er allt ágætt út af
fyrir sig, — og ég tel mér það
til heiðurs að vilja framkvæma
allt þetta —, en þetta eru engin
frumskilyrði til þess, að hægt
sé að útrýma atvinnuleysi. Það
minnkar vin-nuafköst hvers ein-
staklings, ef vinnutími hans er
styttur, eða ef hann er fjarver-
andi frá vinnu, en það minnkar
líka getu hans til þess að skapa
atvinnu handa öðrum með því,
sem hann eyðir af tekjum sín-
nm í Bretlandi var vinnutím-
inn nær almennt styttur um !
eina klukkustund eftir síðustu
heimsstyrjöld, sem í sjálfu sér
er mikil framför, en atvinnu-
leysið var aldrei meira en þá.
Minnkun framleiðslunnar er
mjög einhæf ráðstöfun, sem
ekki getur aukið atvinnu.
Nokkrar þeirra ráðstafana, sem
ég hefi þegar nefnt, geta verið
ágætar í öðrum tilgangi. Aðrar
ráðstafanir til minnkunar fram-
leiðslunnar eru mjög slæmar,
eins og til dæmis að eyðileggja
bómull, þótt milljónir séu klæð-
lausar, brenna kaffi og stöðva
iðnað. Bretar fengu sinn skerf
af slíku og fyllilega það á milli
heimsstyrjaldanna. Það er mál
til komið að snúa af þeirri leið.
í öðru lagi höfum við, að
miklu leyti vegna starfa Keynes
lávarðar, gleggri vitneskju um,
hverjar eru orsakir fjöldaat-
vinnuleysis, og þess vegna meiri
möguleika til þess að gera okk-
ur grein fyrir, hvaða ráðstaf-
anir eru heppilegastar til þess
að koma í veg fyrir slíkt. Jöfn
atvinna byggist á jafnri eyðslu.
Ef vinna hefir minnkað frá ein-
um mánuði til annars, þýðir
það, að einhver hefir af ein-
hverjum ástæðum eytt minna í
síðari mánpðinum en þeim
fyrri. Ef vinna eykst, hefir ein-
hver eytt meira fé. Og um hvort
atriðið, sem er að ræða, þá held-
ur það áfram lengra. Ef einhver
hefir dregið úr útgjöldum sín- l
um og þar með veitt minni !
vinnu, þá hefir einhver fengið j
minni laun og hefir minna til
þess að eyða. Að skapa almenna
atvinnu er þá eitthvað í þá átt
að koma jöfnum straum á eyðsl-
una. Eyðsla er að sjálfsögðu
mjög mismunandi. Fólk kaupir
fæði og föt og aðra hluti, sem
fljótt ganga úr sér, það kaupir
varanlegar eignir eins og hús
og húsbúnað, settar eru upp
verksmiðjur og keyptar vélar
og efni, hið opinbera eyðir í
landvarnir, leiðslur, vegi, skóla
og önnur lífsþægindi fyrir al-
menning. Til þess að almenn
atvinna geti átt sér stað, verður
heildarsumman af allri þessari
mismunandi eyðslu að vera í
samræmi við eftirspurn eftir
öllu vinnuaflinu.
Er þetta ómögulegt? Það get-
ur ekki verið ómögulegt, því
þetta á sér stað í hverju stríði.
Þegar því er haldið fram, að
ekki sé hægt að útrýma fjölda-
atvinnuleysi, er rétt að svara
því, að þetta hafi skeð tvisvar
á ævi flestra okkar, í heims-
styrjöldinni fyrri og þeirri, sem
nú geisar. Mannf jöldi Bretlands
er nú talinn til eigna en ekki
Nýlega hafa borizt fréttir um það, að sprengja hafi fallið á að-
seturstað fjármálaráðuneytisins brezka, sem er við hliðina á
Downing Street 'nr. 10, þar sem Churchill forsætisráðherra hefir
bækistöð, sína þegar loftárásirnar á London voru mestar 1940.
Churchill sat að snæðingi, þegar atburð þennan bar að höndumv
en lét sér hvergi bregða. Myndin er af aðseturstað fjármálaráðu-
neytisins eftir árásina. Hefir ekki verið leyft að birta hana fyrr
en nú, enda var ekkert látið uppi í opinberum fréttum um þessa
árás, sem svo hæglega hefði getað kostað forsætisráðherra
Bretlands lífið.
skulda. Enginn maður þarf að
tærast upp af iðjuleysi.. Þessi
staðreynd á ekki aðeins við
Bretland. Ég hefi nú nýlega
heimsótt Bandaríkin, í fyrsta
sinn síðan 1933. Fyrir tíu árum
voru friðartímar í Bandaríkjun-
Frh. á 6. síðu.
Rotta hefir komizt í dagblað. Þakkir fyrir kvöldvök-
una. Macbethleikurinn enn. Dýrt heilagfiski og nokkur
orð um saltkjötsnámuna.
ÞAÐ HEFUR komist rotta í
dagblað! Hún var á vappi í
Vísi í fyrradag. Af tilefni karps
um kartöflur og kartöfluverð er
veitzt að mér í Jiessu blaði á
fruntalegan hátt, með útúrsnún-
ingum og algermn rangfærslum.
Það er enginn af blaðamönnum
Vísis, sem skrifar þetta, því þeir
eru eklci aðeins prýðilega vel gefn
ir menn, sanngjarnir og heiðar-
legir, heldur mjög skilningsgóðir
og fljótir að átta sig á hlutunum.
Þetta er sem sé rottuskratti, sem
skriðið hefur inn í blaðið með-
fram klósettrörinu.
FYRIR LÖNGU síðan minntist
ég svolítið á það hér í dálki mín-
um, að það væri hálfhjákátlegt að
við skyldum þurfa að sækja svo
dýrmæta neysluvöru eins og kar-
töflur til styrjaldar þjóðar, sem
berðist fyrir lífi sínu og ég taldi
ekki líkur til þess að okkur myndi
takast að sækja þangað matvörur
í framtíðinni.
AF ÞESSU TILEFNI er sagt
í Vísi í fyrradag, að Hannes á
hórninu hafi verið ,,að geypa um
það, að við mættum ekki láta það
henda okkur að uppskerubrestur
yrði til þess að við flytjum kar-
töflur frá styrjaldarþjóð“. Þetta er
rithöfundur, sem kann að fara
rétt með, eða hitt þó heldur! Ég
held að blaðamennirnir við Vísi
þurfi að útrýma varginum úr hí-
býlum sínum.
ÉG ÆTLA að þakka fyrir kvöld
vökuna í fyrrakvöld. Svona eiga
kvöldvökur að vera. Upplestur
kvæðis Matthíasar um Þuríði
Kúld var ágætur og eins músíkin,
Dauði Ásu eftir Grieg. Upplestur
Þórbergs var framúrskarandi fróS
legur og' góður. Efnið var svo
skemmitlegt, að maður gleymdi
alveg hinni rámu rödd rithöfund-
arins. Erindi Asmundár Helgason-
ar frá Bjargi, sem Bjarni Vil-
hjáhnss. las var líka gott, fróðlegt
og skemmtilegt. Eins las Bjarni
það prýðilega vel. Ég vildi óska
að við fengjum fleiri slíkar kvöld-
vökur í vetur.
ÉG SÉ að allir, sem minnst
hafa á Machbethleikinn í útvarp-
inu opinberlega eru mér sammála
um að hann hafi mistekist. Vona
ég' að aðfinnslur okkar verði til
þess að leiklistarráðunauturinn
vandi sig betur næst, því að leik-
ritaflutningur útvarpsins er einn
helzti dagskrárliður þess og ég
geri alveg ráð fyrir því að um
50—60 þúsundir manna hlusti á
leikritin.
ÝMJSAR KJÖTVERZLANIR
hafa tekið upp á því að selja
heillagfiski og mun það vera ný-
ung. En þær selja kílóið einni
krónu dýrara en fisksalarnir og
hvers vegna gera þær það? Það
er ekkert hámarksverð á heilag-
fiski og þar mun rótin liggja. Væri
(Frk. á 8. síSu.)