Alþýðublaðið - 12.11.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 12. nóvember 1943». Annað fræðslu- og skemmfikvöld Aljiýðu flokksfélagsins er á morgun NNAÐ FRÆÐSLU- OG SKEMMTIKVÖLD Al- þýðuflokksfélagsins á þessum vetri verður í samkvæmissöl- um Alþýðuhússins á laugar- dagskvöld. Stefán Jóh. Stefánsson flytur ræðu á kvöldskemmtuninni og segir frá Englandsför sinni. Æv- ar E. Kvaran leikari les upp, og Brynjólfur Ingólfsson syng- ur með undirleik Róberts Abra- hams. Alþýðuflokksmenn eru á- minntir um að tryggja sér að- göngumiða í tíma. Miðarnir fást frá kl. 1 í dag á afgreiðslu Alþýðublaðsins og í aðalsölu- búð Alþýðubrauðgerðarinnar, Laugaveg 61. Rannsókn á olíuf élögin rædd í neðri deild alpingis i gær. Fnlltrúi fbaldsIiBS fluttl skrlffaéa* varmarrœðu ff^rir olfiufélðylu. Atkvæðgreiðslu um málið frestað. --------*------- FRAMHALD EINNAR UMRÆÐU um þingsályktunar- tillþgu um rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlun- ina fór^fram í neðri deild í gær. Allsherjarnefnd þríklofn- aði um málið. 1. minni hluti (Sigurj. Á. Ólafsson og Þór- oddur Guðmundsson) vilja samþykkja tillöguna óbreytta. 2. minni hluti (Jörundur Brynjólfsson) vill að fyrir orðin „opinber rannsókn“ komi „gagnger rannsókn“, auk nokk- urra breytinga annarra. 3. minni hluti (Garðar Þorsteinsson og Gunnar Thoroddsen) vilja einskorða rannsóknina við rannsókn víðskiptaráðs á verðlagsgrundvelli olíu og benzíns. Verða hlutatryggingar seflar með lögum á þessu þingit Tryggingar tiS að bæta upp aflahluti þégar afii bregst á vertíðum Dagsbrúnarfundur í fyrrakvöld Samþykktir, sem nauðsynlegt er að verkamenn kynni sér VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún hélt fund í fyrrakvöld. Á fundinum voru eftirtaldir menn kosnir í uppstillingar- nefnd til stjórnarkosninga, sem eiga að fara fram í janijar: Aðalmenn: Erlendur Ólafs- son og Eggert Guðmundsson. Varamenn: Ragnar Jónsson og Vilmar Thorsteinsson. Áður hafði trúnaðarráð kosið Zóp- hónías Jónsson sem þriðja mann í nefndina og Jón Agnars til vara. ' í kjörstjórn kaus fundurinn Kristófer Grímsson og til vara Guðmund Vigfússon. Áður hafði trúnaðarráðið kosið Jón Einis og til vara Einar Guð- bjartsson. Stjórn félagsins kýs þriðja manninn og varamann hans. Þá gerði fundurinn eftirfar- andi samþykktir: „Að gefnu tilefni lýsir fund- urinn því yfir, að hann telur burtrekstur verkamanna úr vinnu án gildra saka eða án þess, að rætt sé við félagið, ó- hæfu og brot 'a samningum. Um leið og fundurinn hvetur alla verkamenn til að standa á rétti sínum og hvers einstaks vinnu- félaga, skorar hann á stjórn fé- lagsins að vaka í hvívetna yfir því, að samningar séu ekki brotnir á félagsmönnum og að beita hverri þeirri aðferð, sem viðeigandi er í hverju tilfelli til þess að halda uppi rétti með- limanna.” „Þar sem 2400 meðlimir Dagsbrúnar eða um 5/6 hlutar félagsmanna — hafa að fullu greitt árgjald yfirstandandi árs, en hinir fengið ítrekuð tilmæli um að standa í skilum við fé- lagið, ákveður fundurinn, að þeir, sem ekki hafa greitt gjöld sín fyrir 1. janúar næstkom- andi, skuli færast á aukameð- limaskrá og missa þar með for- gagnsrétt fullgildra Dagsbrún- Framh. á 7. síðu. P RUMVARP til laga um •*- hlutatryggingarfélög er nú komið fram á alþingi í f jórða sinn. Að þessu sinni er frumvarpið flutt af sjávarút- vegsnefnd neðri deildar, en það er samið af miliiþinga- nefnd í sjávarútvegsmálum. I 5. og 6. gr. frumvarpsins er gerð grein fyrir hlutatrygging- um og segir svo í þessum grein um: „5. gr. í lok hverrar vertíðar skulu útgerðarmenn þeirra hlutaskipa, sem skrásett eru í hreppi eða kaupstað, þar sem hlutatryggingafélag hefir ver- ið stofnað, greiða ákveðinn hundraðshluta af verðmæti afl ans í óverkuðu ástandi í hluta tryggingasjóð. Hundraðshluti þessi skal ákveðinn í samþykkt um félagsins, en má þó aldrei vera lægri en 0,7. Útgerðar- maður skipsins stendur skil á gjaldi þessu, og skoðast það geymslufé, eftir að skipti hafa farið fram. Gjald þetta inn- heimta hreppstjórar eða lög- reglustjórar, hver í sínu um- dæmi, og má gera lögtak á eignum útgerðarmanns fyrir því. Ríkissjóður greiðir og fram lag í sjóðinn, er sé 0,7 af hundr aði af samanlögðu aflaverði allra þeirra skipa, er skyld eru að leggja í sjóðinn. 6. gr. Hlutatryggingasjóðum skal varið til þess að bæta upp aflahluti skipa og skipshafna, þegar þeir reynast óvenjulega lágir, eftir því sem nánar er á- kveðið í samþykktum hluta- try ggingaf élagsins. Skal þeirri meginreglu fylgt, að bæta hluti skips og skips- hafnar, sem ekki nær venjuleg um hlut á því skipi í meðalári. Við úthlutun úr hlutatrygg- ingasjóði má þó aldrei ganga nær honum en svo, að úthlutað sé 80% af þáverandi eignum hans.“ í greinargerðinni segir: „Frv. þetta er flutt fyrir beiðni milliþinganefndar í sjáv arútvegsmálum 1943. Frá milli þinganefndinni fylgdi eftirfar andi greinargerð: Frumvarpi um jöfnunarsjóð aflahluta var á síðasta alþingi vísað frá umræðum í efri deild með rökstuddri dagskrá, svo hljóðandi: Frh. á 7 síðu. Stefán Jóh. Stefánsson hafði fraftísögu fyrir þeim hluta alls- herjarnefndar, er vildi sam- þykkja þingsályktunartillög- una óbreytta. Hann kvaðst ætla, að óhætt mundi að full- yrða, að allur þingheimur hefði verið þeirrar skoðunar, eftir.að hafa hlýtt á skýrslu ríkisstjórn- arinnar Um viðskipti hennar við olíufélögin, að ekki mætti við svo búið standa um störf og starfshætti olíufélaganna. Og hér væri ekki um neitt augna- bliksmál að ræða. Vegna fram- tíðarinnar bæri að hindra með rannsókn, að þetfa framferði félaganna gæti haldið áfram. Stefán Jóhann kvað það sína skoðun, að með tillögunni væri ríkisstjórninni ekki falið að láta fara fram opinbera réttar- rannsókn þegar í upphafi, þó að tillagan væri samþykkt ó- breytt. Það væri á valdi ríkis- stjórnarinnar að ákveða með hverjum hætti mál þetta yrði rannsakað. Hún gæti látið fara fram almenna rannsókn utan réttar og svo síðar meir fyrir- skipað réttarrannsókn, ef henni þætti ástæða til. Á orðalags- breytingu 2. minni hluta nefnd arinnar kvaðst hann ekki geta fallizt, enda væri hún óþörf og ástæðulaus. Og um breytingar þær, er 3. minni hlutinn vildi gera, væri það að segja, að þar væri um að ræða verulegar efn- isbreytingar á tillögunni og miðuðu þær að því einu að gera 'sem allra minnst úr þessu máli. Væri það í algeru ósamræmi við mikilvægi þess og alvöru- þunga þann, er gætt hefði í um ræðum um málið í upphafi. Jörundur Bryjólfsson, fram- sögum. 2. minni hlutans, kvað þetta mál þannig vaxið, að al- þingi gæti ekki látið það fram hjá sér fara. Málið yrði að rann saka og kryfja til mergjar. En í orðalag till. „opinber rann- sókn“ yrði lagður sá skilningur, að átt væri við sakamálsrann- sókn. En alþihgi tilheyrði ekki það vald að fyrirskipa slíka rannsókn. Og það væri ekki æskilegt, að alþingi færi inn á það svið. Kynni þá svo að fara, að þess yrði skammt að bíða, að alþingi tæki sér líka það vald að kveða ujap dóma. En þá myndi vera orðið lítið rétt- aröryggi þegnanna. Garðar Þorsteinsson var framsögumaður 3. minni hlut- ans. Var ræða hans samfelld vörn fyrir olíufélögin og hneig öll að því, að ekkert gæti verið athugavert við starfshætti þeirra. Flutti hann s krifaða málsvörn fyrir olíufélögin. Eysteinn Jónsson, sem er einn af flutningsmönnum til- lögunnar, kvað það skoðun flutningsmanna tillögunnar, að skýrslur olíufélaganna fengju ekki staðizt en Garðar Þor- Frh. á 7. síðu. Inkeanllegur bifreiSa í gærkveldi Munaði mjóu, aÓ stórslys hlyiisf af M' JÖG einkennilegur bif- reiðaárekstur varð í gær- kveldi klukkan rúmlega tíu, þar sem Hringbraut og Hofs- vallagata mætast. Vöruf'lutningabifreið, sem á voru tveir símastaurar, var að aka niður Hofsvallagötu, en á eftir henni/ kom fólksflutn ingabifreið og í henni var bif- reiðarstjóri einn í framsæti, og þrjár stúlkur í aftursæti. Skuggsýnt var, en síma- staurarnir dökkir á lit. Fólks- flutningabifreiðin ók af svo miklum krafti aftan á vöru- tl ut n ingabif reiðina að annar símastaurinn gek-k í .gegnum framrúðu hinnar fyrrnefndu, vinstra megin, til hliðar við bi fr ei ð a s t j ó r a-e n og langt út um aftari hliðarrúðuna til hægri. Var það mesta mildi að staurinn skyldi ekki hitta bif- reiðarstjórann eða stúlkurnar þannig að stórslys hlytist af. Jarðarför Tryggva Magnússonar verzlunarstjóra fer fram í dag, og hefst athöfnin kl. 1.30. Til Strandákirkju. Gamalt1 og nýtt áheit frá sjó- manni kr. 60.00. , ' ',/; ’ r- ■ ■ ' Frumvarpið um olíu- geymana lil 1. umr. Áfvintiumálaráðherra upplýsir að væntanleg sé breytíng á olíuviMipfunum RUMVARP ríkisstjórnar- innar um olíugeyma o ,fL var til 1. umræðu í neðri deiM í gær. En það miðar að stuðn- ingi við samtök útgerðarmanna um olíuverzlunina ,eins og kunnugt er. Atvinnumálaráðherra, Vil- hjálmur Þór, fylgdi frumvarp- nu úr hlaði, Kvað hann nú ver- andi ríkisstjórn hafa verið það ljóst frá upphafi, að endurbóta væri þörf varðandi olíuverzlun, landsins. Verðlag olíunnar hefði alltaf verið mjög hátt og hagnaður olíufélaganna óeðli- lega mikill. Ríkisstjórnin hefði náð samningum við flotastjórn Bandaríkjanna um að hún sæí landsmönnum fyrir nægri olíu. og yrði hún ekki aðeins seld olíufélögunum, heldur einnig öðrum aðilum. Utgerðarmenn víða um land Hefðu sýnt lofs- verða viðleitni í því að afla sér líu á hóflegra verði en olíu- félögin buðu. Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hefðu gerzt brautryðjendur í þessum efn- um. Útgerðarmenn við Eyja- fjörð og í Keflavík hefðu farið inn a sömu braut. Og nú síð- ast hefðu útgerðarmenn í Norð firði öðlazt aðild til að fá olíu af birgðum flotans. — Ráðherr- ann kvaðst áður hafa skýrt al- þingi frá því, að yfirvofandi væri breytingar á olíuflutning- um til landsins og hækkun á heildsöluverði olíunnar. Era Framh. á 7. síðu. Eftirhreytur kjotmálsins: a§ llða @p iðrpi Möðom EiGakeinmilegg skoðan Jéns Árna* s@iar á pwf liwal sé pléfnaðiirc s TJÓRN Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hefir ákveðið, að sögn Jóns Árnasonar framkvæmdarstj. að höfða meiðyrðamál gegn allmörgum blöðum út af um- mælum þeirra, um kjötfund- inn í Hafnarfjarðarhrauni. Jón Árnason skýrir frá þessu í grein, sent hann ritar í Tím- ann í gær um kjötmál sitt — og er grein hans full af furðu- legustu staðhæfingum, hroka og hreinum og beinum dóna skap í garð einstakra manna. Þessi kjötábyrgðarmaður, sem ekkert vildi segja, og ekk- ert ætlaði að segja fyrst í stað, þó að hann væri aðspurður — reynir einmitt í grein sinni að breiða yfir þetfa atriði. Heldur hann því fram, að Sambandið hafi lýst sig eiganda kjötsins, strax og kjötnáman fannst. Enn fremur segir hann, að hið urðaða kjöt hafi verið tekið eft- ir að hann hafi, fyrir hönd S. I. S. lýst síg eiganda kjötsins! Þetta er rangt. Jón Árnason neitaði fyrst í stað að segja stakt orð um kjötið — og allir vita, að. menn höfðu flutt kjöt af staðnum áður en Jón Árna- son lýsti. S. í. S. eiganda þess. Þá segir Jón Árnason: „Þrátt fyrir þetta er kjöt- dysin rofin með ærinni fyrir- höfn, kjötinu dreift úr um hvipp inn og hvappinn, og sumt tekið til heimilisnotkunar, ef trúa má frásögn blaðanna. Gengur þetta vitanlega þjófnaði næst, ef það er ekki skýlaus þjófnað- ur, því að það getur vitanlega ekki réttlætt verknaðinn, þótt brigður væru bornar á rétt Sambandsins til að urða skemmt kjöt, þar sem gert var.“ Það er einkennileg skoðun, sem Jón Árnason hefir á því, hvað sé þjófnaður. Samkvæmt hans skoðun er það þjófnaður, ef maður hirðir það, sem ann- ar hefir varpað á haug. Hitt er rétt, að ef maður lætur hlut ein hvers staðar til geymslu og annar tekur hann, þá er það þjófnaður. Og það er því engin furða þó að menn spyrji eftir að hafa lesið þessa klausu: Hafði Jón Árnason komið kjötinu fyrir í hrauninu til geymslu með það fyrir augum að notfæra það síðar? Annars er grein Jóns Árna- sonar að fleira leyti furðuleg — en einkennlegt er það hvað þessi kunni kjötsali hamast mjög út af þessu máli. Sæti ekki betur á honum að vera hljóður og hógvær?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.