Alþýðublaðið - 12.11.1943, Síða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1943, Síða 7
Fimmtudagur 11. nóv. 1943. ^LÞYÐU>3LAÐIÐ |Bœrinn í dag. | ÓOOOOOOOOOOOOOOO<3><c><>3><3K>0<>3><3 Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í nótt í Lauga- vegsapóteki. ÚTVÁRPIÐ: 20.30 Útvarpssagan. (Ragnar Jó- hannesson). 21.00 Strokkvártett útvarpsins: |Kvaírtett nr. 20 í Es-dúir eftir Mozart. 21.15 Útvarpsþáttur. (Helgi Hjiör var). 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son magister). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur) a) Fiðlukonsert nr. 7 í D-dúr eftir Mozart. b) Symfónía nr. 1 eftir Beethoven. 23.00 Dagskrárlok. Upplýsingastöð Þingstúku Reykjavíkur er opin hvern fimmtudag í Góðtemplara- húsinu frá 6—8 e. h. Allir þeir sem í erfiðleikum eiga vegna eigin áfengisneyzlu, eða vfegna áfengis- neyslu vandamanna sinna eða vina ættu að snúa sér til Upplýsinga- stöðvarinnar, sem veitir alla að- stoð eftir fremsta megni. Með öll mál, sem Upplýsingastöðinni ber- ast er farið með sem trúnaðarmál. Aðalfundur Sundfélagsins Ægis SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR hélt aðalfund sinn fyrir nokkr um dögum. í stjórn félagsins voru kosnir: Þórður Guðmunds son, form., meðstjórnendur: Theódór Guðmundsson, Ingi- bergur Sveinsson og Guðmund- ur Jónsson, sem var kosinn í stað Jóns D. Jónssonar, sem baðst undan endurkosningu vegna annríkis. Fyrir í stjóm- inni voru: Jón Ingimarsson, Hjörtur Sigurðsson og Magnús B. Pálsson. Tillaga kom fram frá Jóni D. Jónssyni og Eiríki Magnússyni um að stjórn félagsins gengist fyrir stofnun sundsambands með þeim félögum, sem hafa sund á sinni stefnuskrá. Samþykkt var að stofna minningarsjóð um Pál heitinn Erlingsson sundkennara. Skipu lagsskrá fyrir sjóðinn verður samin innan skamms. Félagslíf. Í.R. — SKÍÐADEILDIN. Farið verður í skíðaferð að Kolviðarhóli næstk. laugardags kvöld kl. 8. Lagt af istað frá Varðarhúsinu. Farmiðar verða seldir í ÍR-húsinu í kvöld (föstud.) frá kl. 8—10. Gistingu er aðeins hægt að panta þar á sama tíma. (Kol- viðarhóll tekur ekki á móti pöntunum). Dmræðnrnar nm ollifélðgii á 6—14 ára komnir aftur. H.TOFT Sbélavðrðnstíg 5 Slmi 1035 Kanpum tuskur { hæsta verði. ^ .... pí Baldnrsgðtn 30. i Frh. af 2. síðu. steinsson hefði byggt á því gagn stæða. Væri því hér um að ræða höfuðágreiningsefni ipilli hans og fltningsmanna. Benti ræðumaður síðan á ýmsar mót- sagnir í þessum skýrslum og mikilsverð atriði, 'er Garðar hafði hliðrað sér hjá að fjalla um í málsvörn sinni fyrir olíu félögin. Eysteinn kvaðst vera sömu skoðunar og Stefán Jóhann Stef ánsson um það, að í orðalagi tillögunnar, „opinber rann- sókn“, þyrfti ekki að felast það, að sakamálsrannsókn ætti að fara fram. Það gæti legið á milli hluta, hvort rannsóknin ætti að fara fram utan réttar eða sem réttarrannsókn. Hitt væri aðalatriðið, að hér þyrfti að fara fram ítarlega rannsókn. Framkvæmdaratriðin heyrðu undir dómsmálastjórn landsins. En Eysteinn kvaðst mundi greiða atkvæði með breytingar tillögu 2. minni hluta nefndar- innar, ekki vegna þess að þar væri um að ræða neinar grund- vallarbreytingar á efni till., heldur vegna þess, að þar væri greinilegar tekið fram það, sem fyrir sér hefði vakað með flutn ingi þessarar tillögu, svo og vegna þess, að þar væri ítar- legar tekið fram, hvað rann- saka skyldi. Á breytingartil- lögu 3. minni hlutans kvaðst hann engan veginn geta fallizt, þar eð hún virtistv vera fram borin í því skyni að drepa mál- inu á dreif. Stefán Jóh. Stefánsson kvað röksemdir framsögumanna 2. og 3. minni hlutans meira en vafasamar, þar eð þeir byggðu báðir á því, að tillagan fæli í sér fyrirskipun til ríkisstjórn- arinnar um sakamálsrannsókn. Það væri algerlega á valdi rík- isstjórnarinnar hvaða leið hún færi í þessu máli, hvort hún byrjaði á því að láta fara fram rannsókn utan réttar, og síðar, ef þurfa þætti, léti fara fram réttarrannsókn. Það væri vel, sagði Stefán Jóhann, ef málið upplýstist með rannsókn utan réttar. En sú væri reynslan, að erfitt væri að upplýsa flókin, fjárhagsleg mál nema með rétt- arrannsókn. Og þegar fyrir lægi jafn ríkur grunur og í þessu máli, að skýrslur, sem fyrirtæki hefðu gefið opinber- um yfirvöldum, væru einn blekkingavefur frá upphafi til enda, þá væri vissulega ekki ástæðulaust, þótt réttarrann- sókn væri látin fara fram. Og þó að það væri rétt fram tekið, að ákæruvaldið væri ekki hjá alþingi, þá hefði það þó full- komið vald til að láta í ljós . vilja sinn um meðferð mála í þjóðfélaginu og það væri ekk- ert að því að finna, þó að al- þingi gæfi ríkisstjórninni undir fótinn um það, að þörf væri réttarrannsóknar í þessu máli. Sigurður Bjarnason, sem er einn af flutningsmönnum þings ályktunartillögunnar, kvað það ekki að ófyrirsynju, þótt dregn ar væru í efa skýrslur olíufé- laganna, þótt raddir hefðu heyrzt á alþingi um það, að ekki mundi vera ástæða til þess. Verðlagningu olíufélag- anna hefði aldrei verið í hóf stillt og það væri því rétt stefna, að styrkja útvegsmenn í því að afla sér þessarar vöru á ódýrari hátt.' — Um breyting- artillögurnar sagði Sigurður, að hann teldi, að með breyting- artillögu 2. minni hluta nefnd- arinnar (Jör. Brynj.) væri til- lögunni ekki að nokkru spillt. Það er full þörf á rannsókn í þessu máli — og ekki síður þörf á tillögum um framtíðarskipun í olíusölumálunum. Fleiri þingmenn tóku til máls og töluðu sumir ræðumenn oft. Stóð umræðan þangað til kl. að ganga átta í gærkveldi. Var henni þá lokið, en atkvæða- greiðslunni var frestað. Stjórnarfrflmvarpið olinpymana. Frh. á 7. síðu. hann kvaðst geta upplýst það, að enn hefði engin breyting orðið á olíuviðskiptunum og verðið ekki hækkað enn. Frumvarp þetta er í beinu framhaldi af öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í olíumálun- um, sagði ráðherrahn. Ríkis- stjórninni er ljóst, að það er ekki nóg að útvega ódýra olíu í heildsölu. Það verður einnig að sjá svo um, að notendurnir eigi hennar kost við hóflegu verði. í því efni er einkum um tvær leiðir að ræða: Að ríkið taki einkasölu á olíu eða að það styðji félagslegt framtak not- endanna, er miði að því að afla þessarar vöru á sem ódýrastan hátt. Það er þessi síðari leið, sem ríkisstjórnin hefir valið með því að bera fram þetta frumvarp. Að umræðu lokinni var frum varpinu vísað til 2. umræðu og s j ávarútvegsnef ndar. Framhald af 2. síðu „í trausi þess að ríkisstjórn- in láti hina væntanlegu milli- þinganefnd í sjávarútvegsmál- um afla allra nauðsynlegra upplýsinga snertandi þetta mál og að þeim fengnum undirbúa frv. til laga um jöfnunarsjóð aflahluta, er lagt verði fyrir alþingi svo fljótt sem- auðið er, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“ Samkvæmt dagskrártillög- unni var málið sent milliþinga nefndinni, og hefir hún samið frumvarp það, er hér fylgir. Um frumvarpið tekur milli- þinganefndin fram eftirfar- andi: Frumvarp um jöfnunarsjóð aflahluta hefir verið flutt fjór um sinnum í neðri deild al- þingis eða árin 1939, 1940 1942 og 1943. En það hefir ýmist „dagað uppi“ í efri deild eða verið vísað frá umræðum með rökstuddri dagskrá. Milliþinga nefndin hefir nú rannsakað mál ið gaumgæfilega. M. a. hefir hún beiðzt umsagnar margra útvegsmanna og félaga varð- andi sjávarútveg víða á land- inu. Svör þau, er bárust, hnigu öll í þá átt að hvetja til þess að lögjöf yrði sett um hluta- tryggingar. En áður höfðu þó borizt miklu fleiri tilmæli og áskoranir um þetta, bæði til alþángis og flutningsmanna. Nefndin telur því, að nokkuð almennur vilji þeirra, er hér eiga hlut að máli, sé fyrir því, að sett séu lög um tryggingar aflahluta. Þá hefur milliþinganefndin athugað af þeim gögnum, sem fyrir liggja, hvað valdið hafi tregðu alþingis í því að sam- þykkja frumvörp þau, er flutt Barnið, sem var borið út. Fyrir nokkru síðan fannst þessi hvítvoðungur, sveinbarn, sjö pund á þyngd, í sorptunnu hjá húsi einu í Atlanta í Bandaríkjunum. Var honum varla líf hugað, en þó farið með hann á sjúkrahús. Þar náði hann sér furðu fljótt og virðist una lífinu vel í fangi hjúkrunarkonunnar, sem er með hann á myndinni. hafa verið um þetta efni á und angengnum þingum. Virðist henni, að orsakir séu fyrst og fremst ágreiningur um það, hvort tryggingarnar eigi að vera skyldutryggingar eða frjálsar, þ. e. heimild til þess að stofna hlutatryggingafélög. Af þessum sökum sér nefndip ekki annað fært en leggja til, að frjálsu tryggingarnar verði valdar, syo að úr því fáist skor ig með reynslu, hvort tilgang- urinn náist eftir þeirri leið. Frttmvarp nefndarinnar er því byggt á þeim grundvelli. í umræðum um mál þetta á alþingi undanfarið hefir verið að því fundið, að ekki lægi fyr- ir nægileg vitneskja um það, hver útgjöld ríkissjóði mundi stafa af tryggingum þessum, ef lögboðnar yrðu. Milliþinga- nefndin hefir því fengið Fiski- félag íslands til þess að reikna þetta út eftir aflaskýrslum og öðrum gögnum, í fyrsta lagi miðað við þrjú næstu árin fyr- ir styrjöldina og svo það styrj- aldarárið er gaf hæsta afla- hluti. Er þá miðað við hundr- aðsgjald það, sem frumvarp þetta gerir ráð yrir, og við allt aflamagn í landinu. Samkvæmt útreikningi Fiski- félagsins hefðu útgjöld ríkis- sjóðs miðað við það, er að ofan greinir, orðið þessi: Árið 1936 . . . . kr. 79765.00 -v- 1937 .... — 112070.00 >— 1938 .... — 116494.00 — 1942 .... — 577465.00 Einstakir nefndarmenn á- skilja sér rétt til að gera tillög- ur um breytingar við frumvarp ið og fylgja breytingartillög- um, er fram kunna að koma.“ „Ég hef komið hér áður“ . heitir leikritið eftir Priestley, sem Leikfélag Reykjavíkur hefir frumsýningu á. Dagsbrúnarfundurinn Frh. af 2. síðu. armanna til verkamannavinnu á félagssvæðinu.“ „Fundurinn skorar á trúnað- armenn félagsins og alla með- limi þess að framfylgja til hins ýtrasta ákvæði félagslaganna um að vinna ekki með ófélags- bundunm mönnum og minnir félagsmenn á rétt þeirra til að skoða skírteini hvers annars. Jafnframt minnir fundurinn fé- lagsmenn á nauðsyn þess að skýra fyrir ófélagsbundnum verkamönnum tilgang og gildi verkalýðssamtakanna fyrir alla verkamenn og stéttina í heild.“ „Fundurinn skorar á alla þá vinnuflokka á félagssvæðinu, sem enn hafa ekki kosið sér trúnaðarmenn, að gera það nú þegar og tilkynna skrifstofu fé- lagsins um 'kosninguna.“ Nýtt ágætt steinhús til sölu með lausri íbúð. Upplýsingar gefur GUNNAR ÞORSTEINSSON hrl. Sími 1535. Brot á verð- lagsákvæðum. Q KRIFSTOFA verðlagsstj. tilkynnir: Nýlega hafa eft irgreind fyrirtæki verið sektuð fyrir brot á verðlagsákvæðum: Bifreiðaverkstæðið Þórsham- ar, Akureyri. Sekt og ólögleg- ur h'agnaður kr_ 3138.57. Verk- stæðið hafði lagt of mikið á • selda vinnu. Kaupfélag Patrðksfjarðar. Sekt kr 200.00, fyrir of hátt verð á kaffibæti o. fl. Verzlun Samúels Pálssonar, Bíldudal Sekt kr. 100.00. fjrrir of hátt verð á kaffibæti. Timburverzlunin Björk, ísa- firði. Sektað fyrir að selja timbur of háu verði. Sekt og ólöglegur hagnaður riam kr. 1200,00. Pétur Hoffmann hefir beðið blaðið að geta þess, að hann muni heimta fuh. mann- gjölcl af Bandaríkjahernum fyrir, árásina um daginn. „Það eru 100 silfurs — og vík ég ekki frá þeirri kröfu. En ég verð að fá fræðimenn til að reika þetta út í núgildandi peninga. Þannig voru höfðingjai; bættir á þjóðveldistímum ís- lands“. Þetta sagði Pétur. „Hefði slíkur höfðingi fallið, þá átti að bæta hann með 300 silfurs, en ég féll ekki“, bætti Pétur við.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.