Alþýðublaðið - 12.11.1943, Síða 8
8
&LÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagrir 12. nóvember 1943.
í siraumi örlaganna
■BTJARNARBÍOa
Timberlake-fjölskyldan
(In This Our Life)
Spennandi sjónleikur
eftir skáldsögu Ellen
Glasgows.
Betty Davis.
Olivia de Havilland.
George Brent.
Dennis Morgan.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
SNJALLRÆÐI
Piltur og stúlka hittust á
jörnum vegi. Þau voru bæði ríð
andi, en með því að þau áttu
samleið og urðu að fara í hægð
um sínum, af því að þau reiddu
bæði fyrir framan sig, hann
reiddi kött enn hún reiddi
pott, þá réðu þau af að verða |
samferða. Þegar þau höfðu
riðið spölkorn, vakti stúlkan
máls á því, að. það væri ó-
vMrkárni af sér að fara svona
ein með karlmanni; hann ætti
alls kosta við sig ef hann vildi
beita brögðum.
„Öllu er óhætt“, sagði hann,
„ég get ekki farið af baki, því
að ég má ekki sleppa hendinni
af kettinum“.
„Varla yrði þér ráðfátt“, sagði
hún, „þú þyrftir ekki annað en
að taka af mér pottinn og
hvolfa honum yfir köttinn“.
Nú halda þau áfram, þangað
til þau komu að hvammi einum
fögrum. Þar voru allir ferða-
menn vanir að æja hestum
sínum. Þá segir stúlkan og
stundi við: „Ó hvað ég kvíði nú
fyrir hvamminum“.
Nú riðu þau ofan í hvamm-
inn, og fóru af baki. Sá þá pilt-
urinn, að þetta var mesta
snjallræði, sem stúlkan hafði
kennt honum, og fór að öllu
eins og hún gerði ráð fyrir, en
engar sögur fara af því, hvað
þeirra fór meira á milli.
* * *
Farðu með hugsanir þínar
eins og gesti og óskir þínar
eins og börn.
Kínverskur málsháttur.
— Til Frankfurt?
— Já.
— En hvað er þá með næsta
blað? Við þyrftum að fá frá þér
átta hundruð orða ritstjórnar-
grein, áður en þú ferð. Þá ætt-
um við Fritz að geta komið út
blaðinu.
— Það er ekki um neitt næsta
blað að ræða, sagði Bra-ndt. —
Útgáfu blaðsins er frestað
næstu sex vikur. Þú getur tekið
þér frí.
— En Fritz? spurði ég,
Farinn. Kvaddur í herdeild
sína í Wiesbaden, sagði Brandt
og tók yfirfrakka út úr klæða-
skápnum.
Þetta var einkennisfrakki
-— Það er svo að sjá sem það
séu allir farnir nema ég, sagði
ég
— Er um annað að ræða?
spurði Brandt og lagði frakk-
ann á borðið. Svo kraup hann
við anna-n skáp og bjóst til að
taka ýmsa muni út úr honum.
— Howard Watson er farinn.
sagði ég. — Hann fór í gær á-
leiðis til Englands. Hann bað
mig að skila beztu kveðju til
þín.
Brandt reis á fætur og hélt á
hermannastígvélum í hendinni.
Þau voru hulin þykku ryklagi
og aumkunarverð ásýndum
eins og ónotaðir skór eru jafn-
an.
— Jæja, jæja, sagði hann. —
Hetjan hefir tekið til fótanna.
Það er gott. Það er ágætt,
Máusle. En það er ekki víst að
skipið sökkvi, jafnvel þó að
rotturnar yfirgefi það.
— Hann var kvaddur heim,
svaraði ég. Það er ekki fallegt
að tala þannig um mann, sém
er fjarstaddur. Howard myndi |
ekki gera það.
— Jæja þá. Mér hefir oft
fundizt, að mér myndi vera á-
mægja í því að drepa hann. Ef
til vill ber fundum okkar saman
í þessari styrjöld. Það væri mér
sannarleg fróun að skjóta hann,
auk þess. sem það væri gert í
þágu föðurlandsins.
— Það er ekki þér líkt að tala
svona, sagði ég. — Og hann
verður ekki í stríðinu. Frakkar
eru óvinir okkar. England er
vinveitt okkur
Hann hló gremjulega.
— Brast veslings litla hjartað
þitt, þegar hann fór? spurði
Brandt.
— Nei, ekki er því til að
dreifa, svaráði ég. — En að
hvaða leyti er hann þér svo
mótstæðilegur?
— Ekki að neinu leyti. Mér
fellur hann ekki í geð. Mér fell-
ur ekki stétt hans né eðli. Ég
fyrirlít allt þetta, sem hann
táknar, allt þetta herjans skipu-
lag, yfirdrepsskapur þeirra,
smjaður þeirra og hræsni,
heimsveldishyggja þeirra,
framferði þeirra gagnvart Kín-
verjum í ópíumstyrjöldinni.
Þeir þjaka hverja einustu þjóð
í heiminum, einvörðungu til að
fita þennan fimm-prósent Mol-
och sinn, hinn blessaða Eng-
landsbanka. — Hann kastaði
skónum gremjulega niður í
töskuna.
— Þú getur varla gert þenn-
an veslings pilt ábyrgan fyrir
öllum syndum brezka heims-
veldisins, sagði ég. — Meinlaus-
ari mann né viðfelldnari getur
ekki.
— Fari hann grábölvaður,
sagði Brandt. Hann er gramur
af því að útgáfa blaðsins hefir
verið stöðvuð, hugsaði ég.
_ Grábölvuð sé öll hans við-
felldni, hélt Brandt áfram. —
Piéttu mér skyrturnar. Þú veizt
vel, hvers vegna mig langar til
að skjóta hann. En þú kærir þig
víst ekkert um að láta sem þú
vitir það.
Ég hefði ekkert við þessu að
/segja. Brandt strauk hendur
sínar og tók þvi næst andlit mitt
milli þeirra og sveigði höfuð
rnitt aftur. — Eða gerirðu það?
spurði hann. Augu hans voru
allt í einu nálega svört, allt raf
horfið úr þeim og sjáöldrin
þanin.
__ Geri ég hvað? spurði ég?
Ég varð að ræskja mig ofurlítið
áður en ég kom upp nokkru
orði.
Ég veit ekki hvað Brandt hef-
ir lesið í augum mínum eða úr
andliti mínu, né heldur hvað
raddbrigði mín hafa tjáð 'hon-
um. En hann sleppti andliti
mínu og lagði armana þétt utan
I um mig. V
Vera má, að sá dagur renni
upp. að vísindin verði þess um-
komin að skýra orsakir þess, er
tveim manneskjum lýstur sam-
an, eins og það er kallað í Am-
eríku. Þegar okkur verður það
Ijóst, að við erum aðeins helm-
ingur heildar, þar sem við för-
um ein saman, en myndum
heila heild með öðrum einstak-
lingi — og aðeins einum til-
teknum og engum öðrum. Þá
er sérhver taug í jafnvægi, öll-
um þrám svalað, allt eirðarleysi
útilokað. Þetta hlýtur að gerast
fyrir tiiverknað sveiflna eða
geisla.
Ég veit að þetta er sjaldgæft,
enda eru þeir aðeins fáir, sem
verða þessari reynslu ríkari. Ef
ég hefði orðið of sein í skrif-
stofuna þennan morgun og ekki
hitt Walter Brandt, hefði ég
BS NÝJA Bfió 5S 1 B GAMLA BÍÓ S5
Ósýnilegi njósnarinn. Ilona Massey. John Hall. Börn fá ekki aðgang. Sýnd 'klukkan 7 og 9 Etnkarftsr! Anðy Hardys. (Andy Hardy’s Private Secratary) Mickey Rooney Ann Rutherford Kathryn Grayson
Sýning kl. 5. TÝNDA STÚLKAN (The Mysery of Marie Roget) Eftir sögu Edgar Allan Poe’s Patric Knowles Maria Monter Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 3VÍ:—6V2: Gimsteina-smyglararnir (Mexican Spitfire’s Elephant) Leon Errol
Lupe Velez
m
aldrei orðið þess vís af eigin
raun. A ,
-Nú varð ég þess vísari, að .
heimurinn var allt annar en ég
hafði ætlað. Allt, sem ég hafði
áður reynt, var nú máð út:
Charles Dupont, Kant, Howard.
Þetta voru skuggar, sem nú
voru horfnir af sjónarsviðinu.
— Ég vissi þetta ekki.
— Ekki ég heldur — ekki
lengi vel — eða ég hefi ekki
viljað viðurkenna það, svaraði
Walter.
— Hendurnar á þér — sagði
ég hamingjusöm.
— Hvað er með þær?
— Ekkert. Mér falla þær vel
í geð. Þú gafst kettinum en lézt
mig hungra.
— Ég var bannsett flón. En
ég vissi þetta ekki. Ég sá þenn-
an sjátrung á hælunum á þér.
Ég nagaði á mér neglurnar og
bjóst við, að ég yrði að sætta
mig við að vera án þín.
— En hvenær vissirðu þetta
fyrst?
—• Líklegk þegar þú komst
hingað í fyrsta sinn. Þá varstu
isvo viðkvæm og óttaslegin, með
staurúlnlið og stuttklippt hár.
En þú?
— Ég veit það ekki. Bíddu.
Þegar þú varst búinn að vera
undir steypibaðinu og vatn|s-
Eftir þetta gekk svo allt eins og í sögu. Fálki reyndist
brátt hinn námfúsasti og tók hinum aðdáunarlegustu fram-
förum. Hins vegar breytti Mick lítt um háttu. Hann kom
jafnan fremur fram til ills en góðs.
Um kvöldið hafði Fálki þegar náð undraverðum ár-
angri í hinni vandasömu list.. Sprettharka hans var shk
orðin, að einsdæmi mátti heita. Hann var líka athugull og
skjótráður í bezta lagi. Þjálfuniu hafði gengið að óskum, og
það duldist ekki, að mikils mátti af Fálka vænta. Það var
engu líkara en hann gerði sér allt far um að taka sem mest-
um og beztum framförum. Það var sem hann skildi það, að
þar með væri hann að þóknast hinum nýja húsbónda sínum.
Hann var hlýðnin sjálf, og hann jók hráðann og hægði á
sér eftir því, sem Bassi skipaði honum fyrir. Fálki var
þannig eigi aðeins afbragð annarra hunda að þoli og sprett-
hörku. Vit hans hlaut og að vekja undrun og athygli, enda
var Bassi í sjöunda himni.
— Fálki mælti hann og var eitt sólskinbros. — Ég vissi
sva sem, að þú myndir spjara þig. — Nú skal Börkur svei
mér sjá, til hvers þú ert nýtur. Ég á von á því, að hann reki
upp stór augu maðurinn sá!
Þetta sama kvöld lét Bassi skrá Éálka til þátttöku í
hundaképpninni, sem fyrr um getur og fram átti að fara
næsta kvöld. Að því búnu gekk hann til náða. Hann var að
sönnu þreyttur, enda hafði vinnudagur hans verið langur
og strangur. En hann var bjartsýnn og sigurviss og fann
MYNDA
8AGA
{pkceo WTTH AN
eV\ERö£NCV
ÖiTUATlON, SCORCHV
TAKES OVERTHE
J06 OF PILOTING THE
PLANE CARRVING
AM8ASSADOR HAVLE
TO ISTANBLfL^.
THEY ARRIVE AT
THE TURKISH
AIRPORT AT NIGHT,,.
rPLANE
aac
ÖRN ELDING varð, þó að hon
um væri það ekki ljúft að taka
að sér að fljúga flugvél Hay-
les sendiherra til Istambul í
Tyrklandi. Þeir komu til Tyrk
nesks flugvallar að nóttu til.
Flugvarðstöðin gaf merki um
að lenda á braut nr. 3.
EN rétt hjá sitja menn í bíl, og
hlusta. Þeir hafa beðið eftir
komu flugvélarinnar — og
eru gramir, er þeir heyra að
hún er kominn. Að þyí er
virðist eru þetta félagar
þeirra, sem réðust á flugvél-
Hayles, en voru skotnir niður.
MAÐUR í bílnum: „Við verum
að finna annað ráð!” — Örn (í
flugvélinni endurtekur leiðar
merkið frá flugstöðinni):
„Flugvél nr. 11—561! Lendið
á braut númer 3.“ — Maður í
bifreiðinni: „ Hann ætlar að
fara að lenda.
ÞAÐ mun vera bezt að við
látum húsbóndann vita um
það, að Bandaríkjamanninum
tókst ætlunarverk sitt, þrátt
fyrir allt.“ Annar svarar:
„Nei, bíddu svolítið. Mér dett
ur í hug, að okkur geti tekizt
að ljúka verkinu nú þegar.“