Alþýðublaðið - 17.11.1943, Qupperneq 3
Miðvikudagur 17. nóv. 1943.
ÆLÞYÐUBLAÐIÐ
JMrantin vestnr af Gomel rofin.
Eússar bæta aðstöðu síaa við Kerch.
MOSKVAFREGNIR herma, að Rússar hafi nú rofið járn-
brautina, sem liggur vestur frá Gomel, og hafa Þjóðverjar
mú aðeins eina leið opna til undanhalds, í norðvestur til horgar-
innar Minsk.
Brezkir fréttaritarar segja, að þetta sé mikið og djarflegt
hernaðarafrek, sem hafi tekið langan og nákvæman undirbúning.
!Er þýzka setuliðið í Gomel í mikilli liættu, og horfur á, að það
verði innikróað með öllu.
Frá Krít.
Mynd þessi, sem tekin er úr flugvél, sýnir Kandía, eina mikilvægustu borgina á Krít.
Undanfarið hafa bandamenn gert margar skæðar árásir á flugvelli og stöðvar Þjóðverja á
eyjunni, en, eins og kunnugt er, hafa Þjóðverjar bækistöðvar þar fyrir flugvélar, sem fara
til árása á Leros og fleiri eyjar á valdi bandamanna.
lltlð 01 hardaga ð Italia.
Loffárásir á Aþemuborg.
-«• • —
ENGAR BREYTINGAR hafa orðið á afstöðu herjanna á Suð-
ur-ítalíu svo teljandi sé. Þjóðverjar hafa unnið lítið eitt á
á vígstöðvum 5-hersins. Hins vegar hafa bandamenn verið at-
hafnasamir í lofti og gert skæðar árásir á ýmsar stöðvar Þjóð-
verja, einkum á flugvelli í Aþenu og varð mikið tjón af. Þýzkur
tundurspillir varð fyrir sprengjum undan Rhodos.
Rússar fóru yfir Dniepr fyrir^
sunnan Ryetchitsa og náðu á
sitt vald hverri varnarstöð
Þjóðverja á fætur annarri. Fóru
Rússar sér að engu óðslega og
undirbjuggu lokaárásina á jám
brautina og stöðvar Þjóðverja
þar. Þjóðverjar gerðu mörg
gagnáhlaup, enda var mikið í
húfi, en tókst ekki að hefta
framsókn Rússa. Loks sendu
Rússar fram skriðdreka og Kó-
sakkasveitir og brutu viðnám
Þjóðverja á bak aftur.
Korosten er í mikilli hættu,
sömuleiðis Berdichev, sem er
sunnar á Odessa-Leningrad-
brautinni. — Á Kerch halda
Rússar áfram að bæta aðstöðu
sína, þrátt fyrir erfitt veður-
far og öfluga mótspyrnu Þjóð-
verja. Flugvélar flytja her-
sveitum þeirra vistir og her-
gögn.
í feerlínarfregnum segir, að
Þjóðverjar eigi í hörðum bar-
dögum norðvestur af Kremen-
chug, við Cherkassy, Zhitomir,
og vestur af Smolensk segjast
þeir hafa hrundið áhlaupum
Rússa. Þeir greina einnig frá
hörðum orustum á Nevel-víg-
stöðvunum.
Snðrp loftárás á Ply-
mouth.
BRETAR skýrðu frá því í
gærkveldi, að Þjóðverjar
hafi gert snarpa árás á borg í
suðvestur Englandi. Sprengjur
féllu á íbúðarhverfi borgarinn-
ar og biðu allmargir menn bana
eða særðust alvarlega.
í Berlínarfregnum segir, að
skæð loftárás hafi verið gerð á
hafnarborgina Plymouth og
hafi orðið miklar skemmdir í
borginni. Mun hér vera um
sömu borg að ræða.
CORDELL HULL:
Landamæradeilur
verða að bíða.
T VIÐTALI við blaða-
. menn í gær sagði Cordell
Hull, utanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna, að allur á-
greiningur um landamæri eða
tilkall til landssvæða yrði að
bíða til styrjaldarloka.
Cordell Hull hefir sent Molo
tov skeyti, þar sem hann læt-
ur í ljós þá trú, að Moskva-
ráðstefnan marki nýtt spor í
alþ j óðaviðskiptum, og væntir
þess, að áframhald verði á
góðri samvinnu Bandaríkjanna
óg Rússlands.
Loftárás á Rjukan.
T ILKYNNT var í London
í gær, að flugvélar úr
lofther Bandaríkjamanna á
Bretlandseyjum, hefðu gert
árásir á stöðvar Þjóðverja
í Noregi.
Arásunum var einkum
beint gegn aflstöðinni miklu
við Rjukan og molyhden-
námunum við Knaben
skammt frá Stafangri. Flug-
mennirnir sáu veí skotmörk-
in og urðu mikil spjöll af
árásunum. 6 þýzkar flugvél-
ar voru skotnar niður.
Síðast fóru amerískar
sprengjuflugvélar til loftárása
á Noreg í júlí sl. Var sprengj-
um varpað á hinar mikilvægu
aluminium verksmiðjur í Her-
öya svo og kafbátahöfn og
mannvirki í Þrándheimi. Varð
mikið tjón af árásum þessum.
í kjölfar fréttarinnar um
árásir á Noreg er sámað frá
Stokkhólmi, að orrustuskipið
Lútzow, sem áður hét Deutsch-
land, sé nú statt í Norður-
Noregi. Skip þetta er eitt af
hinum svokölluðu vasaorrustu-
skipum, um 10.000 smálestir
að stærð, og vopnuð fallbyss-
um, með 11 þumlunga hlaup-
vídd.
Áfökin um Rabaul.
Y APANAR REYNA að flytja
liðsauka og vistir til
Rabaul. í gær sáu flugmenn í
’Catalina flugbát til japanskrar
skipalestar um 18 sjómílur und
an Rabaul. Tókst flugbátnum
að hæfa eitt beitiskip með 500
kg. sprengju. Þá tókst einnig
að koma sprengju á 10 þús.
smálesta kaupfar.
Þá hafa amerískar flugvélar
af Liberator-gerð gert loftárás-
ir á Gilbert- og Marshall-eyjar.
Brezkar flugvélar hafa gert
skæðar árásir á ýsmar stöðvar
Japana í Burma, meðal annars
járnbrautarstöð norðaustur af
Rangoon, flutningabáta á Ira-
waddi og olíuvinnslustöðvar.
Kínverjar frá landvist-
arleylij^U.S.A.
Frumvarp hefir verið lagt
fyrir Bandaríkjaþing, þar sem
farið er fram á, að Kínverj-
um verði leyfð landvist í
Bandaríkjunum. Var þess get-
• ið, um leið og frumvarpið var
lagt fram, hve mikið Kínverj-
ar hafi lagt í sölurpar í oar-
áttu sinni fyrir frelsi og
mannréttindum undanfarin 7
ár.
Snjór og bleytur torvelda
mjög hernaðaraðgerðir á Italíu
og er því lítið um fréttir af
vígstöðvunum þar. Eru það
helzt könnunarsveitir, sem eig-
ast við, en um meiriháttar
bardaga er ekki að ræða. Vest-
anmegin Appenninafjalla hefir
Þjóðverjum borizt liðsauki og
hafa þeir gert snörp gagná-
hlaup, og tekizt að ná land-
spildu úr höndum Bandaríkja-
manna.
Flugvélar bandamanna, sem
hafa bækistöðvar á Ítalíu gerðu
árásir á tvo flugvelli við Aþenu
Meðalstórar flugvélar af Mitc-
hell-gerð fóru til árása á annan
flugvöllinn, en fjögurra-hreyfla
Liberator-flugvélar á hinn. Var
sprengjum varpað á flugskýli,
ýmsar byggingar og flugvélar,
sem sátu á flugvöllunum, Ljós-
myndir sýna, að á öðrum flug-
vellinum eyðilögðust 8 flugvél-
ar Þjóðverja. Lítið var um
skothríð úr loftvarnabyssum.
Allar flugvélar bandamanna
komu aftur til bækistöðva sinna
Júgóslavneskir flugmenn tóku
þátt í árásum þessum í fyrsta
sinn. Þeir höfðu stundáð flug-
nám í Bandaríkjunum og hlutu
að gjöf nokkrar Liberator-flug-
vélar hjá Bandaríkjastjórn.
Loftárásir voru einnig gerðar
á Maritza-flugvöllinn á Rhodos
og stöðvar á Krít. Amerískar
flugvélar réðust á tvo þýzka
tundurspilla undan Rhodos.
Heinkel-flugvélar vorti í fylgd
með tundurspillunum. Tókst að
koma sprengju á annan þeirra.
Allar flugvélar bandamanna
komu aftur til bækistöðva
sinna.
Margar þýzkar flugvélar
hafa verið á sveimi undanfarna
daga. 4 síðustu daga vikunnar
sem leið sáu bandamenn 150
þýzkar flugvélar á lofti. 17
þeirra voru skotnar niður og
um 12 laskaðar.
Göbbels vongóöur.
OSEPH GÖBBELS flutti
ræðu í gær í viðurvist
hermanna, sem nýkomnir eru
frá fremstu víglínu á austur-
vígstöðvunum. Lét Göbbels
svo ummælt, að Þjóðverjar
myndu halda áfram styrjöld
þessari, sem hann kvað Breta
hafa neytt upp á Þjóðverja, —
unz sigur fengist. Taldi hann
sigur Þjóðverja óhjákvæmileg
an.
Dietmar hershöfðingi, her-
málafræðingur þýzka útvarps-
ins lét svo um mælt í útvarps-
erindi, að augljóst væri af
hinni hægu framsókn Rússa
síðustu daga, að nú væri far-
ið að draga úr hernaðarlegum
mætti þeirra. Þá sagði hann,
að nú hefðu Þjóðverjar tryggt
svo vamir sínar á ströndum
Ítalíu, að ekki þyrfti að óttast
frekari landgöngu banda-
manna þar.
Libanon-deilan.
"O ORFURNAR í Libanon
eru enn hinar alvarleg-
ustu, að því er síðustu
fregnir herma. Catroux hers-
höfðingi er nú kominn til Bey-
rout, og er búizt við því, að
hann muni sjá um, að þeir sem
handteknir hafa verið, verði
látnir lausir þegar í stað.
Útvarpið í Beyrout hefir
skorað á kaupmenn að opna
aftur sölubúðir sínar og birtir
jafnframt tilkynningu þess
efnis, að þeir, sem hafi orðið
fyrir eignatjóni í óeirðunum
undanfarna daga, skuli fá full-
ar bætur.
Þjóðfrelsisnefndin fíanska
kom saman á fund í gærkveldi.
de Gaulle átti að flytja ræðu,
en nánari fregnir eru ekki
fyrir hendi enn sem komið er.
Talið er víst, að ræðan muni
snúazt um ástandið í Libanon.
Tilkynnt er, að tveir komm-
únistar hafi tekið sæti í
nefndinni. Á annar þeirra að
fjalla um iðnaðarmál, en hinn
um heilbrigðismál.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
í ræðu sinni gerði de Gaulle
frekar lítið úr atburðunum í
Libanon, en lýsti yfir því, að
ekkert mætti koma fyrir, sem
torveldaði hernaðaraðgerðir
bandamanna eða stofnaði í
voða yfirráðum þeirra á þess-
um slóðum. Kvað hann nú vera
unnið að því, að binda enda á
þessi mál.
Badoglio hefir nú myndað
hina nýju sérfræðingastjórn,
sem boðuð var nýlega. Hann er
sjálfur forsætis- og utanríkis-
ráðherra. Auk hans eru 7 menn
í stjóminni.
* * * *
Gort lávþrðúr, landstjóri
á Malta er nýkominn þangað
aftur að afstöðnum viðræðum
við Alexander hershöfðingja.