Alþýðublaðið - 17.11.1943, Side 7
M&ðvikudagur 17. nóv. 1943.
aygÐUgLAgju
00000O0OOO00<>»<3>000000<^^
Næturlæknir er í LæknavarS-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs-
apóteki.
ÚTVARPIÐ:
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Islenzkukennsla, 1. flokkur.
19.00 Þýzkukensla, 2. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka: a) Frú Guðrún
Pétursdóttir: Um Ólafíu Jó-
hannsdóttur (f. 1863); átta-
tíu ára minning. b) 21.00
Gils Guðmundsson kennari:
Þáttur af Guðmundi Schev-
ing. Erindi. c) 21.30 Lúðra-
sveitin ,,Svanur“ leikur
(stjórnandi: Árni Björnss.).
Enn fremur íslenzk lög.
21.50 Fréttir.
Gjafir og áheit til Barnaspítala
Hringsins.
Gjafir: Kr. 1000.00. frá Ó. B.
kr. 500.00 frá Helgu, Nonna, Gunna
og Dadda. — Áheit: kr.25.00 frá
Á. B. Á. kr. 25.00 frá M. Á. kr.
5.00 frá G. Ó.
Áheit á Strandarkirkju.
Kr. 100.00 frá Snæfellingi.
Hjónaband.
í dag verða gefin saman í hjóna-
band á Isafirði ungfrú Ragnheiður
Viggósdóttir og Sigurbjöm Sig-
tryggsson, settur gjaldkeri við úti-
bú Landsbankans. Heimili ungu
hjónanna er á Sólgötu 8, ísafirði.
Verðlagsbrot.
Nýlega hefir bifreiðaverkstæðið
Mjölnir h.f., Akureyri, verið sekt-
að fyrir of háa álagningu á selda
vinnu. Sekt og ólöglegur hagnað-
ur nam kr. 3454.11.
Kvenfélag Neskirkju
heldur afmælisfagnað sinn í
Oddfellow-húsinu. næstk. -mánu-
dag 22. nóv. Þar verður margt til
skemmtunar, svo sem, sameigin-
leg kaffidrykkja og dans, auk
skemmtiatriða.
Konur eru beðnar að taka með
sér gesti og tilkynna þáttöku sína
fyrir næstkomandi föstudagskvöld.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir leikritið „Ég hef komið
hér áður“, annað kvöld. Aðgöngu-
miðar seldir frá kl. 4 í dag. Al-
þingismönum og bæjarstjórn er
boðið á þessa sýningu.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Lénharð fógeta kl. 8 í
kvöld.
Kirkjublaffið,
14. tbl. — Aðalgreinin í blaðinu
er eftir séra Bjarna Jónsson vígslu
biskup: „Svona á presturinn að
Félagsllf.
Guðspekiféíagið.
Reykjavíkurstúkan hefir fund í
kvöld, miðvikudag 17. nóvem-
ber, sama staðar og venjulega.
Hefst fundurinn klukkan 8.30
síðdegis. Ræðumenn: Formaður
stúkunnar, varaformaður, fv.
formaður og deildarforseti. —
Gestir velkomnir. Fræðslu-
fundurinn, sem vera átti í kvöld,
færist á föstudag, 19. nóvember.
Stúkustjórnin.
’TÍUCfMÍNGAR
Freyjufundur
í kvÖld kl. 9 (ekki kl. 8,30), í
G.T.-húsinu uppi. Inntaka ný-
liða. Gísli Olsen: Sjálfvalið efni
ÍFramhaldssagan. Fjölmennið
stundvíslega kl. 9.
Æðstitemplar.
Atvinnumálin í
Hafnarfirði.
Frh. af 2. síðu.
fjarðar, verði framkvæmdar á
þessum vetri.
4. Haldið verði áfram fram-
kvæmd hafnargerðarinnar og
verði hópur þeirra verkamanna
sem var vinna stækkaður.“
Greinargerð fylgdi þessari á-
lyktun og segir m. a. í útdrætti:
Góðæri það sem verið hefir
að undanförnu varðandi at-
vinnu hafnfirzkra verkamanna
er nú sjáanlega að þverra,
fleiri og fleiri verkamönnum
er nú sagt upp vinnu og er nú
svo komið að fullvíst er að 50—
60 verkamenn hafa enga at-
vinnu og líkur eru til að fleiri
muni á næstunnii bætast við í
hóp atvinnulausra.
Þótt flestir þessara manna
hafi verið í sæmilegri atvinnu
að undanförnu, þá hafa tekjur
þeirra eigi verið hærri en svo
að vart hefir gert meir en
hökkva fyrir brýnustu nauð-
synjum. Þess vegna segir það sig
sjálft að í þeirri dýrtíð sem nú
er, muni fljótt sverfa að þeim
sem enga atvinnu hafa og eng-
ar birgðir hafa til að ganga á.
Að þessu athuguðu og svo því
að Hafnarfjarðarbær mun vera
eitt bezt stæða bæjarfélagið á
landinu, virðist vera mjög
sanngjarnt að bærinn sjái hin-
um atvinnulausu fyrir vinnu
við þau verkefni, sem bíða úr-
lausnar og eru nokkur þeirra
þessi:
Bygging bátabryggju hefir
lengi verið viðurkend nauðsyn-
leg hér í bænum og undirstaða
að frekari vélbátagerð enda
hafa ráðamenn bæjarins marg-
haft á orði við ýmis tækifæri
að bátabryggja skuli byggð.
íþróttasvæði og barnaleik-
velli hefir lengi vantað hér.
íþróttamenn bæjarins hafa
krafizt þess að eini staðurinn
sem kemur til greina, sem
slíkur, en það eru Víðistaðirn-
ir, verði keyptir og gerðir að
íþóttasvæði og mörg félög sem
starfa í þessum bæ hafa kraf-
izt þess að byggðir væri barna-
leikvellir. Bygging íþrótta-
svæðis og barnaleikvalla er
sérstaklega heppileg til að ráða
bóta á því vandamáli, sem
skapast hefir af atvinnuleysi
unglinga.
Endurbætur á vatnsveitu
Hafnarfjarðar er mál sem ekki
þarf að fjölyrða um, svo er öll-
um orðin augljós þörfin á
henni, þar sem heil bæjarhverfi
eru vatnslaus mikinn hluta sól-
arhringsins.
Áfrajmhald hafnargerðarinn-
ar er eitt mesta nauðsynjamál
þessa bæjarfélags sem á alla
tilveru $ína undir sjávarútvegn
um, því virðist fyllsta þörf á
því að verkinu verði hraðað
svo sem verða má.
Hver einstök framkvæmd af
þeim sem hér eru nefndar ætti
að verða til þess að bærinn
verði að auka við þá tölu verka
manna er nú vinna hjá honum;
og framkvwmd þeirra allra, í
einu, þýðir það að vofu atvinnu
leysisins verði bægt frá bæjar-
dyrum hafnfirzkra verkamanna
að minnsta kosti þennan vetur.
Minning up
Jón Hjariarson
Dáinn 26. október 1943
EIT'T eilífðar augnablik ævin
vor er,
sem áður en varir er liðið.
Dauðans þá óðfluga elding að
ber,
aðeins eitt fyrir hans afli oss ver
í auðmýkt sé vakað og beðið.
Kristur er biðjendum vígi og
vörn;
verum því örugg og trúum.
Hann annast og geymir sín ein-
lægu börn,
því enn er hans trúfesti misk-
unnargjörn,
ef til hans af hjarta vér snúum.
Réttu nú, Jesúj fram huggandi
hönd,
og hvarmana tárvota þerrðu;
teng aftur saman vor sundur-
leyst bönd.
Þar alsæl með englum oss
gerðu.
Þökk fyrir samstarf á lokinni
leið,
ljúfar skal minningar geyma.
Meðan sól ljómar á himninum
heið,
höldum við áfram, oss ákveðið
skeið,
unz finnumst á himni Guðs
heima.
G. P.
Skarlstssótt á fæðinnar-
deild Landspitalans.
SKARLATSSÓTT hefir kom
ið upp á * fæðingardeild
Landsspítalans. Ljósmæðra-
nemar háfa tekið Veikina, svo og
konur, er í deildinni lágu.
Gert er ráð fyrir, að ekki
verði hjáþ,ví komizt að loka
fæðingardeiidinni.
Óhagstæður verzlunar
jöfnuður um 10.2
míiíj;, kr. í október.
SAMKVÆMT bráðabirgða-
yfirliti Hagstofunnar varð
verlunarjöfnuðurinn óhagstæð-
ur í okt. um 10.6 millj. kr.
Nam innflutningurinn 28.2
millj. kr., en útflutningurinn að
eins 17.6 millj. kr.
Heildartölur þess, sem af er
árinu, janúar—október, eru þess
ar: Innflutn. 207,1 millj. kr., —
útflutn. 191,8 millj. og er verzl-
unarjöfnuður ársins skv. því
óhagstæður um 15,3 millj. kr.
Vlðreisnar- og hjálpar-
starfsemin.
Framhald af 2. síðu
gripum sínum, þá ben-dir allt
til þess að Danmörk geti tekið
þátt í hj álparstarfseminni eftir
stríðið, með því að auka fram-
leiðslu mjólkurbúa og annarra
matvælabóla.
Vér vonumst einnig til þess
að geta tekið þátt í hjálpar-
starfseminni á annan hátt. Þó
að mestur hluti kaupskipaflota
Danmerkur hafi tapast í þjón-
ustunni við málstað hinna sam-
einuðu þjóða, þá getum við
samt aðstoðað við flutning mat-
væla og hráefna til annarra
landa.
Viðreisnarstarfsemin verður
fyrst og frémst starf Evrópu-
,lan(danna sjálfra. Þessi starf-
semi útbeimtir hina traustustu
samvinnu, ekki aðeins mill Ev-
rópuþjóðanna allra sem heild,
heldur einnlg milli skyldra
þjóða, eins og Norðurlandaþjóð-
| anna.
í Stefna Dana, hvað viðkemur
; alheimssamvinnu, er skýr og
•. eindregin. Ég er fullviss um, að
Danir munu verða reiðubúnir
til þess að taka þátt í öllum
helztu áætlunum, sem aðrar
þjóðir geta komið sér saman
um. Vér erum reiðubúnir, trl
þess að leggja okkur alla fram,
til þess aðstoða við uppbyggingu
betri heims. Til þess að ná þessu
takmarki eru Dánir reiðubúhir,
Jarðarför mannsins míns og föður okkar,
Eiríks Guðjónssonar, skósmiðs
fer fram frá heimili hans, Hverfisgötu 98 A föstudaginn 19. þ. m.
klukkan 1 eftir hádegi. Jarðað verður frá fríkirkgunni og jarð-
sett í Fossvogskirkjugarði.
Vilborg Sigurðardóttir.
Sólberg Eiríksson. Sigríður Eiríksdóttir. Runólfur Eiríksson.
Jarðarför É
ás
f
SigurÓar Kristjánssonar,
frá Vatnsholti í Grímsnesi,
sem andaðist 7. þ. m. fer fram fimmtudaginn 18. þ. m. frá Báru-
götu 32 klukkan 1 eftir hádegi.
Þeir, sem vildu gefa blóm, eru heldur beðnir að láta and-
virði þeirra ganga til barna hins látna.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd konu hans og barna. r
Kristján Sæmundssom
HJppkveik|a.
Næstu daga verða seldir í Nýborg tómir kassar á
krónu stykkið. Talið góð kaup til uppkveikju.
Áfenglsverzlun ríkisins.
s
s
i
s
s
V
s
s
A’,
s
s
s
s
kmenntafélag gefnr
ristileoar bæknr.
l»i*|ár feæ&iss* lioma fyrii0 |ól!
1VT OKKKIR áhugamenn
um kirkjuleg málefni
hafa stofnað með sér nýtt
bókaforlag, sem ætlað er ein-
göngu að gefa út bækur
kristilegs efnis, fræðibækur,
sagnfræðirit og skáldsögur.
Þetta nýja bókaútgáfufélag
heitir: „Lilju-samtökm.“
Séra Sigurbjörn Einarsson
skýrði þannig frá í samtali við
Alþýðublaðið í gær.
„Það eru aðallega nokkrir
ungir menn, sem hafa áhuga
fyrir kristilegum og kirkjuleg-
um málum, se mhafa bundizt
samtökum í þessu skyni. Hafa
þeir lagt fram nokkrar þúsund-
ir króna með frjálsum samskot-
um, sem stofnfé útgáfufélags-
ins. — Við völdum Lilju-nafnið
vegna þess að Lilja Eysteins
Ásgrímssonar var eitt fyrsta
kristilega bókmenntastórvirkið,
sem samið var hér á landi —
og allir vildu Lilju kveðið hafa.
Tilgangurinn með þessari
starfsemi okkar er sá að fylla
óskipað rúm í íslenzkri bóka-
útgáfustarfsemi Það er lítið
gefið út af kristilegum bók-
menntum -— og við höfum þrá-
faldlega orðið varir við erfið-
leika fólks, sem hefir viljað
gefa vini sínum ungum bók í
fermingargjöf eða jólagjöf. En
auk þess kemur til sannfæring
okkar um það, að nauðsyn sé á
að glæða trúarlíf. og trúar-
þroska.“
til þess að hlýða hvaða takmörk-
unum, sem fram kunna að koma
og færa allar þær fórnir, sem
með þarí.“
— Hvað ætlið þið að gefa út
nú á næstunni?
Þrjár bækur koma frá Lilju.
Sú fyrsta er Prédíkanir séra
Friðriks Friðrikssonar. Þessi
bók kom út á dönsku fyrsta ár-
ið, sem Danmörk vayíjiernumin,
1940, og bárust hingað tvö ein-
tök af bókinni. Magnús Runólfs
son cand. theol hefir þýtt bók-
iha á íslenzku. Þá kemur út
skáldsagan „Með tvær hendur
tómar,“ eftir norska skáldið
Ronald Fangen, sem lengi hefir
setið í fangelsum Þjóðverj-a.
Þessi skáldsaga kom fyrst út
1936 og hét á norskunni ,,Pá
bar bunn“ og vakti hún geysi-
lega athygli um öll Norður-
lönd. Þessa sögu hefir Theódór
Árnason þýtt. Þriðja bókin er
æfisaga Hans Nielsen Hauges í
skáldsöguformi. Hefir Ástráður
Sigurðsteindórsson þýtt þá bók.
Hauge var, eins og kunnugt er
einn mesti prédikari, sem uppi
hefir verð á Norðuríöndum og
vakti hann til lífs, ekki að-
eins trúarlega siðabót meðal
horsku þjóðarinnar, heldur
margvísl. felsishreyfingar, sem
margir telja að hafi lagt grund-
völlinn fyrir hinu nýja menn-
ingarlífi í Noregi. Við viljum
vanda til útgáfu okkar, eins
vel og við höfum vit á — og svo
verður tíminn að leiða í ljós
hvernig okkur tekst það.
Ægir,
10. tbl. kom út í gær. Efni þesa
er meðal annars þetta: Markaðir
og vöruvöndun, Sjóvátrygginga-
félag íslands 25 ára, Skipstjóra- og
stýrimannafélag íslands 50 ára, og
ýmiss konar fróðleikur og skýrsL
ur. Margar myndir prýða heftiS.