Alþýðublaðið - 21.11.1943, Page 4

Alþýðublaðið - 21.11.1943, Page 4
V ALÞYÐUBLA3IÐ Sunnudagur 21. nóvember 1942: (MJnjÖubUMÍ) Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. TveDnsbonar sið- ferðishngmpdir. JÓN ÁRNASON, fram- kvæmdastjóri við Sam- toa:nd íslenzkra samvinnufé- laga, hefir nú gert alvöru úr þeirri hótun sinni, að höfða mál á hendur blöðum höfuðstað- arins út af ummælum þeirra um urðun kjötsins suður í Hafnarfjarðarhrauni, og byrj- að á því að stefna Alþýðublað- inu fyrir „meiðyrði“. ' Frásagnir blaðanna af þessu kjöthneyksli og sá eftirmáli, er þær hafa féngið í stefnu Jóns Árnasonar á hendur Alþýðu- blaðinu, eru aldarfarslýsing, sem á það skilið, að ekki falli í gleymsku. Hún sýnir, að á tím- um, þegar hungursneyð var víðs vegar um heim, var hugsunar- leysið og ábyrgðarleysið á svo háu stigi, hér úti á íslandi, að kjöt var fyrir langa geymslu látið skemmast og verða óætt í tonnatali og því síðan fleygt úti á víðavangi. En því var svo sem heldur ekki til að dreifa, að ekki væri nægilegur mark- aður fyrir það innanlands, ef hægt hefði verið að fá kjötið við því verði, að almenningur gæti veitt sér það. En það hindruðu Sambandið og kjöt- verðlagsnefnd í bróðurlegri einingu. Þau vildu heldur láta kjötið skemmast og verða ó- ætt, en að selja það við skap- legu verði. Og þessvegna varð að endingu að flytja það suð- ur í Hafnarfjarðarhraun og urða það þar. Sem betur fer verður ekki sagt, að íslendigar væru orðnir svo siðferðislega sljóir á þess- um tímum, að þeir skömmuðust sín ekki fyrir hönd þjóðarinn- ar, þegar þetta hneyksli varð kunnugt,. Mörg blöð höfuðstað- arins fóru hörðum, en mak- legum orðum um þá menn og þær stofnanir, sem sök áttu á svínaríinu og kröfðust þess, að opinber rannsókn yrði látin fara Æram á framferði þeirra. En þá skeði það, að einn af forstjór- um Sambandsins krafðizt opin- berra rannsóknar í öðru skyni: til að koma fram ábyrgð á hend- ur þeim, sem hefðu fundið kjöt- ið og skýrt frá urðun þess! Og samtímis byrjaði hann að stefna blöðunum fyrir meiðyrði! Þessum þætti hneykslismáls- ins er enn ekki lokið. En vissu- lega verður það lærdómsríkt fyr ir síðari kynslóðir að lesa, hvern ig honum lauk. Eitt er þó þegar víst: að á þeim tímum, sem hér um ræðir, var siðferðistilfinning vissra forráðiamanna þjóðarinnar komin niður á það stig, að þeir töldu ekkert við það að athuga, að kjöti væri fleygt í tonnatali hér á landi, meðan milljónir manna hungruðu úti um heim og fjöldi fólks varð að neita sér um kjöt hér hjá okkur, en heimtuðu hinsvegar, að þeir, sem ljóstruðu þessum þokkalega verknaði upp eða átöldu hann, yrðu dæmdir í sektir eða refs- Tillðgur skipabyggingaraefndars Skipasmíðastöð við Elliðaárvog. REYKJAVÍKURHÖFN var á sínum tíma fyrst og fremst byggð með það fyrir augum að sjá fiskiflotanum, sem hér á heima, sem og til- svarandi verzlunarflota og verzlun fyrir bryggjum og upp lagsmöguleikum. Vel má vera, að hugsað hafi verið til skipa- smíða og skipaviðgerða í sam- bandi við hafnarbygginguna, þegar hún var hafin, en þó að frumkvöðla verksins muni sízt hafa skort stórhug eða framsýni hefir þá varla órað fyrir því, að eftir þrjátíu ár yrðu komin við höfnina uppfyllingar með 1000 metra löngum bryggjum. sem stærstu skip, sem hér eru í förum, geta lagzt við. Það er nú líka á daginn komið, að að- stæður fyrir bátaútveg, skipa- smíðar og skipaviðgerðir hafa mjög orðið útundan, þeim hef- ir alls ekki verið ætlað þar nauðsynlegt rúm. Og þegar til lit er tekið til skipaeignar lands manna, eins og hún er nú orð- in, og þess að keppa verður að því, að skipastóllinn aukist, að skipin verði stærri og lands- menn annist sjálfir smíði þeirra og viðgerðir, þá er lítt að furða, þó að þröngt verði fyrir auga, þegar litazt er um innan hafnarinnar eftir svæði fyrir fullkomna skipasmíðastöð. Áð- ur en stríðið skall á, voru þrengslin af innlendum skipum orðin svo mikil í höfninni og eru enn, að þar má sjá dag- lega skip tugum saman ýmist til viðgerðar eða upplags eða af öðrum ástæðum. Liggja þau þar í einni kös, af lítinni for- sjá, en brýnni nauðsyn, þegar allra veðra er von. Hér í bænum eru nokkur fyr irtæki, sem annast skipavið- gerðir. Þannig eru fimm drátt- arbrautir í höfninni, þrjár fyr- ir skip um 100 rúmlesta, ein fyrir 600 rúmlesta skip og ein fyrir allt að 1000 rúmlesta skip. Þetta þýðir "það, að ekki er hægt að taka á land önnur skip Eimskipafélags íslands en Sel- foss og ekkert erlent flutninga skip, sem er stærra en Selfoss, en það eru flest þeirra útlendu flutningaskipa, sem hingað koma. Því fer og fjarri, að þess ar dráttarbrautir geti annað viðgerðum á þeim skipum, sem þær annars geta tekið upp. Verða skipin oft að bíða vikum og stundum mánuðum saman eftir því að komast í viðgerð. Þá er og landrými það, sem brautirnar hafa, svo takmarkað að ómöglegt er að koma krön- um eða öðrum ökutækjum milli þeirra. Er því aðstaðan til að- gerða við skip á brautunum mjög erfið og seinleg og verður þar af leiðandi mun dýrari en ella þyrfti að vera. Sama máli gegnir um það, þegar skipin eru til viðgerðar á floti. Við- gerðirnar þurfa að eiga sér stað þrátt fyrir það, þótt skipin liggi annað, þriðja eða jafnvel fjórða frá bryggju. Flutningur á verkfærum og hlutum til við gerðanna tekur því langan tíma, og krönum oð öðrum tækjm til að auðvelda verkin, sem vinna á, verður venjulega ekki við komið. Ein plötusmiðja — Stálsmiðj an — er í námunda við drátt- arbrautirnar, en landrými fyr- ir fleiri smiðjur og efnisgeymsl ur er þar ekki til nema með því að rífa niður heil húsa- hverfi. ingar af dómstólum landsins! Með öðrum orðum: Það á ekki að vera saknæmt að skemma og kasta mat í tonnatali,heldur hitt að segja frá því og gagn- rýna það! Hér skal engu um það spáð, Vegna þeirra erfiðleika, sem | hér hefir lýst verið, hafa skipa- . eigendur oftsinnis orðið að leita til annarra landa með skip sín til viðgerðar þrátt fyrir þá erf- | iðleika, sem því eru samfara. Hurfu þannig milljónir króna út úr landinu fyrir verk, sem hægt hefði verið að inna af hendi innan lands, ef nauðsyn- leg skilyrði hefðu verið fyrir hendi, og það einmitt á þeim tíma, sem atvinnuleysi var hér mest og árlega var varið stórfé til atvinnubóta. ^ Þó að nokkuð rýmkist við höfnina, þegar skip setuliðsins fara héðan. má búast við, að öðrum skipaviðkomum fjölgi frá því, sem nú er. Einnig verð ur að gera ráð fyrir því, að tog- urum og öðrum fiskiskipum fjölgi stórlega, og mun þá eigi veita af höfninni til venjulegr- ar afgreiðslu fyrir skip. Hvað við kemur skipasmíð- um og viðgerðum skipa, má telja víst, að aðstaðan batni ekki til muna, ef miðað er við höfnina sem athafnasvæði, vegna þess að ekki er nægilegt rúm fyrir fleiri og stærri drátt arbrautir og þurrkvíar og ekk- ert rúm fyrir fleiri og full- komnari skipasmiðjur í sam- bandi við dráttarbrautirnar. Er því auðsætt, að sagan endur- tekur sig og allar — eða nálega allar — smíðar stálskipa verða keyptar frá útlöndum og veru- legur hluti af viðgerðum skip- anna einnig framkvæmdur þar. Þegar gera skal tillögur um fullkomna skipasmíðastöð, verð ur allra fyrst að ákveða, á hvern hátt skipin skuli tekin á land, svo að hægt sé að kom- ast að þeim á alla vegu. En til þess eru þrjár aðferðir: 1. Þurrkvíar, þ. e., að skipun- um er fleytt inn í vatnsheld an bás, sem síðan er lokað og vatninu að því búnu dælt’ út úr honum. 2. Dráttarbrautir, þ. e., að skip in eru dregin upp á vagni, sem rennt er út í sjó. 3. Flotkvíar, þ. e., að flothylkj um er hleypt undir skipin og þeim síðan lyft upp með því að dæla vatni úr flot- hylkjunum. Vér teljum, að flotkvíar séu ekki heppilegar hér, aðallega vegna ölduhreyfingar og hins mikla mismunar á flóði og fjöru. Varð nefndin sammála um að heppilegri væru þurrkví- ar og dráttarbrautir. Lá þá næst fyrir að gera sér ljóst, hvað þessi mannvirki þurfa að vera stór til þess að fullnægja þörfum íslenzka skipaflotans á hverjum tíma. Eitt aðalskilyrði þess, að útgerð armenn leiti ekki með viðgerð- ir á skipum sínum til útlanda, er, að ekki þurfi að bíða eftir að fá skipin tekin á land og að viðgerðin geti gengið fljótt. En þar sem það er venjan, að skip- in koma mörg í einu til rann- sóknar og viðgerðar á vertíða- skiptum og þess háttar, er nauð synlegt að hafa nóg af uppsát- urstækjum. Annað meginatrið- ið til þess að halda þessum iðn- aði innan lands er, að nógu margir fagmenn séu jafnan til taks, er á þarf að halda, en til þess þarf að tryggja þeim mönnum stöðuga vinnu í fag- inu, og verður það bezt gert með smíði nýrra skipa. Þriðja meginatriðið er það, að skipaviðgerðir og nýsmíðar hvernig dómstólarnir líta á það mál. En þjóðin hefir þegar fellt sinn dóm í því. Og þar er það ekki Alþýðublaðið, held- ur Jón Árnason sjálfur og sálu- félagar hans, sem sakfelldir hafa verið. * TILLÖGUR SKIFARYGGINGANEFNDAR tim full- komna skipasmíðastöð við Elliðaárvog hafa vakið stórkostlega athygli, enda er hér um að ræða virkilegt stór- mál fyrir þjóðina. Alþýðublaðið birtir hér álit og tillögur nefndarinnar, sem hingað til hefir ekki verið birt annars staðar í heild en í þingskjali. Rúmsins vegna eru aðeins nokkur inngangs- orð og niðurlagsorð felld niður úr því. í skipabygginganefnd eiga sæti eins og áður hefir ver- ið frá skýrt: Pálmi Loftsson (formaður), Jón Axel Péturs- son, Gísli Jónsson og Arnfinnur Jónssón. skipa séu ekki dýrari hér en erlendis. En til þess að svo megi verða, þarf að skapa þess um iðnaði jafngóð skilyrði hér heima og þar. Þarf þá fyrst og fremst góð hafnarskilyrði, nóg af viðgerðarbryggjum og upp- sáturstækjum og nægilegt land rými upp frá þeim og við þau (uppsáturstækin), svo að hægt sé'að koma nýtízku tækjum og vélum alls staðar að, þar sem hægt er með því að flýta fyrir og auðvelda vinnu. Enn fremur, að nægilegt landrými sé fyrir plötusmiðjur, vélsmiðjur, efnis geymslur o. fl. Eins og áður er getið eru þær 5 dráttarbrautir, sem til eru nú, svo langt frá því að fullnægja þeim skipum, sem þær geta tekið, að þau þurfa að bíða langan tíma eftir að komast þar að, eigendum þeirra til tjóns, og engin tæki til að taka skip Eimskipafél. íslands, hvað þá heldur önnur stærri verzlunarskip, sem hingað koma. Er það út af fyrir sig mikið menningarmál fyrir ísl. þjóðina, að úr því verði bætt hið bráðasta, enda mun 1 það vera einsdæmi, að þjóö', sem fæst jafnmikið við fiskveiðar og siglingar og íslendingar, skuli vera svo illa sett, að hún geti ekki einu sinni tekið sín eigin skip á land, hvað þá meir. Nefndin lítur svo á, að til þess að fullnægja þeim kröfum um skipasmíðastöð, sem að framan greinir, verði að koma upp þéim mannvirkjum, er hér segir: 1. Þurrkví fyrir skip, sem eru allt að 6000 smál. d. w. Slík þurkví mundi geta tekið til Frh. á 6. síðu. V ílSlR skrifar { forustugrein í gær um byggingar í Reykjavík. Kemmst blaðið að þeirri niðurstöðu, a^S mörg af úthverfum bæjarins séu vel byggð og myndu sæma sér vel, hvar í heimi sem væri, en öðru máli gegni um eldri og dýrmæt- ari hluta bæjarins. Blaðið skrif- ar á þessa leið: ,,Sá bógur fylgir þó skamm- rifi að dýrmætasti hluti bæjarins má heita óbyggður, en úthverfin aftur prýðilega úr garði gerð, og stöðugt er unnið að frekari út- þenslu frá ári til árs. Á það hefir þráfalldlega verið bent hér í blað- inu að um óeðlilega þróun væri að ræða í þessum efnum. Bæri að leggja á það megináherzlu að byggja upp miðbæinn þannig að hann svaraði nokkurnveginn til þeirra krafa, sem eðlilegt er að til hans verði gerðar sem verzl- unar og athafna hverfis. Miðbæinn svo að segja allan, og brekkurn- ar beggja vegna við hann- þarf að byggja upp að nýju, — því fyrr því betra.“ Hér er vissulega hárrétt á þessum málum haldið, enda víð- ar verið hreyft en í Vísi. Eldri hlutar Reykjavíkur eru nálega óbyggðir, ef miðað er við, hvern ig óhjákvæmilegt er talið að byggja í borgum. í stað þess er bærinn þaninn út um holt og móta með ærnum tilkostn. í lagn ingu gatna og holræsa. Sam- tímis hefir svo ekki bæjarfé- lagði ráð á að leggja viðunandi götur í elztu hlutum bæjarins. Margar þýðingarmiklar sam- gönguleiðir í þessum bæjarhlut um eru í litlu betra gsandi en ruddir fjallvegir. Hér er um svo furðulegfc öfugstreymi að ræða, að f urð i gegnir að ekki skuli fyrir löngu hafa verið haf- izt handa um gag.igeröa nýskip- un þessara má!a * Um það, hversu komið verði við lausn þessara mála, segir Vísir: ',,Það er augljóst að bærinn verður frekar að láta til sín taka um byggingarframkvæmdir en verið hefir til þessa. Byggingar þær, er einstaklingar reisa, verða ávalt ósamstæðar,, sumar gerðar af vanefnum og aðrar ekki, en óhægt fyrir byggingarnefnd og bæjarstjórn að standa gegn fram- kvæmdum, sem eftir er æskt í þessu efni. Því hefir verið stungið upp á því hér í blaðinu, að bær- inn keypti heil hverfi og byggði upp að nýju, en seldi síðan svo sem nú hefir gert verið í nýbygg- ingum bæjarins á Melunum. Með þessu móti skapaðist samræmi í byggingum. Bærinn yrði fegurri, stórfelld útgjöld spöruðust bæjar- félaginu vegna óeðlilegrar út- Iþenslu, en þær lóðir yrðu nytjað- ára að fullu, sem inni í miðbæn- um liggja. Á slíkum framkvæmd- um ætti bærinn ekki að græða, að öðru leyti en því, sem leiðir a£ sparnaði vegna götulagna og öllu því, er þar til heyrir.“ Þetta virv''ist vera skynsam- leg tillaga. Lt.ia mæfcti hugsa sér, að stofnuð yrðu öflug bygg- ingarfélög í því skyni, þar sem bærinn leggði fram meiri hluta fjármagnsins, svo að tryggt væri, að hann hefði hér tögl og hagldir. En eitt er víst: Plér er um að ræða ákaflega brýnt nauðsynjamál, sem alls ekki má dragast íengi úr þessu að leyst verði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.