Alþýðublaðið - 28.11.1943, Side 2
ALÞYÐUBLAÐI0
Sunnudagur 28. nóv. 1943.
Málverbas$DiDg Finns Jónssonar.
Hrafniabjörg, ein fegunsta myndin á sýningunni.
í dag er síðasti dagurinn, sem málverkasýning Finns Jónssonar
í Listamannaskálanum er opin — og verður hún opin til kl. 12
á miðnætti. Sýning þessi hefir vakið mikla athygli, en veikindin
í bænum hafa nokkuð dregið úr aðsókninni.
Ungar Reykvfkingor kominn hing-
að á fiótta frá Noregi.
-------........
Félagar hans settu hann á land við
Norðurland, en fóru síðan til Færeyja.
—... ♦-......
ftýzkur Slugmaðar lajálpaði Sionum að flýja.
UNGUR REYKVÍKINGUR, -sem dvalið hefir í Þýzka-
landi, Danmörku og Noregi er nýlega kominn hingað
til bæjarins. Blaðamenn áttu tal við hann í gær, en af eðli-
legum ástæðum verður nafns hans ekki getið hér.
. .Hann fór frá Noregi ásamt
5 ungum Norðmönnum á 45
smálesta vélbáti. Þeir voru 19
daga á leiðinni til fslands, en
íslendingurinn fór í land á
norðausturströnd landsins, en
Norðmenhirttir sigldu til Fær-
eyja.
Moh Jóassoa frð
Oaiíafelli lézt í gær
af völttoli Wfreida-
JAKOB JÓNSSON fyr-
verandi bóndi í Galta-
felli, bróðir Einars mynd-
höggvara .og ,Bjarna ,bíó-
stjóra, lést um hádegisbilið
í gær af afleiðingum bifreiða
slyss, sem hann varð fyrir
um klukkan 4 í fyrradag.
Slysið varð framundan hús-
,inu Laufásvegur 42. Hefir bif-
reiðarstjórinn skýrt svo frá, að
hann hafi verið að koma sunn-
an Laufásvegar, er á móti hon-
um kom bifreið með mjög sterk
um ljósum og blinduðu þau
hann. Vissi hann ekki fyrr af
en slysið var orðið. Lenti
Jakob Jónsson á hægra bretti
bifreiðarinnar og kastaðist á
götuna, en hifreiðin mun hafa
ekið með 20 km. hraða. Jakob
var strax fluttur í Landspítal-
ann og var þar gert að sárum
hans. Töldu læknarnir að hann
hefði fengið snert af heilahrist-
ing, skorizt á eyra og hruflazt
á augabrún. Var Jakob síðan
fluttur heim til sín. —
Jakob Jónsson var faðir séra
Jóns prests á Bíldudal, sem
fórst með Þormóði í fyrra.
Reykvíkingnum tókst að
kaupa nokkra dollara í Kaup-
mannahöfn og fékk olíu fyrir
vélbátinn og mat hjá þýzkum
flugliðsforingja, eri hann hugð-
ist komast úr landi til Sví-
þjóðar.
Þegar til íslands kom, kom
Reykvíkingurinn strax að máli
við sýslumann og sagði honum
sögu sína. Hann fór frá íslandi
fyrir 7 árum, og hefir unnið í
Danmörku og Þýzkalandi . í
janúar s.l. réðist hann á skip,
sem var í förum milli norskra
hafna og Þýzkalands, en hafði
stundum viðkomu í dönskum
höfnum. Allan þenna tíma var
hann að ráðgera för sína til Is-
lands.
Hann kvað ástandið í Þýzka-
lar/di, Danmörku og Noregi,
vera Ijótt. Mikið hefir skemmzt
í loftárásum bandamanna á
Þýzkaland, sérstaklega í Kiel
og Stettin. Að minnsta kosti
einn þriðji hluti þessara borga
er í rústum. Alvarlegur matar-
skortur er í Þýzkalandi, en fólk
sveltur samt ekki, enn sem kom
ið er. Skömmtun er á öllu.
Þjóðverjar þora ekki að segja
það, sem þeim býr í brjósti af
ótta við Gestapo-menn, sem
alls staðar eru á ferli.
Hann var í Danmörku í ágúst
mánuði s.l., og virtist honum á-
standið vera betra þar. En at-
vinnuleysi er tilfinnanlegt.
Verksmiðjur hafa orðið að
hætta störfum vegna skorts á
hráefnum. Nokkrir íslendingar
hafa fengið atvinnu í Þýzka-
landi. Danskir föðurlandsvinir
eru mjög athafnasamir og
tryggð Dana við Kristján kon-
ung hefir megnað að halda þjóð
inni í skefjum, unz óeirðirnar
urðu síðast í ágúst.
En í Noregi þjáist landslýð-
ur undir oki Þjóðverja. Norð-
menn eru hálfsveltir, en bar-
áttuþrek þeirra er óbilað, og
þeir bíða þess dags, er banda-
menn gera innrás í landið og
Frh. á 7. síðu.
Rit, sem hefnr sérstððn i
Bóktnenntaleg heimilda- konnun á
skáldsoguni Jóns Thoroddsens.
Viðtal wtH hðfsmdínn, Stelagrím
J. Þorsteiifisson mag. art.
P YRSTA desember kem-
ur út mikið bókmennta-
rit, sem hefur algera sér-
stöðu í nútíma bókmenntum
okkar íslendinga. Þetta er
heimildarkönnunarrit Stein-
gríms J. Þorsteinssonar mag.
art. um skáldsögur Jóns
Thoroddssens, en í fyrra
komu út í útgáfu Steingríms
skáldsögur Jóns í tveimur
bindum.
Alþýðuhlaðið snéri sér í gær
til Steingríms J. Þorsteinssonar
og spurði hann um þetta mikla
rit hans. Hann sagði meðal
annars:
„Þetta rit mitt heitir: „Jón
Thoroddsen og skáldsögur
hans.“ Það er í tveimur bind-
um, alls á 8. hundrað blaðsíð-
ur. — En í fyrra komu út skáld
sögur Jóns í tveimur bindum.“
— Hvað hafið þér unnið
lengi að þessu riti?
„Það eru að minnsta kosti 7
ár síðan ég tók að kynna mér
þetta efni og viða að mér gögn
um um það. Að sjálfsögðu hafði
ég það í ígripum á námsárum
mínum. Meistaraprófritgerð
mína, sem fjallaði um fyrir-
myndir og heimildir að skáld-
sögum Jóns Thoroddsens, samdi
ég veturinn 1939—1940, og hún
er að verulegu leyti stofninn
x þessu riti. Síðastliðin 2 ár hefi
ég svo að segja eingöngu unnið
að ritinu í núverandi mynd
þess, að ganga frá því og undir-
búa prentun þess og sjá um
hana, auk þess sem ég vann
jafnframt að útgáfu skáldsagna
Jóns, en > nauðsynlegt var að
þær kæmu út á undan þessu
riti.
Ritið er í tveimur hlutum.
Fyrri hlutinn er eins konar
forspjall eða undirbúningur
undir hina eiginlegu lausix þess
verkefnis, sem ritið tekur til
meðferðar, en það er efnivið-
urinn, sem Jón hefir notað í
skáldsögur sínar og skáldleg
vinnubrögð þans.
I þessum fyrri hluta er gerð
grein fyrir æfiatriðum og bóka-
kosti skáldsins, sögum þeim,
sem það hefir samið og hvað
um þetta efni hefir áður verið
skrifað.
En í síðari hlutanum, sem er
meginbálkur bókarinnar eru
teknir til könnunar einstakir
þættir skáldsagnanna, og reynt
áð rekja þá til upptaka sinna í
umhverfi skáldsins, lífsreynslu
þess og eigin vitund. Fjallar
hvor kafli síðari hlptans um
einn þessara þátta, t. d. um sam
setnings skáldsagnanna, efnis-
atriðá þeirra, mamilýsingar,
þj óðlífslýsingar, náttúrulýsing-
ar, stíl höfundarins o. s. frv.
Af þessu er ljóst, að þetta
er ekki fyrst og fremst ævisaga
skáldsins, þótt hún sé hér not-
uð sem hjálpargrein, heldur er
þetta bókmenntaleg heimilda-
könnun skáldsagna þess. Ég vil
ekki láta þetta tækifæri hjá
líða“, segir Steingrímur Þor-
steinsson að lokum, ,,án þess að
segja það, að mér hefði ekki
auðnazt að semja þetta rit, ef
ég hefði ekki notið kennslu
og handleiðslu bókmenntasögu-
kennara míns, Sigurðar Nor-
dals prófessors, því að sérhver
\
Steingrímur J. Þorsteinsson.
sá, sem hlotnast sú gæfa að
njóta kennslu hans, mun búa
að því alla ævi, og í öllum sín-
um verkum.“
Steingrímur J. Þorsteinsson,
er að dómi þeirra, sem fylgzt
hafa með störfum hans á und-
anförnum árum mjög efnilegur
rithöfundur og bókmenntafræð
ingur. Þetta rit hans hefir, eins
og áður segir, sérstöðu í nútíðar
bókmenntum okkar, því að
engin slík bók og hér um ræðir,
hefir verið rituð um skáldskap
nokkurs íslenzks skálds frá síð-
ari öldum. Er rit hans því mik-
ill fengur fyrir bókmenntir
okkar íslendinga.
Fnndir hefjast hl.
2 1 dag.
Liklegt, að gingiuu verði
slitið fyrir kvölðið.
Aukaþing alþýðu-
FLOKKSINS var starf-
samt í gær. Fundir stólðu ó-
slitið frá kl. 2 til kl. 7. Höfðu
flestar nefndir skilað álitum
og voru mörg helztu mál þings-
ins útrædd og stefna flokksins
mörkuð í þeim með þar að
lútandi samþykktmn.
A meðal þeirra mála, sem
samþykktir voru gerðar um,
voru atvirmumál, bæði nú og
eftir stríðið, dýrtíðarmálin,
skattamálini, félagslegt öiyggi
eftir stríðið, endurskoðun sú á
alþýðutryggingunum, > sem nú
þegar er hafin, og íslenzk utan-
ríkispólitík.
Fundir flokksþingsins hefjast
kl. 2 í dag, og er búizt við að
þeim verði lokið og þingxnu
slitið fyrir kvöldið.
Hljómleikar Hljóm-
sveitar Mejrkjavíknr
í dag.
Hljómsveit reykjavík
UR efnir til hjómleika í
leikhúsi ameríska hersins í dag
kl. 3.
Stjórnandi er dr. Victor Ur-
bantschitsch.
Efnisskráin er á þessa leið.
Symphonia í C-dúr eftir Haydn.
Eine kleine Nachtmusik, eftir
Mozart og Kaiserwalser eftir
Strauss.
Hinar forsjálu meyjar
Nálsóko ót at viötalinn i
Phiiadelphian Inquirer!
Ungfrú Gústa Thorsteinson stefnir
Karli ísfeld blaðamanni.
VIÐTAL ÞAÐ, sem ame-
ríska blaðið ,Philadelph-
ian Inquirer1 birti á síðast-
liðnu vori við tvær íslenzk-
ar konur. þær frú Kristínu
Thoroddsen og ungfrú Gústu
Thorsteinsson og gert var að
umtalsefni hér í bla'ðinu í
tveimur greinum eftir Karl
ísfeld blaðamann, þar sem
hann m. a. tók upp orðrétt
nokkur ummæli kvennanna
úr viðtalinu, hefur nú haft
þau broslegu eftirköst að
önnur þeirra, ungfrú Thor-
steinsson, hefir búið mál á
he’ndur blaðamanninum og
falið málflutningsskrifstofu
hér í bænum meðferð sókn-
arinnar á hendur honum.
Var Karli ísfeld tilkynnt
stefnan í gær — og skal hann
mæta fyrir sáttanefnd á morg-
un kl. 4.
Hvort ungfrú þessi, sem upp-
lýst er í kærunni að heiti upp á
Islandi Ágústa M. Jóhanns-
dóttir frá ísafirði, dóttir Jóh.
Þorsteinssonar kaupmanns þar,
hefir stefnt „Philadelphian In-
quirer“, eða ungfrú Eleanor
Schorer, sem skrxfaði viðtalið
og birti fornlegaVmynd af hinni
íslenzku ungfrú, hvar sem
blaðaþonan hefir fengið hana,
er eixn óupplýst,s en gera má
fyllilega ráð fyrir því.
I stefnunni er þess getið, að
í grein Karls ísfelds séu tekin
upp ummæli úr amerísku blaði,
sem ungfrúin kannist ekki við
að hafa sagt. — Virðist það
harla brosleg framkoma, að
stefna fyrir það að taka slík um
mæli upp, ef ekki er leitað rétt-
ars síns gegn þeim, sem birt
hefir ummælin fyrst — og jafn
vel birt myndir til þess að stað-
festa þau.
I stefnunni eru tekin upp þau
ummæli úr grein Karls Isfelds,
sem ungfúhx telur sérstaklega
meiðandi fyrir sig og fara þau
hér á eftir:
„Þegar hér er komið þessu
yndislega sjónarspili, leiðir frú
Schorer ungfrú Gústu Thor-
steinsson inn á sviðið og kynnir
hana í löngum formála, sem
sannasta fulltrúa hinna „kinn-
rjóðu, ljóshærðu, bláeygu ís-
Framh. á 7. síðu.