Alþýðublaðið - 28.11.1943, Page 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Hvort skyldu peir muna London og Coventry...
S
N
!
S
S
s
I
s
í
I
þ. e. a. s. loftárásir Þjóðverjþ á þær, íbúarnir í Berlín, þegar himrm brezku flugvéla-
sprengjum rignir yfir þá nótt eftir nótt. Myndin sýnir 'eitt hverfi í Berlín, eins og það
leit út fyrir stríðið. En hve mörg af þessum 'húsum skyldu standa nú?
Enn ein stórárásin á Berlín,
Laneaster-llngvélar
nðu 1000 smál. al sprengj-
nm á borgina í íyrrinátt.
IFYRRINÓTT fóru brezkar flugvélar enn til skæðra árása
á höfuðborg Þýzkalands. Að þessu sinni voru fjölmargar
Lancaster-sprengjuflugvélar, sem hafa fjóra hreyfla og geta borið
mjög mikið sprengjumagn, sendar til árása. Var varpað niður
um 1000 smálestum sprengna, og hefir nú verið varpað um 6
þúsund smálestum af sprengjum á Berlín á einni viku. Árásin,
sem stóð í 20 mínútur var geysi-hörð og tjón varð gífurlegt.
Flugmenn, sem þátt tóku í árásinni, segja, að eldar frá fyrri árás-
unum hafi sézt úr 320 km. fjarlægð. Árás var einnig gerð á
Stuttgart og í gær fóru ainerískar sprengjuflugvélar til árása á
hafriarborgina Bremen í björtu.
Sunnudagur 28. nóv. 1943.
Draumurinn, sem
aldrei rættist.
A ÐUR FYRR þóttu norræn-
ar þjóðir skemmtilegar og
að ýmsu leyti eftirtektar-
verðar og jafnvel hafa þess-'
ar þjóðir, þótt fámennar séu,
borið saman við stórþjóðirn-
ar, fengið þann dóm hjá
áhrifamönnum í Bretlandi og/
Bandaríkjunum, að hvergi í
heimi væri félags- og mann-
úðarmálum skipað jafn vel
og þar. Þar er barnadauði
hvað lægstur og sjaldan kem-
ur fyrir, að menn séu myrtir
eða önnur stórvæileg afbrot
eigi sér stað. Norðurlandabú-
i ar hafa fengið orð fyrir að
vera grandvarir menn og
heiðarlegir og okkur íslend-
ingum er sæmd í því að telj-
ast til þess þjóðahóps.
Bandaríki Norður-Amer-
. íku hafa stundum verið köll-
uð deiglan, þar sem bræddar
eru saman hinar ólíkustu
. þjóðir, sem samt mynda eina
þjóð. Ekki er annað vitað, en
að Norðurlandabúar skipi
þar virðulegan sess. Menn af
- íslenzkum kynstofni og öðr-
um Norðulandaþjó^um hafa
komizt þar til vegs og virð-
ingar og þótt hinir nýtustu
þegnar, eins og kunnugt er.
FRJÁLSMANNLEGT YFIR-
BRAGÐ, hleypidómaleysi og
skilningur á högum annarra
hefir jafnan þótt einkenna
Norðurlandamenn. Þeir, sem
komið hafa til Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar eða Finn-
lands, hafa orðið varir við
einhvern hressandi blæ, laus-
an við hina andstyggilegu
vanmáttarkennd, sem svo
mjög einkennir sumar stór-
þjóðirnar. Það er því meiri
ógæfa en menn í fljótu bragði
gera sér grein fyrir, þegar
þjóðir eins og Danir og Norð-
menn verða nú um stund að
sætta sig við ofurváld verstu
kúgunar, sem sagan kann frá
að greina. Það, sem áður
þótti góð latína á Norður-
landavísu, ef nú hætt og
spottað, og menn eru þving-
aðir til þess að trúa á „yfir-
þjóð“ og alls konar firrur,
sem ekki taka nokkru tali.
EKKI ER ANNAÐ VITAÐ, en
að Danir, svo tekið sé dæmi,
hafi kunnað að skipa málum
sínum á skynsamlegan hátt,
löngu áður en aríar Hitlers
fóru með ránum og grip-
deildum um landið. Og meira
að segja sýndu þeir þrek sitt
með því að kjósa þingfulltrúa
að sínu skapi með yfirgnæf-
andi meirihluta, þrátt fyrir
návist hins þýzka setuliðs og
margháttaða moldvörpu-
starfsemi þeirra ódrengja,
sem sjá sér leik á borði, þeg-
ar mest þrengir að þjóð
þeirra, nefnilega nazistanna.
ÁÐUR FYRR var unun að því
að hlusta á danskar og
norskar útvarpsstöðvar. Þar
voru borin á borð fyrir menn
ýmis menningaratriði og
fréttir, sem gera má ráð fyrir
að hafi verið sannar og rétt-
ar. í dag er eins og ský hafi
dregið fyrir sólu. Það er „die
deutsche Wehrmacht“, þýzki
herinn, sem stjórnar hinum
Ekki er annað að sjá, en
bandamenn vinni nú að því að
lama állt athafnalíf í höfuðborg
Þýzkalands með daglegum stór-
árásum. Segja sérfræðingar í
flugmálum, að margar slíkar
árásir verði að gera áður en
takist að lama rafmagns- og
vélaiðnað borgarinnar, sem er
Þjóðverjum lífsnauðsyn. í árás-
inni í fyrrinótt tefldu Þjóð-
verjar fram öllum næturflug-
vélum, sem handbærar voru,
en engu að síður tókst flugvél-
um bandamanna að komast inn
yfir borgina og hæfa skotmörk
sín.
Árásin á Stuttgart var gerð
einni klukkustund áður en á-
rásin á Berlín hófst og er hún
talin mjög hörð. 32 flugvélar 1
bandamanna komu ekki aftur i
til bækistöðva sinna. Fjölmarg-
ar þýzkar orrustuflugvélar voru
skotnar niður. í blöðum hlut-
lausra landa er mjög rætt um
árásirnar á Berlín. í sænskum
ágætu menningarstofnunum
þessara þjóða, en á hinn
bóginn eru óræk vitni þess^
að Danir og Norðmenn eru
jafn norrænir eftir sem áður
og geta alls ekki orðið sam-
dauna hinum ,,germanska“
hugsunarhætti Þjóðverja.
blöðum er greint frá því, að
ýmsum mikilvægum ráðstefn-
um, sem halda átti í Berlín, hafi
verið skotið á frest. Brezkar
flugvélar vörpuðu niður duflum
á siglingaleiðir Þjóðverja.
í árásinni á Bremen er talið,
að mikið tjón hafi orðið á
mannvirkjum í borginni. Þar
eru mikilvægar kafbátasmíða-
stöðvar og flugvélasmiðjur, auk
þess, sem borgin er ein mesta
hafnarborg landsins.
í Berlínarfregnum segir, að
svissneska blaðið Tribune de
Lausanne sé mjög harðort í
garð bandamanna vegna „ógn-
arárásanna11 á Berlín og lýsir
blaðið ýtarlega, hvílíkar skelf-
ingar hafi dunið yfir borgina.
Þýzkar flugvélar fóru til á-
rása á ýmsa staði á Bretlandi
í fyrrinótt. Tvær flugvélar
flugu inn yfir London og vörp-
uðu niður sprengjum. Varð
nokkurt manntjón af og nokkr-
ar byggingar skemmdust.
FYRIR ÞÓ NOKKUÐ LÖNGU
hlustaði sá, er línur þessar
ritar, á útvarp frá Oslo. Var
þá fluttur fyrirlestur um
framtíð Noregs í hinni ger-
mönsku nýskipan Adolfs
Hitlers. Komst fyrirlesarinn
Framh. á 7. síðu.
Rnssar i sökn ð
allri viglínnnni.
SAMKVÆMT fregnum frá
austurvígstöðvunum seint
í gærkveldi, halda Rússar enn
áfram sókn sinni, en Þjóðverj-
ar hörfa undan. Er nú svo kom-
ið, að ekkert samband er á milli
hersveita Þjóðverja á miðvíg-
stöðvunum og suðurvígstöðvun
um. Á Kiev-vígstöðvunum verð
ur Þjóðverjum ekkert ágengt,
en þeir gera samt árangurslaus-
ar tilraunir til þess að brjótast
í gegnum varnarkerfi Rússa og
spara hvorki menn né hergögn.
Fyrir norðan og austan Zhito-
mir eru Rússar í sókn, sömu-
leiðis suðvestur af Kremens-
hug.
í Hvíta-Rússlandi eru Þjóð-
verjar á undarihaldi, en hörfa
skipulega undan. Kósakkaher-
sveitir Rússa hafa mjög látið
til sín taka á þessum slóðum,
og valdið miklum usla í liði
Þjóðverja. Hersveitir Rokoss-
ovskys sækja enn fram, og fá
Þjóðverjar ekki að gert. Til-
kynnt hefir verið, að ungversk-
ar herdeildir séu enn á austur-
vfgstöðvurium. Hins vegar er
tekið fram, að þær séu ekki í
fremstu víglínu, heldur annist
þær lögreglustörf.
í Berlínarfregnum segir, að
heiftarlegir bardagar geisi við
Nikopol, við Chekassy, Koro-
sten og Kiev, en þýzku her-
sveitirnar verjist af miklu
kappi. Þá segja Þjóðverjar, að
þeim verði vel ágengt á Nevel-
vígstöðvunum.
:—s
Frank Knox, flotamálaráð-
herra Bandaríkjanna hefir til-
kynnt, að herskipafloti Banda-
ríkjamanna hafi tvöfaldazt á
11 mánuðum. Eiga þeir nú 817
herskip, þar af um 40 flugvéla-
skip, stór og smá.
S
fitalía:
Bandamenn bæla
aðstöðu sína
AÍTALÍUVÍGSTÖÐVUNUM
. er það helzt til tíðindar
að 8. hernum brezka hefir en»
tekizt að koma fleiri brúm yfir
Sangro-fljót og hefir hann enu
treyst aðstöðu sína á riorður-
jakka fljótsins.
Á vígstöðvum 5. hersins vest-
an til á ítalíuskaga hefir tveim
gagnáhlaupum Þjóðverja verið
hrundið. Einkum kom til harðra
átaka í grennd við Venafro.
Miklir vatnavextir eru í Vol-
turno-fljóti og hefir yfirborð
þess hækkað um 4 metra á ein-
um sólarhring. Torveldar það
mjög hernaðaraðgerðir banda-
manna. Þjóðverjar hafa komið
sér fyrir í rammlega víggirt-
um skotgröfum og er sóknin
erfið á hendur þeim.
Lofther bandamanna hefir
verið athafnasamur þrátt fyr-
ir óhagstæð veðurskilyrði og
hefir ráðist á birgðalestir, her-
flokka og mannvirki Þjóðverja
að baki víglínunni. Árásir hafa
einnig verið gerðar á skipakost
Þjóðverja á Miðjarðarhafi og
jámbrautarlínur á ströndum
Ítalíu.
Badoglio hefir tilkynnt, að
Þjóðverjar hafi skotið allmarga
ítalska foringja, sem börðust
gegn þeim á Tylftareyjum.
Hefir þetta vakið mikla gremju
á Ítalíu. Brezkir tundurspillar
hafa sökkt nokkrum birgðaskip
um Þjóðverja á Miðjarðarhafi.
án þess að verða fyrir tjóni
sjálfir.
Colombia i striði
við Þýzkaland.
RÍKISSTJÓRNIN í Colom-
bia í Suður-Ameríku hefir
tilkynnt, að landið eigi í styrj-
öld við Þýzkaland. Undanfarið
hafa þýzkir kafbátar sökkt all-
mörgum skipum Colomhiu-
manna og er talið, að aðgerðir
kafbátanna hafi orsakað stríðs-
yfirlýsingu landsins.
íbúar Colombiu eru tæpar 9
milljónir, sem tala spænsku.
Um það bil helmingur lands-
manna eru hvítir ’ menn, hinir
er kynblendingar, Indíánar eðaj
blökkumenn. Höfuðborg lands-
ins heitir Bogotá.
Mikill hluti landsins er skógi
vaxinn, og þar dafna vel ýmsar
verðmætar trjátegundir, svo
sem mahogny og sedrusviður.
Landið er einnig; auðugt að
verðmætum málmum. Þar er
mikið um gull, silfur, platínu,
járn, blý og kopar og þar eru
einnig miklar olíulindir. Auk
þess er ræktað í landinu mikið
af kaffi, baðmull, tóbaki og
banönum. fbúarnir eru róm-
verks-kaþólskrar trúar.
£• '—»»'■ J
■O ANDARÍKJAMENN til-
kynna, að þeir hafi tekið
Stattelburg á Nýju-Guineu eft-
ip harða bardaga. Eiga Japanar
nú í yök að verjast á eyjunni,
en Bandaríkjamenn bæta að-
stöðu sína með degi hverjum.