Alþýðublaðið - 28.11.1943, Side 6
AUÞVPUBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. nóv. 1943~
Málverkasýning
Finns Jónssonar
er opin í síðasta sinn í dag til kl. 12 á miðnætti.
S. K. T.
DANSLEIKUR
í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 10. — Gömlu og nýju
dansarnir. — Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 6.30.
Sími 3355. — Ný lög. — Danslagasöngvar. — Nýir
dansar.
I. K. Dansleiknr
í AlÞýðnhúsinn i kvðld kl. 10 s d.
Gðmln og nýju dansarnir
Hljémsveit Óskars Cortez
Aðgöngumiðar seldir í Alþýðuhúsinu frá kl„ 6
Sími 2826. —
Ölvuðum mönnum bannaður aðgangur.
HANNES A HORNINU
(Frh. af 5. síðu.)
tessum iögum, ætti a ðleggja á það
að fá öryrkjumenn, sem eru vinnu
færir, verk að vinna, en hækka
styrkina til þeirra, sem eru alger-
ir öryrkjar, þó aðallega til fjöl-
skyldumarma. Þá ætti að skylda
ríkið til að láta fara fram rann-
sókn á því, hvaða atvinnu öryrki
setti hægt með að vinna og skylda
svo ríkisstofnanir til að fá þeim
vinnu eða bæjar eða hreppsfélög-
in, ef þau ættu hægara með það.“
„ALLFLESTIR ÖRYRKJAR,
sem eru með 60—80% orkutap,
gætu unnið með 100% afköstum,
ef þeir fengju vfnnu við sitt hæfi.
Nú getur ríkið fengið þessum
mönnum atvinnu, ef vilji er á því.
í þessu sambandi datt mér í hug
saga, sem ég ^eyrði einu sinni.
Fátækur barnamaður í Reykjavík,
sem var búinn að vera atvinnulaus
lengi, fór niður í bæjarskrifstofu
og bað um vihnú1 því hann hefði
ekkert til að lifa af. Það var ekki
hægt að útvega honum vinnu.
„En vesgú, þarna er fátækrafull-
trúinn! Það voru til peningar til
að fá honum fátækrastyrk, en
ekki að lofa honum að vinna fyr-
ir þeim.“
„ER EKKI ÞAÐ SAMA að end-
urtaka sig við öryrkja? Það er
leiðinlegt fyrir mann sem hefir
orðið fyrir því óláni að slasast og
verða öryrki og finna getu og löng
un hjá sér til að vinna og fá alls
staðar sama svarið. Það er ekki
von, að einstaklingar vilji taka
fatlaðan mann í sína þjónustu þeg
ar nóg er af fullfrískum mönnum.
Ég hef leiðinlega reynslu af því að
ganga á milli manna og biðja um
vinnu og fá alls staðar nei.“
„SVO ERU ÞAÐ GERVILIM-
■IRNIR. Ég geri þá kröfu a® ríkis-
sjóður greiði gervilimi að fullu.
Það er nógu erfitt fyrir öryrkja
að fullnægja þörfum sínum að
öðru leyti, þó þeir þyrftu ekki að
greiða allt að helming af endur-
nýjun gervilima, eins og nú er, svo
er árlegt viðhald, sem ríkissjóður
ætti að greiða líka. Tryggingarn-
ar ættu að halda námskeið öðru
hvoru til að kenna þcim, sém nota
gervilimi að fara með þá. Kcnn-
ari á þessu námskeiði ætti að vcra
leikfimikennari, og þeir, sem hafa
náð beztum árangri í notkun gervi
lima. Ég veit að þeir mundu gera
það með glöðu geði. Svona löguð
námskeið mundu auka mikið af-
komumöguleika þeirra, sem yrðu
þeirra aðnjótandi.“
„VÉR ÖRYRKJAR höfum ekki
verið neitt spurðir ráða, hvernig
unnið væri að okkar málum, og er
það illa farið, að það hefir ekki
verið gert. Okkur er úthlutaður
styrkur til að lifa af, alloftast er
hann of lítill, þó nú eigi að ráða
bót á því fyrir 100% öryrkja, en
60% öryrkinn er lítið betur sett-
ur en áður, ef hann fær ekkert
að gera. Það er leitt að þurfa að
að taka við fé, sem er látið úti með
tregðu eins og er hjá sumum sveit
arfélögum og þorpum, og er svo
af sumum hreppsnefndum talinn
sveitarstyrkur.“
AF TILEFNI þessa bréfs vil ég
segja þetta. Ég élít að ríkisvaldið
eigi ekki að vera með nefið niðri
í hvers manns diski, og að það
sejti alls staðar upp gaddavír í
veg fyrir einstaklingana, en það á
að hugsa um gamalmenni, sjúka
menn og öryrkja — og þar á ekki
að skera við nögl. Flokkurinn, sem
ég hef verið í hugsar betur um
þessi mál en nokkur annar flokk-
ur — og þess vegna meðal annars
er ég í honum og vil að hann verði
sem stærstur.
ÉG HEFI FENGIÐ upplýsingar
um að „Kunnugur“, sem ritaði
mér bréf nýlega og minntist m. a.
á hælið að Kumbaravogi, fór ekki
rétt með í verulegum atriðum.
Hælið hefir ekki verið rekið af
hinu opinbera, heldur af Stórstúk-
unni. Það hefir ekki kostað nálægt
því, sem bréfritarinn segir, heldur
aðeins nokkur þúsundir króna —
og vistmennirnir hafa unnið þar
margvísleg störf.
ÞAÐ ER OG SLEGGJUDÓMUR
að halda því fram, að ekki hafi
orðið árangur af starfi hælisins.
Þó að ekki takist að bjarga öll-
um úr voðanum fyrir fullt og allt,
sem þar dvelja, hefir þó teldzt að
bjarga ýmsum — og fer svo alltaf
með slíka starfsemi og hér um
ræðir.
Hannes á horninu.
r i-
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir leikritið „Ég hef komið
hér áður“, kl. 8 í kvöld. Lénharð-
ur fógeti verður sýndur í 20. sinn
annað kvöld og hefst sala að-
göngumiða kl. 4 í dag.
Fiinn af fornstnmðnnnni brezkra
kommnnista nppvís um hernjósnir
Reyndi að komast i samband við starfs
fólk hermálaskrifstofunnar.
En komnnistaflokknrinn reynir að &vo hendnr sinar.
"C1 INN af miðstjórnarmeð-
■““** limum brezka kommún-
istafiokksins Douglas Frank
Springhall að nafni hefur
orðið uppvís að víðtækri her-
njósnastarfsemi og verið
dæmdur í 7 ára fangelsi fyr-
ir þennatn glæp.
Brezki kommúnistaflokkur-
inn hefir reynt að bjarga skinni
sínu með því að afneita þess-
um kunna forustumanni sínum,
en Springhall þessi var for-
ustumaður í skipulagningar-
starfi flokksins.
Springhall var dæmdur í
júlímánuði síðastliðnum fyrir
að 'hafa blekkt stúlku, sem var
ritari í flugmálaráðuneytinu,
til þess að láta sér í té hern-
aðarleg leyndarmál, en nú hef-
ir komizt upp um brezkan liðs-
foringja, sem einnig hefir látið
þessum kommúnista í té hern-
aðarleg leyndarmál.
Brezk blöð gera þetta mál
mjög að umtalsefni um þessar
mundir, og segir „Daily Her-
ald“, blað brezka Alþýðuflokks
ins 8. þ. m. þannig frá því:
„Ormond Leyton Uren liðs-
foringi, (starfandi höfuðsmað-
ur) hefir verið seku-r fundinn
um hernjósnir og dæmdur til
sjö ára fangelsisvistar. Lét
hann Dougals Frank Springhall
fyrrverandi erindreka Komm-
únistaflokksins bezka, mikil-
væg hernaðarleyndarmál í té,
sem óvinir Bretlands mundu
telja sér miklu skipta að kom-
ast höndum yfir.
Herréttur fór með mál Urens
fyrir luktum dyrum, og and-
mælti hann ákærunni.
Þetta var fyrir hálfum mán-
uði, en dómurinn var kveðinn
upp í gærkveldi, og hermála-
ráðuneytið íét birta hann.
Springhall er nú að afplána
7 ára refsingu, sem sakamála-
dómur felldi yfir honum í júlí,
fyrir að lokka leyndarmál út
úr stúlku, sem var ritari í flug-
málaráðuneytinu.
Uren gekk í herinn í nóvem-
ber 1939 . . . Hann var í fót-
gönguliðssveit þangað til í maí
mánuði 1942.
Vegna hæfileika hans var
hann þá settur til þess að gegna
sérstökum skyldum.
í yfirlýsingu, sem birt var
fyrir réttinum, lýsti Uren því
á hvern hátt hann hefði orðið
hrifinn af starfsemi kommún-
istaflokksins. Hann lét í ljós við
vin sinn, kvartanir yfir því, að
hann væri útilokaðúr frá því,
að geta á nokkurn raunveru-
að geta á nokkurn raunveru-
legan hátt látið í ljós samúð
sína með markmiðum flokks-
ins.
Vinurinn kynnti hann fyrir
Douglas Frank Springhall, sem
var þar til í júní þ. á. meðlim-
ur í miðstjórn kommúnista-
flokksins í Bretlandi og stjórn-
aði jafnframt skipulagningu
flokksins.
Uren átti oft tal við Spring-
hall, sem bað hann að búa út
skriflega skýrslu um ævi sína,
menntun og stjórnmálalega og
þjóðfélagslega fortíð.
Þetta gerði Uren og fékk
Springhall skýrsluna.
í þessum samtölum spurði
Spring'hall Uren um starf það,
sem hann hafði með höndum,
og bað hann að færa sér skrif-
aða lýsingu á byggingunni, sem
hann starfaði í.
Á tilteknum tíma fékk Uren
Springhall vélritað skjal með
þessum og öðrum upplýsingum,
sem átti að halda mjög leynd-
um.
Við þetta tækifæri og þar á
eftir, spurði Springhall Uren
um ýmis atriði starfs hans og
einnig um væntanlegar hernað-
araðgerðir.
Uren gat ekki gefið honum
upplýsingar um væntanlegar
hernaðaraðgerðir.
Við yfirheyrslurnar fyrir
réttinum sagði Uren: „Ég gaf
Springhall þessar upplýsingar
til þess að sýna, 'honum, að ég
bæri fullkomið traust til hans,
og að hann gæti treyst mér
fyllilega sem einlægum komm-
únista.“
Það er vitað, að Springhall
og Uren höfðu ákveðið að hitt-
ast að kvöldi 1. júní.
Springhall stóð ekki við lof-
orð sitt, því að hann var tekipn
fastur að morgni þess dags. <jJ
Um leið og dómarinn kvað
upp dóminn yfir Uren, komst
hann svo að orði:
„Eftir þyí, sem fram hefir
komið fyrir réttinum, þykir mér
S Y R P
ÚRVAL ALLSKONAR SPILA
Heildsölubirgðir:
H. A. Tulinius & Co. - Sími 4523.
SYRPAersi
ATHYGLISVERÐ BÓK.
Saga og dulspeki
eftir Jónas Guðmundsson.
Nokkur eintök af þessari
sérstæðu og merkilegu bók
fást nú hjá bóksölum.
Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
eiabenniiegri mjrnd.
(Frh. af 4. síðu.)
kvað þessa tortryggni vera til
staðar einmitt meðal bændanna-
sjálfra og henni bæri að eyða.
Meðan á umræðunni stóð,
gerðust þau tíðindi, er sköpuða
alveg nýtt viðhorf í þessu máli.
Finni Jónssyni bárust spurnir
af því, að málflutningsskrif-
stofu hér í bænum hefði ver-
ið afhent til innheimtu fyrir
hændur í nágrenninu ógreidd-
ar uppbætur frá árunum 1940
og 1941 samtals að upphæð 30
þúsund krónur. Þessar uppbæt-
ur höfðu hændurnir ekki feng-
ið greiddar og snéru sér því til
málflutningsmanna með beiðni
um að þeir réttu hlut sinn. . ..
Með þessum upplýsingum hef-
ir skapast það viðhorf, að sam-
þykkt þeirrar tillögu er hér um
ræðir, er brýnt hagsmunamál
fyrir bændur landsins. Það er
nú upplýst, að vanhöld eru á
því að bændur fái greiddar þær
uppbætur, er þeim bera, þó að
enn sé ekki Ijóst, hversu mikil
brögð kunna að vera að því. Ef
þingsályk lunartillagan verður
samþykkt, er réttur bænda
tryggður. Hún kemur væntan-
lega til atkvæða innan skamms.
Þá fæst úr því skorið, hvort
„bændavináttan“ á alþingi get-
ur tekið á sig þá óvenjulegu
rnynd að ,málsvarar bændannac
skeri upp herör til að ganga
af þessu hagsmunamáli bænda-
stéttarinnar dauðu.
ekki sennilegt, að þú hafir haft
í hyggju að láta Þjóðverjum.
þessar upplýsingar í té, en ég
er ekki í neinum vafa um, a&
þú hefir ætlað einhverjum
þessar upplýsingar.“
Komjúnistaflokkurinn lýsti
því seinna yfir, að hann hefðí
ekki haft vitneskju um, að
Springhall hefði nein ólögmæt
störf með höndum, og ef hann
hefði vitað um þau, mundi
hann hafa' „beitt hann flokks-
aganum“.
V,
V
V
s
V
s
V
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
< ^
s
s
s
s
s
$
*
7 vöndull
úrvaSsspil.
Auka heimilis-
ánægjuna.
Fæst aistaöar