Alþýðublaðið - 28.11.1943, Side 7
Sumiudagur 28. nóv.
1943.
ALÞTÐUBLA0ÍÐ
SPEGILLINN
BÓKAÚTGÁFA
Næturlæknir er í nótt í Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Helgidagslæknir er Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12, sími
2234.
Næturvörður er í Ingólfsapó-
teki.
ÚTVARPIÐ:
11.00 Messa í Dómkirkjunni
(séra Bjarni Jónsson). 12.10—13.00
Hádegisútvarp. 14.00—16.30 Mið-
degistónleikar (plötur): Óperan
,,Mefistofeles“ eftir Arrigo Boito.
(Listamenn Scala-óperunnar í Mil
ano; sungin á ítölsku). 18.40 Barna
tími Ragnar Jóhannesson, Þorst.
Ö. Stephensen o. fl.). 19.25 Hljóm
plötur: Tónverk eftir Baeh og
Mozart. 19.45 Auglýsingar. 20.00
Fréttir 20.20 Einleikur á harmón-
íum (Eggert Gilfer): Lög eftir
Hadel og Thomas Merlitt. 20.35
Erindi: Vestur á fjörðum (Sigurð-
ur Einarsson dósent). 21.00 Hljóm-
plötur: Norðurlandasöngvarar.
21.15 Upplestur: Guðmundur Gísla
:son Hagalín rithöfundur. 21.35
Hljómplötur: Klassískir dansar.
21.50 Fréttir. 22.00 Danslög (Dans
hljómsveit Bjarna Böðvarssonar,
kl. 22.00—22.40).
Petrónella Magnúsdóttir (
Urðárstíg 9, verðnr sextug á
morgun.
Tölusetning
blaðsins hafði ruglazt. Er það
leiðrétt á blaðinu í dag, sem er
270. tbl.
tslenzkur flótta
maður.
Frh. af 2. síðu.
■þeir geta tekið sér vopn í hönd
og hrakið árásarherinn af hönd-
um sér.
Enginn vafi er á því, að Þjóð
verjar höfðu ráðgert innrás á
íslandi árið 1940, og að þeim
gramdist mjög, að Bretar komu
til landsins á undan þeim. Þeir
töluðu samt um að „hreinsa
ísland“ er þeir hefðu unnið
stríðið.
Um þessa bók segir J. J.
Smári í Eimreiðinni:
„Bók þessi, sem heitir Pen-
rod á frummálinu, er ágæt
irengjasaga, skemmtileg og
laus við alla væmna tilfinn-
ingasemi, en hefir hinsvegar
góðan anda í sér fólginn og
er tilvalin lesning fyrir stálp
aða drengi. Böðvar frá Hnífs
dal hefir þýtt bókina lipur-
lega á gott og fjörugt íslenzkt
mál, og vikið við nöfnum í
henni, svo að engum verða
þar útlend nöfn til trafala,
og er það vel.“
Draumurinn, sem
aldrei rættist,
Frh. af 3. síðu.
meðal annars svo að orði, að
Noregi væri falið það hlut-
verk að vera einn traustasti
hornsteinninn í hinu stór-
germanska ríki þar sem
Þýzkaland væri miðdepill-
inn. Sagði hann, að Noregs-
veldi hið forna yrði endur-
reist, og myndu þá ísland,
Grænland og Shetlandseyjar
falla í hlut Norðmanna.
ÞAÐ ER ÓÞARFI að taka fram,
að þessar fáránlegu skoðanir
eiga sér ekkert fylgi meðal
ábyrgra stjórnmálamanna
Noregs, né heldur með þjóð-
inni sjálfri. Norðmenn
hyggja ekki á landvinninga,
þeir þrá það eitt, að fá að
búa í friði í sínu eigin landi.
En í einræðisríkjum þykir
það sigurstranglegast að tala
um landvinninga og „Leb-
ensraum“ til þess að þyrla
ryki í augun á fáfróðum al-
múganum. Einn skoplegasti
stjórnmálamaður Evrópu,
Benito Mussolini, notaði
þessa aðferð með góðum ár-
angri um 20 ára skeið, og
menn með þroskaða kímni-
gáfu minnast enn orða hans
af svölum Feneyjahallarinn-
ar þegar hann hvatti ítali til
að duga sem bezt í barátt-
unni gegn hinni löglegu
stjórn Spánar og klæðlitlum
blökkumönnum í Afríku.
„Nú er hún Snorrabúð stekk-
ur,“ sagði skáldið, og svipað
má segja um draumóra ein-
ræðissinna, þeir munu aldrei
rætast.
Drykkjuskapur og dulspeki
heitir fræðsluerindi, sem Sigfús
Elíasson flytur í Baðstofu iðnaðar-
rnanna í kvöld kl. 8 Vz . Aðgangur
ókeypis.
Um þessa bók segir K. G.
í Vísi m. a.
„Fjáraflamaðurinn Snabbi
S. Snobbs mun afla sér al-
mennra vinsælda hér á
landi, og það á hann skilið.
Gamansemin í bókinni er
góð og óávikin vara, en það
verður ekki sagt um sumt
af því, sem nú er á boðstól-
um ....“.
Þessar tvær bækur eru
hvor annari nokkuð ólíkar,
nema að því leyti að þær
eru báðar skenuntilegar.
Hinar forsjálu
meyjar ...
Frh. af 2. síðu.
lenzku meyja. Þá kemur í fá-
um dráttum hið stutta lífshlaup
þessarar ungu stúlku ásamt per
sónulýsingu: tvítug, rúmlega
meðalhá með norðurljósaleift-
ur í augum.“ . . . „samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu téðs
ræðismanns, sem tæplega munu
þó birtar í nafni embættisins,
hin „fegursta af dætrum ís-
lanþs“ („ . . . Iceland most
beautiful daugther11). Engan
skyldi því furða á þeirri stað-
reynd, að hún er umsetin kvik-
myridasmölum, sem ólmir vilja
fá að reyna leikhæfileika henn-
ar, en slíkum hégóma og alvöru
leysi vísar hún einarðlega ■ á
bug. Hún hefir sem sé valið sér
eilítið háleitara ævitakmark en
að ' gerast kvikmyndadís og
segir gerr frá því síðar“.
„. . . . ungfrú Thorsteinsson
tekur til máls .... munu menn
á eitt sáttir um, að fyrsta setn-
ing hennar svíki engan, auk
þess, sem ekki fær dulizt, að
ungfrúin hefir gert svp hávís-
indalega uppgötvun í kynbóta-
fræði, að próflærður karakúl-
sérfræðingur mætti blikna af
öfund.“
„Ég elska Bandaríkjamenn-
ina“, segir Gústa. „Ég held, að
ekkert geti borið betri árangur
en samband amerískra manna
og íslenzkra stúlkna“ (I love
the men of the United States,“
says Gusta. „I think nothing
can bring better results than a
combination of American men
and Icelandic girls“).
„Svo mælti Zaraþústra“.
„Og nú birtist oss ráðning
þeirrar dularfullu krossgátu,
hvers vegna þessi íslenzka Pene
loþa! vísar öllum kvikmynda-
smölum á bug og daufheyrist
við bænakvaki þeirra. Hún hef
ir sem sé varazt fordæmi
hinna fávísu kvenna ritningar-
innar, sem kveikja ljós sín og
eyða olíu sinni fyrir hvern
þann gest eða göngumann, sem
tilviljunin ber að garði til gist-
ángar einnar gleðinætur, sem
áður en varir, er orðin að
drungalegum iðrunardegi, held
ur samið sig að háttum hinna
forsjálu meyja, þraukað á
enda andvökudapra og þyrnum
stráða grasgarðsgöngu jómfrú-
legs skírlífis, ekki snert olíu
sína, en tendrað hið skæra ljós
mannkærleika síns sem fórnar-
loga á altari síns himneska
brúðguma, þá loksins hann birt-
ist, ekki þó í líki heilags anda,
sem betur fór, heldur tiltölu-
lega jarðneskum hermannabún.
ingi. Hún kveðst nefnilega eiga
unnusta í ameríska hernum,
sem oss finnst raunar ekki til-
tökumál, ef ekki fylgdi þessi
gífurlega auglýsingarstarfsemi
um hina nýju kynbótakenn-
ingu. Því miður veit hún ekki,
hvort unnustinn er í Afríku, á
Kyrrahafseyjum eða jafnvel á
íslandi, en hitt er óafmáanlega
skráð í stjörnunum, að þegar
hann kemur heim, munu þau
gifta sig. Engan þarf að undra,
þótt tilvonandi móðir væntan-
legs ofurmennis geti ekki dulið
stolt sitt, enda lýkur hin þreyj
andi stríðsbrúður máli sínu
þessum kafla viðtalsins á eftir
farandi orðum: „Ekkert getur
gert mig hreyknari, en að gift-
ast Ameríkumanni.“ (Nothing
can make me more proud than
to marry an America'n“).
,, . . . En áður en henni (þ.
e. frú Schorer) vannst tími til
að hrókera jöklum heima
Fróni, barst gamla landinu hin
þráða hjálp frá þeim aðila, sem
til björgunarstarfsins hafði ver
ið skikkaður, skrifstofu ís-
lenzka aðalræðismannsins
New York, og hjálpin birtist í
gervi ræðismannsritarans, sjálfr
ar fegurðardrottningar íslands
ungfrú Gústu Thorsteinsson
sem sveif inn á sviðið, hóf augu
fl
T
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín og
móðir
Guðrún Guðvnundsdóttir
andaðist að heimili sínu, Hverfisgötu 104 A, föstudaginn 26.
nóvember. Jarðarförin ákveðin síðar.
Bóthildur Jónsdóttir. Jón Arason.
Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við andlát og
jarðarför
Guðrúnar Jónsdóttur frá Grímslæk.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegt þakklwti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför bróður mns og föður okkar,
Sigurgeirs Bjarnasonar.
Friðgeir Björnsson og börn hins látna.
Jarðarför
Þorkels Árnasonar
fyrrum bónda að Þorbjarnarstöðum, fer fram frá Elliheimili
Hafnarfjarðar þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 1.30 e. h.
Vandamenn.
Kvennadeild Slysavarnafélags islands.
Fundur mánudaginn 29. nóv. kl. 8.30 í Oddfellow-
húsinu, niðri. Á dagskrá fundarins er meðal annars
> fróðlegt erindi, sem sr. Jón Thorarensen flytur.
STJÓRNIN.
{
S
s
$
*
s
$
Skartg r ipa verzl un |
hefi ég opnað á Laugavegi 84 (rétt innan við Baróns-
stíg). Verður þar framvegis seld öll framleiðsla
vinnustofu minnar. — Fyrirliggjandi fjöldi hand-
unninna muna úr silfri og 14 kar. gulli, svo sem:
Trúlofunarhringar, steinhringar, armbönd,, bindis-
nwlur, manchetthnappar, bókmerki, káþuskildir og
margt fleira.
ATH. Vinnustofan verður framvegis lpkuð.
AÐALBJÖRN PÉTURSSON
gullsmiður.
JOV O-
s
f
s
s
V
Á
s
$
s
s
s
S
s
S
V
Sií;
V
' Hnsnæði fyrir jólasðln
á góðum stað í bænum er til leigu. \
Tilboð merkt „Jólasala“ leggist inn |
á afgreiðslu Alþýðublaðsins. ;
til himins og varpaði fram allri
vizku veraldarinnar, lausn lífs-
g'átunnar og takmarki tilver-
unnar í eftirfarandi sáluhjálp-
arvitnun, sem hér eftir ætti að
verða löggilt lokasetning allra
gamanleikja: „Að giftast ame-
rískum pilti er sá eini frami,
sepa ég óska mér.“ („Marriage
to an American boy is -all the
career I want“) . . . “ '
„Leikhúsgestir — hinir ame-
rísku blaðalesendur — sitja
gapandi af hrifningu. Fulltrúi
hinnar sendiherralegu, íslenzku
háttvísi, sem stendur andspæn-
is þeim á sviðinu með sælum
Betlehemssvip, er í ■ augum
þeirra goðkynjuð vera. En
smám saman verður yfirbragð
hennar jarðneskara. í kinnam-
ar færist purpuraglóð sólseturs
kvölda við ísafjarðardjúp , í
augunum iða leiftur bragandi
norðurljósa yfir Vestfjarðahá-
lendinu á heiðskírum frostnótt-
um — og um varirnar leikur
hið alþjóðlega,. ódauðlega, dul-
úðga, draumfagra og tungl-
skinsmerlaða bros Mónu Lísu.“
Fjalakötturinn
sýnir Leynimel 13 í dag kl. 3.
Blindravinafélag íslands
heldur aðalfund sinn í dag kl.
4 í Kaupþingssalnum.