Alþýðublaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 4. deseuber 194S fttfrijðnblaMð tjFtgefandi: Alþýöuflokkurhm. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiösla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. fflvera geta ffliefr sak- að oema sjðlfa síg? Þrálátur orðrómur hefir gengið um það mán- uðum saman, að málalið Stal- ins hér og að mánnsta kosti nokkur hluti Sjálfstæðisflokks ins væru í makki um sameig- inlega stjómarmyndun. Og sá orðrómur er enn ekki þagnað- ur, þó að augljóst sé, síðan nú- verandi stjórn lýsti afstöðu sinni til skilnaðarmálsins, að miklu óhægra er orðið um vik en áður fyrir Moskvaliðið og Sjálfstæðið, að velta henni úr völdum og ná ráðherra- stólunum undir sig. Einhverjai vonir virðast þeir þó enn hafa um að geta, þrátt fyrir það, orðið ráðherrar, — ef ekki á skilnaðarmálinu, þá á ein- hverju öðru, til dæmis dýrtíð- armálunum. g ff * X, ** * En nú bregður svo við, að mikið Ramavein er rekið upp í Þjóðviljanum í gær yfir því, að bændafulltrúarnir í Fram- sóknarfloknum og Sjálfstæðis- flokknum séu einnig farnir að makka um stjórnarmyndun, og má á öllu heyra, að Einari Ol- geirssyni þyki þeir ekki vera sem árennilegastir keppinautar um ráðherrastólana. „Það er fasisminn á íslandi“, segir Ein- ar í Þjóðviljánum, „sem þar er að skipuleggja sig. Það er íslenzk Lappómennska, sem hugsar sér að svíkjast til valda, þvert ofan í vilja alls þorra kjósenda Famsóknar- og Sjálfstæðisflokksins." Svo mörg eru þau orð Þjóð- viljans í gær. ❖ Það skal nú alveg ósagt lát- ið, hvað Þjóðviljinn hefir fyrir sér í þessu. Vel hefir þó mátt merkja vaxandi samdrátt bændafulltrúanna í Framsókn og Sjálfstæðinu undanfarið, og getur enginn fyrir sagt, hvað út af þeim samdrætti kann að koma. En við hverju öðru er að bú- ast, en að íhaldið í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum skríði fyrr eða seinna saman til stjórnar- myndunar, þegar flokkur Ein- ars Olgeirssonar hefir mánuð- um saman spillt, öllum mögu- leikum á alþingi til vinstri samvinnu og vinstri stjórnar- myndunar? Þjóðviljinn segir, að það væri „þvert ofan í vilja alls þorra kjósenda Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokksins“, ef bændafuíltrúarnir í þessum flokkum mynduðu stjórn sam- an og má vel vera, að hann hafi rétt fyrir sér í því. En hvað hef- ir bara flokkur Þjóðviljans gert til þess, að óskir „alls þorra kjósenda Framsóknar“, til dæm is, um vinstri stjórnarmyndun yrðu uppfylltar? Við síðustu kosningar íofuðu kommúnistar þ.ví, að beita sér fyrir slíkri stjómarmyndun í félagsskap við ' Alþýðuflokkinn og Fram- sókn og sjaldan hefir betra tæki færi verið fyrir vinstri stjórn, að tryggja hag og bæta kjör hins vinnandi fólks í landinu, en þá. En hvað skeður, þegar á Síðari hlnti a£ eldhúsræðn Emils Jénssonar: Dýrtíðarmálin: Uppbæturnar og sex manna nefndin. ÞANNIG stóð-u sakir er nú- verandi hæstvirt ríkis- stjórn tók við. Fyrstu ráðstafanir er hún igerði var að fá samþykkt verð- festingarákvæðin inn í gerðar- dómslögin og vom þau í gildi í rúma 2 mánuði en á því tíma- bili ætlaði ríkisstjórnin sér að hafa samið dýrtíðarlög er færðu vísitöluna 30—40 stig niður. Þetta tókst nú ekki, því að frum varpi því, er ríkisstjórnin bar fram í þessu skyni var öllu gerbreytt, svo að heita mátti að þar stæði ekki steinn yfir steini. Eina ráð núverandi hæst- virtrar ríkisstjórnar til þess að halda ofurlítið í hemilinn á dýrtíðinni hefir verið að greiða hana niður með fram- lögum úr ríkissjóði, sem hæstvirtur fjármálaráðherra upplýsti í gær að notað mundi veða til í ár hérumbil 10 millj. kr. auk þess, sem greitt hefir verið á árinu til verðuppbóta á útfluttar land búnaðarvörur, sem upplýst hefir verið að nemi rúmum 15 millj. króna. Virðist því svo sem alls muni verða greitt á þessu ári um 25 milljónir króna úr ríkissjóði í verðuppbætur/á landbúnað- arvörur, eða rúmar 4 þús. kr. á hvert einasta býli í landinu. Háttvirtur 1. þingmaður Reykjavíkur Magnús Jónsson sagði í ræðu sinni í gærkveldi að dýrtíðin væri innflutt. Ég segi nei. Dýrtíðin er að mjög verulegu leyti heima tilbúin. Það er -eftirtektar vert að þegar vísitala framfærslu kostnaðar komst sem hæst, í 272, áttu tvær eða þrjár vörutegundir innlendar sök á um það bil helmingi allrar hækkunarinnar, en það voru kjöt, mjólk og egg, og vörur skyldar þeim. Það hefir því allaf verið aug- ljóst hverjum sem vildi sjá að frumorsök hinnar miklu dýrtíð ar er að finna í þeirri ráðstöfun, er gerð var í jan. 1940, fyrst og fremst að tilhlutun Fram- sóknarflokksins, þegar landbún aðarvörurnar innlendu voru teygðar langt fram fyrir verka- kaupið. MðDrstoður 6 manna nefildarinnar. Nú kann einhver að segja: Þetta getur ekki verið tilfellið, því að 6 manna nefndin svo- kallaða, sem sett var síðastliðið vor til að finna rétt hlutfall milli kaupgjalds og verðlags NOKKUR DRÁTTUR hefir, vegna fullveldisdagsins, orð- ið á að birta síðari hluta af hinni ágætu ræðu Emils Jónssonar um dýrtíðarmálin við eldhúsumærðurnar á alþingi. En nú birtir blaðið hann í dag og fjallar hann aðallega um uppbæturnar á afurðaverð bænda, sex manna nefndina og þátt kommúnista í henni. á innlendum vörum komst að þeirri niðurstöðu einróma, að enn þyrfti verðið á innlendu vörunum að hækka samanborið við kapgjaldið; og það er rétt, nefpdin komst að þessari merki legu niðurstöðu. Ég hefi áður hér á al- þingi lýst því nokkuð hvern- ig vinnubrögð þessarar nefnd ar komu mér fyrir sjónir, og ég get ekki tímans vegna endurtekið það hér, en ég get sagt það samt, sem var niðurstaðan af athugunum mínum í þessu efni, að niðurstöður nefndarinnar eru í ýmsum atriðum mjög vafa- samar, og í sumum atriðum beinlínis rangar, eins og t. d. það, þegar sjómönnum, sem selja hlut sinn eftir föstum samningi, og fá því ekki hækkun á kaup sitt sam- kvæmt vísitölu, er áætluð vísitöluhækkun eins og öðr- um mönnum, er vinna fyrir föstu kaupi. Á þetta hefir ver ið bent og því hefir ekki verið mótmælt. Með þessu móti var hægt að teygja áætl- að meðalárskaup verkamanna upp í 15,500 kr., sem áreiðan lega stenzt ekki, og við þessa upphæð var svo miðað þegar verðlagið var ákveðið á land- búnaðarvörunum. Sömuleiðis var áætlað í þessum útreikningi að út- gjöld meðalbús, með 5 kýr og 80 ær, FYRIR AÐKEYPT AN VINNUKRAFT, væri talsvert á 13. þús. kr. á ári. Þessar tölur gefa ærið tilefni til umhugsunar SSvik komimsnista vlð launastéttirnar. Hverjir bera svo ábyrgð á þessum niðurstöðum 6 mamna nef ndarinnar ? Háttvirtur 1. þingmaður Reykjavíkur, Magnús Jónsson, upplýsti í gær að í nefndinni hefði átt sæti 1 Framsóknar- maður, 3 Sjálfstæðismenn og 2 kommúnistar, þessir menn bera því ábyrgðina á gjörðum nefnd arinnar. Gagnvart neytendum og þing kemur? Þá láta kornmún- istar það vera sína fyrstu til- lögu, að þingið geiizt upp við stjórnarmyndun, og að ríkis- stjóri skipi utanþingsstjórn yfir landið; en síðan eyða þeir vikum og mánuðum í málamyndavið- ræður. við Alþýðuflokkinn bg Framsókn um vinstri stjórnar- myndun, til þess að segja að lokum, að um enga slíka stjórn- armyndun geti verið að ræða, nema skilyrðislaust sé gengíð að öllum skilyrðum og firrum, sem fram hafa verið settar af miðstjórn Kommúnistaflokksins þ. e. a. s. af húsbændunum aust- ur í Moskva! Eftir slíka framkomu, eftir slík svik við kjósendur, þyrftu þeir Einar Olgeirsson og félagar hans sízt að furða sig á því, þótt þændafulltrúarnir í Framsókp og Sjálfstæðinu sæju sér ein- hvem tínda leik á borði. Því að betur var ekki hægt< að búa í haginn fyrir þá. Þeir Einar og Co. hafa reynzt góðir haukar í horni fyrir afturhaldið, síðan þeir komu með sinn stóra málaliðsflokk á þing. verkamönnum verður þó sök- in þyngst á fulltrú-um þessara aðila, sem voru kommúnistarnir. f fyrsta sinni fóru þeir hér einir með umboð verkalýðs- og launastéttanna í stórfelldu máli. Og strax nota þeir þetta fyrsta tækifæri til að svíkja þann málstað, sem þeim var trúað fyrir. Til hvers? spyrja menn. Brynjólfur Bjarnason gaf svarið í ræðu sinni í gær. Hann sagði að hér hefði bænd unum verið veitt af rausn og það svo að meðalbóndi gæti nú samkvæmt þessari ákvörð un 6 manna nefndarinnar haft tvöfalt kaup á við verka mann, og það er vissulega satt. En hann krafðist líka launanna. Hann sagði að fyrir þetta. og .aðra. hugulsemi kommúnista við bændur bæri þeim nú að fela sér og sínum flokksmönnum umboð sitt og engum öðriun. Það var til- gangurinn. Fyrir þessa von um. atkvæði .bænda, .voru launastéttirnar sviknar. Eitt mótatkvæði dugði til þess að hindra þetta samkomulag, sem þarna var gert. En þetta at- kvæði var ekki greitt, af þeim sem áttu að gera það, og bar skylda til að gera það — og: árangurinn er — segir Br. Bj. í gær — pólitískur sigur fyrir al þýðuna í landinu. Ég skal ekk- ert um það fullyrða hvort þessi aðferð verður pólitískur sigur fyrir hv. 5. þm. Rv. Br, Bj, og hans flokk, en hitt vil ég full- yrða að fyrir alla alþýðu í land- inu, bæði til sjávar og sveita verður þessi ráðstöfun til að við- halda dýrtíðinni og hækka hana, eklki pólitískur sigur, fyrir þess- ar stéttir, heldur til bölvnar. YSirvofandi hrnsi. Atvinnuleysið er nú aftur að halda innreið sína. Og með sama áframhaldi verður ekki langfe iþangað til þair latvinniuvegir, sem háðir eru verðlagi á erlend um markaði gdta ekki risið undir dýrtíðiimi.' Við getum ekki greitt 21 kr. fyrir smjörkílo þegar það fæst frá Ameríku með gífur- legum flutningskostnaði fyr- ir 7 krónur hingað komið. Við getum ekki greitt 1—2 kr. fyrir kartöflu kílo þegar það kostar 40 aura í Englandi og við getum ekki framleitt út- flutningsvörur, sem eiga að standast samkeppni á erlend- um markaði með sífellt hækk andi dýrtíð. Og síðast en ekki síst, við geturn ekki greitt Frh. á 6. síðu. "O LÖÐIN tala í seinni tíð oft og ekki að ósekju um ó- starfhæft þing hjá okkur. í því sambandi minnist Tíminn í fyrradag á vinnubrögð komm- únista á þingi og þann þátl, sem þau eiga í óstarfþæfni þess. Tíminn segir: „Kjarninn í ræðum Einars Ol- geirssonar í útvarpsumræðunum á dögunum var í höfuðatriðum þessi: Fulltrúar borgaraflokkanna Sögðu að þingið væri óstarfhæft. Hvað gerir það til? Tapar alþýð- an nokkuð á því? Það setur ekki þrælalög á meðan. Það er ekki ósennilegt, að mörg- um hafi þótt þetta ein athyglis- verðustu orð eldhúsumræðanna. Þau lýsa ekki aðeins fögnuði upplausnarmannsins yfir óáran þeirri, sem ríkir í þinginu og þjóð- lífinu. Þau lýsa jafnframt þeirri skoðun, sem hann og sáiufélagar hans vilja að þjóðin hafi á þinginu. Störf þess eiga aðeins að geta ver- iö á tvo vegu: Annað hvort setur það þrælalög eða getur ekki neitt. Þriðja möguleikánum, að þingið sé starfhæft <og setji umbótalög, er reynt að halda leyndum. Einar Olgeirsson hafði líka sér- staka ástæðu að þessu sinni til að þegja um þennan möguleika þings ins! Flokkur hans har höfuðábyrgð á því, að þessi möguleiki hefir ekki verið hagnýttur. Hann átti kost á að styðja starfhæfa umbóta- stjórn, sem ynni að skipulegri hagnýtingu stríðsgróðans' til að skapa vinnandi stéttum landsins örugga og vaxandi framtíð. Hann kaus heldur óstarfhæft þing, upp- lausn, vaxandi dýrtíð og fyrirsjá- anlegt atvinnuleysi. Með þeirri ráðaþreytni sinni, sýndu Einar Olgeirsson og sálu- félagar hans, að allt skraf þeirra um lýðræði og samvinnu hinna vinnandi stétta var blekking ein. Þvert á móti er ekkert, sem þeir óttast meira en umbótasamvinna bænda og verkamanna á þingræðis grundvelli. Reynslan annars stað- ar hefir sýnt, að kommúnisminn hefir engan jarðveg þegar unnið er á| þennan hátt, Hins vegar er óstarfhæft þing eða aftur- haldssamt þing æskilegt fyrir hann. Þess vegna reyna kommún- istar að telja fólki- trú um, að þjngið hafi ekki, nema þessa tvo stafsmöguleika, og þess vegna reyna þeir líka að hindra allt um- bótastarf þingsins. Kommúnistar hafa ekki aðeins hindrað, að bændur og verkamenn gætu unnið saman að stjórn lands- ins til að tryggja hag og öryggi þessara stétta í framtíðinni, held- ur reyna þeir einnig að hindra alla viðleitni á alþingi, sem geng- ur í þá átt að bæta hag þessara (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.