Alþýðublaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.12.1943, Blaðsíða 7
■Laugardagnr 4. clesember 1S43 ALPÝÐUBLAÐIÐ JÉL. &0&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&$ ÍBœrinn í dagf| Næturlækmr er í nfött í Lækrrn- varðstofunni, sími 5036. NæturvörSur er í kaugavegs- apóteki. tFirVARPIÐ: 20.30 Útvarpstríóið: Trrö snr. 14 '1 c-moll æftir Haydn. 20.45 Leikrit; „SkilnaSarmáltíð" eftir Artbur Schnitzler (Brynjfelfgur Jóbannesson. Alda Möller, Indriði Waage) :21.15 Tónleikar. 21.20 Upplestur: Sögukaöi (KfisSt mann Guðmundsson rithöf- undur).. 21.45 Tónleikar:. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. Háskólafyrirlestur. Prófessor, dr. pMl. Alexander Jóhannesson flytur fyrirlestur á á morgun, sunnudag 5. þ. m. kl. 2 e. h. í hátíðasal háskólans, um ís- land í frönskum bókmenntum. — Öllum heimill aðgangúr. Allír Danir og danskfæddir menn hér í bæn- um eru boðaðir á fund að Hótel ísland 8. þ. m. kl. 8,30 stundvísl. Ueikfélag Reykjavíkur sýnir Lénharð fógeta kl. 3 á morgun og leikritið Ég hef kom- ið hér áður kl. 8 annað kvöld. — Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Nú eru aðeins ein til tvær sýningar eftir því æfingar á jóla- leikritinu verða látnar sitja fyrir. Hjónaefni 1. des. opinberuðu trúlofun sína Ðagbjörg Einarsdóttir, Bergstaða- stræti 67 og Kristján Ó. Magnús- son skrifstofumaður hjá O. Johnson & Kaaber. Hallgrímsprestakall. Messað verður í Aausturbæjar- skóla á morgun kl. 5 e. h. sr. Jakob Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. sr. Jakob Jónsson. Sunnudaga- skóli kl. 10 f. h. í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu. Fríkirkjan. Messað á morgun kl. 2, séra Ární Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta fellur niður af sérstökum á- stæðum. Árshátíð Félags ungra jafnaðar- manna verður í kvöld í fundarsal Al- þýðubrauðgerðarinnar. Aðalræð- una flytur Ragnar Jóhannesson, en auk þess verður upplestur sameiginleg kaffidrykkja og dans. Fiðimennnr fnndnr ibi bindiDdlssðl ÚTBREIÐSLUNEFND Þing- stúku Reykjavíkur gekkst fyrir fundi um bindindismál í Listamannaskálanum s. 1. mánu dagskvöld. Þorsteinn J. .Sigurðsson, þing templar setti fundinn með stuttri ræðu. Næsti liður á dag- skránni átti að vera ræða, er Ólafur B. Björnsson, kaupmað- ur á Akranesi flytti, en vegna veikindaforfalla hans flutti stótemplar ræðu Ólafs. Þá las Þóra Borg Einarsson, leik- kona upp kvæði með undirleik systur sinnar Emilíu Borg. Að því loknu flutti Sigfús Sigur- hjartarson, alþingismaður ræðu um ástandið í áfengismálunum hér í bænum. Milli atriðanna fór fram fjöldasöngur. Eundarstjóri var Helgi Helga son, verzlunarstjóri. Mun þetta vera einn fjölmennasti fundur um bindindismál, sem haldinn hefir verið hér í Reykjavík um langt skeíð. Áberandi var hve margt ungt fólk, stúlkur og piltar, sóttu fundinn. UPPBÆTUR TIL SPARIFJAREIG- ENDA Frh. af 2. síðu. eigenda er einnig gert æáð fyrir, að styrkþegar úr opinberum sjóðum ver.ði sömu uppbóta að- njótandi og með sömu .skilyrð- um, enda er staða þessa fólks svipuð og hinna eiginlegu spari- fjáreigenda. Að svo koirmu er ekki unnt að segja neitl fyrir um það, hversu fjárfrekar uppbætur þessar mimdu verða. Vitneskja um það fæst aðeins með því að rannsaka skattaframtölin fyrir árin 1940—42, en á þvi hafa íhöfundar tillagnanna ekki átt kost. Þó mun óhætt að íullyrða, að með öllum þeim takmörkun- ’um, sem tillögurnar gera ráð fyrir, geti samþykkt þeirra ekki feaft í för með sér iilfinnanlega útgjaldaaukningu fyrir ríkis- sjóð. Hitt er hins vegar víst, að viðtakendurna mundi muna mikið um að fá þær uppbætur, sem tillögurnar gera ráð fyrir. Þótt tillögurnar nái skammt, mundi hins vegar samþykkt þeirra gera mikið til þess að lagfæra stórfellt félagslegt mis- rétti, sem ein stétt þjóðfélags- ins, sparifjáreigendur, hafa orð- ið að þola síðustu árin.“ Kveðja HSiert D. Tö0- mas tif fslands á fuil- veldisdaginn. TT VEÐJA Elbert D. Thomas, ^ hins ameríska senators, til íslands á fullveldisdaginn, sem áður hefir verið getið, var svo- hljóðandi: „Er vér Bandaríkjamenn sendum Íslendíngum heillaósk- ir vorar á tuttugu og fimm árs- afmæli fullveldis þeirra^ skilj- um vér, að fjórðungur alciar er ekki langur tími hjá þjóð, sem hefir haft þing í meira en 1000 ár — en vér vitum þó, hve þessi frelsisást er íslendingum mikilsvirði. ý I þessum hildarleik, sem nú á sér stað milli einræðisvald- anna og lýðræðisvaldanna, fær frelsið á sig nýjan dýrðarljóma og verður oss enn dýrmætari en áður. Bæði ísland og Bandaríkin byggðust vegna knýjandi þrár á frelsi — frumbyggingar beggja landanna voru menn, sem voru í leit að frélsi. Að mörgu leyti stöndum vér Banda ríkjamenn í skuld við íslend- inga. ísland ól upp marga frum- byggendur Bandaríkjanna, sem fluttu með sér hingað dirfsku og hugrekki víkingsins, en það eru hæfileikar, sem frumbyggj- endur lands vors gátu ekki án verið. Fyrsta íslenzka byggðar- landið í Bandaríkjunum var stofnað í fylki því, sem ég er fulltrúi fyrir, Utah. Vestur- Islendingar eiga hlutdeild í laga gerð, listum, mennta- og verzl- unarmálum Bandaríkjanna. Nú stöndum vér í þakkar- skuld við íslendinga fyrir gest- risni þeirra gagnvart hermönn- um vorum, sem á íslandi dvelja, jþesa að halda uppi vörnum fyrir lyðræðinu, og frelsinu, sem báðar þjóðir voraar meta svo mikils. Vinátta sú, sem tek- ist hefir milli íslendinga og hermanna v orra á íslandi er samskonar vinátta og tekizt hefir milli íslenzkra náms- manna og amerískra í skólum hér í Bandaríkjunum. Hið vaxandi samúð og skiln- ingur milli þessara tveggja frjálsu þjóða gefur góðar vonir um vináttu á friðartímunum, sem munu renna upp, er lýð- veldin hafa unnið sigur sinn.“ Minningarorð: Anna ingvarsdóiiir. F. 8. apríl 1900. D. 6, okt, 1943. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sólar fcgri. Sofinn, er nú söngurinn Ijúfi í svölum fjalldölum. ÞESSI ORÐ komu mér í hug, er mér barst sú harmafregn, að frú Anna Ingv- arsdóttir frá ísafirði hefði lát- ist í Ameríku, þann 6. okt. s. 1., að afstaðinni hættulegri skurð- aðgerð, en þangað hafði hún verið flutt í herflugvél nokkr- um dögum áður til þess að leita lækninga. Hefur bálför hennar nú farið fram í Ame- ríku, en jarðneskar leifar verið fluttar vestur til ísafjarðar, þar sem minningarathöfn um frú Önnu sál. fór fram í fyrrad. Hið snögglega fráfall þessarar merku konu kom nokkuð á ó- vart, því þótt heilsu hennar hefði á hinum síðustu tímum farið mjög hnignandi, henni íókst með einstakri þolinmæði og æðruleysri ró að dylja svo þjáningar sínar, að fæstum kom í hug, að hið jarðneska líf henn ar var að fjara út. Og ég minnist þess nú, að síðasta sinn sem ég leit frú Önnu Ingvars- dóttur, en það var á sjúkra- húsi í Reykjavík, duldist manni að vísu ekki að hún var sárþjáð, en sálarþrekið var þó enn óbugað, og einnig þá var frú Anna gædd sama trúar- traustinu og sama eldlega á- huganum fyrir hugðarmálum sínum eins og ætíð áður. Þeim hugðarmálum, sem henni hafði á lífsferli sínum tekist að vinna fylgi meðal fjölmargra sam- borgara sinna. En einmitt þess- ir eiginleikar frú Önnu urðu þess valdandi, að þeir sem höfðu kynnst henni fannst, að þeir hefðu þekkt hana allt sitt líf. Því er það, að hin stutta viðkynning mín við hana og heimili hennar, var mér það mikils virði, að ég fæ eigi orða bundist nú, er skarð er fyrir skildi. Frú Anna Ingvarsdóttir var gáfuð kona og glæsileg. Hún var fædd 8. apríl árið 1900, dóttir hjónanna Ingvars Vigfús sonar blikksmiðs og Sigríðar Árnadóttur konu hans, sem nær öll sín búskaparár bjuggu á ísafirði. Frú Önnu má með réttu telja hamingjusama konu. Hún var alin upp á góðu heimili foreldra sinna og naut þar ást- ríkis og umhyggju en giftist ung hinum ágæta manni Jónasi Tómassyni, tónskáldi, og hafa þau hjónin eignast þrjá mann- vænlega sonu. Var heimili þeirra hjóna á ísafirði rómað fyrir gestrisni og myndarbrag og umhyggju fyrir því er verða mætti til fegrunar og meiri fullkomnunar á göngu lífsins. í því efni reyndust þau hinir öruggu leiðsögumenn, sem með persónuleika sínum og áhuga hrifu samborgara sína, og vís- uðu þeim leið gegnum torfær- urnar að vermætum lífsins. Það yar því engin tilviljun að hugur frú Önnu Ingvarsdótt ur heindist þegar í upphafi að auknu söngmálastarfi og eflingu bindindismála í landinu, því að á þeim sviðum þurfti þjóð vor ekki hvað sízt á liðsmönn- um að halda. En starf frú Önnu einskorðaðist þó ekki ein göngu vdð þetta, heldur tók hún einnig virkan þátt í öðrum menningarmálum, svo sem kven félags- og líknarmálum, og sýndi í því sem öðru næman skilning og fórnarlund. Verða slík störf aldrei metin að verð- Ieikum. Móðir mín, Sigurhjörg Siguröardóttir, andaðist að heimili systur minnar, Bergþórugötu 43, í gær. Fyrir hönd systra minna og annarra aðstandenda. Meyvant Sigurðsson. Nðtnnevti stúdenta vantar tvær stúlkur, aðra í eldhús hina til upp- þvotta. Hátt kaup, Frítt fæði og húsnæði. — Upplýsingar í mötuneytinu, háskólakjallaran- um, suðurdyr kl. 4—6 í dag og næstu daga Ég sem þessar línur rita, átti þess kost, að koma oft á heimili þeirra hjóna á ísafirði, og á frá þeim tímum ógleym- anlegar endurminningar. Ég minnist þaðan margra stunda er manni fannst eims og and- rúmsloftið sjálft væri þrungið unaðslegu samblandi töfrandi söng- og hljómlistar. Hin með- fædd sönggáfa þeirra hjón,a og listræn túlkun á þeim viðfangs efnum, sem bverju sinni blöstu við, stuðluðu að því, að ísa- fjarðarkaupstaður hefur um langt árabil, verið merkur þátt takandi á söngmálasviði þjóðar innar. En í Sunnukórnum starf aði frú Anna af lífi og sál til æfiloka, og var ein af einsöngv urum hans. Starfsemi þessa kórs er svo þekkt, að óþarft er að minnast mörgum orðum á hann en þess skal aðeins getið, að kórinn hefur jafnframt því að vera blandaður kór einnig ver- ið kirkjukór, og hefur haft til meðferðar margháttuð verk- efni andlegs og veraldlegs efnis, eftir hina færustu tónsnillinga, innlenda og erlenda. Þá var og heimili frú Önnu opið hverjum listunnandi manni, hvort held- ur hann þurfti sjálfur á fræðslu að halda á því sviði, eða átti erindi til ísafjarðar á ferðum sínum. Er ég þess fullviss, að þeir hinir sömu eiga einungis hugljúfar minningar tangdar við það heimili, sem mitt í hversdagslegu annríki dagsins brosti mót hinum þreytta ferða lang. Mörgum hefir eflaust verið það hulið, hvernig frú Anna og maður hennar gátu sam- hliða umfangsmiklum dagleg- um störfum, helgað ménningar málum svo mjög krafta sína, sem raun varð á. En þeir, sem kynnzt hafa söngmálastarfi þeirra hjóna, vita að lausnina er að finna í einlægum áhuga þeirra fyrir öllum sönnum menningarmálum, og knýjandi þörf fyrir að miðla öðrum af fróðleik sínum og þekkingu. Um þann minnisvarða er frú Anna Ingvarsdóttir hefir þann ig reist sér, mun því standa ljómi langt fram í ókomna tíð. En hin hljómþýða rödd frú Önnu er nú hljóðnuð og horf- in. Röddin, sem svo óteljandi mörgum hefir yljað með hrein- leik sínum og blæfegurð í gleði og í sorg. í meðlæti og einnig á stund reynslunnar. Skarðið er því stórt, en sárastur er þó harmurinn eiginmanni og son- um, sem nú hafa séð á bak tryggum ástvini og lífsföru- naut á bezta skeiði ævinnar. En minningarnar eru hugljúf- *ar, og hin mjúka líknarhönd drottins mun hér styrkja og vernda. Hún, sem megnar að reisa við hinn brákaða reyr, og breyta nótt í dag. Hún, sem vís- ar ‘huganum leið úr sorginni inn í hið þráða land endur- fundánna, þar sem víðsýnið skín. — Og „þú, fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér guð í sinni dýrð, nú gleðst um ei- lífð þinn andi.“ Og nú kveð ég þig Anna, og þakka. þér fyrir alla sólargeisl- ana, sem starf þitt hér á jörðti megnaði að veita. Við vinit þínir vitum, að handan víð hafið hefir þér verið ætlað meira að starfa guðs um geim. Blessuð sé minning þín Þorsteinn Sveinsson. ðjðfia til Félags ísl. stídenta í Keap- mannalwín. ¥ HÓFI Hafnarstúdenta ■* 21. jan. s.l., sem efnt var í minningu um 50 ára afmæB. félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, var hafin söfnun fjár til styrktar félaginu í þjóðræknisbaráttu þess meðal íslendinga á meginlandi Norð- urálfu. Þetta kvöld og næstu vikurnar þar á eftir söfnuðust kr. 8822,20 í sjóðinn. Fé þetta, sem nam 7013,99 danskra króna, var sent félag- inu, ásamt tilmælum um, að þeim, sem gefið höfðu kr. 20,00 eða meira, yrði tryggður 1. árg. „Fróns“, hins nýja tímarits stúdentafélagsins, án frekara endurgjalds. Fjármálaráðuneytinu, — sem annaðist yfirfærslu fjárins, — hefir nýlega borizt símskeyti frá sendiráði íslands í Kaup- mannahöfn, þar sem skýrt er frá því, að stúdentafélagið flytji geföndunum „hjartanlegustJu þakkir fyrir hina stórfenglegu gjöf“. Er þar jafnframt til- kynnt, að 100 eint. af 1. árg. „Fróns“ verði tekin frá og geymd skv. tilmælum þeim, sem héðan höfðu verið send. Þeir, sem gáfu kr. 20,00 eða meira í þjóðræknissjóðinn og óska að hagnýta sér framan- skráð kjör, eru beðnir um pð tilkynna undirrituðum það hið fyrsta og eigi síðar en þ. 25. þ. m. Ludvíg Guðmundsson. OLÍUMÁLIN. Framhald af 2. síðu aðrir flakjj.ai é rnóti. Því næst komu þeÖ* JWögu um vísa málinu Wi é®Kierjarnefp|L- ar. En það fðr áf éomu leið. AB svo búnu var fíumvarpinu yfe- að til 2. umræðu með samhljóða atkvæðum. Thor Jenssen íyrverandi útgerðarmaðwr vsmS áttræður í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.