Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAPIÐ Sunnudagur 12. desember 1943.; Stérgurðulegar wpplýsingar: Dómsmálaráðherrann dæmir í málum í hæstarétti! Skilnaðarmálið; Fjölmennur fundur lýsir sig fylgjandi samkomu- lagstillögum hinna 14. .....■■■<»■■ -- Og skorar á alf>íngi að leysa málið á grundvelli jieirra. -----—♦-------- NOKKRIR MENN úr hópi hinna 270, sem áskorunina sendu til alþingis í haust um að fresta formlegum sambandsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæð- um, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa, boðuðu til fundar í Kaupþingssalnum hér í Reykjavík í fyrrakvöld til að ræða skilnaðarmálið og var fundurinn haldinn fyrir fullu húsi, bæði reykvískra og hafnfirskra kjósenda. Fundurinn samþykkti meðal annars eftirfarandi yfir- lýsingu og áskorun í einu hljóði „Fundur reykvískra og hafnfirskra borgara, hald- inn í Kaupþingssalnum föstudaginn 10. desember 1943, lýsir sig fylgjandi tillögum þeim til samkomulags í lýð- veldis- og sambandsmálinu, sem 14 menn báru fram x bréfi til stjórnarskrárnefndar alþingis 29. nóvember sl., og skorar á alþingi að beita sér fyrir lausn málsins á grundvelli þeirra“. Jóhann Sæmundsson yfirlæknir var frummælandi á fundinum, en auk hans tóku til máls: Sigurður Nordal pró- fessor, Árni Pálsson prófesjsor, Kjartan Ólafsson bæjar- fulltrúi, Pálmi Hannesson rektor, Magnús Ásgeirsson rit- höfundur, Sigfús Halldórs frá Höfnum skrifstofustjóri og Árni Jónsson ritsstjóri frá Múla. « Bæjarstjðrnarbosniniar í aðsfgi ð Siglnfirði. Bæjarstjónarmeirihlutimi kiofnaður — Framsókn hefur sagt skilið við ihaldið ! Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Siglufirði í gærkveldi. N ÝJAR BÆJARSTJÓRNARKOSNÍNGAR eru fyrir dyr- um á Siglufirði. Framsóknarflokkurinn sagði upp stuðningi sínum við Sjálfstæðisflokkinn og D-listamenn seint í gærkveldi og kefur bæjarstjórinn því engan öruggan meirihluta að baki sér lengur og er tilneyddur að segja af sér þegar í stað. Þegar Bæjarmálsráðið eða Fimmtánmannaráðið svonefnda var sett á laggirnar af þessum þrem flokkum, eftir síðustu kxjsningar, var ákveðið að þar skyldu rædd öll þýðingarméiri mál, sem fyrir bæjarstjórninni kynnu að liggja, en þennan bæjarmálasamning segja Fram sóknarmenn, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nú margsinnis brotið, og komi ekki til mála, að styðja ihami áfram. Megn ringulreið ríkir nú innan Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði og má telja víst, að fylgishrun hans komi í ljós við xiæstu kosningar, sem að öllum Jíkindum gætu farið fram í febrúarmánuði. Algert öngþveiti er á málefn- um bæjarins eins og vænta mátti, þegar annar eins meiri hluti og stofnaður var við síð- ustu kosningar, tók við stjórn bæjarins. - Viss. Verðlaunaveifingar úr Gjafasjóði ións Sigurðssonar fk L ÞIN GI hefir birt skýrslu frá gjafanefnd Jóns Sigurðssonar um úthlut Framh. á 7. síðu. Hefir þrisvar sinnnin skip að sjálfan sig til pess síð- an taann varð ráðtaerra! Þetta hneyksli var upplýst og vítt harðlega á alpingi í gær. m v _ GARÐAR ÞORSTEINSSON kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár í neðri deild í gær og beindí fyrirspurn til dóms- málaráðherra, sem vakti hina mestu athygli og undrun á alþingi. Garðar upplýsti það, að dómsmálaráðhérra, Einar Arnórsson, hefði þrisvar sinnum, síðan hann varð ráð- herra, dæmt í málum í hæstarétti. Taldi Garðar þetta sæta mikilli furðu og vera í beinni mótsetningu við áikvæði stjómarskrárinnar, þar sem svo er að orði kveðið, að dómsvaldið og framkvæmdavaldið skuli vera aðskilið. í lögum nr. 112 frá 1935 er enn fremur svo að órði kveðið, að forfallist dómari í hæstarétti, þá skuli dómsmálaráðherra skipa í hans stað, eftir áhend- ingu dómsins, prófe^sor við lagadeild háskólans, í fyrsta lagi, hæstaréttarmálaflutnings- mann, í öðru lagi eða héraðs- dómara, í þriðja lagi. Garðar kvaðst því ekki geta séð, að fullnægt vséri ákvæð- um þessara laga, þegar dóms- málaráðherra skipaði sjálfan sig til að gegna dómarastörf- um í hæstarétti. Kvaðst Garð- ar telja, að ekki mætti láta þetta óátalið og óskaði eftir skýringum ráðherrans á þessari ráðabreytni. Garðar lagði áherzlu á það í ræðu sinni, að hann vekti alls ekki máls á þessu vegna þess, að hann drægi í efa dómara- hæfileika ráðherrans, sem væri einn af færustu — ef éfcki bezti — lögfræðingum landsins. Sér lægi það eitt á hjarta, að þessi ráðabreytni yrði ekki upp tek- inn. Dómsvaldið og fram- kvæmdavaldið ætti að vera glöggt aðskilið. Hæfileikar nú- verandi dómsmálaráðh. snertu þetta mál ekki hið minnsta, enda mundi enginn draga þá í efa. Einar Arnórsson kvaddi sér hljóðs, þegar Garðar hafði lok- ið máli sínu. Hann kvaðst ekki geta ætlað, að hæfni sín til dómarastarfa væri ekki hin sama nú eins og áður en hann varð ráðherra. Hann kvaðst hafa tekið sæti í réttinum samkvæmt J tilmælum dómendanna og gera það, þegar þess væri óskað, hvað sem hver segði. Alþingi gæti svo kært sig fyrir landsdómi, ef því sýnd-> ist svo. Garðar lýsti óánægju sinni yfir þessum undirtektum ráð- herrans og kwáðst' ekki að neinu leyti geta verið honum sammála. Fréttin af þessum upplýs- ingum á alþingi vakti stórkost lega furðu undir eins og hún barst út um bæinn síðdegis ‘í gær og voru flestir á eitt sáttir um það, að hér væri um algert » Frh. á 7. sí@u. Nýr skíðaskáli vígður í dag Valsskálinn í Sleggjubeinsskarði skammt frá Koivi@arhóli Einar Arnórsson, dómsmálaráðherrann, sem öðru. hvoru sezt sjálfur í dómarasæti í hæstarétti. 1T NATTSPYRNUFÉL. AGIÐ VALUR vígir í dag kl. 2.30 veglegan skíða- skála, sem félagið hefir reist sér í svonefndu Sleggjubeins landi við Sleggjubeinsdal, skammt fyrir sunnan Kol- viðarhól. „Við áttum skíðaskála áður“, sagði Sveinn, ,en hann var orð- inn allt of lítill. Við réðumst því í það stórvirki að byggja nýjan skála í sumar — og byrj- uðum strax í vor. Við höfum að öll leyti byggt hús okkar sjálfir — og mér er óhætt að segja, að það er vandað. Við höf um hvorki sparað vinnu né fyr- irhöfn til að gera skálann, sem bezt úr garði, og ég vona að sú verði líka raunin. í skálanum er stór salur, eitt lítið herbergi, eldhús, rúmgóð forstofa og svefnloft. Það er skíðanefnd félagsins, sem á aðallega heiðurinn skilið fyrir að hafa komið þessu húsi okkar svo fljótt og vel upp, þó að margir ágætir félagar hafi einnig lagt þar hönd að verki, en í skíðanefndinni eru þessir félagar: Þorkell Ingvarsson, sem er formaður nefndarinnar, Andrés Bergmann, Jóhannes- Bergsteinsson, Axel Gunnars- son, Hermann Hermannsson og Eyjólfur Magnússon. Við ætlum að vígja þennan skála á sunnudaginn — og bjóð um við til þeirrar vígslu nokkr- um kunningjum okkar.“ Reykvískur æskulýður hefir mikinn áhuga fyrir skíðaíþrótt- inni og fjöldi ungra manna og kvenna leggja mikið á sig til að koma sér upp vistarverum — eða áningarstöðum á ferðum sínurh um snævi þakin fjöllin. Þetta er gott og lofsvert. Stórmálin tefjasts íhaldið synjar un afbrigði P IGNAAUKASKATTURINN ■La átti að koma til 3. umræðu £ efri deild í gær. En til þess a$ svo mætti verða, þurfti a$ veita afbrigði frá þingsköpuna. Afbrigði fengust ekki, með þv£ að Sjálfstæðismenn í deildinns greiddu atkvæði gegn þeimu Fékkst því ekki nægilegur meiri hluti með afbrigðum. í þessari deild átti einnig að koma til 1. umræðu frumvarpið um breytingarnar á skattalög- gjöfinni. Fyrir því þurfti sömu- leiðis að leita afbrigða. Fór á sömu leið, og með eignaauka- skattinn. Sjálfstæðismenn sner ust gegn afbrigðunum og varð málið ekki tekið fyrir. — Þetta frumvarp hefir gengið í gegn- um allar umræður í neðri deild. í þriðja lagi var á dagskrá frumv. ríkisstjórnarinnar um olíugeyma o. fl. Það var 3. um- ræða. Því máli var frestað samkvæmt ósk atvinnumála- ráðherra. Mæðradyrfcsiwfndin byrjar jólastarfsemi sína Fyrir einstæðar mæður og börn þeirra, gamalt fólk og öryrkja MÆÐRASTYRKS- NEFNDIN hefur aafið fjársöfnunarstarfsemi sína til styrktar einstæðum mæðrum, böpnum þeirra,. gamalmennum og öryrkjum. Mæðrastyrksnefndin hefir kynni af fjölda fólks með bágar ástæður, og bætist stöðugt í þann hóp og það er kunnugt, að einstæðar mæður, gamalt fólk og öryrkjar finna sárast til dýrtíðarinnar — og ættu þeir, sem það geta, að styrkja þá, sem bágar hafa ástæður. í fyrra nutu m. a. um 700 börn hjálpar þeirra, sem sendu Mæðrastyrksnefndinni gjafir. Nefndin tekur á móti pen- ingagjöfum, mat og fatnaði —- og nefndarkonurnar úthluta hjálpinni sjálfar. Skrifstofa nefndarinnar er í Þingholts- stræti 18, sírni 4349.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.