Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 7
Sunuudagnr 12. desember 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ Nætulæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Ólafur Jó- bannsson, Freyjugötu 40, sími 4119. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTYARPIÐ: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 12.10— 13.00 Hádegisútvarp. 14.00—16.30 Miðdegistónleikar (plötur): a) Tríó nr. 3, E-dúr, eftir Mozart. b) Tríó nr. 7, B-dúr, eftir Beet- hoven. c) 15.00 Óperan „Cavalle- ria Rusticana“ eftir Mascagni (Listamenn Scala-óperunnar i Mílanó. — Sungin og leikin á ítölsku). 18.40 Barnatími (Barna- kór útvarpsins, Stefán Jónsson námstjóri, Helgi Hjörvar o. fl.). 19.30 Lítil sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert. 19.45 Aug- lýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tví- leikur á fiðlu (Þórarinn Guð- mundsson og Þórir Jónsson); Fiðlu-tvíleikur eftir Bériot. 20.35 Erindi: Úr sögu Laugarness (Ólaf ur Lárusson prófessor). 20.55 Hljómplötur: Norðurlandasöngvar ar. 21.10 Upplestur: Úr ævisögu Friðþjófs Nansen (Karl ísfeld blaðamaður). 21.35 Hljómplötur: Sónata fyrir horn og píanó eftir Beethoven. 21.50 Fréttir 22.00 Danslög. (Danshljómsveit Þóris Jónssonar kl. 22.00—22.40). Á MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30_16.00 Miðdegisútvanp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 1925. Þingfréttir. 19.45 Auglýsing ar 20.00 Fréttir 20.30 Þýtt og end- ursagt (Finnur Jónsson alþingis- maður). 20.50 Hljómplötur: Giese- king leikur á píanó. 21.00 Um dag inn og veginn (Sigurður Bjarna- son alþingismaður frá Vigur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Þjóð- lög frá ýmsum löndum. — Tví- söngur (frú Guðrún Ágústsdóttir og ungfrú Kristín Einarsdóttir): a) Sunnudagsmorgunn (Mendels- sohn), b) Engillinn (Rubinstein), c) Sumaryndi (Heise) d. Bátsöng- ur (Offenbach). 21.50 Fréttir F. U. J. heldur fund í húsi Alþýðubrauð gerðarinnar að Laugavegi 63 (gengið inn frá Vitastíg) annað kvöld kl. SV2. Á fundi þessum verða auk félagsmála, rædd at- vinnumál, og hefir Jónas Lúðvíks son þar framsögu. Siguroddur Mag-nússon les upp, en Helgi Sæmundsson flytur erindi. F. U. J. félagar í Hafnarfirði eru boðnir á fund þennan. Jólaglaðningur til blindra. Formanni Blindravinafélags ís- lands hefir verið afhent frá N. N. kr. 1000,00 til jólagjafa handa blindu fólki og flytjum vér hin- um ónefnda gefanda vorar innileg- usj:u þakkir. Framvegis verður gjöfum til blindra veitt móttaka í Körfugerðinni f. h. Blindravina- félags íslands. Þórsteinn Bjarnason. Messað í Háskólakapellunni í dag kl. 5 e. h. Stud theol. Jón Árni Sigurðsson predikar. Læknablaðið, 4. tbl. er -nýkomið. Efni þess er: Bjúgur og bjúgmeðferð, eftir Þórð Þórðarson lækni. Úr erlendum læknaritum. Stéttar- og félagsmál og fleira. Leikfélag Reykjavíkur hefir tvær sýningar í dag, Lén- harður fógeti kl. 3 og leikritið „Ég hef komið héri áður“ kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 1 í dag. Gjaldkeri félagsins biður þess getið, að framvegis verði út- borganir á virkum dögum 14. og 15. hvers mánaðar kl. 5—6 í Iðnó. Átfræður í dsjz G í U'BM-UNDUR EGGERTS- SON verkamaður, Freyjugötu 10 A. verður átt- ræður á morgun. Foreldrar hans voru þau hjónin Þorbjörg Kjar- tansdóttir og Eggert Eggerts- son að Miðjörðum í Kolbeins- staðahreppi. Þegar Guðmundur var 29 >ára gamall giftist hann Pálínu Matthildi Sigurðardóttur dóttur Valgerðar Pálsdóttur (sr. Páls í Hörgsdal á Síðu) og Sig- urðar Brandssonar. ihreppsstjóra í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi. Pálína sifcundaði ljósmóðurstörf í sveit sinni í 38 ár. Hún lézt í s.l. janúarmánuði. Var hún stór brotin kona og mikil í lund. Þau Guðmundur og Pálína bjuggu í Haukatungu og Tröð og eignuðust fjögur börn: Sig- urð, starfsmann í Vinnumiðl- unarskrifstofunni, Eggert verka- mann, Valgerði kennslukonu og Ólaf Gísla tollþjón. Árið 1920 fluttust þau -hjónin hingað til Reykjavíkur fór Guðmundur strax að stunda verkamanna- vinnu, hér í bænum. Vann hann fyrst hjá Íslandsfélaginu og við ýmsa lausavinnu, þá vann hann hjá „Bergenska“, en síðan hjá Ríkisskip og Eimskip — og enn stundar Guðmundur vinnu sína, -enda er beilsan ágæt, þr-átt fyr- ir mörgu árin og langan vinnu- dag. Guðmundur er lágur máður vexti og grannur og mjög snot ur að vallarsýn. Hann er fríður og svipurinn alltaf hýr og glað ur, -bros lei'k-ur oftast um varir han-s og geislar úr augunum- Maður -mætir honum næstum daglega í Ingólfsstræti eða á Hverfisgötu, vinnuklæddan og með -Mtinn matarstokik undir hendinni og alltaf er kveðjan jafn glaðleg og hlýleg. Guðmundur gekk í Dagsbrún stax og hann kom hingað og hefur æfcíð síðan fylgfc félags- skapnum af kostgæfni og stutt hann með ráðum og dáð, eins og hann hefur alltaf lagt fram alla krafta sína í hagsmuna- og félagsmálabaráttu -stéttar sinn- ar. Hann er heilbrigður maður og heilsteyptur í beztu merk- ingu þessara orða, ljúfmenni hið mesta og gjörhugull, en -enginn uppþotsmaður. Það er alveg óhætt að full- yrða það, að öllum, sem hafa kynnst Guðmundi Eggertssyni þyki vænt um hann, slíkir menn skapa yl og hlýju í kringum sig, ungir og gamlir — og hvar sem þeir fara. Heill þér áttræðum ötuli og bjarti verkamaður. 1000 króna gjöf í peningum hefir Vetrarhjálp- inni borizt frá Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala, en hann hefir á ári hverju styrkt starfsemi hennar með rausnarlegum gjöfum. Dómsmála- ráðherrann. Frh. af 5. síð>u. hneyksli að ræða. Má það furðu sæta, ef það á ekki eftir að hafa einhver eftirmál. Og það gerir þetta mál enn furðulegrá, að hæstiréttur hefir hér bent á mahn til að taka sæti í dómn- um, sem alls ekki uppfyllir skilyrði laga þar að lútandi. rerðlsBiisieiíiftpr ðr sis| Jðos íÍEBrðwar. Frh. af 2. síðu. un fjár úr sjóðnum í tvö ár, 1940 og 1941. í skýrslunni segir meðal annars: „Hinn 20. janúar 1940 gaf nefndin út auglýsingu um, að þeir, er til verðlauna hygðu, skyldu hafa sent nefndinni rit- gerðir sínar fyrir lok ársins. Nefndin móttók ritgerð um „átrúnað þriggja höfuðskálda“, Bjarna Thorarensens, Jónasar Hallgrímssonar og Gríms Thom sens, og veitti höfundi hennar í viðurkenningarskjmi 400.00 kr. Það kom í ljós, a6 hann er fiéra Gunnar Árnason á Æsu- stöðum. Nefndin móttók einnig ný- prentað rit um Sturlungaöld eftir dr. Einar Ól. Sveinsson og samþykkti að veita honum fyr- ir það 700.00 kr. Ennfremur móttók nefndin umsókn frá félaginu „Ingólfi" um styrk til útgáfu Suðurnesja annáls séra Sigurðar Br. Sí- vertsens á Útskálum, og sam- þykkti nefndip að veita félag- inu það, sem nú yrði úthlutað af vöxtum sjóðsins fram yfir of angreindar 1100.00 kr. Hefir þessi ákvörðun verið tilkynnt stjórnarráðinu, og er Alþingi skýrt frá henni hér með“. Ennfremur segir svo: „Hinn 30. des. 1941 gaf nefnd Flugmaðurinn og móðir hans. ji • Thomas J. Lynch, „Tommy“, eins og hann er kallaður, sem myndin er af, er flugmaður í her Bandaríkjanna, 26 ára að aldri. Hann hefir skotið niður 16 japanskar flugvélar austur í Kyrrahafi og koin nýlega heim í fyrsta orlofinu, sem hann fékk á 20 mánuðum. Gamla gráhærða konan, sem tekur svo vel á móti honum, er móðir hans. in út auj*lýsingu um, að þeir, er til verðlauna hygðu, skyldu hafa sent nefndinn-i ritgerðir sínar fyrir lok ársins 1942. Nefndin móttðk á árinu ein- ungis eitt rit, og var það efnis- skrá um dómasafn landsyfir- réttar 1875—1919, tekið saman af herra hæstaréttarmálaflutn- ingsmanni Gústafi A. Sveins- syni. Samþykkti nefndin í einu hljóði að veita honum 1500.00 kr. að verðlaunum fyrir þetta verk hans. Var stjórnarráðinu tilkynnt það með bréfi, dags. 23. júní þ. á., og Alþingi skýrt frá því hér með.“ 1 verðlaunanefndinni eiga sæti þeir Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, dr. Þorkell Jóhannesson landsbókavörður og dr. Þórður Eyjólfsson hæsta réttardómari. VerzlDnarjðfKiAnrim enn óhagstæðnr nm 13 milljénir En aðstaðan við útiðnd batnaði þó i nóvember um 2 milljónir. VERZLUN AR J ÖFNUÐ- URINN við útlönd varð í nóvembermánuði hagstæð- ur um nærri 2 millj. króna, en þó er verzltmarjöfnuður- inn enn óhagstæður þá 11 mánuði, sem liðnir eru af ár- inu. Það, sem af er árinu er verzl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um tæpar 13 milljónir króna. Alls hefir innflutningurinn num ið kr.: 226 322 000.00, en út- flutningurinn hefir numið á sama tíma kr.: 213 583 000.00 — og er því verzlunarjöfnuður- inn óhagstæður um 13 millj. króna. Á sama tíma í fyrra nam inn flutningurinn kr.: 212.5 milljón um króna og útflutn-ingurinn kr.: 194 milljónum. Þá var verzlunarjöfnuðurinn því óhag- stæður um 18.5 milljónir kr. í nóvembermánuði var síld- arolía flutt út fyrir 9,5 milljón- ir króna, ísfiskur fyrir 8 mill- jónir króna, freðfiskur fyrir 2,7 milljónir króna og lýsi fyrir 1 milljón króna. Að sjálfsögðu koma hér ekki öllu kurl til grafar, því að eins og kunnugt er hefir landið miklar tekjur af kaupum setu- liðsins hér og yfirleitt af allri dvöl þess í landinu. Jólablað Æskunnar kom út í gær. í forsíðu er fögur litmynd. Efni að öðru leyti er á þessa leið: Hver gefur mest á jóL unum, eftir séra Sigurbjörn Ein- arsson, með mynd. Betra en brúða, eftir Ragnheiði Jónsdóttur, Förin til stjarnanna, eftir Kvöldúlf, meS mörgum my-ndum. Eg hinn miklS, þýtt af V. Snævarr. Gleðileg jól, kvæði, eftir Guðm. Guðmundsson. Ágirndin er slæm. Jólakvöld, með fjölda mynda. Til móður minnar, kvæði eítir Jóhann Sigurjónssoa, S^ga frá Grænlandi. Kóngsveizl- an. Sendiboði Drottins og fjöldinn allur til viðbótar af skemmtilegu efni við barna hæfi. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund í Odd- fellowhúsinu, þriðjudagskvöldið þ. 14. des. 1943. Húsið opnað kl. 8.45. Hr. sendikennari Cyril Jack son flytur erindi (á íslenzkuj meS skuggamyndum um hið fagra vatnahérað (Lake district) í Eng- landi. Dansað til kl. 1. Aðgöngu- miðar fást á þriðjudaginn í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymundsson- ar og ísafoldarprentsmiðju. Gjafir til Blindraheimilis: . V. V. kr. 1000.00. J. H. kr. 500.00. Þ. S. kr. 1000.00. V. F. kr. 1000.00. J. B. kr. 500.00. J. K. kr. 1000.00. SV. kr. 300.00. Þ. J. k*. 100.00. A. J. kr. 300.00. N. N. kr. 50.00. M. K. kr. 1000.00. S. G. kr. 500.00. Samtals kr. 7250.00. Áður auglýst kr. 72 575.00. Alls kr. 79 825.00. Með þökkum móttekið. Fj ársöf nunarnef ndin. Eining, jólablaðið, er komði. Á forsíðu er glæsileg mynd eftir Tryggva Magnússon. Að öðru leyti er efnið þetta: í tilraunaklefa einkalífs- ins. Harmleikurinn við Höllustein í Oddsdal, kvæði eftir Pétur Sig- urðsson. Kaupstaðarferð, eftir Kristján S. Sigurðsson. Jólahug- leiðing, með mynd. Gullbúna seið- fconan. Betri — meðalmenn og fjölda margar aðrar greinar. ÚtbreiSið Aiþýðublaðið. inglýsiBðar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir bl. 7 að kvSldi. Siml 4906. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.