Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 8
B
ALÞYÐUjBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. desember 1943
TJARNARBiO!
Jtmglið og tíeyringur
(The Moon and Sixpence)
Samkvæmt áskorunum.
Sýnd kl. 9.
Hándan við hafið
blátt
(Beyondthe Blue Horizon)
Frumskógamynd í eðli-
legum litum.
Dorothy Lamour
Sýning klukkan 3, 5 og 7.
Aðgöngumiðar frá kl. 11.
tlánudag kl. 5 — 7 — 9:
Glerlykillinn
THE GLASS KEY)
Brian Donlevy
Veronica Lake
Alan Ladd
Bönnuð fyrir börn innan
MISMINNI
Skrifstofuþjónn: „Eg get ekki
skrifað hérna vegna kulda; mér
er svo ískalt á fótunum/
Húshóndinn: „Skrifið þér með
fótunum? Eg hélt þér notuðuð
hendurnar til þess.“
ííí ^
„Öllu gamni fylgir nokkur
alvara“, sagði stúlkan, þegar
hún tók léttasóttina.
❖ *
SKOTI KEYPTI á uppboði
flibba, se mvar tveimur núm-
erum of lítill. Hann fór að
megra sigr.
❖ * %
Giftingin . er . heiðurs-kross
heiðvirðra kvenna.
* * *
í BLAÐI EINU í Skotlandi
kom sú frétt, að við austur-
ströndina hefði veiðst síld með
shilling í maganum.
Daginn eftir stóð svohljóð-
andi fyrirsögn í sama blaði:
„Allur skozki fiskveiðaflot-
inn lagður af stað til austur-
strandarinnar.“
hann tekinn upp á því að gráta
meira en venjulega. Hann nugg-
aði augun með litlu hnefunum
sínum og grét þangað til hann
blánaði í framan. Mér þótti
þetta leitt, því að hann truflaði
svefn föður síns, sem vissulega
þarfnaðist allrar þeirrar hvíldar,
sem 'honum var auðið að njóta
þessar tvær vikur, sem hann
átti að verja sér til endurnæring
ar og hressingar. En Tillmann
kapteinn virtist kæra sig koll-
óttan um það.
— Hvað er að augunum í hon-
um? spurði hann mig að tveimur
dögum liðnum. — Eru þau eklu
ofurlítið rauð?
— Jú, ég veit það. Börn hafa
víst svona óþægindi núna. Dr.
Sússkind gaf mér dropa við
þessu, en þeir virðast ekki bæta
þetta neitt.
— Gamla sleggjan! tautaði
Kiurt. Honum geðjaðist aldrei
að henni. Ég skildi báða karl-
mennina mína eina eftir og fór
út til þess að afla einhvera mat-
væla. Þegar ég kom til baka,
var Kurt mjög æstur. — Komdu
hingað, Marion, kallaði hann
til mín. — Horfðu á drenginn.
Horfðu vel: Sérðu ekki hvað
þetta er? Það hreyfist, það er
það, sem það gerir. Það hreyfist.
Það er eitthvert smákvikindi.
Það er einhver bölvaður óþverri,
sem hefir komj.zt í augun á hon-
um. Þú og dr. Sússkind — þið
eruð steinblindir bjánar! Það
er það, sem þið eruð!
Eg starði á rauðrákótt augna-
lokin á barninu mínu. Ég sá
brúnleitt hrúður, og þetta
hrúður hreyfðist. Kurt sagði
ekkert, en rétti mér stækk-
unargler. Já, nú sá ég það
líka. Eitthvað smákvikindi, á-
þekkt litlum krabba, boraði fót-
unum inn í litla viðkvæma húð-
ina umhverfis auga Martins
litla. Ég varð dauðskelfd. Skoll
inn hafi það allt saman, hugs-
aði ég meðan Kurt dreif mig
með barnið til læknis, sem hann
valdi. Einhver hafði flutt þessa
flatlús frá brautarstöðinni og til
Giessheim. Ég hlaut svo að hafa
flutt hana heim með mér til
Martins litla. Lúsin hafði svo
leitað um snoðinn líkama 'hans
eftir hárvexti, hlýjum stað, þar
sem hún gæti hreiðrað um sig
og hafzt við. En eina hárið, sem
hún befir fundið, voru augabrún
ir og augnhár hans. Og þar hafði
hún svo tekið sér bólfestu.
Það var engin furða þó að mér
félli allur ketill í eld. Tillmann
kapteinn hélt því fram, að ég
vanrækti mitt eigið barn, barnið
hans, barnið okkar, til þess að
geta stundað kommúnistana og
glæpahyskið í Giessheim. — Þú
hefir rétt fyrir þér, sagði ég nið-
urbeygð. Hann kvaðst ekki leyfa
að ég ynni að líknarstörfum
framar, ekki eitt einasta augna-
blik. — Þú hefir víst rétt fyrir
þér, kjökraði ég. Ekki einn ein-
asta dag í Bergheim framar.
Þú hefir rétt fyrir þér, sagði ég
grátandi. Hann sagði mér að
taka saman fög-gur mínar og
fara tafarlaust til fjölskyldu
sinnar í Hahnenstadt, til þess
að sonur sinn yxi upp í sómasam
legu umhverfi. Hvað gat ég
sagt eða gert? Ég tók saman
föggur mínar, kvaddi Pimpernel
og morguninn eftir lögðum við
af stað, öll þrjú. Brottförin var
mér nokkru auðveldari fyrir
það, að Klara var farin til víg-
stöðvanna aftur, að þessu sinni
sem hjúkrunarkona, og ég var
orðin einmana aftur. Ef til vill
er meira að éta í Hahnenstadt,
hugsaði ég, en það var algerlega
órökstudd bjartsýni. '
Það hafði litla breytingu í för
með sér að flytjast frá Vínar-
borg og til .Suður-Þýzkalands.
En það gengdi allt öðru máli
um að flytjast frá Suður-Þýzka-
landi til Prússlands. Það var
líkast því, að manni hefði með
einhverjum undraverðum hætti
verið skotið til tunglsins. Fólk-
ið var gerólíkt, raddblær þess
var allur annar, tal þess, hættir
og lífsvenjur. Moldin^ var ólík,
himinninn annar, birtan og loft
ið allt. Ekkert þeirra landa, sem
ég hefi komið til á lífsleiðinni,
hefir verið mér eins framandi og
héraðið tvö hundruð mílur fyrir
norðan Bergheim.
Maðurinn minn kom mér fyr-
ir á heimili systur sinnar. Fyrstu
dagana þjáðist ég svo mjög af
heimþrá, að ég gat hvorki neytt
svefns né matar. Irmgard -Klapp
halz var grönn, beinvaxin kona,
sem hafði hærzt fyrir aldur
fram. Röddin var tilbreyting-
arlaus. Munnurinn var herptur
saman eins og hún væri að bæla
niður sársauka og hún brosti
óaflátanlega. Að nokkrum tíma
liðnum fór mig sjálfa að kenna
til í andlitinu af þeirri raun að
verða að stöðugl að horfa á þetta
bros. Irmgard var góð og vin-
gjarnleg við mig — vingjarn-
leg að mati fólks í Hahnenstadt.
Það hafði þá ógeðfelldu hug-
mynd, að of mikil ástúð og hlýja
gæti gert fólk truflað. — Það
var tími til kominn, að þú kæm-
ir til okkar. Þegar alls er gætt,
þá heyrir þú til okkar f jölskyldu
*S5 NYJA BIO
Söngdísin
(JUKE BOX JENNY)
Skemmtileg söngvamynd.
Aðalhlutverk:
Ken Murry
Harriet Hilliard
Hljómsveitir undir stjórn
Charles Barnet og Wingy
Manone.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst klukkan 11 f. h.
og við verðum að halda saman.
Já, já, ó, herra minn trúr! Hver
einastaj setning, sem Irmgard
sagði, endaði á þessari upphróp-
un. Tengdabróðir minn var
miklu eldri en Kurt. Önnur
buxnaskálminn hans gúlpaðis't
með þeim sérkennilega hætti,
■sem var öruggt einkenni þess, að
hann hafði misst annan fótinn
í stríðinu. Hann hafði beiskju-
blandið gamanyrði um þann at-
burð á reiðum höndum og var
hreykinn af gerviftinum, sem
QAR1IA OSO
ti
it
(FLIGHT COMMAND)
Robert Taylor
Ruth Hussey
Walter Pidgeon
Sýnd' klukkan 7 og 9.
Lítvarpssagan
jLiljur vaiiarins
Charles Laughton
Sýnd kl. 3 og 5.
honum hafði verið búinn til. Það
var líka vissulega vandaður
gerfilimur, og ég sagði öll þau
hrósyrði um þetta, sem hann
virtist vænta frá mér. Þau höfðu
misst elzta son sinn í stríðinu.
Næst elzta sonarins hafði verið
saknað svo lengi, að þau voru
búinn að missa alla von um, að
hann myndi nokkru sinni fram-
ar koma fram. Yngsti sonurinn,
drengur á skólaaldri, hafði ný-
lega verið kvaddur til herþjón-
ustu. Hann var nú í heræfing-
IVIEÐAL BLÁMANNA
EFTIR PEDERSEN-SEJERBO
Með því að hlaða þar upp tunnum og kössum tókst þeim að
búa sér sæmilega skuggsælt skýli.
Það má undarlegt heita hvílík unmskipti geta orðið í
lífi manns á einum sólarhring. í gær voru þeir félagar um
borð á rennilegu flevi, sem hafði boðið ótal óveðrum byrg-
inn. — Nú voru þeir fangar á eyðiströnd.
Það var Páll, sém lá endilangur í skýli því, er þeir höfðu
komið sér upp, fól andlitið í höndum sér og lét hugann víða
reika.
Hann beindi orðum, er tjáðu þessa hugsun hans til Wil-
son, er lá við hlið þans og hafði sökkt sér niður í gömul ensk
blöð, er hann hafði fundið sem umbúðir í einum kassanum.
Hann svaraði þessu engu. Ef til vill hefir hann alls ekki
gefið orðum félaga síns gaum.
En drengurinn, er sat í hnipri innst í skýlinu, lagði eyr-
un við orðum hans og spurði:
— Er það satt að skipið hafi farizt. Og drukknuðu allir
hinir? En þá eigum við þess engan kost að komast héðan?
— Sennilega er því ekki að heilsa.
Drengurinn sneri sér undan að fengnum þessum upp-
Iýsingum og fól andlitið í höndum sér. Hann hafði brostið
í grát, og herðar hans bifuðust af þungum ekka. Sýn þessi
fékk mjög á Pál, en hann fann engin huggunarorð, þótt hann
hefði feginn viljað reyna að telja kjark í hann. Honum hefði
U5TEN/ THEV^E COAMN6
•/OU CAN'T T05S /V\E OUT -j
TO 0E 5HOT POWN IN /
gr COLP ELOOP/
; vrímk
íþS?«i)l
YOU'VE 60T TO FELIEVE
A\&' 'THEíOE'5 A 6AN6 OF
THOo5 TRYINGTO KILL ME/
I'A'I UNARMEP..-. YOU'VE
A NXE 6TOk''y..EUT I
rC.’l'T EELfEUí A Vv’OEr
Or- ;-r/ GlíT C'S’é.PW-C'Al
r "“A>
## V'
\ ap rco*- vi
MYNDA
SAGA
ÖRN: „Þér verðið að trúa
mér. Það eru einhverjir mis-
indismenn á hælum mér og
ætla augsýnilega að koma mér
fyrir kattamef. Ég er vopnlaus.
Þér verðið að hjálpa mér!
STÚLKAN: „Þetta er að vísu
falleg saga, en ég trúi ekki einu
einasta orði af henni. Komið
yður út héðan eða ég ....
•EIN'N AF SKUGGAILEGU
MÖNNUNUM fyrir utan: „Við
skulum reyna neðstu dyr.“ . .
ÖRN: Hlustið! Þeir eru að
koma.. Þér getið ekki verði svo
miskunnarlausar að reka mig
út héðan og láta skjóta mig
niður eins og hund.