Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 12. desember 1943 * Qlafur Þ. Kristjánsson: Bækor Æskannar i ár. ♦... Kápubúðin, Laugavegi 35. selur, eins og að undanförnu það, sem hentar hverjum ein- stökum bezt fyrir jólin. Kápur á fullorðna, unglinga og börn. Dagkjóla, Samkvæmiskjóla, Undirföt, Náttkjóla. Töskur í miklu úrvali. Einnig samkvæmistöskur. P e 8 s a r í úrvali (Persianer, Persianer-lamb, Indian-lamb, Bizan, Beever-lamb, og Corner). L e i k f ö n g í úrvali seljast MJÖG ÓDÝRT til jóla. fUf)<jðttblaðið Útgeíandi: Alþýöuilokkurinn. Ritstjóri: Stefán Fétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Nýjasía alvðraaia. A LLT fram á þennan dag hafa óðagotsmennirnir í skilnaðarmálinu talað digur- barkalega um það, að það væru ekki nema örfáar „hjáróma raddir“, sem á meðal íslend- inga hefðu heyrzt gegn því, að gengið yrði frá formlegum sambandsslitum við Dani 17. júní 1944, án þess að tala við þá og hvernig svo sem ástatt yrði hjá okkur og þeim. Og þó að 270 menn úr hópi þekktustu menntamanna og at- hafnamanna íslenzku þjóðar- innar sendu alþingi í haust skriflega áskojun þess efnis, að ganga ekki frá formlegum sambándsslitum við Danmörku að óbreyttum þeim aðstæðum, sem íslendingar og Danir eiga nú við að búa, hafa óðagots- mennirnir haldið áfram að berja höfðinu við steininn og fullyi%a það, sem þeir þó vita', að er algerlega ósatt: að það séu ekki nema örfáir menn, sem vilja láta fresta sambandsslit- unum þar til við getum rætt við sambandsþjóð okkar í fullu frelsi og framkvæmt þau á svo sómasamlegan hátt, að álit okk ar bíði engan hnekki og vin- samleg sambúð okkar við Dani og hinar frændþjóðirnar á Norð urlöndum sé tryggð eftir sem áður. Óðagotsmennirnir hafa hald- ið, að þeir gætu blekkt þjóðina til fylgis við sig með slíkum mannalátum, enda 1 seinni tíð heldur engin bolábrögð látið ó- reynd til þess að bæla niður raddir hinna og leyna þjóðina þeim mörgu aðvörunum, sem við höfum fengið, bæði innan- lands og utan, við því, að hvika frá hinni vissu braut réttarins og velsæmisins á þessu við- kvæmas máli, svo gersamlega á- stæðulaust og þarflaust, sem það er. * En nú hafa óðagotsmennirnir fengið eina aðvörunina enn, sem erfitt verður fyrir þá að halda leyndri fyrir þjóðinni. Vísindaleg skoðanakönnun, sem fram hefir farið meðal hundr- aða kjósenda af báðum kynj- um, úr öllum flokkum og öllum stéttum, eftir erlendum fyrir- myndum, sem um allan heim eru taldar mjög öruggur mæli- kvarði á almenningsálitið, hef- ir leitt í ljós, að lítill meiri- hluti þjóðarinnar muni að vísu vera því fylgjandi, að sam'band inu sé slitið og lýðveldið stofn- að 17. júní næsta ár, en að sá hópur, sem er því andvígur og fresta vill sambandsslitunum þar til aðstæður hafa breytzt, - muni nema hvorki meiru né minnu en þ r i ð j u n g i a 11 r - ar þjóðarinnar! Og slík er útkoman af ná- kvæmri, hlutlausri skoðana- könnun, sem fram fer eftir að aðalársóðursrit óðagotsliðsins, ræða Bjarna Benediktssonar á hallelújaþingi Sj álfstæðisflokks ins á Þingvelli síðastliðið sum- ar, hefir verið borin inn á hvert einasta heimili á íslandi, eins og frá hefir verið skýrt í Morg- unblaðinu! Þær fara að verða Charles Dickens: Oliver Twist. CICKENS er miklu þekktari höfundur en svo, að kynna þurfi hann fyrir íslenzk- um lesendum, enda er hann ann ar frægasti rithöfundur Eng- lendinga frá dögum Viktoríu drottningar. Oliver Twist er að vísu ekki frægasta bók hans, en er þó talin meðal hinna beztu, og vakti hún geysimikla at- hygli í Englandi, þegar hún kom út fyrir 105 árum ,og hafði mikil og bætandi áhrif á við- horf manna til uppeldis mun- aðarlausra barna og vinnuhæl- anna, sem þeim voru ætluð. Fjölda margir íslendingar, sem komnir eru nokkuð á aldur, kannast við sögu þessa í þýð- ingu Páls Eggerts Ólasonar, sem Þorvarður Þorvarðarson gaf út 1906, og muna, hve mikill fengur þeim þótti að fá hana til lestrar. Nú hefir sú þýðing verið ófáanleg um langt skeeið og mun óvíða vera til. Það er því fræg bók eftir frægan höfund, sem Æskan gefur út að þessu sinni. í Englandi er það mikill sið- ur að gefa rit frægra höfunda út í styttum og auðlesnum út- gáfum handa börnum og ungl- ingum. Þannig hafa t. d. mörg af merkustu leikritum Shake- speares verið endursögð í sögu- formi. Með þessu telja Englend ingar tvennt unnið: (1) lestur- inn vekur löngun sumra ungl- inga til þess að kynna sér ritin óstytt og (2) þetta verður hjá mörgum eina þekkingin, sem þeir fá á úrvalshöfundum þjóð- arinnaí og beztu ritum þeirra. Þýðing sú af Oliver Twist, sem hér um ræðir, er gerð eft- ir þannig styttri útgáfu, þó að þess sé hvergi getið á bókinni. Á hún í því sammerkt við Davíð Copperfield eftir sama höfund, sem Æskan gaf út fyrir nokkrum árum, en þar var þess getið, að sagan væri stytt, og má slíkt vitanlega ekki með nokkru móti falla niður. Stytt- ingin á Oliver Twist er þó ekki mjög mikil, efnið er vandlega rakið og samtöl víða orðrétt, en hugleiðingar höfundar um lífið og tilveruna felldar niður og lýsingar ýmsar dregnar saman. Er því ekki að leyna, að bókin tapar að ýmsu leyti við þessar breytingar, einkum finnst mér lítið verða eftir af kímninni, sem Dickens var frægur fyrir, en að sumu leyti verður hún við það læsilegri unglingum, en þeim er þessi útgáfa ætluð. Sums staðar er frásögnin lítið eitt frábrugðin frumsögunni í einstökum atriðum, en hvergi skiptir það máli. Skrýtið og ó- viðkunnanlegt er samt að sjá tvo menn gerða úr Sowerberry líkkistusmið og útfararstjóra, þó ekki sé nema rétt í svip (bls. 29). Þýðingin virðist vera sæmi- lega af. hendi leyst hjá þýð- andanum, HanneSi J. Magnús- syni, en þó eru í henni nokkrar nokkuð margar „hjáróma radd- irnar“ í skilnaðarmálinu! * Og skyldu nú, þrátt fyrir allt, ekki vera til svo viti bornir menn í hópi hraðskilnaðarliðs- ins, að þeim finnist það dálítið vafasamt að ætla sér að knýja fram þá lausn skilnaðarmáls- ins, sem þriðjungur þjóðarinn- ar er andvígur? Og það því fremur, sem vitað er, að sá þriðjungur hennar er engu síð- ur ákveðinn en þeir í því, að skilja við Danmörku og stofna algerlega óháð lýðveldi á ís- landi, þó að hann vilji fresta misfellur, eins og t. d. þegar talað er um að slá einhverju föstu. Og ekkert skil ég í, hvers vegna útfararstjórinn er ævin lega nefndur „líkfararboði“ (parochial undertaker segir á enskunni). Yfirleitt má segja um þýðinguna, að hún jafnast ekki á við þýðingu 'Páls Eggerts og getur hún að vísu verið góð fyrir því. Svo sem til dæmis skal hér sýnt, hvernig þeir þýða eina setningu, tilsvar frú Mann, þegar Bumle fátækrafulltrúi hefir sagt henni drjúgur frá- því, hvernig hann hafi fundið upp að gefa Oliver nafnið Twist: „Why, you ’re quite a •literary character, Sir,“ segir Dickens. „En þér/eruð auðvitað lærður maður, herra Buble,“ segir Hannes, en Páll Eggert: „Mikiill lærdómsmaður eruð þér, signor Bumble.“ Mollie Faustmann: Kalla skrifar dagbók. ÞETTA ER SAGA eftir sænskan höfund, ætluð stúlkum á fermingaraldri og virðist vera vel við þeirra hæfi. Hún er prýðilega samin og vel með efnið farið. Frásögnin er létt og leikandi og sérlega skemmtileg. Strax í byrjun fer manni ósjálfrátt að þykja vænt um Köllu litTu. og Monna bróð- ur hennar. Og það helzt bókina út. Teikningarnar í henni eru einnig mjög skemmtilegar. Guðjón Guðjónsson hefir þýtt söguna. Hann er þýðandi, sem áður hefir getið sér gott orð fyrir þýðinga sýnar, en þó ætla ég, að hvergi hafi honum betur tekizt en í þessari sögu. Margrét Jónsdóttir: Vorið kemur. Margrét jónsdóttir hefir margt ritað handa börnum og áunnið sér það álit, að nafn hennar á tililblaði bók- ar þykir næg trygging fyrir því, að þá bók sé óhætt að fá hverju ; barni í hendur. Og ekki hagg- ast það álit við þessa nýju bók : hennar. ] I bókinni eru leikrit, sögur, i ævintýri og ljóð, ýmist þýtt eða frumsamið, og hefir sumt af því birzt áður annars staðar. Sumt af þessu á vel við nokkuð lítil börn, en annnað er betur við hæfi þeirra, sem eldri eru. í heild sýnist bókin heppilegust stálpuðum krökkum. Meðal ævintýranna í þessari bók er gríska goðsögnin um spunakonuna, sem varð að könguló, Arachne (ég vildi stafa nafnið Arakne). Sú saga er alltaf góð, en óviðkunnan- legt er að sjá gyðjuna kallaða Mínervu, því að hún hét Pallas Aþena meðal Grikkja, en Mín- erva var nafn á samsvarandi gyðju hjá Rómverjum, og í grískri sögu á vitanlega að nota gríska nafnið. Þarna er líka gullfallegt ævintýri eftir Selmu Lagerlöf, því lítið eitt og halda sér fast við hina öruggu leið alþjóða- réttar og alþjóðavelsæmis í málinu? Skyldi ekki einhverj- um í hópi óðagotsliðsins finn- ast tími vera kominn. til þess nú, eftir það, serh skoðanakönn unin hefir leitt í ljós, að reyna að samræma sjónarmiðin til þess að þjóðin geti staðið ein- huga að því, sem gert verður? Nokkrir áí þekktustu mennta mönnum þjóðarinnar hafa bent á leið, sem mjög líkleg hefir verið talin til samkomulags. Hví er hún ekki rædd og reynd? Umskiptingurinn. Það hefir verið þýtt áður (fyrir 25 árum), en miklu betrí er þýðing Margrétar en sú þýðing. Mér finnst, að Margréti hafi heppn- azt að láta töfrablæ sænsku skáldkonunnar haldast á ævín- týrinu. Og þýðleikinn og létt- leikinn, sem einkennir allan stíl Margrétar, nýtur sín hvergi betur en þarna. EISTI, blað Alþýðuflokks- ins á Siglufirði, skrifar 11. nóv. s. 1. undir fyrirsögn- inni „Eining — skemmdarstarf- semi“: „Því verður ekki neitað, að kommúnistar eru ákaflega hug- kvæmir að finna upp hagkvæm slagorð. Þessi slagorð þeirra ganga síðan mann fr(á manni eins og nokkurs konar heróp. Nú nýlega hafa þeir tekið í notkun tvö orð, sem sí og æ klingja 1 ræðu þeirra og ritum. Það eru orðin „eining“ og „skemmdarstarfsemi". Það má ekki deila á þá innan vekalýðsfé- laganna, þá er verið að vinna á móti einingunni. Ef fundið er að gerðum þeirra, þá er það „skemmd arstarfsemi11. Hvernig var nú einingarstarf- semi þeirra sjálfra innan verka- lýðsfélaganna fyrir árið 1938. f flestum hinna fjölmennari félaga, þar sem þeir voru engu ráðandi, eyðilögðu þeir félagsfundi með málþófi, framítökum, róstum og jafnvel handalögmáli. Fjöldi verka manna, sem vildi vinna með festu og einlægni að félagsstörf- um hafði til þess engan starfs- frið og hætti að sækja fundi, jafn- vel þá fundi, sem mikilvægastir voru. iÞví miður eimir eftir af þessu enn, þannig að fundarsókn margra verkalýðsfélaga er hin bág bornasta. Þannig var nú þá unnið að ,,einingu“ og komið í veg fyrir „skemmdarstafrsemi“. Er kommúnistum tókst að blekkja nokkurn hluta Alþýðu- flokksmanna 1938, bréiddu þeir yfir nafn og númer, með stofnu-n hins nýja flokks, og nafni því, er honum var valið. Það skal einnig fúslega játað, að starfsaðferðir í verkalýðsfélögunum breyttust um leið. Hyort hér hefir mestu um ráðið áhrif þeirra Alþýðuflokks- manna, sem gengu í flokkinn, eða hitt, að hinir greindari og gætnari kommúnistar hafa séð, að þeir gætu ekkert komizt áfram með fyrri starfsaðferð, skal ósagt látið. Hitt er staðreynd, að þeir hafa Vert er að geta þess á þess- um tímum hroðvirkni og hirðu- leysir, að allar eru. bækur Æsk- unnar prýðilega prentaðar, eins og annað, sem Gutenberg prent- ar. Frágangur að öðru leyti er einnig vandaður. Myndir eru í öllum bókunum, þeim til prýði og lesendunum til ánægju. nokkuð unnið á með hinum nýju starfsaðferðum. Hafa þeir m. a„ náð yfirráðum nokkurra stærri verkalýðsfélaga landsins. í mörg- um þeirra er þó stjórn og trúnað- - aamannaráð þannig skipuð, að þar sitja jöfnum höndum Alþýðu- flokksmenn, utanflokkamenn og: svo kommúnistar. Hefir samvinna í mörgum atriðum verið hin bezta og til giftu fyrir samtökin. Þetta hefir þó því aðeins tekizt að Al- þýðuflokksmenn og aðrir andstæð ingar kommúnista hafa fundið til ábyrgðar sinnar í félagssamtökun- um, ag aldrei dottið í hug að beita ,,einingar“-aðferðum kommúnista áður fyrr. En það undarlega skeð ur, að ef þeir benda á galla á störfum, óheppilegar framkvæmd- ir, eða því um líkt, reka kommún- istarnir upp ramakvein og biðja þá um að muna eftir ,,einingunni“. Ef þessir sömu menn dirfast að finna að aðgerðum kommúnist- anna opinberlega, þá er það ,,skemmdarstarfsemi“ og þeir, sem að finna, ,,kvislingar“ eða eitthvað annað verra. Þetta hefir haft sín áhrif. Fjölda margir góðir verka- lýðssinnar í ábyrgðarstöðum hafa skirrst við að átelja og finna að einungis til þess að forðast það að vekja deilur og sundrung. Það er að láta réttmætar aðfinnslur og á- skapa sem bezt samtök og einingu innan verkalýðsfélaganna. En það er hinn mesti bjarnargreiði við samtökin og verkalýðshreyfinguna a ðláta réttmætar aðfinnslur og á- tölur niður falla fyrir það eitt, að kommúnistar hafa fundið upp á því að nota þessi nýju slagorð. Starf kommúnista fyrir 1938 í verkalýðsfél. er víti til varnaðar. En þeim á ekki að líðast það, að nota fyrrverandi „skemmdarstarf- semi“ sína til þess að kæfa inður réttmæta gagnrýni á störfum þeirra í verkalýðshreyfingunni.“ Þetta virðist nú nokkurn veg inn augljóst frá sjónarmiði verkalýðshreyfingarinnar og samtaka hennar. En sjónarmið (Frh. á 6. síðu.) Ólafur Þ. Kristjánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.