Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.12.1943, Blaðsíða 6
AUÞYBUBLAÐIÐ Sunnudagur 12. desembor 1043 LYSING um útboð á skúldabréfum Hér með eru boðin út handhafaskuldabréf tveggja lána Reykjavíkurkaupstaðar. Annað þeirra að upphæð 6 millj kr. er tekið til stækkunar á Sogsvirkjuninni og er það tryggt með eignum og tekjum hennar og með ábyrgð ríkissjóðs. Hitt lánið, að upphæð 5,4 millj. kr., er tekið vegna aukningar á innanbæjarkerfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur og er tryggt með veði í eignum Rafmagnsveitunnar næst á eftir áhvílandi veðskuldum. Sogsvirkjunarlánið endurgreiðist á 20 árum (1945—1964) Rafmagnsveitulánið endurgreiðist á 10 árum (1945—1954). Bréf beggja Iána bera 4% vexti p. a. Bæði lánin endurgreiðast með jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana (,,Annuitetslán“), eftir hlutkesti, sem notarius publicus í Reykjavík framkvæmir í septembermánuði ár hvert. Gjald- dagi útdreginna bréfa er 2. janúar næst á eftir útdrætti, í fyrsta sinni 2. janúar 1945. — Vextir greiðast eftir á, gegn afhendingu vaxtamiða, 2. janúar ár hvert, í fyrsta sinni 2. janúar 1945. Miðvikudaginn 15. desember 1943 og næstu daga verður mönn- uni gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldabréfum hjá oss og öðrum eftirtöldum kaupþingsfélögum, öllum í Reykjavík: Búnaðarbanki íslands, Eggert Claessen og Einar Ásmundsson, hæstaréttarmálafl.menn. 1 Éinar B. Guðmundsson og Guðlaugur Þorláksson, málaflutn- ingsskrifstofa. Garðar Þorsteinsson, hæstaréttarmálafl.maður, Jón 'Ásbjörnsson, Sveinbjörn Jónsson, Gxmnar Þorsteinsson, hæstaréttarmálafl.menn, Kauphöllin, Landsbanki Islands, Lárus Jóhannesson, hæstaréttarmálafl. maður, Málaflutningsskrifstofa Lárusar Fjelsted og Theodórs Líndal, Samband íslenzkra samvinnufélaga, Sjóvátryggingarfélag fslands h.f., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Stefán Jóh. Stefánsson & Guðmundur í Guðmimdsson, hæsta- réttarmálafl.menn, Söfnunarsjóður íslands. Enn fremur hjá: . Útvegsbanki íslands h.f., Reykjavík, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. - Bréfin, með vaxtamiðum frá 1. janúar 1944, verða afhent á sömu stöðum þriðjudaginn 4. janúar 1944 gegn greiðslu kaup- verðsins. Verði þau ekki sótt þann dag skal til viðbótar kaup- verðinu greiða vexti frá 1. janúar 1944 til afhendingardags. Skuldabréf beggja lána eru boðin út á nafnverði. Bréf 10 ára lánsins fást aðeins keypt í sambandi við kaup á bréfum lengra lánsins. Kaup á hinum síðar nefndu gefa forkaupsrétt 'að sömu upphæð af bréfum 10 ára lánsins, meðan þau endast, enda sé þeirra óskað samtímis því, að fest eru kaup á bréfum lengra lánsins. Reykjavík 11. desember 1943 / LANDSBANKI ÍSLANDS Pétur Sigurðsson: í mnsteri Ustarlnnar. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síöu. ■kommúnista er vitanlega ann- að. Það eru ekki samtökin og velferð þeirra, sem þeir eru að hugsa um, heldur valdaaðstað- an fyrir á sjálfa! Þegar Ghnrcbiil sat fyrir. Frh. af 5. síðu. þessari mynd yðar, mælti hann. Mér dylst ekki, að hún er prýði lega uirnin. Hún mun verða yður til sóma. Síðasta daginn, sem ég skyldi virina að mynd þessari, l,ét Churchill eina af bifreiðum flotans sækja mig. Ég vann af íiinu mesta kappi síðustu tvær Mukkustundirnar, er ég lagði ítíðustu hönd á verkið. Hann efndi það heit sitt að neita sér jurrí að reykja þennan tíma. Hann var í sólskinsskapi og las i bþk, sem honum virtist getast biÖ bezta að. Bók þessi hét Tuttugu og einn dagur á Indlandi. Churchill hafði verið ráðlagt að lesa hana þegar l\ann 1 hélt til Indlands sem undirforingi árið 1892. Ég hygg, að hann hafi ætlað að gefa bók þessa einhverjum, er var á förum til Indlands, en hafði ráðizt í að lesa hana öðru sinni, áður en hann léti hana frá sér. — í fyrstu undi hann því að njóta skemmtynarinnar af lestri hennar einn. Svo tók hann að lesa hátt. Lestur hans er mér ógleymanlegur. — Hlustið þér á þetta — og það brá fyrir bliki í augum hans. Svo las hann langan kafla, er var gagnrýni á yfir- ráð Breta. Höfundur bókarinn- ar lýsti auðæfum Indlands og þrautakjörum indversku þjóð- arinnar. — Hann ræcldi ósam- ræmi þess, að þjóð hins kosta- mikla lands yrði að búa við hallæri og harðræði.Þetta var mjög áþekkt boðskap þeim, er Gandhi hafði gert mér grein fyrir. Að loknum lestri kafla þessa flutti Churchill stutta ræðu yf- ir mér þar sem hann bar fram varnir fyrir yfirráð Breta á Indlandi. Hann minnti á það, að í hálfa aðra öld hefðu Ind- verjar átt við frið að búa á sama tíma og blóðugar styrj- aldir hefðu geisað um Evrópu, Ameríku og Kína. Þetta fullyrti hann, að Indverjar ættu Bret- uirt að þakka iSkyndiIega minntist harrn þess, að hann átti að mæta á ráðherrafundi um hádegi. — Hann þeytti frá sér sængur- fötunum og spratt fram úr rúm- inu af miklum móði. — Ég er orðinn of seinn! Ég hafði lokið við myndina, eða því sem næst. Ég taldi mig hafa fyllstu ástæðu til þess að líta með velþóknun á handa- verk mitt. Ég tók saman föggur mínar. Þjónninn ;bað mig að staldra enn við um stund. Clementine kona ChurchiIIs kom nú innan úr næsta herbergi Hiún virti málverkið fyrir sér lengi og vendilega. Þegar það var flutt forott og ég var að kveðja, heyxðist rödd Churchills úr baðherberginu: — Ég er orðínn of seinn, orð- inn of seinn. SNEMMA í sumar tók ég eftir því að verið var að setja upp vinnupalla við lista- verkasafn Einars Jónssonar. Ég þóttist skilja, að nú mundi eiga að gera húsihu góð skil svo að ekki litið það verr út en íbúðar húsin, sem risið hafa upp í bæn- um í seinni tíð. Þetta var mér gleðiefni og ég hlakkaði til að sjá þennan kjörgrip þjóðarinn- ar í fallegum og nýjum fötum. En hvað skeður? Pallarnir standa enn, nema hvað einstöku spýtur eru teknar að falla, hús- ið er miklu verr sett en það áð- ur var, því að búið var snemma í sumar að höggva mikið af húð- uninni utan af húsinu. Regn- vatnið á nú aðeins enn greiðari gang inn í ‘steininn en áður. Við þetta situr, en hvað' veldur? Hryggur og undrandi hefir sjálfsagt margur maðurinn horft á þessa palla í kringum húsið, nú mánuðum saman. Einar Jónsson er hvorki nöld- urssamur eða hávaðamaður. Og ekki fer hann í kröfugöngu að tímans sið. En á komandi öld- um mun nafn hans verða með- al þeirra manna, sem gert hafa hróður íslands mestan, og það mun meira að segja verða ofar- lega á listanum. Verk hans munu tala, og tala bæði göfugu og kröftugu máli, þegar gleymd eru að mestu mörg verk ann- arra skálda. Hann yrkir allra manna bezt. Hans heilög ritn- ing er höggyin í berg. Þar tala steinarnir. En nú er að verða þröngt í musteri listamannsins. Árum saman hefir hin nýlega útúr- bygging listaverkasafnsins, sem Einar Jónsson lét sjálfur reisa, verið vinnustofa hans. En nú er þetta húsrúm einnig að verða þéttsetið listaverkum, og þá hefir listamaðurinn sjálfur hvergi húsrúm til vinnu sinn- ar. Gamla sagan. Heimurinn alltaf of lítill, sérstaklega fyrir spámenn, skáld og listamenn. Seinast í dag leit ég inn til Einars. Jónssonar og virti lengi fyrir mér þau 20—30 listaverk, sem standa þarna í vinnustofu listamannsins. Mörg þeirra út- heimta mikla íhugun og ná- kvæma skoðun. Rúnir þessa frumlega skálds eru ekki alltaf fljótlesnar og auðskildar. En þar er mikill fjiársjóður lífspeki fagurra og göfugra hugsjóna. Nú á að koma þessum lista- verkum fyrir í vinnustofu listamannsins eins haganlega og unnt er. En hvar á svo lista- maðurinn að fást við sköpun nýrra listaverka? Ekki mega slíkir kraftar fara forgörðum, því ‘að þótt Einar Jónsson verði stundum að eyða tíma sínum í þjónsstörf, líta eftir miðstöð, hugsa um heimilisþarfir og ýmislegt það, sem hlýtur oft að trufla innblástur anda hans, þá er hann afkastamaður og stöðugt stækkar hans furðu- heimur, sem hlýtur að vera eitt mesta hrósunarefni þjóðar- innar. En Einar Jónsson er lít- illátur og þakklátur fyrir það, , sem að honum og verkum hans j hefir verið hlúð. En þakklátari má þjóðin öll vera honum, og hún má ekki endurtaka fornar syndir að vanhirða sína beztu menn. Oft eru listamennirnir skemmtilegir menn og þeir ganga gjarnan sínar eigin götur. Þeir eru ekki eftirhermur og þeir rata oft illa troðnar götur fjöldans. Þeim getur orðið á að gleyma hinum rétta heimsókn- artíma, eða þá að gifta sig, eins og sagt er um Thorvaldsen. En sem betur fór gleymdi Einar Jónsson ekki að gifta sig. Mun hann aldrei iðra þess. Hann hafði við mig í dag einhver mjög sterk orð um það, hvað um sig hefði orðið, ef ekki hefði hann eignazt hinn sér- staka og ágæta förunaut. — En samt getur það hent Einar Jóns- son að vera skemmtilega gleym- inn, en slíkt fylgir áhugamönn- um, er keppa stefnufast að marki. Fyrir nokkru lá ég í fótbroti í Landspítalanum. Dóttir mín var þá hjúkrunarnemi þar. Ég vona að hún hafi erft hina góðu lund og skapgerð móður sinnar, en ef til vill hefir hún fengið eitthvað af snegluskapnum frá mér. Síðla kvöld, eitt mætir hún aðkomumanni á gangi spítalans. Hún skilur strax, að hann muni vilja koma í heimsókn til sjúk- lings og snýr sér að honum, fremur hvatlega og minnti á, að nú væri enginn heimsóknar- tími. Komumaður biður strax þennan ráðríka telpuhnokka auðmjúklega afsökunar. Hún spyr, hvern hann hafi ætlað að heimsækja. Pétur Sigurðsson, svarar komumaður. Já, það er nú faðir minn, segir stúlkan, en það er komið langt fram yfir heimsóknartíma. Og með þetta varð komumaður að fara. Senni- lega hefði nú dóttir mín setið við sinn keip, þótt hún hefði vitað, að gesturinn var Einar Jónsson myndhöggvari, en er- indi hans var að færa mér góða gjöf — bækurnar sínar, og hafa mér ekki verið gefnar kær- komnari bækur í annan txma. Síðan hefir verið kunningsskap- ur á milli okkar. Á þessum „síðustu og verstu“ ástandstímum hefir listaverka- safn Einars Jónssonar verið lokað. Hvað eftir annað hefir það orðið hlutskipti mitt að • vera milligöngumaður og fá að- gang með hópá manna að safn- inu. Slíkar umsóknir munu vera nokkuð tíðar og eru fúslega látnar í té, en húsbændur hafa ekkert fyrir nema átroðninginn og hreingerningar. Vitanlega langar margan manninn, bæði innlendan og erlendan, að skoða safnið, og þyrfti það því að vera opið á vissum tíma. Þetta er þó ekki hægt fyrr en hitaveitan er komin á, sem vonandi verður bráðlega, en þá þurfa líka vinnupallarnir að vera horfnir frá húsinu og það sjálegt og sæmandi því, sem inni fyrir er. Reykjavík, 17. okt. Pétur SigurSsson. ^<*<><<><>«><>«><£><***^e<<><<>e<*x><^£<>e<><><><^^ F. U. J. F. U. J. Félagsfundur verður haldinn í hinu nýja húsi Alþýðubrauðgerðarinnar, Laugavegi 63 (gengið inn frá Vitastíg) mánudagixm 13. (annað kvöld) desémber kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. | 2. Atvinnumál: Frsm. Jónas Lúðvígsson. 3. Upplestur: Siguroddur Magnússon. 4. Erindi: Helgi Sæmundsson. 5. Önnur mál. F. U. J.-félögum í Hafnarfirði boðið á fundinn. Félagar fjölmennið og komið stundvíslega. — STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.