Alþýðublaðið - 21.12.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. des. 1943 IraAskilnaðarfEðkkarnir stofna með sér nefni Á hún „að kæfa þennan hljómu, sem hefir farið svo í taugarnar á þeim? HRAÐSKILNAÐARFLOKKABNIR, Sjálfstæðisflokkur- inn, Framsóknarflokkurinn og Komúnistaflokkurinn, hafa nú stofnað með sér sameiginlega nefnd til þess, að því er sagt er, að j,undirbúa“ skilnaðartnálið undir næsta þing. Hafa auk þriggja fulltrúa af hálfu hvers flokks, tveir full- trúar ríkisstjórnarinnar tekið sæti í henni. f nefndinni eiga sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Bjarni Benediktsson, Gísli Sveinsson og Ólafur Thors; fyrir Fram- sóknarflokkinn: Hermann Jónásson, Hilmar Stefánsson og Jónas Jónsson; fyrir Kommúnistaflokkinn: Áki Jakobsson, Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson; og af hálfu ríkis- stjórnarinnar: Björn Ólafsson og Einar Arnórsson. Formaður nefndarinnar er Gísli Sveinsson; en auk for- manns hefir hún kosið sér sérstaka framkvæmdarnefnd og skipa hana Bjarni Benedikfsson, Einar Oigeirsson og Hilmar Stefánsson. Frá þessari nefndarskipun var skýrt í ríkisútvarpinu í gær, en engin tilkynning hafði Alþýðublaðinu borizt um hana í gærkvöldi. Ekkert var í útvarpinu frá því skýrt, í hverju sá undirbúningur skilnaðarmálsins, sem henni er ætlað að hafa með höndum, ætti að vera íalinn, en heyrst hefir þó, að nú eigi að gera gangskör „að kæfa þennan hljóm“, sem svo mjög hefir farið í taugarnar á hraðskiínaðarliðinu undan- farið, og að hin nýskipaða nefnd telji það ekki hvað sízt hlut- verk sitt, að vaka yfir útvarpinu og blöðunum í því skyni. Bakarameisfarar æfla aS reisa stórt brauðgerðarhús Aðaliega fil að haka svoköiiaið gréfbrauö Eldingu lýstur niSur í íbúðarhús á Brokey á Breiðafirði IVSyna^i minnstu að kviknaöi i húsinu Bakarameistarafé- LAGIÐ mun áður en langt um líður, reisa alhherj- arbrauðgerðarhús fyrir gróf brauð eins og rúgbrauð óg önnur slík. Hefir Bakarameistaraíélagið fengið til umráða lóð í Ilauðar- árhverfinu, skammt frá húsi Sjóklæðagerðar íslands. Ér lóð- in 2800 fermetrar að stærð, og er ráðgert að reisa þar mikla býggingu. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á byggingu þessari strax á komandi ári. Mun verða stofnað hlutafélag meðal bak- arameistaranna til þess að hrinda máli þessu í fram- kvæmd. 30 flöskum af víni stoiið aðfaranótt sunnudags Og 26 ávaxfadósum A ÐFARANÓTT sunnu- dags var bír.efinn þjófn aður og innbrot framið í húsi, sem stendur að haki lngolfs- apóteki. í kjallara hússins voru geymdar 30 flöskur af ýmsurn tegundum af víni: sherry, port- vín, rauðvín, vermouth og kampavín, og var öliu þessu stolið. Enn fremur var stolið 26 ávaxtadósum. HINN 15. þ. m. klukkan .7 síðdegis gerðist sá atburð ur, að eldingu laust niður í í- búðarhús á Brokey á Breiða- firði. Eyðilagðist viðtæki, sem eldingunni laust í, gersamlega, og munaði minnstu að kviknaði í húsinu. Enginn var staddur í her- berginu, þegar atburður þessi skeði, en spjöll urðu mikil. þegar viðtækið eyðilagðist. Var herbergið veggfóðrað, og mátti því merkilegt heita, að eldur skyldi ekki verða þar laus. Drengur verður fyrir voðaskoii O YRIR NOKKRUM DÖG- UM voru þrír drengir að Vogum við Mývatn að leika sér með byssu fyrir utan túngarð, og var hún hlaðin. Allt í einu hljóp skot úr byssunni og í einn drengjanna, Pétur Jónasson, sem er 14 ára að aldri, og særð- ist hann hættulega. Var þegar hringt til læknis að Breiðumýri, og kom hann eins fljótt og auðið var og bjó um sár drengsins. Var drengur- inn síðan fluttur í sjúkrahús á Akureyri og liggur hann þar. Lögreglan biður þá, sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlega mannaferð aðfara nótt sunnudags við Ingólfsapó- tek, að láta hana vita. Merkur bókmenntaviðburður: LjósprentuO útgáfa á hinnm frægu írbóknm Espólíns er m hafin. IFj/reta deltdira koaie M i da§f með formála eftir Án*na préf. Páisson. AÐ MÁ TELJAST einn merkasti bókmennta viðburður, ** sem gerzt hefir á þessu ári að hafin er útgáfa á Árbókum Espólins, þessa stórmerka heimildarrits. Er ritið ljósprentað í Lithóprent, erl það hefir áður hafið ljósprentaða útgáfu á Fjölni. Hjónaband. 16. október síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Kaup- mannahöfn Jóhann Kr. Jónsson (Jóhannssonar skipstjóra Stýri- mannastíg 6) garðyrkjunámsmað-' við Landbúnaðarháskólann — og Birta Sörensen, dóttir Frode Sör- ensens lektors við sama skóla. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Áróra Helgadóttir, Laufás- vegi 58 og Jóhannes Árnason sjó- maður, Bragagötu 33 a. Fyrsta deild Árbókanna kem^ ur í bókábúðirmar í dag. Er þessi deild 182 blaðsíður að stærð, með formála eftir Árna prófessor Pálsson, og' er hann 34 blaðsíður. Gerir prófessor- inn í formála sínum grein fyrir ævi og starfi Jóns Espólíns sýslumanns á mjög skilmerki- legan hátt. í»essi fyrsta deild Arbókanna var gefin út í Kaupmannahöfn árið 1821 og íylgir henni for- máli, bæði á íslenzku og dönsku, en síðan hefst hið eig- inlega rit og segir frá viðburð- um allt frá árinu 1262 og til ársins 1405. Árbækurnar verða 12 deildir alls, og verða þær geínar út í 7 bindum. Er mjög vel gengið frá þessari fyrstu deild af hendi útgefanda. Alþýðublaðið spurði Einar Þorgrímsson forstjóra Litlio- prents að því í gær, hva'ða verð yrði á þessu riti, en hann gat ekki svarað því, þar sem hann beið eftir úrskurði verð- lagsstjóra um það efni. — Hvernig hefir þessi út- gáfustarfsemi yðar gengið? ,,Ég get ekki annað en verið ánægður með undirtektir þjóð- arinnar. Fræðimenn og þjóðin öll hefir tekið Fjölnis-útgáf- unni tvéimu'r höndum og ég ,vona, að sú verði einnig raunin ,um útgáfu Árbóka Espólíns. Annars er aðstaða okkar mjög erfið við ljósprentunina. Okkur vantar vélar af fullkomnustu gerð og ýmis tæki. Þetta hefir verið keypt í Ameríku — og ég ætlaði utan fyrir nokkru, en komst ekki. Ég hefi í hyggju að halda áfram ljósprentunar- útgáfum á ýmsum merkum rit- um og mér virðisí að þjóðin hafi mikla löngun til að fá þessi rit í hendurnar í sínum upp- runalega búningi.“ — Viljið þér segja nokkuð sérstakt ! um útgafu Árbók- anna? „F.kki annað en það, að þessi útgáfa okkar, (íyrsta deildin) er ljósprentuð eftir emtaki Sigurðar kaupmannS Sveinsson ar hér í oænum, en )iæstu 11 deildirnar verða gefnar út eftir eintaki, er Espólín sjálfur átti, en síðar komst í eigu Stefáns skólameistara — og er nú í eigu Valtýs ritstjóra, sonar hans. Eru skrifaðar athugasemdir Espólíns sjálfs á spássiunar — og fylgja þær að sjálfsögðu í hinni ljósprentuðu útgáfu.“ Það ber að fagna því að þetta merka rit kemst nú í hendur al- mennings. JólablaÖ AiþýSublaðs- ins kenrar á morgun Stórt og vaaidað með . fjjölda greina eg sagna ÓLABLAÐ Alþýðublaðs- ins kemur út á morgun, og verður selt á götunum þann dag. Hins vegar verður það bor- ið heim til kaupenda snemma á aðfangadagsmorgun. Blaðið er mjög vandað, og er það að þessu sinni 64 síður. Á forsíðu þess er fögur vetrar- mynd af snæviþöktu fjalli, en þar stendur skíðamaður með skíði sín. Lesmál blaðsins hefst á grein eftir séra Sigurbjörn Einarsson, er hann nefnir: „Heilög nótt.‘.‘ Næst er brot úr kvæði séra Einars Sigurðssonar frá Eydölum: „Kvæði af stall- inum Kristí, er nefnist vöggu- kvæði.“ Þá er falleg sjómanna- saga, sem nefnist: „Jól kyndar- ans“, eftir Adolf Krey. Gils Guðmundsson kennari ritar bráðskemmtilega grein um Bjarna riddara Sívertsen og fylgja henni nokkrar myndir. Finnur Jónsson alþingismaður, skrifar um Hornstrandir og eru birtar margar myndir frá þess- um útkjálka. Jóhann Sveinsson magister ritar mjög fróðlega grein um alþýðuskáldið Þórð á Strjúgi, og eru birtar nokkrar stökur hans. „Til móður minn- ar“ heitir gullfallegt kvæði eftir Helga S^smundsson, blaða mann. Þá skrifar Thorolf Smith blaðámaður um Tahiti — sælustað á jörð, en hann hef- IBœrinn í ®<*<&<»<>0<><3><3><&O<><>3<O0OO<3K3KX5<3X3XX2 Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. Jólakveðjum frá Danmörku verður endur- varpað kl. 20.00 — og breyt ist dagskráin' samkvæmt því. 20.20, Tónleikar Tónlistarskólans: Strengjasveit leikur undlir stjórn dr. Urbantschitsch: a) Hádel: Hirðingjasöngur úr ,,Messías“. b) Corelli: Jóla- konsert í g-moll. 20.45 Erindi: IndverSk trúarbrögð Yfirlit (Sigurbjörn Einars- son prestur). Drengjablaðið „Úti“ kom út um síðustu helgi og er, eins og jafnan áður, mjög vandað að frágangi. Helzta efni blaðsins er þetta: Pálmi Hannesson rektor skrifar um Bláskógá, örnefni og- athuganir. Agnar Kofoed-Hansen, lögreglustjóri, um einkaflug í fram tíðinni. Halldór Jónsson ritstj. skrifar um ung sjómannaefni og nefnist grein hans: „Út vil ég á æginn blá.“ Þá skrifar Gísli Gestsson bankafulltrúi um ljós- myndavélina og notkun hennar. Auk þessa efnis birtast tvær góðar sögur í blaðinu og fjöldi mynda, m. a. frá tjaldbúðum á Langjökli. ,,,Úti“ er prentað á myndapappír, er 42 síður að stærð og er selt á 4.00 kr. Ritstjóri er Jón Oddgeir Jónsson. Blaðasölubörn, sem ætla að selja drengjablaðið „Úti“ í dag (þriðjudag) eru beðin að mæta við afgreiðslu Morgun- blaðsins kl. 2 e. h. Óvenjugóð sölulaun eru greidd, eða ein króna fyrír hvert blað. ir heimsótt þann staS fyrir nokkrum árum. Bræðurnir er smásaga, eftir norska skáldið Arnulf Överland, sem nú dvel- ur í fangabúðum Þjóðverja. Benjamín Sigvaldason þjóð- sagnaritari skrifar þátt um „Hlaupa-Manga“, sem hann kallar: „Við verðum að bjarga manninum.“ Enn fremur tvær þýddar smásögur, Asarhadon konungur í Assýríu, eftir Leo Tolstoy, og Friður á jörðu eftir Jörgen Rosendal. Þá er í blað- inu skák og smælki. Blaðið verður selt á götunum á morg- un og fá börnin 10 verðlaun fyrir hæstu sölu, auk ágætra sölulauna. Garðyrkjuráðunaufur Bæjarráð hefir ákveðið að ráða í þjónustu bæjar- ins frá vori komanda garðyrkjuráðunaut, sem m. a. geti leiðbeint beejarbúum um gróðurhúsa- ræktun. Árslaun eru kr. 4800,00, auk verðlagsuppbótar og kaupuppbótar, samsvarandi því, er öðrum starfs- mönnum bæjarins verður greitt. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1944 og tekur skrifstofa mín við umsóknum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 20. desember 1943. Bjarni Benediktsson Eikarskrif borð fyrirliggjandi. T résmíða vi n nustofan Mjölnisvegi 14. Sími 2896.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.