Alþýðublaðið - 21.12.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.12.1943, Blaðsíða 5
l>riðjudagur 21. des. 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ « * Bækur og rithöfundar. Duff Cooper: Talleyrand. Útg. Finnur Einarsson, Rvík 1943. ASÍÐARI ÁRUM hefir ævi- söguritun færzt mjög í yöxt og fulikomnazt, svo að kalla má, að hún sé orðin sér- ;stök bókmenntagrein. Nokkrar þessara nýju ævisagna hafa verið þýddar á íslenzku hin síðustu ár, og eru þær allar hin prýðilegustu rit, en þó þykir mér þessi stórum bezt allra þeirra, er ég hefi lesið, og veld- ur því bæði list höfundarins og sögupersónan sjálf. Höfundurinn. Duff Cooper, stendur framarlega í stjórnmál- um Breta, og var útbreioslumála ráðherra í öndverðri þessari styrjöld. En hann er auk þess — eða jafnframt — gagnmennt aður maður og rithöfundur forkunnarsnjall. Svipar honum þar til meistarans sjálfs, Churchills, og raunar fleiri stjórnmálamanna á Bretlandi. Sögupersónan, Talleyrand ■fursti, er einn hinn furðuleg- asti'maður, sem veraldarsagan .segir frá, marglyndur og þó ein- rænn, reikull og þó markvís, veraldarmaður og þó einmani, ■eigingjarn og þó fórnfús, glæsi- legur, gáfaður og snjall, létt- úðugt undra'barn átjándu ald- arinnar, sem villist gegnum igróðurþrunginn þokubeim hinn ar nítjándu. Allir undrast hann. margir hata hann, fáir skilja hann. Örlög hans verða mikil og furðuleg, og hann teflir við þau sjálfur til hins síðasta. Hann elzt upp við glæsileik og léttúð hins gullna Rókókóaðals, orpinn skini frá hirð sólarkon- ungsins sjálfs. Hann er haltur, afskiptur um atgervi og karl- mennsku, dæmdur af ættmenn- um sínum í ánauð munklífsins. Þá haslar hann sér völl á sviði andans og vinnur þar óteljandi einvígi og orustur. Þannig hefn- ir hann helti sinnar á lífinu, á meðbræðrum sínum og samtíð. Hann er aðalsmaður, en .kemst þó þurrum fótum yfir blóð- svað byltingarinnar, gengur Napóleoni á hönd að sýnd, en ekki réynd, gerist utanríkis- ráðhierra hans og náinn sam- starfsmaður, yfirgefur hann eða svíkur í tæka tíð og verður utanríkisráðherra í þeirri stjórn ■er við tók, „þegar mikli keisar- Inn gegn örlögum hjörvi hjó, • hjá Waterló, og flýði fyrsta sinni“. Á Vmarfundinum vann þessi meistari allra milliríkja- refja ótrúlegt þrekvirki Hann, fulltrúi gersigraðar þjóðar og aðframkominnar, varð ofjarl keisara, konunga og ráðherra, sundraði þeim, lék sér með þá alla, deildi og drottnaði með ofurvaldi vitsmuna sinna, bragðvísi, samræðusnilli og ■glæsileiks. Þannig bjargaði ’hann ekki aðeins landamærum Frakklands, heldur og hagsmun tn.m þess og stórveídisstöðu. Það sem hersveitir keisarans höfðu tapað, vann hann aftur, þessi halti ábóti og aðalsmaður, einn síns liðs. Það er vdssulega fróðlegt að kynnast slíkum undramanni og ævi hans. Hann er aldrei leið- inlegur, ratar sífellt í einhver ævintýri, ástarævintýri sem Kvenveski Seðlaveski Buddur Bridge-sett H.TOFT SkiMrðnstlg 5 Stml 1035 önnur,fram á elliár og leikur hina háskalegu refskák um met- orð og völd með nærri því spámannlegri framvísi, svo að sjaldan skeikar um hársbreidd. En yfir hraðstreymum og ís- köldum vötnum ævi hans svíf- ur svipur Frakklands. Það er hinn eini herra, á himni og jörðu sem hann virðist þjóna af fölskvalausri dyggð. Leiksviðið sögunnar, tíminn, sem hún gerist á, er einnig ævintýralegt og æsandi. Þar mætast tvær aldir, tvær menn- ingar, tveir heimar, og í þeim ljósaskiptum getur að líta furða lega atburði og menn, glæsi- legan aðal, þjakaða alþýðu, sem brýzt til valda með æðisgengn- um ofsa, er svikin, tapar og er hneppt í ánauð, rís aftur upp í óhagganiegri, hamslausri trú á hugsjón lýðræðisins, hugsjón frelsis, jafnréttis og bræðra- lags. Utan við hinar glæstu hállir, í hálfrökkri sögunnar, getur að líta hið líðandi og stríð andi mannkyn, hinn þyrni- krýnda manns son sjálfan. Sigurður Einarsson dóserú, hefir þýtt bókina. Málið er lip- urt, en stíllinn ekki eins glitr- andi og litauðugur eins og á frummálinu. Bókaverzlun Finns Einarssonar hefir gefið bókina út, prýtt haná allmörgum myndum og á annan hátt vand- að til hennar, eins og annrra bóka þeirra, er þetta forlag hef- ir gefið út. Pálmi Hannessov. Afmælisbókin. Útgefandi Fjallkonuútgáfan. Reykjavík 1943. FMÆLISDAGABÆKUR geta verið einhver skemmti legasta eignin í bókaskápnum, ef vel er í þær valið og útgáfan vönduð að frágangi. Ein hin vandaðasta slík útgáfa, sem ég hef séð, er Födselsdags Album, safnað af Vilhelm Bergsöe, en sá Ijóður fylgir þó, að safnand- inn hefir verið fullríflegur að velja kvæði eftir sjálfan sig í bókina. Afmælisdagar Guðmund ar Finribogasonar . voru hin vandaðasta útgáfa á sínum tíma á íslenzkum mælikvarða; vís- urnar vel valdar og smekklega, svo sem við mátti búast af jafn smekkvísum bókmenntamanni og Guðmundur Finnbogason er. En sú bók er uppseld fyrir lörigu. Fyrir örfáum dögum kom á markaðinn ný afmælisdagabók, Afmælisbókin og er Fjallkonuút gáfan útgefandi. Bók þessi er vægast sagt dálítið hæpið fyrirtæki — að minnsta kosti frá bókmenntalegu sjónarmiði. Það er einna líkast, sem safn- andinn hafi párað niður á miða — eftir mjög ótraustu minni — allar þær vísur sem hann kunni, bundið síðan fyrir augun og dregið úr vísnahrúgunni, hvaða vísa ætti að koma á hvern mán- aðardag. Og ekki hefir heppnin alltaf verið honum hliðholl. Af tilviljun hefir þannig lent ára- mótavísa á miðju sumri, og pólitísk óyndisvísa eftir Her- mann Jónassori á jóladaginn. Margar vísnanna eru illa úr lagi færðar og prófarkalestur í einu orði sagt hræðilegur. Og þá eru höfundarnir ekki af lak- ari endanum. Það er kunnugt að sumir menn hafa gaman af að pára nafnið sitt, en að setja nafnið sitt í afmæiisdagabók undir andríki Sölva Helgasonar virðist til of mikils mælzt. Og er hann þó hreint ekki sá versti í þessu óglæsilega safni. Reit- irnir fyrir hvern mánaðardag eru einna líkastir óútfylltum pöntunarseðlum, og gyllingin á því eintaki, sem undirritaður fékk í hendur, var dottin af eft- ir tvo daga, svo- al’lt virðist þar á sömu bókina lært. Karl ísfeld. Tókum upp í gær •'íi ’ ' ' ”'1 Tókum upp á laugardag Fjölbreytt irval af amerfskum Siraujárn Vegglampa, fjölda fegunda Borð- og glugga- viftur Þeytara, 3 fegundir Vibrafora B9RDLÖMPUM í stofu I í._ ,í ri Ennþá er efftir nokkuð aff ódýrum borðlömpum, skrifstofu- lömpum og cigarettukveikjurum \ , v ' , ^ Haffið hugfast, þegar þið kaupiö jóla- gjöfina, aö hun sé sem nytsömust ftAPTÆKJAVBRZIitN & VINNKSTOFA liAUOAVBO 46 SÍMI 6858 I kemur út á morgun (miövikudaginn 22. des.) Blaöiö er selt á götunum fyrir hádegi og útsölustáðir eru þessir: Blaöasalan, Kolasundi, BókahúÖ KRON í Alþýöuhúsinu og Bókaskemmunni, Klapparstíg. ÁSKRIFTARSÍMI er 5550. Á MORGUN birtast eftirfarandi greinar í „BóndanumM: 1. Hyers vegna við þurfum nýjan stjórnmálaflokk, eftir Egil G. Thorarensen. 2. Tvö sjónarmið, G. B. 3. Þakkað fyrir þakklæti, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. 4. Sex menn í mjólkurmálin, eftir Ólaf í Brautarholti. 5. Gjafir eru yður gefnar. 6. Fjólukrans um skemmdan mát, eftir Jónas Jónsson frá Hriflu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.