Alþýðublaðið - 21.12.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.12.1943, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ a lissar hefja stérséki við Hevel á 80 km. breiðo svæði 20 þús. Pjöðverjar féilu Í5 dagaorrustum FRÁ RÚSSLANDI berast þær fregnir, að Rússar hafi byrjað nýja stórsókn á Nevel-svæðinu. Sækja Rússar fram á 80 km. breiðu svæði og hafa á sumum stöðum hrakið Þjóðverja um 30 km. vestur á bóginn. Þjóðverjar hafa yfirgefið Kherson við mynni Dniepr-fljót. Þriðjudagur 21. des. 1943 Claustrophobia. LMANNARÓMUR SEGIR, að fyrir nokkrum mánuð- um hafi maður nokkur hér í i bæ verið dæmdur í tíu daga varðhald fyrir að aka bifreið undir áhrifum áfengis. En manni þessum gazt ekki að tilhugsuninni um fangelsis- vist, þótt hún sé ekki ýkja ströng, að því er kunnugir segja. Hann lagði fram vott- orð um það, að hann þyldi ekki að vera lokaður inni. Mun hann hafa þjáðzt af því, sem á læknamáli heiir claus- trophobia, sem ef til vill mætti nefna innilokunar- geggjun. Ekki er vitað, hvort vottorðið kom að notum, né hvort sagan er sönn, enda skiptir hún ekki máli. En það eru fleiri en maðurinn í þess- ari sögu, sem þjást af þess- ari undarlegu veiki. Fullyrt er, að hinn kunni loddari Benito Mussolini, fyrrver- andi duce og einvaldur á ít- alíu og núverandi Gauleiter í þriðja ríkinu, hafi einnig verið haldinn þessari brjál- semi, svo landi okkar er í fínum félagsskap og þarf ekki að skammast sín þess vegna. HINN SKRINGILEGI arftaki Cæsars mun um eitt skeið hafa setið í fangelsi. Það var í þann mund, er mark var takandi á orðum. hans og hann átti hugsjónir, en það er svo langt síðan, og hann hefir verið viðriðinn svo mörg fólskuverk síðan það gerðist, að hula gleymskunn- ar hefir sveipazt því, sem hann kann að hafa áorkað til þess að skapa betri og rétt- látari heim. SKRIFSTOFA MUSSOLINI mun hafa verið einhver sú stærsta í heimi, tugir metra á lengd, há til lofts og víð til veggja. Þar var eitt stórt skrifborð í öðrum enda, and- spænis dyrum, en lítið um annan húsbúnað. Þetta var sem sé eins koriar mótvægi, sálfræðilega séð, við þröngan fangaklefann, sem eitt sinn geymdi hinn hlægilega mann. ÞARNA SAT HANN ár eftir ár og lét blaðamenn og er- lenda fulltrúa labba þessa óraleið, frá dyrunum og að skrifborðinu. Það var eins konar Canossa-ganga, módel 20. aldarinnar. Þarna kom fuUitrúi Bretlands, Frakk lands og margra annarra landa, til þess að fá að líta augum þetta andlega ofur- menni, hinn sterká mann, sem ógnaði friðinum í álf- unni með 8 milljónum byssu- stingia, að sögn hans sjálfs. Mussolini hafði mjög gaman af ýmsum leikaraskap, svo sem títt er um einvalda. Stundum lézt hann vera öskuvondur, blés sig allan út, blánaði í framan og meira að segja stóð upp og stapp- aði niður fætinum. og öskraði meiningarlausar setningar. Eða þá hann setti upp ein- ! hvern leyndardómsfullan, dreymandi svip, studdi hönd undir kinn og horfði dulráð- um augum út í einhvem óra- fjarska. Þá átti hann líka til að látast véra hugsuður, og máttu Schopenhauer, Hegel og Kant öfunda hann af því, hversu vel honum tókst þetta, enda mátti í sumum blöðum og timaritum lesa langhunda um skarpskyggni Mussolini, fjarhygli Musso- lini, heiðarleik Mussolini og mannúð Mussolini. BENITO MUSSOLINI er í ýmsu lærifaðir Hitlers, og má segja, að það sanni að nokkru leyti öfugmælið um, að eggið kenni hænunni. Hin fáránlega kveðja (rómverska kveðjan) svartstakka Musso- lini varð strax að fornger- manskri kveðju, þegar hún hafði verið flutt norður yfir Alpana og meira að segja hý- enan í norðri, Vidkun Quisl- ing, þurfti að láta óþjóðalýð sinn taka hana upp og þá var hún orðin forn-norræn. — Skrautlegir einkennisbúning- ar voru einkar handhægir til þess að skapa hina réttu stemningu meðal fáfróðs al- mennings. Engir þóttu eins glæsilegir og ítalskir liðsfor- ingjar, — á friðartímum. En einkennisbúningarnir komu ekki að haldi, þegar tötraleg- ir hermenn Grikklands ráku afkomendur Scipios öfuga út úr landi sínu. EN SVÖ VIKIÐ SÉ aftur að innilokunargeggjuninni. Þeir eru orðnir margir nú, sem ætla má að hafi tekið þessa sýki. Mussolini var ekki seinn á sér að koma andstæð- ingum sínum fyrir á örugg- um stöðum, svo sem á hinum illræmdu Líparí-eyjum. — Þarna voru menn hafðir í haldi svo árum skipti, fyrir engar sakir. Pyntingar, and- legar og líkamlegar, voru al- gengir hlutir, og skósveinar Mussolini þóttu slyngir til slíkra starfa, þótt þeir öðluð- ust aldrei slíka leikni sem handbendi Himmlers hins þýzka, en þar varð kvala- starfsemin að vísindum, sem lögð var alúð og natni við, að þýzkum sið. NÚ HAFA fangabúðirnar á Líparí-eyjum verið opnaðar og þeir, sem þar kvöldust, draga nú aftur að sér andann sem frjálsir menn. En hvort öll þessi döpru fangelsisár hafa ekki markað spor sín í sál þessa fólks, þaðær önnur saga. Hjól tímans verður ekki stöðvað. Þeir, sem áður vörpuðu saklausum í dýfliss- ur, munu uppskera eins og þeir sáðu. Undanfarna daga hafa Þjóð- verjar greint frá hörðum árás- um Rússa við Nevel, en ekkert hefir verið látið uppi í Moskva um viðureignir þessar fyrr en í gær. Tefla Rússar fram miklu liði, þar á meðal hersveitum frá Síberíu. Stefna þeir hersveitum sínum til járnbrautarmiðstöðv- arinnar Polotsk, um 30 km. frá landamærum Lettlands. Rússar hafa náð á Vald sitt um 500 þorpum og byggðum bólum í þessari nýju sókn og fellt um Voru þetta flugvélar af Messer- schmitt- og Focke-Wulfgerð. Bandamenn skutu niður 37 þeirra og ef til vill 22 að auki, en misstu sjálfir 11 sprengju- flu.gvélar. Flugvélar band'a- manna nutu fylgdar Lightning- orrustuflugvéla. Síðast var gerð árás á Augsburg í apríl s.l. og voru það Lancaster-flug- vélar frá Bretlandi, sem árásina gerðu. í fregnum frá London á mið- nætti í nótt var sagt, að amerísk- ar flugvélar frá Bretlandi hefðu ráðizt á Bremen og valdið miklu tjóni. Örrustuflugvélar voru sprengjuflugvélunum til vernd- ar. Kom til harðra átaka við þýzkar flugvélar. Alls misstu Þjóðverjar 5Ö flugvélar í gær, en bandamenn 33. Þá var greint frá því, að loftárás hefði enn verið gerð á Sofia, höfuðborg Búlgaríu. 20.000 Þjóðverja í fimm daga orrustum. Um 2000 Þjóðverjar voru teknir höndum, en geysi- mikið herfang féll Rússum í hendur, þar á meðal 106 skrið- drekar og miklar matvæla- og skotfærabirgðir. Herstjórn Rússa skýrir einn- ig frá því, að 4 þýzkum her- fylkjum, samtals um 60 000 mönnum hafi verið stökkt á flótta. iTALfAl Orsopa og San Pietro á vaidi bandamanna A ÍTALÍUVÍGSTÖÐVUNUM eru bandamenn í sókn, bæði 5 og 8. herinn. Útvarpið í Algier greinir frá því, að 8. herinn hafi tekið Orsogna, sem var mikilvægur liður í varnar- belti Þjóðverja. Þá er þorpið Consalvi í höndum 8. hersins, sem. sækir fram, þrátt fyrir hÖrð gagnáhlaup Þjóðverja. 5. herinn hefir einnig sótt fram og tekið bæinn San Pi- etro. Stefnir herinn nú í áttina til San Vittore. Amerískar her sveitir hafa tekið bæinn Ag- none, sem er vestur af Filign- ano-svæðinu. Harðar iofiðrásir banda- maana á Snöur-Þýzkaland. ■ »----- Flpgvélar frá Afrfkn ráöast ú Aisgskárg ©n Innsbrnek. BANDAMENN hafa nú byrjað loftsókn að nýju á hendur Þjóð- verjum. í fyrradag fór mikill f jöldi fjögurra hreyfla sprengju flugvéla til árása á Innsbruck í Austurríki og Augsburg í Suður- Þýzkalandi. Voru það amerískar flugvélar, sem þar voru að verki. í gær réðust brezkar flugvélar á stöðvar Þjóðverja í Norðvestur- Þýzkalandi og Norður-Frakklandi. Þjóðverjar sendu margar orr- ustuflugvélar til móts við flugvélar bandamanna, en fengu ekki að gert. Það voru Liberator-flugvél- ar, sem hafa bækistöð í Norð- ur-Afríku, sem réðust á Augs- burg, sem er mjög þýðingar- mikil iðnaðarborð í Bayern. Þar eru miklar efna verksmiðj- u, og þar eru smíðaðir kafbáta- hreyflar og ýmisleg tæki til kafbáta. Augsburg er fyrsta borgin í Þýzkalandi sjálfu, sem verður fyrir loftárás flugvéla frá Afríku. Samtímis þessari árás fóru mörg flugvirki, einnig frá Afríku, til árása á Inns- bruck, sem er skammt norður af Brenner-skarði. Innsbruck er mjög mikilvæg samgöngu- miðstöð og um borgina flytja Þjóðverjar hermenn og birgðir til vígstöðvanna á Ítalíu. Þjóðverjar tefldu fram um 100 orrustuflugvélum til þess að hrekja flugvélar banda- manna á brott, en árangurlaust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.