Alþýðublaðið - 21.12.1943, Page 4

Alþýðublaðið - 21.12.1943, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. de<;. 1943 Síðari grein Jéns Blondal: Sampykktir Alpýðu- flokkspingsins. fttj><jðnblaðið Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. I Símar ritstjörnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hæfir nein ekki ppin bezt um hitaveitaiðiið ? AÐ hefir ríkt friður um hitaveituna hin síðustu ár. Flestum hefir verið það Ijóst, að enginn yrði sérstaklega úm það sakaður, þótt ýmsir erfiðleikar yrðu á því að ljúka henni — eftir að búið var að tefja verkið á annað borð þar til stríðið var skollið á og inn- kaup og aðflutningar á því efni, sem enn vantaði, orðnir hinum margvíslegustu vandkvæðum bundnir af völdum þess. Allir hafa verið sammála um, að ekki væri um annað að gera, úr því, sem komið var, en að vinna sam an að fullkomnun verksins, og því hafa allar deilur um hita- veituna verið lagðar á hilluna, þótt ógleymd séu og seint muni firnast þau dæmalausu vinnu- brögð, sem bæjarstjórnaríhald- ið hafði við undirbúning hennar árum saman og íbúum höfuð- staðarins verður nú og um ófyr- irsjáanlega langan tíma að blæða fyrir. * En það er eins og sumum þyki friðurinn um hitaveituna vera orðinn of langur. Verkinu er nú að verða lokið og heita vatnið loksins, hægt og hægt þó, að koma í bæinn. Og það er eins og Morgunblaðið haldi, að þá sé nú tími til kominn, að hefja ill- deilurnar um hitaveituna á ný. Það á, þrátt fyrir allt, sem áður er skeð, að reyna að slá bæjar- stjórnaríhaldinu og Sjálfstæðis- fl’ pólitíska mynt úr fram- kvæmd hennar. Létt verk verð- ur það að vísu ekki. En það þarf þó ekki annað en að falsa sögu málsins nógu rækilega; og til þess er nú lygaverksmiðjan í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sett í gang í fyrradag og Sjálfstæðisfl. einum þakk- að það, að höfuðstaðurinn er nú loksins að fá hitaveituna; hins vegar er sökinni á þeim herfi- legu mistökum, sem orðið hafa í undirbúningi og framkvæmd hennar, og þá að sjálfsögðu einn ig á þeim ægilega kostnaði, sem dráttur verksins hefir haft í för með sér, velt yfir á aðra. ❖ Það getur vel verið, að Morg- unblaðið finni sárt til þess, að gengi Sjálfstæðisflokksins sé ekki sem mest um þessar mund- ir meðal almennings, og að eitt- hvað þurfi að segja eða gera til þess að hressa upp á álit hans. En það munu þó flestir ætla, að það hefði betur látið sögu hita- veitumálsins ligg.ia í þagnar- gildi. Því þar er sannarlega ekk ert, sem Sjálfstæðisflokkurinn getur hælt sér af. Hann ætlaði að nota hitaveituna sem póli- tíkst uppsláttarmál fyrir sig. Þess vegna neitaði hann allri samvinnu um það við aðra flokka og var að pukra með það bæði innanlands og utan, eins og öllum er enn í fersku minni, þar til allt var komið í eindaga og stríðið skollið á. Fyrir slík vinnubrögð Sjálf- IFYRRI grein minni um flokksþingið rakti ég í að- aldráttum samþykktir f lokks- þingsins um öll helztu dægur- málin, um sjálfstæðismálið, lýð veldisstj órnarskrána, utanríkis- málin, dýrtíðarmálin, skatta- málin og atvinnumálin. En auk þessara samþykkta gerði flokks þingið mjög þýðingarmikla sam þykkt, þar sem mörkuð er framtíðarstefna í þeim málum, sem nefna mætti einu nafni öryggismál alþýðunnar. íslendingar hafa nú um þriggja ára skeið búið við það ástand, að ekkert atvinnuleysi hefir verið í landinu. í sjálfu sér væri ekkert eðlilegra en að litiö væri á þetta sem sjálf- sagðan hlut, sem ekki væri sér- stakt umtalsefni. En svo vanir eru menn orðnir því ófremd- arástandi, sem ríkti fyrir stríð- ið, þegar þúsundir vinnufærra manna gengu iðjulausir, að flestir virðast orðnir vanir .þeirri hugsun, að atvinnuleys- ið hljóti aftur að halda innreið sína, þegar ,,ástandið“ hverfur úr landinu að stríðinu loknu. Hversu oft heyrist ekki talað um það sem sjálfsagðan hlut að allt fari í sama horfið aftur, að atvinnuleysið hljóti að koma aftur eins og nótt fylgir degi? Og það er jafnvel eins og unnið sé skipulega að því að telja fólki trú um að atvinnuleysið sé eins konar náttúrulögmál, sem ekkert sé hægt að gera til þess að útrýma. En þannig hugsa ekki víðsýn- ir stjórnmálamenn út um heim, jafnvel ekki þeir, sem tilheyra borgaraflokkunum. Þetta stríð hefir fært heiminum sönnur á því, eins og raunar hin fyrri heimsstyrjöld hafði einnig gert, að með opinberri skipulagn- ingu, framleiðslu eftir áætlun (planökonomi) er hægt á örstutt um tíma að útrýma öllu atvinnu leysi. Því það er það sem gerzt hefir: Framleiðslan hefir verið skipulögð í þágu styrjaldarrekst ursins og hver vinnufær mað- ur og kona og jafnvel þeir, sem ekki voru áður taldir vinnu færir, hafa fengið sitt verk að vinna. Og þessi einföldu sann- indi hafa orðið ljós fjölda manna, sem ekki trúðu því áð- ur: Það ér blátt áfram fjar- stæða, sem aðeins fær viðgeng- ist fyrir beina handvömm, að nokkurt teljandi atvinnuleysi sé í nútímaþjóðfélagi. En mönnum er líka ljóst að svo getur aðeins orðið, ef ekki er. á ný horfið til þess skipu- lags, sem ríkjandi var fyrir stríðið, hins skipulagslausa at- vinnureksturs framleiðslunnar. Þetta skildu menn ekki eftir fyrri hemsstyrjöldina. Hvar vetna var keppst við að skrúfa þróunina tíl baka,. menn dreymdi þá um hina gömlu góðu daga, þegar samkeppnis- stefnan var á blómaskeiði sínu og því fór sem fór. En nú virð- ast frjálslyndir og víðsýnír menn um allan heim og í öll- um flokkum líta öðrum augum á hlutina. Þeir sjá nú orðið eðli ■ , .............. i málsins, skilja undirrót meins- ins, hina blindu og skipulags- lausu samkeppni í gróðaskyni og þeir skilja einnig að fólkið hefur fengið augun opin og og lætur ekki framar bjóða sér þá blekkingu að atvinnuleysið sé náttúrulögmál, sem ekki sé hægt að umflýja. Hér á íslandi á þessi skiln- ingur langt í land. Borgara- blöðin virðast ekki hafa hinn minnsta skilning á hinum nýja tíma, sem hlýtur að fara hönd eftir stríðið. Og fáir virðast enn hafa áttað sig á eðli atvinnu leysismálanna. Útrýming at- vinnuleysisins á Islandi er nefnilega ekki að þakka neinni skipulagningu af hálfu hins op- inbera, heldur til orðin af alveg sérstökum ástæðum, af her- námi landsins og hagstæðri verzlun við styrjaldarþjóðirn- ar. Þess vegna er ekki nema eðlilegt að ýmsir hugsi sem svo, að allt hljóti að fara aftur í sama farið, ekki sízt þegar flestir stjórnmálamenn þjóðar- innar og blöð tönnlast á því að atvinnuleysið hljóti að koma aftur eftir stríðið. Og vissulega mun það koma aftur, ef sami andi verður áfram ríkjandi á alþingi Islendinga og í ríkis- stjórn og verið hefir undan- farið. Ekkept atvinnuleysl eftir stríðið. Alþýðuflokksþingið hefur nú í samþykktum sínum sett þjóð- inni markið: Ekkert atvinnu- leysi eftir stríðið. Það bendir á, að frumskilyrðið til þess að svo geti orðið, sé, að upp séu teknar skipulagsbundnar fram- kvæmdir og framleiðlsla eftir áætlun. En ef koma á í veg fyr- ir stórfellt atvinnuleysi þegar atvinnan af völdum setuliðsins fellur niður, þarf» þegar að hefjast handa um undirbúning undir þær framkvæmdir, sem þarf að setja í gang eftir stríðið og þá nýskipulagningu atvinnu veganna, eftir neyzlu- og mark- aðsþörfum, sem nauðsynleg er. Flokksþingið benti á nokkur af hinum óþrjótandi verkefn- um, sem fyrir hendi eru og er hægt og þarf að leysa í nánustu íramtíð: Endurbætur á sam- göngukerfinu (hafnir, vegir, flugvellir), stórfelld nýræktun með vélum, áburðarverksmiðja, skipasmíðastöðvar, rafveitur fyr ir allt landið, verksmiðjur fyr- ir fiskiðnað af ýmsu tagi, bygg- ing íbúðarhúsa í kaupstöðum og sveitum og ýmissa stofnana, sem brýn þörf er að koma upp sem allra fyrst í sambandi við heilbrigðis- og félagsmálakerfi landsins. En þessar framkvæmdir mega ekki reka á reiðanum, Það er nauðsynlegt að þær séu framkvæmdar eftir fyr- irfram gerðri fastri áætlun, sem gerð var með hliðsjón af þeim vinnukrafti, sem til er og því fjármagni, sem hægt er að beina inn á þær brautir, er hér um ræðir, án þess að þjóðin þurfi að leggja of hart að sér á öðrum sviðum. Félagslecjt öryggi eftir stríðið. Á hinu nýafstaðna alþingi voru samþykkt lög, sem fela í sér verulegar umbætur á lög- gjöfinni um alþýðutryggingar. Er þar sérstaklega um að ræða hækkun slysabóta, aukningu á hlunnindum sjúkrasamlaganna (sjúkrahúsvist ótakmarkaðan tíma, fæðingarhjálp o. fl.), auk- ið framlag til sjúkrasamlaganna atkvæðagreiðsu um stofnun sjúkrasamlaga utan kaupstað- anna, sem án efa myndi hafa mikla fjölgun samlaganna í för með sér, aukið framlag af hálfu ríkisins til ellilauna og örorkubóta o. fl. Alþýðuflokks- þingið mælti eindregið með samþykkt þessa frumvarps. Bent var á nauðsyn þess að fullkomna sem fyrst löggjöfina um vinnuvernd og um bygg- ingu verkamannabústaða. Sú skoðun kom greinilega fram í samþykktum þingsins að íslendingar ættu að setja sér það sama takmark, sem ýmsar aðrar þjóðir hafa gert, að út- rýma með öllu skortinum á brýnustu lífsnauðsynjum úr þjóðfélaginu. Það er engin ástæða til þess að ætla að þetta mark sé of djarft. Þetta er hægt að gera á allra nsestu árum. Undirstöðu- atriði þess er að vísu að hægt sé að koma í veg fyrir að at- vinnuleysi myndist á ný, en um það er rætt hér að framan. Takist það mun um leið verða svo mikil aukning þjóðartekn- anna, með betra skipulagi og framleiðsluháttum, að þær eiga að vera meira en nógar til skipt anna, þannig að enginn þurfi að líða skort sem vill vinna, ef hann getur það. En lágmarks- krafa mannúðarjnnar og sam- ábyrgðar þjóðfélágsþegnanna er það, ‘að enginn þurfi að líða skort vegna þess að tekjur hans bregðist af orsökum, sem hon- um eru óviðráðanlegar, svo sem vegna sjúkdóma, slysa, örorku, elli eða missis fyrirvinnu. Til þess að ná ofangreindu marki telur Alþýðuflokkurinn að fram þurfi að fara allsherjar endurskoðun á trygginga- og framfærslukerfinu og eru meg- indrættir þess skipulags dregn- ir upp í eftirfarandi liðum: „Flokksþingið telur að trygg ingakerfj framtíðarinnar þurfi að fulnægja eftirfarandi megin skilyrðum og beri að láta í té þau hlunnindi, sem greinir hér á eftir: 1. Að það nái til allrar þjóðar- innar án tillits til stétta eða efnahags. 2. Að þeim, sem missa vinnu- tekjur sínar eða fyrirvinnu af einhverjum óviðráðanlég um ástæðum, svo sem vegna slysa, sjúkdóma, atvinnu- leysis eða vegna þess að at- vinnugetan bregst sökum elli eða örorku, sé tryggður lífeyrir eða dagpeningar, sem nægir til sómasamlegs lífsviðurværis. 3. Að öllum, sem þurfa á því að halda, sé tryggð nauðsyn leg læknishjálp og sjúkra- húsvist. 4. Að látin sé í té ókeypis fæð- ingarhjálp á sjúkrahúsi eða j utan sjúkrahúss og að fæð- * ' Anglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar i Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Síml 4906. ingarstyrkir séu greiddir. Ennfremur að almennum jarðarfaratryggingum sé komið á. 5. Að greidd séu föst framlög til barnafjölskyldna (ómaga tryggingar.) Kostnaðinum við þessar al- mannatryggingar sé skipt niður á hina tryggðu, atvinnurekend- ur og hið opinbera, með réttu tilliti til greiðslugetu einstak- inganna og atvinnuveganna og efnahags hins opinbera. I sambandi við slíka endur- skipulagningu trygginga- og framfærslukerfisins er nauðsyn legt að gerðar séu ýmsar breyt ingar á skipun annara málefna- flokka, sem snerta tryggingarn ar. Koma þarf upp fleiri nauð- synlegum stofnunum í sam- bandi við tryggingarnar, svo sem sjúkrahúsum, fæðingar- stofnunum, vinnuheimilum fyr ir sjúklinga og öryrkja, fávita- hæli, elliheimilum, heimilum fyrir munaðarlaus börn og fleira. Setja þarf á stofn sameigin- lega innkaupastofnun fyrir lyf undir opinberri stjórn eða eftir liti. Lyfjabúðir séu reknar af hinu opinbera eða tryggingun- um eða a. m. k. komið í veg fyr- ir að einstakir menn hafi óhæfi legan gróða af rekstri þeirra. Ennfremur þarf skipulag lækninga að breytast í það horf að flestir eða allir læknar verði fastlaunaðir starfsmenn hins op inbera eða trygginganna, og sé eitt aðalhlutverk þeirra almenn heilsuverndarstarfsemi.“ Ég hefi nú rakið í stuttu máli efni allra helstu ályktana Al- þýðuflokksþingsins, sem snerta stjórnmál þjóðarinnar. Eín- hverjir kunna að segja að ekki skipti miklu máli þótt minnsti flokkur landsins, sem aðeins á tæpan y7 af þingmönnunum, samþykki róttækar ályktanir. Fólkið sé litlu nær fyrir því. En ég er sannfærður um að svo er ekki. í þann aldarfjórð- ung, sem Alþýðuflokkurinn hef ir starfað, hefir hann altaf ver- ið í miklum minni hluta. Samt má rekja megnið að félagsleg- um umbótum á þessu tímabili til ályktana hans og starfsemi. Mörg af þeim málum, sem sættu mestum fjandskap and- stæðinganna í upphafi eru nú á stefnuskrám þeirra og þeir keppast um að hæla sér af fram- kvæmd mála Alþýðuflokksins. Hvort sem liðstyrkur Alþýðu- flokksins verður mikill eða lít- ill í nánustu framtíð, þá munu hugsjónir hans vinna sér braut- argengi á meðal þjóðarinnar og stefnumál hans smámsaman komast í framkvæmd. Enn einu s'inni hefir Alþýðu- flokkurinn vísað veginn í ýms- um af mestu vandamálum þjóð- arinnar. Framtíðin mun skera úr um það, að stefna Alþýðu- flokksins í þessum málum er | hin rétta. stæðisflokksins kemur hitaveit- an nú til með að kosta höfuð- staðinn töluvert yfir 30 mill- jónir króna í staðinn fyrir þær 6, sem upphaflega voru áætl- aðar. Svo hörmuleg útkoma ætti sízt að vera hvetjandi til þess fyrir þann flokk, að fara á ný að hreyfa við sögu málsins. Morgunblaðið ætti að hafa vit á því, að láta sem lengst þögn ríkja um það. I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.