Alþýðublaðið - 21.12.1943, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 21.12.1943, Qupperneq 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagnr 2i. des. 194S B GAMLA BÍÓ B 4 í greipum dauðans BTIARNARBfÓ! S Karlar í krapinu (Larceny Inc) Edward G. Kobinson. i. raumi örlaganna B NÝJA BlÓ „Núerþað svart, maður!" (Who Done It?) Jane Bönnuð börnuni innan 16 ára. Bannað fyrir börn innan 12 ára. Sýning kl. 5, 7 og 9. GRAFSKRIFT. Ekkjumaður gerði eftirfar- andi grafskvift eftir konu sína: „Harmþrunginn drunga í brjósti ber, burtu konan mín fló frá mér, en það huggar fróun hjarta- þels, að hún er til fóta Gamaliels.“ ❖ ❖ ❖ „SEGÐU MJÁ“. Jón og Magga voru vinnuhjú á sama bæ. Jón var skotinn í Möggu, en kom sér ekki að því að biðja hennar. Loks tók hann það ráð að taka lcött, sem Magga átti, strjúka hann og láta vel að honum, svo að Magga sá. Hjalaði hann við kötttinn og sagði loks: „Má ég ekki eiga hana Möggu þína, kisi minn?“ Þegar Magga heyrir þetta, gellur hún við: „Segðu mjá, kisi minn!“ Þetta skildi Jón og var sú þraut unnin. ❖ ❖ AÐ sýna konu, sem er ást- fangin í karlmanni, aðeins lotn- ingu, leiðir af sér óþolinmæði, reiði og tár. Olivier Onions. * * HÚN (við veizluborðið): „Haf- ið þér nokkru sinni matazt með mannætum meðan þér voruð í Afríku?“ Ferðalangurinn: „Hvort ég hef! Og meira að segja oftar en einu sinni. Auk þess hefi ég einu sinni staðið sem einn af réttunum á matseðlinum þeirra * * * — Ég tapaði hundinum mín- um í síðustu viku. — Því auðlýsirðu ekki? — Hvað þýðir það? Ekki get- ur hundurinn lesið. notuð til að sleppa úr herþjón- ustu. En hvað Manfred snerti ýar það eins og opið sér, að hon um skyldi vera synjað um far- arleyfi til vígstöðvanna. — Hvílík heimska að halda vesaling eins og mér heima, en senda hrausta og heilbrigða menn til vígstöðanna! sagði hann beisklega. — Það eru þeir, sem þrá að lifa, og þeir eiga rétt á, að þeim sé þyrmt. En ég? Ég er einmitt hæfur til að mér sé fórnað. Til hvers er mér haldið hér? Til þess að eta þann mat, sem konur og börn þarfnast. Aukaskammtur, vissu lega! Þetta er óafmáanleg skömm og svívirðing. Ég sá, að hann mundi vera að fá hita, og reyndi að stilla hann. En hann hélt áfram að æsa sig upp. — Ef það er undir hugrekkinu komið, þá er enginn eins hugrakkur og sá, sem hefir borið dauðann í brjóstinu árum saman. Hvað hefi ég að óttasí? Það eru menn eins og ég, sem á að senda þangað, sem hættan er mest. Það á að mynda dauðahersveit með mönnum eins og niér og sleppa ok*kur lausum á óvinina. Það hljóta að vera nokkur hundruð þúsund dauðadæmdir menn eins og ég í landinu. Hvers vegna mynda þeir ekki hersveit með okkur og láta okkur vinna stríðið fyrir sig? Það væri hið eina skynsamlega, skilurðu? Og hvílík ánægja, sem við hefðum af því! Og hversu miklu frern- ur kysum við ekki heiðárlegan dauðdaga í stað þess að liggja í rúmi okkar og hrækja smátt og smátt lungunum úr okkur í litla bláa flösku. — Svona, svona, sagði ég. — Láttu nú ekki ímyndunaraflið hlaupa með þið í gönur. Þér er óðum að batna og þú þráir að fá fullan bata, er ( það ekki? AJjlt, sem þú þarft með, er svo- lítil þolinmæði. Stríðið getur beðið. Það heldur áfram fyrst um sinh. Þér gefst nógur tími til að taka/þátt í því, þegar þú hefir náð fullum afturbata. — Það verður ánægjulegt, þegar sonur minn spyr: Pabbi, hvar varst þú í stríðinu? Ég lék Mortimer í leikhúsinu í Hahnenstadt, ég hélt uppi sið- ferðisþrekinu á heimavígstöov- unum, sagði hann og sveiflaði eirðarlausum höndunum. Syo lagði hann þær í skaut sér og starði á þær. — Það er bara það, að ég eignast aldrei neinn son og verð kominn undir græna torfu, áður en stríðinu verður lokið, bætti hann við vesaldar- lega. — Manfred, drengur minn, sagði ég. — Ef það er nokkuð, sem mér er lítið gefið um, þá er það sjálfsmeðaumkun. Hættu að kenna svona fjári mikið í brjósti um sjálfan þig og farðu nú að hátta. — Já, farðu að hátta eins og góður drengur. Og láttu þér ekki detta í hug að dreyma um frú Tillmann, sagði hann að lokum. Við sátum í kaldri borð- stofunni, en inn í hana hafði verið flutt nokkuð af setustofu- húsgögnunum, síðan hún varð eina herbergið í íbúðinni, sem lifandi var í. Það var flöktaridi eldur í ofninum og við höfðum fært bekk fast að honum til þess að missa ekki af hinum Iítilfjörlega yl, sem af honum stafaði. Þar eð Irmgard hafði farið með kolaskammtinn til tengdaföður síns, urðum við að grípa til hvers konar óyndis- úrræða til að halda lifandi eldi í ofninum. Við. höfðum keypt stafla af gömlum dagblöðum fyrir okurverð. Við höfðum brennt upp til agna hverja einustu spýtu, sem við höfðum getað fundið. Við vorum meira að segja farin að brenna hús- gögnum. Erfiðleikarnir við viðareld voru hins vegar þeir, að það var svo erfitt að halda honum lifandi. Þa’ð myndaðist engin glóð. Ef við hefðum haft fitulag á skrokknum, hefði. kuldinn ekki bitið eins á okkur. En það var ekki því að heilsa. Við vorum svo grindhoruð, að beinin stóðu út í húðina. — Þú ert fallegasta beinagrindin, sem ég hefi fyrir hitt á ævi minni, Marion, sagði Manfred við mig. Hann var sá eini, sem kallaði mig sirkusnafninu, og hann gerði það að því aðeins, að við værum tvö ein. í viðúrvist Irmgards kallaði hann mig al- drei annað en frú Tillmann. Með því og öðrum viðlíka smá- brögðum hafði hann riðið net umhverfis mig, eins og við ætt- um sameiginleg leyndarmál. — Ég fell þér vel í geð, er það ekki? spurði Manfred éinn daginn, þegar ég var að sjóða hafrargraut handa Martin litla. — Vissulega gerir þú það, svaraði ég óþolinmóð. — Nú, viltu gera svo vel að færa þig frá mér? Hann settist’ á eldhússtól Elisabetar. — Hvers vegna fell ég þér illa í geð. Marion, hélt hann áfram þrákélknislega. — Hvers vegna? Viltu segja mér sannleikann. — Ég sagði þér sannleikann. Mér fellur þú vel í geð, og ég er glöð yfir því, að Fritz skyldi koma þér hér fyrir. — Ég fell þér ekki vel í geð, af því að þú heldur að ég sé Gyðingur, er það ekki? spurði hann. — Nú ertu alveg orðinn geggjaður, sagði ég. — Viltu gera svo vel að rétta mér disk- inn, hans Martins? BUD ABBOTT LOU COSTELLO Sýningar í dag klukkan 5, 7 og 9. — Eða er það af því, að þú heldur að ég sé/gagnslaus vesal- ingur og hugleysingi? hélt hann áfram. — Þú veizt, að það er ekki mín sök. — Mér fellur þú illa í geð, þegar þú tekur upp á þessari sjálfspyndingu eins og núna. Að öðru leyti fellur mér þú vel í geð. — En þú býst ekki við, að þú getir elskað mig, eða er það, Marion? — í guðs nafni! sagði ég æst. setti hann í kjöltu mína og fór (JOURNEY INTO FEAR) Joseph Cotten Dolores Del Rio Orson Welles Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9 og á fram- haldssýningu kl. 3V2—QVz. Ég tók grautardisk Martins litla og fór með hann inn í herberg- dð. Martin sat inni í leikgrind- inni sinni. Ég tók hann upp, að gefa honum grautinn, sem. hann þáði af sinni venjulegu, góðu lyst. Manfred fylgdi mér eftdr eins og hundur. — Ef ég væri i eldlínunni eins og Tilmann kapteinn, mundir þú elska mig, sagði Manfred. — Þessar fjarlægu hetjur hafa alla yfirburði yfir okkur vesal- ingana, sem heima erum. Segðu 1* ^ w/s> ** æ r issisi M MEÐAL BLAftlANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Nú leit Englendingurinn ura öxl og kom því næst til þeirra. Hann stóð kyrr um stund. Svo lagði hann höndina á öxl hans og mælti: — Nú sé ég, að þú ert mannsefni. Farðu aftur heim og þakkaðu guði fyrir, að þú ert meðal vina! Við þörfnumst vissulega hjálpar þinnar, en þú þarfnast eigi síður hjálpar okkar. Starf þitt á að vera að hafa gæzlu með höndum heima. við. Hjálmar sat kyrr á sandinum þar sem hann hafði nær hnigið niður, um stund. Svo reis hann á fætur og hélt hæg- um skrefum heim á leið. Þegar þeir félagar nálguðust höfðann, varð þeim smám saman ljóst, að þeim myndi ógerlegt að klífa hann strand- ar megin. Þeir héldu því inn í skóginn. Þegar þeir loks komu út úr honum aftur, blasti við þeim víðáttumikil slétta. Sáu þeir sér til mikillar ánægju, að þeim megin myndu horfur á að uppgangan msetti takast. Það tók þá þó nokkurn tíma að leita fyrir sér um upp- göngu. Loks auðnaðist þeim þó að feta sig upp klettarið eitt mikið. Englendingurinn leit á úr sitt. — Nákvæmlega þrjár stundir og tuttugu mínútur, mælti hann. Þeir voru nú staddir á stað þeim, þar sem gróðurinn var mestur og blasað hafði við frá bækistöð þeirra. En gróðurinn reyndist þó ekki eins mikill og þeir höfðu ætlað. Raunar var hann meiri þarna uppi en niðri á slétt- unni. En gróðurinn bar þess glöggt vitni, að jarðvegurinn THAT’5 IT/ THE FELLOW AT THE AIRFIELD,.. HE MU5T HAVE eUPPEP IT IISI MY POCKET AS WE STRUG6LED. BLJT THIS ISN'T .Hlf ----r PICTURE ,,, ___V YOU’VE 60T ONE NOW/ DIDN'T HAVE . PASSPORT/ WHERE... ? •fiSAN MYNDA- . SAGA ÖRN: „Ég hafði ekkert vega- bréf — hvaðan í f járanum .. ? (En þá rennur upp fyrir hon- um ljós) „Já þarna kemur skýringin, náunginn á flug- vellinum hefir laumað þessu í vasa minn þegar við vorum að fljúgast á. En þessi mynd er þó ekki af honum!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.