Alþýðublaðið - 28.12.1943, Síða 5
/
Þriðjudagur 28. desember 1943
ALÞVDUBLAEMD
8
Torfærur hverfa.
Myndin bér að ofan er frá herskóla einum í Bandaríkjunum, og sýnir hún hermenn æfa sig í
skyndismíði brúar, sem ætluð er til flutninga á her og heigögnum yfir fljót.
\ .
t
GREIN þessi, er f jallar um
venjur og hætti dýr-
anna er eftir A. W. Duncan
og hér þýdd úr Englih Digest.
Mun mörgmn þykja fróðlegt
að kynna sér athuganir þær,
er hún hefir að geyma.
¥ ÐULEGA kemur það fyrir,
að náin vinátta takist með
hundi og ljóni, ketti og kan-
ínu og fleiri dýrum. Allir. sem
dvalizt hafa í sveitum, munu
hafa sannfærzt um þetta <j>g
kunna frá því að greina. Þess
eru dæmi að tígrisdýr, hlébarð-
ar, birnir og önnur dýr, sem
hneppt hafa veríð í búr, gerist
góðvinir húsdýra. En venjulega
hefir þó milligöngu mannsins
þar við notið.
Villidýrin efna og til vináttu
sín í millum og við önnur dýr.
Krókudílum og lóum kemur til
dæmis mætável saman, og ló-
urnar eru alls óhdæddar við að
hætta sér inn í hin ferlegu gin
þeirra. Það er og alkunna hversu
fuglar af hegrakyni og vísund-
ar eiga vel skap saman.
Sennilega orsakast vinátta
þessara dýra af því að báðir
aðilar telja sér hag í henni. En
er ekki áþekka sögu að segja
um vináttu manna í millum oft-
ast nær eða ávallt?
Vísundarnir eru, eins og raun
ar tígrisdýr og fleiri dýr, mjög
lúsugir. Lúsin er einkum ágeng
á innanverðum lærum þeirra.
Hegrarnir f jarlægja lýsnar en ég
er þess ekki fullviss, að vísund-
arnir meti það ,eins og vert
væri.
Iðulega hefst vinátta millum
villidýra upphaflega af því, að
annar hvor aðilinn hefir hlotið
einhvern áverka eða er miður
sín einþverlra orsaka vegna. —
Þau dýr, sem fyrir sliku verða,
eru þá rekin úr samfélagi þeirra
dýra, er þau hafa áður talizt tíl.
En síðan leggja dyr af allt öðr-
um flokki lag sitt iðuléga við
þessa illa stöddu gripi og tekst
með þeim náin vinátta oft og
tíðum.
Hungraður maður og hungr-
að dýr eru oft sleg.n æði. Eigi
að síður er hungrið tið'um vel
/
til þess fallið að temja dýr. Ung-
ur tígirisdýrsungi, sem misst
hafði móður sína, leit éði á náðir
e.'ns fílsins í dýragarðinum
Ilonum stóð enginn stuggur at
mönnum og var hinn auðveld-
asti viðureignar. Þess eru fjöl-
mörg dæmi, að áþekkir atburðir
gerist.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast, eru svanir einhver grimm-
ustu dýr, sem getur. Grimmd
þeirra er slík, að svo má að orði
kveða, að þeir séu blóðþyrstir.
Þeir drekkja iðulega öndum og
öðrum vatnafuglum svo og smá
dýrum, er þ.eir telja sig við ráða
og þeir geta komið að óvörum.
Dýr, sem annars eru ólíkleg
til að gera mönnum mein, skjóta
okkur oft, skelk í bringu. Ég
minnist, að oft bar sh'kt fyrir
mig á ferðalögum mínum, er ég
kynnti mér líf og háttu dýra.
Einhvérju sinni var ég næsta
grátt leikinn af völdurn sólbruna
og mýbits og kastaði mér því í
sjóinn. Ég synti knálega, því að
mér var það sönn unun.
En ég hafði ekki þreytt sundið
lengi, þegar mér fannst eitt-
hvað vefja sig um annan fót-
legg minn. Mér brá mjög í brún
og hugði helzt, að hákarl væri
hér að verki og myndi því ald-
urstilastund mín upp runnin.
Mór fötuðust sundtökin en fór
þó ekki í kaf. Náði ég landi heilu
og höldnu, án þess að sannfær-
ast um, hvaða fyrirbæri hefði
hér fyrir mig borið.
En mér befir oft verið til þess
bugsað, að ef til vill væri ótti
sá er grípur mann á slíkri
stundu lífshætta hin mesta.
Villdýr eru oft undarleg í hátt
um, enda tortryggin og varfær-
m, þrátt fyrir áræði sitt og fimi.
Ég læt hér getið skemmtilegs
atviks, er um þetta efni* f jallar.
Ég var einhverju sinni á ferða
lagi í Indo-Kína með nokkru.
förhneyti. —. Einn vina minna,
sem var þátttiakandi í för þess-
ari, hafði það fyrir sið að ríða
út noikkra stund morgun hvern.
Einhverju sinni kom hann aftur
venju fyrr og var greinilega
brugðið. Hann skýrði mér frá
því að tígrisdýr hefði stokkið í
veg fyrir hest hans alls þrisvar
sinnum, en jafnan haldið brott.
án þess að ráðast til atlögu. Það
var því sízt að undra, þótt hon-
um brygði í brún. En tígrisdýr
eru varfærin og þau eru glögg
á það, sem óvenjulegt er, og
vilja jafnan hafa vaðið fyrir neð
an sig.
Flestir munu hafa séð hunda
leika sér að þræði eða bolta og
leggja sig alla fram um að varna
því, að þetta verði af þeim tekið.
Getur mönnum oft reynzt örð-
ugt að svipta þá þessum leik-
föngurn þeirra.
Apar eru mjög líkir mönnum
— eða ef til vill fremur börnum
— í baráttum sínum öllum. Þeir
hrinda hverjir öðrum til, toga
í rófuna hver á öðrum og ég hefi
og séð þá flengja minni bæður
sína. Þeir eru einnig hrekkjóttir
gagnvart öðnim dýrum, en þeim
skiptum lyktar af þannig, að
hlutur þeirra sjálfra verður
næsta lítill, enda þótt, þeir séu
fráir á fæti.
Því fer alls fjarri, að dýr, sem
annars lifa á jurtafæðu, geti
ekki átt það tií að leggja sér
/kjiöt til munns. Ég veit þess ýmis
dæmi, að fílar gæði sér á manna
keti, endia þótt. það sé eigi al-
menn skoðun, að þeir séu mann-
hættulegir.
Það er með öllu ógerlegt að
leika á fíl með því að látast vera
dauður, enda þótt hægt sé að
gera flestum öðrum dýrum — að
vísundum þó undanskildum —
þann grikk. Tvisvar hef ég séð
mannýg naut þefa af mönnum,
sem létust liggja dauðir, og
hrokka því næst hrött, án þess
að gera þeim minnsta grand.
Ég minnist þess, hversu mér
kom það mjög á óvart að nautin
skyldu láta beita sig slíkum
ibrögðum. Fróðlegt væri að gera
tilraunir um það hvort önnur
dýr láta blekkjast með þessum
hætti. En það er ekki hlaupið
að því að efna til slíkra tilrauna.
Menn eru sem sé ófúsir að gefa
kost á sér til slíkra ævintýra.
Það má merkilegt heita,
hversu menn geta hænt dýt að
sór, ef þeim gefst færi á því og
hafa um fram allt góðan tx'ma
til þess. Ég. komst einu sinni í
kunningsskap við eðlu, sém er
sú feimnasta skepna, sem ég hefi
til þekkt. Hún lærði einhvem
veginn að þekkja mig sennilega
af göngulaginu og kom þá jafn-
an fram úr fylgsni sínu, er mig
bar að. En væru vinir mínir á
Frh. af 6. síðu.
Ég komst ekki að. Éljamúsík. Maður utan úr veröldinni.
Jólalög og styrjaldaróður. Hálmstráið, sem maður reyn-
ir að trúa á og treysta.
EG ÆTLAÐI a3 óska ykkur
gleðilegra jóla, en komst
ekki að’ fyrir öllum hinum. Það er
margt sem ekki heyrist í ólátunum
fyrir jólin — og það er mörgum
sem finnst jafnvel þá að þeim sé
ofaukið. Á aðfangadagskvöld
lamdi haglélið ráðuna mína — og
af því að ég missti af aftansöng
síra Árna Sigurðssonar í útvarpinu
vegna rafmagnsleysis — reyndi ég
að bæta mér þetta upp með þess-
ari ísienzku músik — éljamúsik.
Hún minnti mig á gamla daga, Iitlu
sírjálu býlin við hamrana og fell-
in, sem kúrðu þar í vetrahríðunum
einangruð og afskekkt.
EN VAR EKKI OFT hlýtt í
þeim, andlegur hlýleiki? Var þar
ekki oft glaðzt yfir litlu? Var ekki
gleðin þá enn heitari og innilegri
yfir grjónalummunum og tólgar-
kertunum —- en nú í hávaðanum og
allsnægtunum? Það var einhver,
sem sagði um þessi jól, að svo virt-
ist sem við gætum ekki lengur
glaðzt yfir litlu. Það má vera — en
ég veit þó að margir gleðjast enn
yfir litlu.
. .ÉG HALLAÐI ■ MÉR að kaldri
rúðunni sem haglélið lamdi á að-
íangadagskvöld. Hver gluggi í ná-
grenninu var uppljómaður. Á götu-
horninu framundan sá ég svarta
þúst. Hún var kyrr góða stund en
svo fór hún að hreyfast og hún
mjalcaðist að stórum uppljómuð-
um glugga. Þá sá ég að þetta var
sjóliði einhversstaðar utan úr ver-
öldinni, svart klæddur með pottlok
sitt á höfði í hríðinni. Hann stað-
næmdist við gluggann — en svo
fór hann að spígspora í snjónum
með hendurnar í frakkavösunum,
ókunnur maður — einmana.
. . OG ÞARNA GEKK HANN fram
og aftur færði sig af einu horni
á annað, staðnæmdist við og við
undir uppljómuðum glugga, skrif-
aði stundum í snjóinn með tánni
og þurkaði það jafnskjótt út, rölti
svo aftur af stað •—- stuttan spöl.
Það var að minnsta kosti einn mað
ur sem fylgdist með þessari Gol-
gatagöngu hans í ókunnu og köldu
landi, þar sem hann var í stórri
borg jafnvel enn meira einmana
en þó að hann væri einn uppi á
öræfum!
SÁLMASÖNGUR, JÓLALÖG
jólakveðjur og heillaóskir, barna-
raddir,. og hugðnæm músik hljóm
aði úr útvarpssalnum mest öll jól-
in næstum viðstöðulaust, en svo
rétt til að minna mann á vondan.
og vitfirrtan heim heyrðust allt a£
við og við hrjúfar, kaldar og svip-
lausar raddir þylja styrjaldaróð-
inn. 300 sprengjuflugvélar réðust
á ... . Barist er um hvert hús ..
Skriðdrekum hefir verið komið
fyrir í kjöllurum . . . . 6000 féllu
í gærmorgun . . . . 2000 fallinna
manna voru taldir á götum borg-
arinnar eftir að óvinirnir höfðu
yfirgefið hana . . . . — Já, menn-
irnir hafa í mörg horn að líta! Þeir
þurfa að stunda sálmasöngva,
styrrjaldir og mannúðarhjal! En
svona erum við öll: Ég og þú, al-
veg eins, í ýmsum myndum — en
þó eins!
. . VIÐ HÖFUM SVO SEM ekki al
miklu að státa. Það tekur því ekki
að hreykja sér! Það er broslegt að
sjá okkur hlaða á útlimina gulli
— og silfurstássi! Olckur tekst
ekki að falsa innnihaldið! það seg-
ir til sín! Ófullkomleiki okkar er
mikill í sinni eymd og þó hafa
beztu menn trú á að heldur sæki
á brattann fyrir okkur, þráin eftir
því góða og mikla er svo rík I
mannsandanum — að það hljóti
að lokum að skapa úr þessum
brotabrotum, sem við erum, mennt
aðar og mannúðarfullar vitsmuna-
verur. Mannsandinn hefir allt a£
sótt fram, segir van Loon, eða eitt
hvað á þessa leið — og maður
grípur svona setningu allshugar
feginn, eins og drukknandi maður
grípur hálmstrá!
ÞIÐ VERÐIÐ að fyrirgefa, þó
að predikunarnáttúran hafi nú
gripið mig. Það er búið að predika
svo mikið yfir mér um þessi jól,
að það er von að ég hafi lennt
í þessu. Þetta getur hent hestu
menn!
ÞAÐ ER SKRÍTIÐ hvernig Ijós
skilningsins getur allt í einu runn-
ið upp fyrir heimskum mönnum.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna
að kaþólskar kirkjur eru allt a£
opnar — og hvað kaþólskir menn
eru að gera í þær, þegar ekki er
messað. En þegar tilkynnt var í
útvarpinu á aðfangadagskvöld að
Páll ísólfsson léki á Dómkirkju-
orgelið, þá skyldi ég þetta. Mér
datt í hug, að gott ætti Páll að
mega vera einn svolitla stund
þarna í kirkjunni og leika jóla-
lög. Mig langaði til að labba til
kirkjunnar og læðast inn, án þess
s að Páll vissi.
Hannes á horninu.
á ð v ö r u n
SiS útsvangjaldenda í leflfaii.
Við niðurjöfnun útsvara árið 1944 verður tekið tillit til
þess, hvort gjaldendur hafi greitt að fullu útsvarið 1943
fyrir áramót.
Þetta tekur ekki til þeirra gjaldenda, sem greiða út-
svör sín reglulega af kaupi.
Allir aðrir aðvarast um að greiða útsvarsskuldir sínar
að fullu nú fyrir áramót. ,
SkrSfst©fa borgarstjórans í Reykjavík-