Alþýðublaðið - 28.12.1943, Side 6
Þriðjudagur 28. desember 1943
Vopn guðanna: Lárus Pálsson í hlutverki Barlams og Ævar R.
Kvaran sem Jósafat ríkisarfi í 5. þætti leiksins
Leikhúslð :
Uopnguðanna
Sjónleikur í fimm páttum, eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi.
FfVAÐ SEGJA HIN HLOEHHY
Frh. af 4. síöw.,.
að Framsólknarmömxtiiia á þlnjgjL
sé ekki einu mfyrir það þakk-
andi, að hrúndið var því, sem
þeir eru einhuga um að kalla
„ofsóknarherferð“ gegn bænda
stéttinni. Jónas telur, Jónas
að ekki íberi að þakka þetta
Framsóknarmönnum jrirnwm]
Hann segir:
„Veruleikinn er sá, að til þess a8
geta stöðvað hinar illkynjuðu
árásir á bændur og samtök þeirra,
þarf „tvenna fjórtán.“ Það þarf,
að minnsta kosti, jafn marga Sjálf-
stæðismenn, eins og Framsókn á
menn á þingi, til að hindra það,
að Emil í Gröf og aðrir sunnlenzk-
ir þændur verði af Alþingi sviptir
eignum og atvinnu, að þoði upp-
lausnarliðsins í landinu. Sama
varð raunin á þegar Alþingi veitti
nýlega dýrtíðaruppbót til bænda,
samkvæmt viðurkenndum út-
reikningi sex manna nefndarinnar,
þá stóðu að þeirri samþykkt 27
menn úr báðum stærstu flokkun-
um. Ottesen lá í sjúkrahúsi. Hann
var sá 28. og hefði látið flytja
sig veikan í þingið til þess að
greiða þar atkvæði með rétti
framleiðenda ef með hefði þurft..
Ég vona að Emil í Gröf sjá nú,
að hann verður líka að þakka
DAVÍÐ STEFÁNÖSON FRÁ
FAGRASKÓGI er hinn
mikilvirkasti rithöfundur. Fyrir
tveimur árum sendi hann frá
sér sjónleikinn Gullna hliðið og
og árið áður stórt skáldrit í
tveimur bindum, Sólon Island-
us. Með fyrstu ljóðabók sinni,
Svartar.f jaðrir, sem kom út árið
1919 varð hann þegar vinsæl-
asta ljóðskáld þjóðarinnar.
Fyrsta leikrit hans, Munkarnir
á Möðruvöllum, kom út árið
1925, hlaut talsverðar vinsæld-
ir en stendur þó talsvert að
ibaki hinum síðari leikritum
hans, að minnsta kosti sem
sjónleikur. Þetta síðasta leikrit
Davíðs, Vopn guðanna, er sam-
ið af djúpri, þjóðfélagslegri
alvöru og er römm ádeila á
valdabrölt einræðisherranna.
Vopn guðanna er krossmarkið,
tákn friðarhugsjónarinnar, sem
teflt er fram gegn sverði ein-
ræðisins og sigrar friðarhug-
sjónin í lok leiksins. Leikritið
er innlegg Davíðs í þá baráttu,
sem nú geisar í heiminum, og
er hann hvergi myrkur ,í máli,
enda hefir Ðavíð aldrei lagt í
vana sinn að hvísla skoðunum
sínum í þlýhólk. Leikritinu er
hvorki markaður tími né staður,
en getur gerzt hvar sem er og
hvenær sem einhver skottu-
pólitíkusinn reyndr að þröngva
þjóðum heimsins undir valdboð
sitt. Má teinnig telja þetta til
kosta leikritsins, gefur því al-
mennara gildi. Davíð hefir, sem
betur fer, ekki tekið sér fyrir
að raða saman spakmælum í
leikritsformi, svo sem háttur er
sumra leikritahöfunda, heldur
lagt megináhersluna á að semja
sjónleik, og það hefir honum
tekizt. Þeim, sem fara í leikhús
til þess eins að heyra hávaða,
þykir ef til vill ;ekki nægilegur
stígandi í leikritinu, en hann er
þar samt og felst í öðru en
hávaðanum. Ef til vill mætti
helzt finna það að leikritinu, að
sumar setningarnar væru óþarf
lega óheflaðar, en það stafar
ekki af skorti höfundarins á
smekkvísi, heldur skapþunga
hans.
Gengi þessa leikrits á sviði
er mjög komið undir tjöldum
og öðrum útbúnaði, og er hann
alveg sérstaklega vandaður, og
þeim Lárusi Ingólfssyni, sem sá
um tjöld og búninga, og Hall-
grími Backmann ljósameistara
til mikils sóma. Lárus Pálsson
Ihefir annast leikstjóm og náð
furðanlegu samræmi í meðferð
leikritsins, svo margir sem við-
vaningarnir eru í aukahlutverk
unum, en sem heild virðist leik-
urinn vera fullsterkur. Auðvit-
Konungurinn: Jón Aðils og
einkaráðgjafi hans Theódas
Haraldur Björnsson.
að er það mikill kostur að fá að
heyra hverja setningu, sem sögð
er á sviðinu, en Lárus virðist
skorta ofurlítið þann næmleika,
sem til dæmis Indriði Waage
hefir í rikum mæli, á hin smá-
gerðari blæbrigði.
Jón Aðils var röggsamlegur í
gervi konungsins, einræðisherr
ans, og talsverður persónuleiki
í leiknum. Meðferð Ævars
Kvaran á Jósafat konungssyni
var smekkleg, en fremur að-
sópslítil, enda hlutverkið ekki
tilefni til mikilla átaka. Leikur
Þorsteins Ö. Stephensen í hlut
verki Zardans var viðkunnan-
legur. Valdimar Helgason hafði
í ógáti fallið út úr hluverkaskrá
leikskrárinnar, en hann lét því
hressilegar heyra til sín á svið-
inu í hlutverki eins af ráðgjöf-
um konungs, sem hann lék af
vandvirkni. Haraldur Bjömsson
lék Theódas, einkaráðgjafa kon
ungsins, hinn illa anda einræð-
isherrans, Mefistófelis þessa
aumkunarverða Faust, og skil-
aði hlutverkinu með prýði.
Gervi og leikur Lárusar Páls-
sonar í hlutverki Barlams frið-
arpostulans var hvortveggja
gott, og Brynjólfur Jóhannes-
son var ágætur garðyrkjumaður
og lífsspekingur. Lárusi Ingólfs
syni heppnaðist að gera skemmti
lega fígúru úr hirðmeistaranum.
Smærri hlutverk voru vel af
hendi leyst af þeim Indriða
Waage, Öldu Möller, Þóru Borg
Einarsson, Gunnþórunni Hall-
dórsdóttur, Gesti Pálssyni, Val
Gíslasyni og Tómasi Hallgríms
syni, en á aukahlutverkunum
voru viðvaningarnir fremur við
vaningslegir sem vonlegt er og
hægt er að fyrirgefa.
Svo að talað sé í sömu and-
ránni um listir og fjármál, skal
mönnum úr öðrum flokkum rétt-
mætar varnir í málum framleið-
enda. Hann mun nú nýverið hafa
séð heima í sínum hreppi, að bænd
ur skilja, að þeir verða að standa
sama móti kommúnistum, án tillits
til flokkaskiptingar. Á bænda-
fundi í Hrunamannahreppi aiveg
nýverið, þar sem nálega allir bú-
endur sveitarinnar nema Emil í
Gröf voru mættir, var samþykkt
einróma áskorun til útgefenda
Bóndans, að halda blaðinu áfram
og hika hvergi, þó að andblástri
væri að mæta.“
Það leynir sér ekki, að hér
er stefnt í sömu átt og í skrifum
Egils í Sigtúnuim.
Vesjur og teítir
dýranus.
Frh. af 5. sí&u.
ferð, lót hún hins vegar sem
minnst á sér bera.
Það er alkunna að hundar
bera kennsl á bifreiðir eigenda
sinna. En frændi minn, sem er
flugmaður, segir mér, að hvutti
hans þekki flugvél hans frá öíl-
um öðrum ílugvélum, þótt hún
sé hátt í lofti uppi. Hann tekur
þá á sprett út á flugvöllinn til
þess að fagna komu húsbónda
síns.
Það er hægt að fá dýrin til
þess að breyta mjög um lifnað-
arhætti, og það mun mikið gert
að því í framtíðinni. Það er hægt
að kenna þeim að neyta hvaða
matar, sem er — jafnvel að una
því að borða heitan mat, enda
iþótt slík kennsla kosti mikinn
tíma og fyrirhöfn.
Jólablað Símablaðsins
er nýkomið út. Af efni þess má
nefna: Áramótahugleiðingar eftir
Ágúst Sæmundsson, Jól eftir Unn-
dór Jónssoní Gleymdir þröskuldar
eftir Jes A. Gíslason, Framtíð
jarðlífsins eftir Ásgeir Magnússon,
og Varðveittu vopn þitt eftir
Maríus Helgason. Einnig flytur rit-
ir kvæði eftir Jón Óskar, er nefn-
ist Húsbygging.
þess getið, að sýning Leikfé-
lagsins á þessu leikriti mun
vera mjög kostnaðarsöm, svo
mjög sem til hennar er vandað.
En sé íslenskum leikhúsgestum
það nokkuð metnaðarmál að
íslenzk list sé túlkuð á íslenzku
leiksviði, vita þeir, hvað þeim
ber að gera.
Karl ísfeld.
Félag íslenzkra hljóðfæraleikara.
KAUPTAXTI
S Ci'i-
félagsins fyrir lausavinnu skal vera sem hér segir:
Hinn fasti laugardagstaxti kr. 40.00.
Tímavinna: Kr. 8.00 pr. klst.
Sé unnið eftir klukkan 3 f. h. hækki kauptaxtinn
um 100%.
Ákvæði um hvíldartíma hljóðfæraleikara skulu
vera þau sömu og gilt hafa.
Sé sérstakur hvíldarmaður ráðinn, skal hann hafa
sama kaup og aðrir hljóðfæraleikarar. Enda leiki hann
hvíldarlaust einn. Sé aftur á móti ekki ráðinn sérstak-
ur hvíldarmaður, en hljómsveitin skiptir og leiki þannig
hvíldartímana einnig, skal greiða hverjum manni kaup
fyrir 1 tíma aukatekju.
Annist hljóðfæraleikari viðlagasöng, skal greiða
sérstaklega kr. 2.50 pr. klukkustund.
Á Gamlaárskvöld greiðist 100% álag á allt kaup.
Full dýrtíðaruppbót greiðist á kaupið samkvæmt
vísitölu hagstofunnar á hverjum tíma. Hljóðfæraleikari
skal fá kaup frá þeim tíma, er hann mætir til vinnu,
enda fari kvaðning eigi síðar fram en klukkan 23.
Taxti þessi gildir frá og með 28. des. 1943 og þar
til annað verður ákveðið.
Reykjavík, 27. desember 1943.
Stjórnin.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
c
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Um „Álfasióðir
Frh. af 4. síðu.
elskað og vonað og misst,
heldur en tómleiki hins, sem
hefir aldrei eygt himin ástar
og vonar og engu hefir haft að
tapa?
Svo að lokum:
Frú Svanhildur Þorsteins-
dóttir sér og skilur margt, sem
ýmsir ganga fram hjá eins og
ljós augna þeira hafi slokknað.
Hún á líka dýrgrip smekkvís-
innar og hófseminnar. Hún ætti
því ekki að þurfa að brenna
neinn til óbóta, þó að hún
blési nokkuð frekar að glóðum
mannlegra ástríðna og tilfinn-
inga en hún gerir í þessari bók,
svo að eldurinn teygðj sig
hærra, yrði heitari og varpaði
bjarma yfir víðara svið og inn í
fleiri króka og kima, þar sem
hún hefir sitthvað séð. Þá virð-
ist hún og vera svo nærfærin,
að hún ætti ekki að þurfa að
meiða neinn, þó að hún neytti
til djarflegri átaka þess styrks
sem henni áreiðanlega er gef-
inn, og sízt mundi hún laða
okkur að hinu ljóta, þó að hún
skeytti nokkuð á því skapi sínu
með því að draga það fram í
dagsins ljós sem andstæðu
fegurðarinnar. Já, hve höfugt
hefðu þær ekki ilmað, og hve
skært hefðu þær ekki skartað,
dalaliljurnar, sem áður hefir
verið á minnzt, ef í okkur hefði
setið ógn og uggur frá því heim
kynni lasta, harma og ágæfu,
sem sögukonan hafði gist, þeg-
a rhenni voru gefnar þær? Það
er margsagt, þetta, en þó tek
ég mér það í munn í þessu sam-
bandi:
Þar sem er ljós, þar er líka
skuggi.
(Niðurl. á morgun).
Tónsnilliagaþættir.
Theódór Árnason: Tónsnill-
ingaþættir 1. Útg.: Þorl.
Gunnarsson, Rvík 1943.
HÉR eru æfiágrip merkilegra
manna. Fáa menn er
meiri ástæða til að dá en þessa
furðulegu völunda, sem hafa
hlustað eftir symfóníu himn-
anna og gefið okkur, sem erum
daufir á eyrum, hlutdeild í
þessari skynjun sinni. Hljóm-
listin er list listanna. Þar lyft-
ist skapandi andi mannsins
hsést, eða öllu heldur: Þar
kemst eilífðin næst listskynjun
hans.
Þessi bók Theódórs Árnason-
ar verður kærkomin íslending-
um. Ber tvennt til þess. Islend-
ingar eru' næmir á tónlist og
þeir hafa mikinn áhuga fyrir
mannfræði. Útvarpið hefir
stuðlað að því, að almenningur
hefir getað kynnst æðri tónlist,
í fjrrsta sinn í fyrsta sinn í sögu
íslands, og virðast þeir, sem
stjórnað hafa músikdagskrá
Ríkisútvarpsins undanfarin ár,
eiga miklar þakkir inni hjá
þjóðinni fyrir það tónlistarupp-
eldi, sem þeir hafa reynt að
láta útvarpið annast. Nú gefst
mönnum kostur á að kýnnist
æfisögum þeirra manna, sem
þeir hafa oftast heyrt nefnda í
sambandi við æðri tónverk:
Bach, Mozart, Beethoven, Schu-
bert . . þetta er fallegur hópur.
Það hefir verið ánægjulegt
verk fyrir Theódór Árnason að
skrá þessa þæti. Honum lætur
vel að halda á penna, enda kunn
ur orðinn fyrir ritstörf, og
hann hefir tignað frú Misiea
alla æfi af nærfærnum skiln-
ingi. Bókin er fallega úr garði
gerð hið ytra.
Sé þeim báðum þökk fyrir
verkið, höfundi og útgefanda.
Siguxbjörn Einarsson.
\F reiau-fiskfars)