Alþýðublaðið - 16.01.1944, Síða 8

Alþýðublaðið - 16.01.1944, Síða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 15. janúar 1944 nTJARNAftBlÓiS Yankee Doedle Dðfldy James Cagney. Joan Leslie. Walter Huston. Fyrir leik sinn í pessari mynd fékk James Cagney verðlaun í Hollywood. Sýnd kl. 6.30 og 9. FlotSnn í höfn. (The Fleet’s In). DOROTHY LAMOUR Sýnd klukkan 3 og 5. BREYTT VIÐHORF. Einhverju sinni har svo til í Rússlandi, að ríkur fursti, Davidian að nafni, lézt á sótt- arsæng. Læknar skoðuðu líkið vand- lega og kváðu hann dauðan. Síðan var efnt til dýrlegrar jarðarfarar. Líkið var lagt í einkennishúningi í sínkkistu, en kistunni var ekki lokað með- an sungið var yfir líkinu. Að endingu kyssti prestur lík- ið, en í sama bili settist líkið upp í kistunni og gaf prestin- úm rokna löðrung, sinn á hvora kinn, og kallaði með grimmi- legri rödd: „Ertu svo djarfur að ætla að jarðsetja mig án míns leyfis.“ Líkfylgdin varð frá sér num- in af ótta og skelfingu, hvert mannsbam flýði úr kirkjunni °g sumt af kvenfólkinu féll í öngvit. , ' Furstinn raknaði óðara við aftur, og hélt um kveldið upp- risuhátíð sjálfs síns heima hjá sér. * * •' MAÐTJRINN: — Flýttu þér út úr húsinu kona, það hrenn- ur óðum og fellur bráðum al- gerlega. Konan: — Ég er að lagfæra í stofunni, svo allt sé í röð og reglu, þegar brunaliðið kemur. , * * * FRU við herbergisleigjanda: „Þér hafið sagt henni dóttur minni, að þér élskið hana, þér hafið meira að segja kyst hana. Hvað ætlið þér yður með þessu?“ Svar: „Ég ætla mér að gera það aldrei oftar“. og þá myndurðu ekki sofna ut frá lestrinum. — Lestri — hvað? Hvers vegna að vera að lesa? sagði hann imeð tilburðum eins og hann vildi fjarlæga eitthvað ó- geðfellt, orm, sktordýr, óhrein- indi. — Ó, þetta er allt svo vita- þýðingarlaust. Lofaðu mér að vera á friði, María frænka, viltu vera svo góð? Þegar hann hafði lokið snæð- ingi við kvöldborðið lagði hann frá sér munnþurkuna, stóð upp, kvaddi að hermannasið og hvarf á brott. — Afsakaðu mig, María frænka, ég þarf að hitta vini mína, sagði hann og fór leiðar sinnar. Eg þekkti suma þeirra lítið eitt. Þeir komu einstaka sinnum og sátu inni í herbergi hans. Þegar þeir voru farnir, varð að endurnýja loftið til að útrýma viðbjóðslegri lykt af p ípu reikingum. Eða þá að þeir gáfu honum merki utan af göt- unni og hann hraðaði sér brott með þeim á ileynifund eða til einhverra dularfullra fram- kværnda. — Þessir heimskulegu strákahvolpar með sín heimsku legu tiltæki! tautaði gamli mað- urinn. — Skjóta baunum úr barnabyssum! Hverjir eru þeir eiginlega þessir svokölluðu vin- ir? Heinz Arnlieim, Joachim Sar- vitz, Andras von Emhaltz greifi Þrír menn af þúsundunum, sem ekki rötuðu leiðina frá stríðinu og til friðarins. Þá gat að líta hvarvetna á strætunum, ungir menn með andlit, er báru merki mikillar reynslu. Þeir voru fá- tækir og auðnulausir. Þeir tömdu sér enn siðvenjur hern- aðarins og svipur þeirra var skuggalegur, það var gríma þeirra til að dylja ráðleysi sitt. Þeir voru allir svipaðir í útliti, þeir höguðu orðum sínum líkt og hugsuðu lífet hver öðrum. Klæðnaður þeirra var hinn sami, stormjakki, gamlar hermanna- buxur og herstígvél, það var næstum því einkennisbúningur. Þeir voru ekki lengur hermenn, en vissulega höfðu þeir ekki heldur orðið borgarar. Að sumu leyti voru þeir hættulegir. Þeir söfnuðust saman í leynileg fé- lög, af því að þeir gátu ekki afborið einveruna. Þeir höfðu verið á unglingsaldri, þegar þeir voru sendir til vígvallanna, og iþegar þeir feomu aftur, hafði ver öldinni verið kippt undan fót- um þeirra. Þeir höfðu engan grundvöll til að standa á og vissu ekki, hvað gera skyldi. Þeir höfðu ekki lært neitt annað ) en að skjóta og leita afdreps. Og þeir gátu ekki lifað án bar- daga, ógnar og áhættu. í landi, sem einskis þarfnaðist fremur en friðar, er græða mælti sár þess, lifðu þeir eins og hermenn í óvinalandi. Þeir komu saman til að tala hina gömlu styrjaldar mállýzku, þreyta gamla leiki, •gefa og taka við fyrirskipunum til að viðhalda aga og blindri hlýðni. Þeir þráðu að berjast. En efcki vissu þeir gerla, fyrir •hvað þeir vildu iberjast. Það var ákjósanlegt markmið fyrir fólk, sem var stolt en óhamingjusamt, ungt og þröngsýnt, vildi ekki vinna heiðarileg störf, hafði hina sjúklegu löngun Þjóðverjans til að þ.jáðst og líða píslarvætti og vera fclæddur í snotran ein- feennisbúning, ef þess væri kost ur. Loks höfðu þeir öðlazt nafn, ef ekki málstað: Þjóðernisjafn- aðarmenn. í Amerífcu höfðu þeir knatt- spyrnuleikina, svo var guði fyrir að þafcka. Það eru engar fornar ástir milli mín og nazistanna — vissu lega ekki. En ég hefi séð einn þeirra vaxa upp undir handar- jaðri mínum, og ég veit hvernig þetta allt komst í kring. Ég hefi aldrei gleymt kvöldinu, þegar Hellmuth kom heim eftir að hafa eytt fimm árum á vígvöll- unum og í fangabúðum og hafði ekki að öðru að hverfa en mynd af foreldrum sínum látnum og hei'ðursmerkjum föður síns í gamalli dós. Og ég skil það allt af vel, að hjá öllum þúsundun- um, sem líkt stóð á fyrir, hlutu að kvikna frjóangar nýrrar styrj aldar. * Það var síðla á árinu 1922, ef ég man rétt, sem ég sá Klöru aftur. Ennþá litu veggirnir út eins og þeir væru komnir að falli. Hinir ungu listamenn mál- uðu enn meira í anda express- ionismans en fyrr og rithöfund- arnir skrifuðu í nýstárlegum stíl um ennþá nýstárlegri efni. Bylgjufaldudr expressionism- ans hafði komið Klöru til frægð ar og skolað henni til borgar- innar okkar. Nú gekk yfir það, sem kallað var gengisfall. Það var þróun, sem enginn gat skilið eða skýrt, og minnti á skriðufall. Vöru- verð hækkaði og kaupgjald fylgdi í kjölfarið. Kaupgjaldið hæbkaði og vöruverðið fylgdi á eftir. Það var eins og klifra upp endalausan stiga. Verkamenn fengu þúsund mörk í stað eins. Afleiðingin varð sú, að brauðið feomst upp í tvö þúsund mörk. Verkamenn lögðu niður vinnu og her var kallaður á vettvang til að knýja þá til að taka upp vinnu að nýju. Götubardagar voru tíðari og grimmilegri en nokkru sinni fyrr, og biðraðirn- ar framan við matvörubúðirnar SSS NYJA BIÚ S Leyndardóflwr danshallarinnar (Broadway) Dans- og söngvamynd um næturlífið í New York. George Raft. Pat O’Brien. Janet Blain. Brod Crawford. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Bönnuð börnum yngri en H 12 ára. 9 voru lengri og soltnari en meðan á styrjöldinni stóð. Okkur fannst öllum, að aldrei myndi hafa ver- ig uppi vonsviknari kynslóð en við vorum. Ef sálsýkisfræðingar hefðu athugað okkur, myndu þeir vafalaust hafa komizt að raun um, að nokkuð væri áfátt við andleg heilbrigði hvers og eins af okkur. iSnemma morguns í desember stóð ég undir óhreinu glerþaki brautarstöðvarinnar með eftir- GAMLA BIO Móðurásf Sýnd klukkan 9. Síðasta sinn. Lævirki (Skylark) Sýnd klukkan 5 og 7. Leopard-maðurtan (The Leopard Man). Sýnd kl. 3 Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Aðgöngumiðasala frá kl. 11 f. h. væntingarfiðring í maganum. iSvo rann lestin inn á stöðina og Klara var komin. Hana hafði ég ekki séð öll þessi ár. Okkur hefir verið skapi næst að gráta, en okkar kynslóð grét ekki. Við reyktum bara vinlingana með ofurlítilið meiri áfergju og horfð um hvor á aðra með hinu fasta tilliti konunar, sem spyr án orða: Hvernig líður þér, vina mín? Hvernig reynist líifð þér nú? Ertu ennþá fögur ástfang- MEÐAL BLAIVIANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO En Þess var skamrnt að bíða, að þeir kæmust að raun um það. Stór og andstyggileg slanga hóf upp hausinn bak við Hjálmar. Það var engu líkara en dýrið hefði legið undir drengnum og skriði nú fram úr fylgsni sínu. Síðasta vonin um að bjarga lífi Hjáhnars virtist nú úti. En samt sem áður. Það varð að koma í veg fyrir það, að lík hans yrði slöngunni að bráð. Hann skyldi verða jarð- séttur að sið kristinna manna. Hugsun þessi fólst í augnaráði því, sem þeir félagar sendu hvor öðrum. Og án þess að skeyta hið minnsta um hættuna, skunduðu þeir á vettvang með hundinn í broddi fylkingar. Nú hóf st ójafn leikur. Bob hafði ráðizt á slönguna og neytt hana til þess að færa sig dálítið frá drengnum. í hvert sinn, sem slangan ætlaði að höggva eiturtönnmni í hundinn, vék Bob sér til hliðar svo hvatskeytslega að furðu sætti. Þegar lag slöng- unnar geigaði, sætti Bob svo færis að stökkva á hana og læsa tönnunum í hana. Þeir félagar gátu ekkert aðhafzt. Wilson stóð lengi með spjótið á lofti reiðubúinn til þess að stinga því í slönguna. ef færi gæfist. En færið gafst ekki. Það var ómögulegt að koma lagi á slönguna, sem hafði hringað sig um hundinn, án þess að eiga það á hættu að særa eða drepa Bob um leið. W£ HAV£ MET BEFORE/ r SHALL BE HAPPV TO EXTRACT THE INFORMATION WE WANT FROM H/M „.MYSELF/ BUT HUGO SAID THEY COULDN'T FIND THE PASSPORT/ HE'S PASSEP ITON/ PERHAPS WE’D BETTER MOVE SOMEWHERE ELSE FIRST/, AP Features NEVER FEAR/NO ONE WlLL DECIPER MV MAP/ WE’RE PERFECTLV SAFE HERE, EVEN IF THE TURKISH POLICE HAVE FOUND THE mynda SAG A Einn foringinn segir við þennan dularfulla fituklump: „Hvað er þetta? Þekkið þér manninn?“ Hinn feiti: „Við höfum áður hitzt. Það mun gleðja mig á- kaflega að mega afla mér þeirra upplýsinga, sem ég þarf að fá hjá honum — sjálfur“. Aðstoðarmaðurinn: „En Hugó sagði, að þeir hefðu ekki getað fundið vegabréfið. um við að leita einhvers staðar annars staðar fyrst!“ Foringi: „Ótti er ástæðulaus. Engum mun takast að ráða fram úr landabréfinu mínu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.