Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 21. janúar 1944. Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentspiiðjan h.f. Sigurður Einarsson: Plðgur Ktyrkvibiaga. ÞAÐ er mikið reynt á þolin- mæði Reykvíkinga. Hend- ing ræður því að kalla, hvort þeir hafa rafmagn til notkunar á heimilum sínum og til atyinnu ' reksturs, hvort vatn er í húsum, hvort mjólk og mjólkurafurðir eru iá markaðinum í hænum og hvort hægt er að hita upp hí- býli manna. Allt eru þetta hinar frumstæðustu nauðsynjar, sem leggja her meginkapp á að full- nægja. Lengi hefir rafmagnsskortur- in sorfið að Reykvíkingum og er enn allt við hið sama i þeim efnum. Húsmæðurnar geta ekki eldað mat handa heimisfólki sínu. Menn sjá ekki til við vinnu sína. Iðnaður og verksmiðju- rekstur stöðvast að fullu tímum saman og er rekin við harm- kvæli, þó að eigi að heita að vél arnar séu 1 gangi. Ekki er unnt að segja. hversu gífurlegri upp hæð iiemur allt það beina f jár- hagstjón, sem rafmagnsskortur- inn hefir va'ldið bæjarbúum, en éreiðanlega nemur það tugmillj- ónum, ef ekki hundruðum millj- óna. Hið óviðunandi ástand í mjólk ursölunni er hverju mannsbarni kunnugt, enda rækilega rætt í blöðum bæjarins og manna á meðal í byrjun þessa vetrar. Margt veldur ófremdarástand- inu í þeim efnum: Röng sjónar- mið í mjólkurframleiðslunni, stirðbusháttur í framkvæmdum mjólkursölunnar, hvatvísleg yfirstjórn þessara mála og skeyt ingarleysi um öruggar samgöng- ur milli höfuðstaðrins og Suður láglendisins. Yatnsleysið í Reykjavík hefir um langa hríð valdið stórkost- legum vandræðum. Meginhluta dagsins sést ekki vatn í húsum í stórum hverfum bæjarins. Bak ar þetta íbúunum slík vandræði, að nær ógerningur má heita að búa við þau. Doks er það hin langþráða hitaveita. Heitavatnið er ekki fyrr farið að streyma um bæinn, en það skapar stórkostleg vand- ræði fyrir ífoúana. Hitinn verður af ákaflega skornum skammti. Loks hverfur heita vatnið með öllu. Það hefir allt streymt gegn um greipar verkfræðinga, án þess að sinna ætlunarverki sínu. Og það er ekkert rafmagn til'að dæla vatni í geymana að nýju. Fólk situr skjálfandi í íbúðum sínum í 12—17 stiga frosti og óskar þess í hjarta sínu, að aldrei hefði verið ráðizt í annað eins glæfrafyrirtæki og hitaveitu fyr ir Reykjavík. ,Þetta eru plágur Reykvíkinga. Forráðamenn þeirra hafa sýnt algert getuleysi í því að tryggja þeim hinar frumstæðustu nauð- synjar, sem ekki er hægt að afla nema með félagslegu framtaki. Reykjavík er rafmagnslaus borg vatnslaus borg, upphitunarlaus borg og mjólkurlaus borg. Þetta eru ömurlegar staðreyndir á öld tækninnar og hinna miklu möguleika. Bænarandvörp og neyðaróp þeirra manna, er sett- ir hafa verið til að stýra þess- um málefnum af hálfu borgar- anna, bæta hér ekki úr skák. Ósýnilegir flutningar. Eg get átt von á því, að einhverjum yðar hátt- virtu hlustendur verði þetta er indi að vonbrigðum. Þér hafið ef til vill gert yður í hugarlund að það fjallaði um einhverjar spíritistiska leyndardóma og þessháttar. En það er bezt að láta vonbrigðin koma strax og segja eins og er, •— að svo er ekki. En það liggur í þessu nafni dálítil glettni. Ég var nefnilega ekki alveg viss um, að geta komið erindinu að í út varpið, — eins og pottinn var búið, ef fyrirsögn þess bæri ótvírætt vott, að það fjallaði um raunhæf viðfangsefni, sem vörðuðu framtíð og farsæld lands og þjóðar og raunar mannkynsins alls. Svo mér datt það snjallræði í hug að skíra það í höfuðið á einhverri mein- lausri delli — sem er í góðu gengi í landinu. Og það er svo sem nóg af henni, — reyndar ekki allri meinlausri. Þess vegna heitir sem sagt erindið ósýnilegir flutningar. En nú skuluð þér ekki láta yður til hugar koma, að hér séu nein brögð í tafli. — Því erindið er um ósýnilega flutn- inga, ósýnilega flutninga, sem hafa verið að fara fram hér á landi og erlendis síðustu árin, ósýnilega flutninga, sem eru að fara fram þessa stundina og munu halda áfram að fara fram á komandi tímum — ósýnilega flutninga, sem eru svo um- fangsmiklir og hatrammir, að við vitum ekki nema nú þegar sé búið að flytja allt, sem okk- ur kemur við og varðar, land okkar, okkur sjálf, eigur okk- ar, störf okkar, já skoðanir okkar, viðhorf okkar, vonir okk ar og sál á allt annan stað í tilverunni, en þetta allt var á, síðast þegar svo vel sá til sólar í þessu gjörningaveðri styrjald arinnar, að við gátum ákveðiö þessa staði, eins og farmaður, sem ákveður stað skips síns ó hafinu. Það eru þessir ‘ósýnilegu flutningar, sem ég ætla að tala ofurlítið um, — aðallega vegna þess, að ég sé ekki að aðrir mér snjallari ætli að verða til þess. Kannske hafa þeir ekki tekið neitt eftir því, að neitt væri að gerast. Ég held að styrjöldin sem nú stendur yfir hafi ekki verið nema nokkurra daga gömul þegar ég varáði landsmenn við því hér í útvarpinu, að vænta nokkru sinni aftur hmr.a „gömlu, góðu daga“. Þeir munu aldrei koma. Sá heimur, sem var fyrir september 1939 er jið inn undir lok — og lífi kom- andi ára verðum við að lifa í veröld nýrra forma og nýrra viðfangsefna, — eða deyja. Og við þessu er ekkert að segja. Hinir „gömlu, góðu dágar,‘“ eru aldrei, og hafa aldrei verið góð- ir, ef þeir urðu of gamlir. Krist indómurinn í heimssniði, hinn kaþólski kristindómur miðald- anna, brauzt norður yfir Evrópu á sinni tíð, sem allsherjar sið- bætandi ög menntandi afl, hann kristallaði þá í sér kjarna menningarinnar og lífsfágunar innar. En hann varð ,,gamall“ í _ forminu og það þurfti öll hin geystu átök siðaskiptaaldar- innar á vettvangi andans og blóðugra vígvalla til þess að brjóta viðjar hans af mannlegri hugsun og samvisku. Þannig .hefir þetta alltaf verið og hlýt- ur að verða af því að lífið verð- ur aldrei ,,gamalt;“ lífið er sí ungt, það er vöxtur og verð- andi, lögmál þess er breyting, umsköpun, endursköpun — og mmnmimn ....... ■ 111..1 ln i | Þau geta aðeins orkað í þá átt að auka lítilsvirðingarblandna meðaumkun almennings með þessum vesalings mönnum. ERINDI það, sem hér hirtist var flutt af Sig- urði Einarssyni dósent í út- varpið síðastliðin sunnudag. Hefir Alþýðuhlaðið, með því að því hafa borizt mörg tilmæli um það, fengið það frá höfundinum til hirting- ar. hrörnun og dauði. Þetta er lög- mál náttúrunnar, lögmál mann legs líkama, lögmál mannlegs félagslífs og stofnana, þjóða og ríkja. Og spurningin um það hvort eitthvað er í vexti og verðandi, eða í stöðnun og hrörnun, er spurningin um líf eða dauða, líka’ fyrir þjóðir og félagsheildir. Þess vegna get ég ekki varizt þeirri hugsun, að það skipti óendanlega miklu máli fyrir okkur að vita nokk- ur deili á hinum ósýnilegu flutn ingum, sem eru að fara fram á öllum sviðum, vita hvað er ver ið að flytja, og hvert. Og hvaða öfl að því standa og hvert sleín ir. Annars er hætt við að við vöknum upp einn góðnn veður dag í veröld, sem við þckkjum ekki áttirnar í og villumst —. norður og niður. Villa í heimi lífsins og veruleikans táknar alltaf það að taka stefnuna norð ur og niður. Það er eins og það séu ekki til aðrar áttir fyrir villta menn— og villtar þjóðir. Þessir ósýnilegu flulningar, sem ég á við eru hin ægilegu straumköst, sem orðið hafa í veröldinni þessi síðustu fjÖgur stríðsár — undir yfirborðinu. Við sjáum ekki ennþá að neinu verulegu leyti, hvað mikið hef- ir verið flutt og er vecið að fjytja til. — .Við getum aðeins látið okkur gruna bað — gruna stefnuna og hvað það er, sem um er að ræða. Á hverjum einasta degi eru að skapast. nið- urstöður um örlög þjóða og ein staklinga, sem eitt sinn munu verða kveðnar upp í heyranda hljóði, sem valdboð sigurveg- aranna. Og á hverjum einasta degi eru að skapast niðurstöð- ur í huga einstaklinganna, sem ekki fá að birtast í orði eða athöfn, fyrr en herfjöturinn er leystur af þjóðunum og orðið aftur laust á hinum alþjóðlega vettvangi. Þetta á bæði við um ráðamennina og alþýðu manna. Einnig þar eru að fara fram ó- sýnilegir flutningar. Ráðamenn irnir flytja landamæri nú þeg- ar í huganum, sundra ríkjum, leysa upp ríkjasambönd, steypa upp önnur ný áhrifa og yfir- drottnunarsvæði, afmá gömul nöfn, af landabréfunum, og gömul ríki og skapa önnur ny. Allt á þetta eftir að koma fram í dagsins Ijós. Ennþá er ekki kominn tími þeirra til að tala. Þeir verða að þegja — af hern- aðarástæðum. Og alþýða manna, hún endurmetur viðhorf sín og skoðanir í eldi og reynslu þess- ara ára. Iiún flytur til flokka- takmörk, kastar fyrir borð gömlum úreltum markmiðum, setur upp önnur ný, útvelur í huga sér nýja forustumenn, dæmir aðra úr leik, endurmet- ur verðmæti sín, hafnar ýmsu því, sem fánýti, er hún naut áð- ur og mat, skynjar ný lífsverð- mæti, skapar sér ný baráttu- markmið. Éf til vill fara hvergi fram stórfelldari flutningar. en .einmitt á þessu sviði. Og allt á þetta sem enn er að miklu leyti ósýnilegt og hulið í brjóst um mannanna, allt á það eftir að fá mál, þegar orðið er laust, Það byrjar eins og blærinn, er bylgju slær á rein, brýst svo fram sem stormur svo hriktir í grein. — í því veðri verður engum stætt, sem ætlar að spyrna á móti. Því að sá vilji, sem stendur á bak við þá ó- sýnilegu flutninga, er hertur í eídi, blóði og fárum, angist, andvökunóttum, striti, kvölum og skelfingu. Þar verður hart stál, sem soðið er í afli þessar- ar styrjaldar, við megum eiga von á því, og það mun kljúfa skildi fortíðarinnar eins og hálmviskur. En á meðan styrj- öldin varir megum við ekki vænta þess að neitt af þessu komi fyllilega í ljós — svo lengi mun oss hulið, hve stór- kostlegir ósýnilegir flutningar hér hafa átt sér stað. En það skiptir nokkuð miklu að láta sig gruna hvert stefnir. Og slíkt hið sama mun verða uppi á teningnum í heimi and- ans, trúarbragðanna, bókmennt anna, listanna, vísindanna, alls staðar fara fram ósýnilegir flutningar. Og þeir sem ekki verða þeirra varir eða vilja ekki verða það, munu vakna upp utangarðs, þeir munu verða eins og maður, sem sofið hefir yfir sig í tjaldstað á eyðimörku, lestin er farin, úlfaldinn hans röltur á stað. Hann er einn — þýðingarlaus frávillingur, á auðninni, vígður dauðanum, þegar dauðinn má. vera að því að sinna honum. Hvað er hér verið að flytja? Hvert stefnir? Hvar mun komið í áfanga? Hatursmenn lista, vísinda og bókmennta um víða veröld, bæði hér á landi og annars sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alpýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fjrrir M. 7 að kvðldl. Síml 4906. staðar, munu láta sig það litlu skipta. En eigi að síður er það eitt af hinum miklu lífsspurs- málum framtíðarinnar að vita skyn á því. Það er spurningin um það að verða eftir, fylgjast með, eða vera í fararbroddi og hafa vegsögn, í fyrsta lagi fyr- ir sjálfum sér, ef vel lætur, einnig fyrir öðrum, þeim til heilla. Og þetta á ekki einungis við um hin andlegu málin. Það gildir um öll þau þrjú mál- efnasvið, sem ég hefi nefnt, hin hærri stjórnmál og athafna mál og félagsmál. Úrkostirnir, sem oss eru boðnir í sambandi við hina ósýnilegu flutnihga á öllum þessum sviðum eru alls staðar þeir sömu: Að verða eft- ir, fylgjast með eða hafa veg- sögu. Hinn fyrsti er illur,annar viðhlítandi hinn síðasti veg- legur og mikils háttar. Það er Frh. á 6. síðu. ALLMIKIÐ hefir verið rætt undanfarið um þjóðleik- húsmálið — og eru menn væg- ast sagt farnir að undra sig á því, hve seint gengur að fá það loforð efnt, að skila okkur hús- inu. . Nýlega birti Halldór Kiljan Laxness allmikla gagnrýni á þjóðleikhúsið, og taldi því margt til foráttu. Þessu svarar þjóðleikhússnefndin með grein í Vísi í gær og segir þar: ,, . . . H. K. L. telur að Þjóðleik- húsið bæti ekki úr þörf bæjarins í sambandi við leiksýningar. Telur hann, að bærinn hafi verið miklu betur settur í þessu efni um alda- mótin, þegar Iðnaðarmannahúsið var byggt og byrjað að sýna þar sjónleiki. Nú er það fjarstæða, að ætlast til, að Þjóðleikhúsið bæti úr allri húsþörf Reykjavíkurbæjar vegna alls konar leikskemmtana í bænum. En aðalatriðið í þessu máli er það, að samkvæmt athug- unum Helga Helgasonar verzlunar stjóra um leikhússókn Reykvík- inga í Iðnó um síðustu aldamót, er þessu svo ólíkt farið, því, sem H. K. L. telur, að eftir að Þjóðleik- húsið er tekið í notkun, verður næstum þrefalt meiri möguleiki á að tryggja leikhússæti en var um aldamót, eftir að Iðnaðarmanna- húsið kom til sögunnar, þó að miðað sé við það, að íbúafjöldi bæj arins hafi áttfaldazt frá þeim tíma. Auk þess verður að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því, að leiksýningar haldi áfram í Iðnó, og að fleiri byggingar verði reistar í þessu augnamiði, eftir því sem fólks- fjölgunin krefur. H. K. L. virðist vilja láta öll á- horfendasæti leikhússins verða jafngóð, og á sama gólfi. Hann virð ist blanda saman vönduðum leik- húsum við fjölleikahús og aðra þvílíka skemmtistaði. — Ástæðan til þess að húsaineistarar og for- stöðamenn leikhúsa hafa í tugi ára og allt fram á þennan dag og í öllum menntalöndum, byggt áhorf enda- og áheyrenda-svið eftir sömu reglu eins og gert er ráð fyr- ir í Þjóðleikhúsinu, er engin'önnur en sú, að þetta skipulag hefir reynzt heppilegt til þess að leik- gestirnir geti séð og heyrt sem allra bezt allt, er fram fer á leik- sviðinu. H. K. L. fullyrðir, að áhorfendur á öðrum palli í Þjóðleikhúsinu sjái ekki nema litla rönd af leiksvið- inu, en þetta er algerður misskiln- ingur. Áhorfendur á þessum palli sjá ’ekki aðeins yfir allt leiksviðið heldur vegginn bak við það í meira en 6.00 m. hæð frá gólfi. H. K. L. talar um að í Þjóðleik- húsinu sé of miklu rúmi eytt í ganga, fatageymslur og hressingar sal leikhúsgesta. Þetta er alrangt, hvort serrí skipulag Þjóðleikhúss- ins e_r borið saman við fyrirkomu- lag beztu leikhúsa í Vesturlöndum eða athugaðar kenningar kunn- ustu fræðimanna um þessi efni. Handbók Þjóðverja fyrir húsa- meistara (Bauentwurfslehre 1936) er eftir einn frægasta meistara Þýzkalands, próf. Ernest Neufert. Öll fyrrnefnd hlutföll í Þjóðleik- húsinu, sem H. K. L. finnst athuga vert við, eru í fyllsta samræmi við þetta fræðirit, og kröfur merkustu fræðimanna meðal stórþjóðanna. H. K. L. fullyrðir að málarasal- urinn í Þjóðleikhúsinu sé lágur undir loft. Eftir alþjóðareglu eins og' hún er sett fram í áðurnefndu fræðiriti, þykir nóg að slíkir salir séu 3.80 m. á hæð, en í Þjóðleik- húsinu er hæðin frá gólfi til lofts 4.20 m. Þá þykist H. K. L. vita það með vissu, að í Þjóðleikhúsinu muni varla vera um að ræða neitt rúm Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.