Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. jauúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ IBœrinn í dag.l Nseturlæknir er í Læknavarð- atofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarþssagan: „Bör Börs- son“ eftir Johan Falkberg- et, IIII (Helgi Hjörvar). 21.00 Píanókvartett útvarpsins: Kaflar úr píanókvertett, Op. 16, eftir Beethoven. 21.15 Útvarpsþáttur (frú Aðal- björg Sigurðardóttir). 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert eftir Pro- kofieff. b) Symfónía nr. 1 eftir Szostakovicz. 23.00 Dagskrárlok. Þór ætlaði til Vestmannaeyja, að- Saranótt miðvikudags, en varð að snúa aftur hingað vegna veðursins. Féiagslíf. Valur I®1 SKÍÐAFERÐ á morgun kl. 8 og á sunnudagsmorgun kl. 8V2 frá Arnarhvoli. Fairmiðar í Herrabúðinni, Skólavörðustíg SKÍÐAFERÐ í Þrymheima laugardags- kvöld kl. 8.' Farmiðar í Penslinum, Lauga vegi 4, í dag kl. 4—6. Rit Gylfa Þ. Gíslasonar. SKÍÐADEILDIN. Skiðaferðir að Kolviðarhóli á laugardagskvöld kl. 8, á sunnudagsmorgun kl. 9. Far- seðlar fyrir laugardagsferðina verða seldir í' ÍR-húsinu á föstudagskvöld kl. 8—9. Far- seðlar fyrir sunnudagsferðina verða seldir í verzl. PFAFF á laugardag frá kl. 12—3. ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR. Skemmtun fyrir alla yngri félaga verður haldin laugard. 22. þ. m. kl. 6 e. h. í húsi félagsins við Túngötu. Til skemmtunar: Spreng- hlægileg kvikmynd, söngur dans og ? Krakkar, mætið öll! Aðeins fyrir yngri félaga. „ÞÖR“ Pekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja síðdegis í dag. Frh. af 2. síðu. ágreiningurinn um leiðirnar sumpart að ágreiningi um imarkmið. Byltingarleiðin er í sjálfu sér einnig fær. En hún hlýtur óhjákvæmilega að leiða til einræðis, og einræðið er and- stætt hugsjónum sósíalismans. það eyðir sumpart ávöxtum só- síalistískra framleiðsluhátta og veldur því, að þjóðin fær ekki notið þeirra til fulls. Einræði er ósamrýmanlegt sönnum sósí- alisma. Byltingaríeiðin getur og verið sjálfum mólstað sósíal- ismans hættuleg. Þegar komið hefur verið á alræði ákveðins hóps manna, hafa fylgjendnr sósíalismans enga tryggingu fyr ir iþví, að það verði gert, sem æir ætluðust til, og bregðist foringjarnir, er engin önnur leið til þess að koma þeirn frá völdum en önnur stjórnarbylt- ing. Geri minni hluti byltingu og taki öll völd í sínar hendur, er það ennfremur andstætt þeirri hugsjón um stjórnar- hætti, að meiri hluti hverrar þjóðar eigi að ráða sameiginleg um málum hennar, án þess þó að skerða frelsi minni hlutans og rétt haris og möguleika til þess að verða meiri hluti. Við- urkenning á rétti minni hluta til stjórnarbyltingar er sósíal- ismanum og hættuleg sökum þess, að hún getur ýtt undir til- hneigingu afturhaldsafla til byltingar. Stjórnarbylting hlýt- ur og jafnan að kosta miklar fórnir mannslífa og verðmæta og þyltingartilraun ávallt að vera hið mesta hættuspil, því að fyrir fram verður ekki vitað, hvort hún heppnast, en mis- heppnuð byltingartilraun getur orðið málstað sósíalismans dýr. Þegar íslenzkir sósíalistar eiga að velja milli lýðræðisleiðarinn ar og ibyltingarleiðarinnar. hlýt- ur það og að hafa sérstaka þýð- ingu, að engin líkindi eru til þess ,að hér á íslandi gæti sósí- alistísk byltingarstjórn setið að völdum, eins og málum hefur verið skipað í Norður- og Vest- ur-Evrópu og Ameríku og verð- ur líklega skipað eftir styrjöld- ina, auk þess sem valdbeiting er íslendingum mjög ógeðfelld. í þessu smáriti hefir því fyrst og fremst verið leitazt við að lýsa því, sem á milli ber í kenningum Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins og að hvaða leyti kenningar Sósíalistaflokks ins eru rangar. ,En hinar ólíku kenningar flokkanna verða svo á hinn bóginn undirrót mjög ó- líkra starfsaðferða á stjórnmála sviðinu, ólíkrar afstöðu til ým- issa viðfangsefna. Trú komm- únista á nauðsyn byltingarinn- ar og „einræði öreiganna“ veld- ur oft og einatt fullu virðingar- leysi fyrir lýðræðinu og þing- ræðinu, hugsjónum þess og stofnunum. Vantrú þeirra á lýö ræðisleiðinni hefur og oft í íör með sér lítilsvirðingu á umbót- um innan ríkjandi þjóðskipu- lags og jafnvel fullan fjandskap gegn þeim. Þeir líta svo á, að umbæturnar svæfi aðeins rétt- armeðvitund verkalýðsins og tefji það, að hann hristi af sér hlekkina og geri byltinguna. Þessi skoðun var sett fram í riti, sem Komúnistaflokkurinn gaf út 1931 og nefndist „Hvað vill Kommúnistaflokkur ís- lands?“ Þar eru framleiðslusam vinnufélögin. m. a. gagnrýnd sökurii þess, að þau „vekja tál- vonir hjá verkalýðnum um stund og veikja þannig aðstöðu hans í baráttunni um völdin í þjóðfélaginu“. í afstöðunni til umbóta á kjörum alþýðunnar kemur einmitt fram mjög þýð- ingarmikill munur á starfsað- ferðum flokkanna. Málsvörum Sósíalistaflokksins er tamt að nefna þær ,,kák“ í háðungar- skyni, þeim hlýtur því að finn- ast lítið til slíkra aðgerða koma, og þær jafnvel geta verið málstað sósíalismans skaðlegar, þar eð þær tefji byltinguna. Al- þýðuflokksmenn líta hins vegar þannig á, að fyrst réttur alþýð- unnar sé fyrir borð borinn í ríkjandi þjóðskipulagi, sé nauð- synlegt að nota hvert tækifæri, sem gefst, til þess að bæta kjör . hennar, og fyrst þjóðskipulag sósíalismans sé talið réttlátara og betra en þjóðskipulag kapí- talismans og að þar muni hlut- ur alþýðunnar loks réttur til fulls, þá hljóti sérhver réttar- bót, sern alþýðunni hlotnast, og sérhverjar umbætur á kjörum hennar í rauninni að vera spor í áttina til sósíalismans, ef til vill mjög lítil, en stefna þó í sömu átt og sósíalisminn, en ekki öfuga. Auk þess sem bar- áttan fyrir umbótum á sér full- komna réttlætingu í umbóta-. þörfinni, er hún í algeru sam- ræmi við hugsjónir sósíalism- ans, og það er fjarri því, að þær geti tafið komu hans, heldur hljóta þær að auka þroska al- þýðunnar, réttlætistilfinningu hennar ogtskilning á þjóðfélags málum. En þeir, sem í einlægni trúa á hugsjónir sósíalismans, hljóta að telja, að þá muni fylgi alþýðunnar við hann vaxa, ér þroski hennar, réttlætistilfinn- ing og skilningur á þjóðfélags- málefnum vex. Kenningin um rétt minni hluta til stjórnarbyltingar og valdatöku — en þá kenningu aðhyllast komúnistar, að því er rétt þ'eirra sjálfra snertir — hlýtur að byggjast á ofstækis- fullri trú á réttmæti og nauð- syn málsstaðarins. Slík trú er að vísu megnug að blása mönn- um í brjóst eldlegum áhuga og næstum takmarkalausri fórn- fýsi. Um leið og hún er ein und- irrót byltingarhugarfarsins, er hún byltingarmanninum styrk- ur. Slíkrar ofstækistrúar og þessara fylgifiska hennar verð- ur oft vart hjá kommúnistum, en ekki aðeins hjá þeim, heldur og öðrum byltingarsinnum svo serii nazistum og fasistum, og einnig ýmsum trúflokkum. En slík ofsatrú á eigin málfetað hef- ur einnig aðrar og mjög skæðar afleiðingar. Hún sviptir menn hæfileikanum til rökréttrar hugsunar og hlutlægrar afstöðu, það eitt verður „rétt“, sem þjónar málstaðnum, en allt ,,rangt“i sem er í andstöðu við hann. Þessi skórtur á heil- brigðri dómgreind kemur greinilega fram hjá forvígis mönnum Sósíalistaflokksins og íslenzkum kommúnistum yfir- ^ leitt í afstöðu þeirra til ýmissa málefna Rússlarids. Þeir telja t. d., að í Rússlandi sé ritfrelsi og þeir trúa því líldega í ein- lægni, að svo sé, af því að skoð- anabræður þeirra mega skrifa og gefa út það, sem þeim sýnist, og þeir sjálfir myndu fá það líka. Þeim finnst það aftur á móti engin skerðing á „ritfrels- inu“, þótt andstæðingar þeirra fái ekki að gefa út það, • sem þeim sýnist, því að það, sem þeir vilja skrifa og gefa út, er „gagribyltingarsinnað“ og móti málstað þeirra, en það er alkunna, að í Rússlandi er allt prentað mál undir eftirliti opin berrar ritskoðunar (Glavit), og héfur hún fulltrúa í öllum út- gáfufélögum. Það er ekkert efa- mál, að með „ritfrelsi" er ekki átt við það, að sumir eða jafn- vel margir fái að gefa út það, sem þeim sýnist, en aðrir, jafn- vel þótt fáir væru, ekki. Það eitt er „ritfrelsi", að algerlega frjálst sé að sækja og verja hvaða skoðun sem er með rit- | uðu máli. Þeim, sem halda dóm | greind sinni óskertri, hlýtur að vera ljóst, að slíkt á sér ekki stað i Rússlandi, og að þar er r því ekki ritfrelsi.*1 „Ráðskona Bakkabrseðra“ verður sýnd í kvöld kl. 8.30. — Aðgöngum. verða seldir frá kl. 2. Jarðarför systur minnar, Theódéru Níelsdóftur, sem andaðist í Landsspítalanum 12. janúar s.l., fer fram frá Dóm- kirkjunni á morgun, laugardaginn 22. janúar, og hefst með bæn á Eiríksgötu 4 kl. 1. Fyrir hönd vandamanna. Jens E. Níelsson. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, ICrisfíti BrynjóEfsdóttir, andaðist að heimili sínu, Þórsgötu 22 A, að kveldi 19. þ. mán. Vilbogi Pétursson. Hulda Bogadóttir. Brynjólfur M. Vilbogason. Sigurbjörg Sigfinnsdóttir. Geir Vilbogason og börn. Hjartkæra konan mín, móðir og tengdamóðir okkar, Jórunn Jónsdótfir, Ránargötu 36, Reykjavík, andaðist að St. Jóseps spítala, Hafnarfirði, í morgun, 20. janúar. F. h. vandamanna. Jón Stefánsson. Vegna jarðarfarar Hannesar Thorarensen, fyrrum forstjóra Sláturfé- lags Suðurlands, verður lokað frá hádegi í dag. Ullarverksmiðjan Framtíóin AljsýéuflokksféSag Reykjavíkur efnir til síns fyrsta Fræðslu- og skemmfikvölds á nýja árinu í samkvæmissölum Alþýðuhússins við HverfisgÖtu laugardaginn 22. þ. m. kl. 8.30 e. h. SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett: Gunnar Stefánsson. 2. Stutt erindi: Einar Magnússon, kennari. 3. Einsöngur: ? 4. Upplestur: Aurora Halldórsd. 5. Hvað? 6. Dans. 7. Spil og annað til dægradvalar fyrir þá, sem þess óska. Skemmtunin er eingöngu fyrir flokksbundið fólk og gesti þess. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu félagsins frá kl. 3 í dag og í aðalútsölu Alþýðubrauðgerðar- innar, Laugavegi 61, gegn framvísun félagsskírteina. Alþýðuflokksfólk! Fjölmennið og gerið þessa algeru innanfélagsskemmtun sem hátíðlegasta. SKEMMTINEFNDIN. „Örn Elding“. Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að röng mynd af myndasögunni fór í blaðið, textinn var hins vegar réttur. Þetta er leiðrétt í blaðinu í dag. — Rétt mynd er með réttum texta. Áheit og gjafir til Blindraheimilis: Frá N. B. kr. 1000.00, frá X kr. 200.00 á,heit frá G. S. kr. 25.00, frá S. J. 15.00, frá H. F. H. kr. 200.00, frá M. S. kr. 100.00, frá G. afh. Morgunbl. kr. 10.00, afhent Morgunbl. kr. 20.00. — Kærar þakkir. — Blindravinafélag ís- lands, Þórsteinn Bjarnason. Sæbjörg bjargaði vélbátnum „Helga Há- varðarsyni", frá Neskaupstað, i fyrradag. Fann Sæbjörg bátinn út af Álftanesi, og dró vélbáturinn ekki á móti veðrinu. Úfbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.