Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ ■TJARNARBlð! Yankee Doodle Dandy James Cagney. Joan Leslie. Walter Huston. Sýnd kl. 6.30 og 9. LAJLA Kvikmynd eftir skáldsögu A. J. Friis, leikin af sænskum leikurum. Aino Taube Áke Oberg Sýnd klukkan 5 og 7. Jj| AF GÖMLUM VANA RÚNKI var drykkfelldur í meira lagi og þurfti alltítt að- stoðar til þess að komast heim. Eitt sinn var barið að dyrum hjá Rúnka og voru þar komnir tveir fornvinir lxans, er heima áttu í fjarlægum landshluta. „Á Runólfur Brandsson heima hér?“spurðu þeir konu hans, sem kom til dyra. „Ætli’ ekki það. Berið hann inn!“ * * * — HVAÐ ER bjartsýnismað- ur? — Sá, sem alltaf gengur með tappatogara á sér. — AF HVERJU grætur þú, vinur minn? — Mamma þessa drengs er miklu stærri en mamma mín! LÍKT Á KOMIÐ! \ Liðhlaupi nokkur var dæmd- til hengingar. Þegar hann stóð efst í gálgastiganum, og böðull- * * * SJÁLFSELSKA GAMALL ÞJÓÐVERJI og kona hans rifust oft og tíðum. Eitt sinn, er þau höfðu deilt fast og lengi stundi kerling og sagði: „Eg vildi, að ég væri á himn- um“. „Og ég vildi, að ég sæti á bjórstofunni.“ „Það er þér líkt“, sagði kerl- ing, „að kjósa bezta staðinn handa sjálfum þér.“ * * * ÞJÓNNINN: Hvernig líkar herranum buffið? — Það ver sig ágætlega. íVÍCKh®AOM: sfraumi örlaganna leikhúsinu. — Þér vitið, að ég get ekki keypt aðgöngumiða, sagði hann með sársaukakenndu brosi. — Við erum raunverulega betlarar. Ég man þennan dag og þetta kvöld svo vel vegna þess, hve frábrugðið það var daglegu lífi mínu. Eg horfði á Klöru dansa, og þó að dans hennar félli mér mjög vel í geð, hafði hann ekki slík áhrif á mig og aðra áhorf- endur. Ástæðan var só, að ég hafði vaxið upp með henni og hugmyndum hennar, og allt, sem hún tók sér fyrir hendur, hversu nýtt og frumlegt sem það var, kom mér því kunnug- Íega fyrir sjónir. Þarna voru ö,ll dýrin, sem hana hafði lang- að til að skapa í dansi sínum, þarna voru okkar tímar og líf, sterkt, slundum grimmúðugt, stundum broslegt, stundum ó- skiljanlegt og óljóst eins og efn- ið, sem draumar okkar e^u gerð- ir úr. Að sýningunni lokinni tók Klara mig með sér í sam- kvæmi, sem eitthvert ríkisfólk hélt henni til heiðurs. Það var bersýnilega Kriegsschieber. Þar voru rúmgóð Isalarikynjn'i, vel búin, og borðið svignaði undir kræsingunum. í bókaherberg- inu voru bækur, sem virtust hafa verið keyptar í metratali, ibundnar í skinn, sem vakti mig til umhugsunar um götin á skónum mínum. Kampavínið var og gott og gestrisnin óskap- leg. Það var eins og allir hlutir hefðu verið keyptir í heildsölu, stórt píanó, vélar, fæðutegund- ir og drykkjarvörur, skartgrip- ir, vefnaðarvara, jarðarberja- sulta, náttskyrtur,, ljósakrónur úr gleri og sápa. Mér var ekki kunnugt, að Klara hefði boðið Hellmuth með. En allt í einu uppgötvaði ég hann meðal gestanna. Hann stóð með kampavínsglas í hend- inni og var grænn í framan. Ég varð dauðhrædd um, að hann myndi verða veikur og vekja hneyksli. Ég bjóst við, að hann hefði orðið ástfanginn af Klöru og hefði beinlínis elt hana, án þess að gera sér grein fyrir iþví, hvers konar sam- kvæmi þetta væri. — Hefirðu drukkið of mikið? hvíslaði ég að honum. —■ Viltu ekki fá þér frískt loft? I fyrstu var svo að sjá sem hann þekkti mig ekki, en svo fór hann að hlæja. — Frískt loft er ágætt. Það er kæfandi ó- þefur af þessum skítugu Gyðing um. Velgir þig ekki við þeim? Sjáðu hvernig þeir velta sér í allsnægtunum, meðan við------ drottinn minn góður! — Það, sem ég hefði átt að hafa með- ferðis, eru nokkrar handsprengj ur. Næst skal ég vera betur út- búinn, þegar ég fer í samkvæmi. — Þú hefðir ekki átt að taka okkur með þér, sagði ég við Klöru, þegar hann var farinn. — Það er allt í lagi með að lesa skrítlur um slíka hluti í blöð- unum. En þegar maður sér það með eigin augum, kveikir það eld í manni. — Hins vegar getur það ver- ið gott fyrir ykkur að breyta til og sjá hvernig annað fólk hagar lífi sínu, sagði Klara. Ég drakk meira kampavín og heimurinn varð bjartari. Síðar um kvöldið ókum við út í dásamlegum vagni, eða svo virtist það vera 1921. Við ókurn um glaðvakandi götur, enda þótt nú væri mjög síðla kvölds. Mér var ókunnugt um, að það væri nokkurt nætur- líf í Hahnenstadt. Jafnvel nafn- ið sjálft var mér framandi. En þarna var það. Það voru drykkju stofur, danssalir, veitingahús og aftur drykkjustofur. Allir voru þessir staðir þéttskipaðir vel- búnu fólki, sem skemmti sér við amerískan jazz og þambaði sterka, kælda drykki. Meðan ég hafði sofið í einangrun minni í Riege, hafði nýr heimur skotið upp kollinum í hliðargötum borg arinnar. Ég drakk fyrsta kokteilinn á ævi minni og var í þægilegu á- standi, þegar við seint og síðar- meir vorum komnar heim í hót- elherbergi Klöru, en ég hafði ákveðið að vera þar hjá henni urn nóttina. Við gengum þegj- andi upp stigana. Ég var enn glöð og hamingjusöm en var þó tekin að bera kvíðboga fyrir morgundeginum, því að ég átti að mæta til vinnu klukkan átta að morgni. Það var kalt í her- ■bergi Klöru. Hún skrúfaði frá hitanum. Það heyrðist klunk- klunk-klunk-klank í rörunum en þau hituðu ekki. — Það er enginn hiti á nóttinni, sagði ég. Klara sveipaði utan um mig þungum og hlýjum slopp. Hún kveikti í vindlingi og stakk hon- um inn á milli vara minna, áður en hún kveikti í öðrum handa sjálfri sér. Síðan tók hún ofur- litla olíuvél upp úr ferðatökunni sinni og fór að hita vatn. — Hvað ertu að gera? spurði ég. — Hitk kaffi, sagði hún. — Þú þarfnast hressingar. Kaffi- lyktin angaði um herbergið og skapaði þægindakennd og hlýju. —- Þetta er mín eigin uppfinn- ■ ing, sagði hún. — Á gistihúsum fær maður aldrei kaffi, þegar maður þarfnást þess rnest, milli klukkan fjögur og fimm á morgn ana. Hún settist við hlið mína og NYJA BIO I Leyndarmál danshallarinnar (BROADWAY) Spennandi mynd um næt- urlífið í New York. George Raft Pat O’BrieH Janet Blair. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Föstudagur 21. janúar 1944. OAMLA BIO Konan með örið (A WOMAN’S FACE) Joan Crawford Melvyn Douglas Conrad Veidt Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Slóðin til Omaha (THE OMAHA. TRAIL) James Craig Dean Jagger Sýnd klukkan 5. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. lagði handlegginn yfir herðar mínar. — Mér er það óbærileg tilhugsun, að þú haldir áfram því lífi, sem þú lifir nú. Af bréf- um þínum gal ég ekki rennt grun á, að því væri svona farið. Én núna þegar ég hefi séð það með mínum eigin augum — litli munkur, þú ert í fangelsi! Það er ekki þér líkt: Hvers vegna gerirðu þetta. Hvers vegna ert þú að burðast við að ala önn fyrir þessum gamla mannhatara og þessum óheilavænlega sam- særismanni. Það er verra en að sitja í fangelsi. ’Það er eins og að grafa sig lifandi. — Þú skilur þetta ekki, sagði ég. — Ég hefi skyldum að gegna, og það er ætlun mín að rækja þær. — Skyldur, heyr á endemi! Þú hafðir einnig skyldur við for eldra þína, og þú yfirgafst þá án þess svo mikið sem að depla augunum. IVfEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO ný sálmavers, komst Páll á þá skoðun, að Englendingurinni myndi sjálfur yrkja vers þessi. Dagarnir liðu við ýmiss koar störf. Einkum gerðu þeir félagar mikið að því að smíða alls konar áhöld og aðra muni, sem þeir gátu illa án verið. Vopnasmíði var lengi helzta iðja þeirra. En þeir smíð- uðu og hluti eins og borð bekki og ílát úr timbri. Efni í muni þessa fengu þeir úr kössum og tunnum. Þeir gerðu sér líka bastdýnur, sem þeir fylltu með grasi. Þannig komu þeir sér upp viðunanlegum hvílum. En eftir síðustu atburði, sem hér hefir verið frá sagt, var það þó önnur iðja, sem þeir létu mest til sín taka. Það var að smíða timburfleka, sem Wilson taldi eina ráðið til þess að komast brott úr þessu fangelsi þeirra. Páll setti allt sitt traust á fleka þennan. Og eftir því sem smíði hans miðaði betur áfra'fn, varð hann vonbetri um það, að þeim myndi auðnast að komast brott á honum. Um Hjálmar var sömu sögu að segja. Hann vann sýnkt og heilagt. að því að smíða flekann nmstum því eins og hann ætti lífið að leysa. Drengurinn hafði nú gerbreytzt frá því, sem áður var. Breyting þessi hafði komið í ljós strax eftir að honum var bjargað á síðust stundu úr dauðans greipum, þegar hann sem félagar hans höfði talið víst, að skapadægur sitt væri komið. Það var engu líkara en hann hefði elzt um mörg ár þennan eina dag. Hann var að sönnu ekki eins alvörugefinn YOU HAVE 600D CAUSE TO KNOW M£, LIEUTENANT, EVEN THROUGH THIS CHILDISH DISCUISE/NOW.. WHERE'S THE FASSPORT ? WHAT HAVE VOU DONIE WITH IT ? LI5TENI, LIEUTENANT/ X HAVE \ MANV OLD SCORES TO SETTLE ' WITH YOU/I ASSURE YOU WHEN I'VE FINISHED PERSUADING VOU THIS TlME, VOU’LL TALK / THERE’S BURSA/ THE N\AP SHOWS A CICCLE JUST ABOVE IT / WE'LL TRV THAT <=,prrr\r>K\ ficqt/ iYNDA- ð AG A TODT: „Þér hafið fulla ástæðu til að þekkja mig liðsforingi, jafnvel þrátt fyrir þetta barna lega skegg mitt — og gler- auga. Jæja, hvar er vegabréf- ið? Hvað hafið þér gert af því.“ ÖRN: „Hægan, hægan herfor- ingi! Þér hafið þann vana, að vera alltaf að spyrja mig — og ég þann vana, að svala ekki for- vitni yðar.“ TODT: (,Hlustið á mig, liðsfor- ingi. Ég á eftir að borga yður gamla skuld. Ég fullvissa yður um það, að þegar ég hefi lokið við að tala við yður á minn sér staka hátt, þá munuð þér tala.“ ■STEFFI: (fyrir utan, ásEftnt fé- lögum Arnar): „Þarna er Bursa. Á landabréfinu er hringur um hana. Við skulum leita þarna fyrst!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.