Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 3
ÍUaugardagur 22. janúar 1944. ______________ALÞYÐUBLAÐIÐ___________________________________________________________________3 ITALIA: Barizt í úthverfum bæjarins Castelforto Brezki flotinn gerir árásir á veslurslröndina FRÉTTIR frá vígstöðvunum á Ítalíu greina frá því, að 5. herinn brezki sæki fast fram eftir að hafa náð Min- turno á vald sitt og heygi nú harða bardaga við hersveitir Þjóðverja í úthverfum bæjarins Castelforto. Bærinn Castelforto stendur •" am 3 km. frá Gariglianofljóti. Fljúgandi virki á ferð Mesta löftárásin á Berlín síðan styrjöldfn hófst. 220® SEnálestum af spresBgJuEn^ varpað á borglEau I fyrrinétt. T OFÁRÁSIR BANDAMANNA á Berlín halda áfram og virðast sífellt fara harðnandi. í fyrrinótt var einhver mesta loftárás styrjaldarinnar gerð á hana og vörpuðu flug- vélar bandamanna 2200 smálestum af sprengiefni á borgina í árás þessari. Miklir eldar loga í borginni eftir árásina. Einnig eru miklir bardagar háð- ir við Ventosa, sem stendur við rætur Cosinafiallsins skammt frá Castelforto. Brezki flotinn hefir einnig gert miklar árásir á stöðvar Þjóðveria á vestur ströndinni og auðveldar þannig :miög sókn 5. hersins. firezkuf kafbálur grandar japönskum skipum T UNDÚNAFRÉTTIR í gær greindu frá því, að þrezk- ;ur kafbátur hefði sökkt jap- .önsku orrustuskipi af svo- ‘nefndri Kumagerð, er var 5100 -smálestir að stærð, á norðaust- anverðu Malakkasundi. Sami kafbátur hefir og sökkt þrem stórum flutningaskipum Jap- ■ana. Hörð loftsékíi baiíé* mainna á ICyrraliafi JAPANAR hafa enn orðið fyrir miklu tjóni á stöðv- xim sínum við Newak og Ra- baul af völdum flughers banda manna. Hafa bandamenn grand að fjörutíu og níu flugvélum óvinanna í árásum þessum. Flugvéiar bandamanna, sem voru í leiðangri yfir Aðmíráls- eyjum norður af Nýju-Guineu, sökktu 5000 smálesta herflutn- ingaskipi Japana og 2000 smá- lesta stóru vöruflutningaskipi. Virðist loftsókn bandamanna á þessum slóðum sífellt fara vax- andi og ber flugher þeirra mik- ið sigurorð af flugher Japana. , Ál Joiscn, hinn góðkunni kvikmyndaleik- ari og söngvari, er orðinn her- maður. Hér sést hann með stál- hjálminn sinn á handleggnum. Bowen um samvinnufé lögin á Norðurlöndum Ð OWEN, aðalritari Sam- bands samvinnufélaganna í Bandaríkjunum, hélt nýlega ræðu á fundi, sein efnt var til í því skyni að ræða viðx-eisnar- starfsemi samvinnufélaganna um heim allan. Thor Thors var fulltrúi íslands á fundi þess- um. Hér fara á eftir nokkrir xitdrættir úr ræðu Bowens. „Við, sem teljumst amerískir borgarar og samvinnufélagar, verðum næsta auðmjúkir, er við ávörpum ykkur, sem eruð full- trúar samvinnufélaganna með- al lýðræðisþjóðanna í Norður- álfu. Við getum ekki annað en viðurkennt þá skuld, sem við stöndum í gagnvart ykkur fyrir hinn margvíslega fróðleilí, er varðar samvinnuhagfræði, sem þið hafið flutt vestur um haf og við erum að reyna að koma á hér hjá okkur. Hjá Dönum komumst við að raun um, að hægt er að haga landbúnaðarframleiðslunni sam kvæmt eftirspurninni með ó- þvinguðu eftirliti samvinnufé- laganna frekar en með þvingun pólitískrar ríkisstjórnar. Hjá þeim urðum við einnig þess vísari, að með því að sameina samvinnufélög, er hafa með innkaup, útsölu og peningalán að gera, má afnema leiguábúð sveitabýla. Með þróun sam- vinnuhagfærðinnar hafa þeir náð því marki, að í opinberum landbúnaðarskýrslum má lesa „leiguábúð uppi fil sveita í Dan mörku hefir verið afnumin“. Þó hefir hundraðstala leigusveita- býla í Danmörku komizt jafn- hátt og í Bandaríkjunum eða 42%. Sænsk samvinnufélög fræddu okkur á því, að hægt er að sprengja auðhringa með óþving aðri starfsemi samvinnufélaga, en ekki með því að berja á þeim með pólitískri kylfu eins og við höfum verið að leitast við síðustu hálfa öld. Þau fræddu okkur um það, að sam- vinnufélög lækkuðu vöruverðið og þættu þannig innkaupsmark aði sína en fjölguðu aftur á móti sjálfseignabændum og juku atvinnulífið og framleiðsl una. Þessi afköst samvinnufé- laganna komu einnig fótum undir einkafyrirtæki.“ Þetta er ellefta stórárás bandamanna á Berlín á tólf vik- um. Undanfarna viku höfðu veðurskilyrði til loftárása á meginlandið verið mjög óhag- stæð, en í fyrradag breyttist veður til batnaðar og létu flug- vélar bandamanna þá ekki bíða lengi eftir sér. Miklir eldar log- uðu hvarvetna í borginni eftir árásina, og varð tjónið af völd- um hennar gífurlegt. Sáust log- arnir langt að og báru hátt við himin. Er talið, að stór hluti hinnar þýzku höfuðborgar sé nú í rústum. Bandamenn gerðu og loftá- rásir víðs vegar á Vestur- Þýzkalandi í leiðangrum sínum í fyrrinótt. Voru árásir þeirra þar og mjög harðar og ollu miklu tjóni. Bandamenn misstu alls þrjátíu og fimm flugvélar í leiðangrum þesum. Loftsókn bandamanna gegn meginlandinu hélt svo áfram í gær. Réðust flugvélar, þar á meðal flugvélar úr 8. flughern- um ameríska, á Atlantshafs- strönd Frakkíands. Var árás þeirra á staði þar einhver hin harðasta, sem verið hefir í styrjöldinni til þessa. Harðastar voru árásir þessar í grennd við Calais. Q ÍÐUSTU FREGNIR af ^ skæruhernaðinum í Jugó- slavíu segja, að herskarar Ti- tos marskálks hafi aftur náð Jajce, hinni þýðingarmiklu mið stöð skæruliðaflokkanna, á sitt vald, eftir blóðuga bardaga við Þjóðverja. Edda Mussolini kyrrselt í Sviss UNDÚNAÚTVARPIÐ í gær skýrði frá því, sam- kvæmt fregn frá Sviss, að Edda Mussolini, ekkja Ciano greifa, hafi verið kyrrsett í Sviss á- samt þrem börnum sínum. Edda er elzta dóttir Mussolini og Umsátur Þjóðverja um Len- ingrad er nú algerlega rofin, og bæta Rússar jafnan aðstöðu sína á þessum slóðum, enda virðist sókn þeirra þar hafa verið vandlega undirbúin. Þjóðverjar eru á lítt skipuleg- Um flótta, en Rússar reka ,und- anhald þeirra af mikilli hörku. Eiga hersveitir þeirra nú skammt ófarið til hinnar mikil- Ný sókn í Norður- Burma RÁ NÝJU-DELHI á Ind- ■*- landi berast þær fréttir, að ný sókn sé hafin í Norður- Burma. Eftir að amerískar flug vélar hafa haldið upp hörðum og þrálátum árásum gegn Jap- önurn á þessum slóðum, hefir landher bandamanna hafið harð fengilega sókn á Chindwinvíg- stöðvunum. í Hu-kwang daln- um sækja amerískar og kín- verskar hersveitir einnig fast fram í austurátt og verður vel ágengt. hefir löngum verið talin yndi og eftirlæti föður síns. vægu samgöngumiðstöðvar Krasnogvardeisk. Er talið að hún muni falla í hendur þeirra þá og þegar. Hersveitir Rússa á Leningradvígstöðvunum hafa nú sameinazt öðrum hersveitum þeirra, sem sækja fram í suð- vestur frá Finnlandsflóa. Er tal- ið mikilla tíðinda von af átök- um þeim, sem þreytt eru á þessr- um slóðum, á næstunni. Rússar nálgast nú Mrasnogvardeisk. Afstaða Þjöðverja hin alvarlegasta. —...♦... "D ÚSSAR sækja fram hægt og örugglega á vígstöðvun- ^ um við Leningrad og reka undanhald hinna þýzku- hersveita. Sækja Rússar fast fram í áttina til samgöngu- miðstöðvarinnar Krasnogvardeisk. Er aðstaða Þjóðverja á þessum slóðum hin ískyggilegasta og verður alvarlegri með hverjum degi, sem líður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.