Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 8
alþyðublaðið Laugardagur 22. janúar 1944. I* TJARNARBIÖ LAJLA Kvikmynd frá Finnmörk eftir skáldsögu A. J. Friis, leikin af sænskum leikur- um. Aino Taube Áke Oberg Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngum. hefst kl. 11 YFRIÐ NÓG. „Og hvað mundi ég nú spurði maður nokkur, sem hafði verið að vátryggja hún sitt og muni gegn eldsvoða, — „ef kof- inn og allt saman hrynni í nótt? „Sennilega“, sagði umboðs- maður vátryggingarfélagsins, „tíu ár að minsta kosti!“ ❖ * KAUP KAUPS SKIPSTJÓRI á vöruflutn- ingaskipi nokkru, klykkti' eitt sinn út með þessum orðum í dagbók skipsins: Stýrimaður- inn drukkinn. Þegar stýrimaðurinn sá þetta fauk í hann, en skipstjóri sagði rólega: „Er það kannske ekki satt?“ Daginn eftir var það hluverk stýrimanns að ganga frá dagbók inni og klykkti kann út með þessum orðum: Skipstjórinn ó- drúkkinn. — Skipstjórinn varð öskuvond- ur, er hann sá þetta, en stýri- maður sagði rólega: „Er það kannske ekki satt?“ ♦ * t KREPPAN? DRENGHNOKKI nokkur hafði verið óþekkur og verið hýddur, en því næst settur í „skammarkrókinn“, til þess að hugsa um brot sín, bót og betr- un. Þegar hann hafði verið hálfa stund í króknum, kom pabbi hans til hans og sagði: „Þú veizt af hverju ég hýddi þig, Jón, er ekki svo?“ »Ne—ei“, sagði Nonni, enn hálfkjökrandi, „nema það sé kreppan?“ * ;V6CKT — Þetta er allt annað. Ég kaus mér ekki foreldra sjálf. En þennhn málsverð 'hefi ég tilreitt mér sjálf og ég ætla að neyta hans. — Fjandans vitleysa er þetta! hrópaði Klara æst. — Þegar þú giftist kapteininum þínum, þá giftir þú þig ekki öllum þeim ættingjum hans, er honum kynni að þóknast að eiga á lífi. Þetta er eintóm vitleysa, sem þú lætur þér um munn fara. — Nei, svo er ekki. Ég verð að segja þér ofurlítið. Klara, ég vil ekki, að þú haldir að ég sé að gera iðrun og yfirbót, en mér hefir skjátlazt. Öllum skjátlast. Munurinn er bara sá, hvort mað ur hefir kjark til að bera afleið- ingarnar. Annað hefi ég ekki að segja, og þetta er það, sem ég ætla að gera. Ekki meira um það. — Ekkert ,ekki meira um það‘, sagði Klara og brosti við. — Að hvaða leyti hefir þér skjátlazt, ef ég má spyrja? Mér leiðist, þegar þú ert dularfull. — Allt í lagi, svaraði ég. — Ég hefi aldrei talað um þetta við nokkurn mann. Ég hefi varla viðurkennt það fyrir sálfri mér. En það er þetta: Ég býst ekki við, að Mikael sé sonur eigin- manns míns. Klara varð ekki gersamlega rugluð. Hún horfði á mig eins og hún væri undrandi, eins og hún 'hefði mesta löngun til að hlæja eða til að blístra. — Hm, sagði hún að lobum — Þú heldur það. 'Þú veizt það með vissu? — Já — sjáðu nú til-------- — Auðvitað. Þeita er sú vitra móðir, sem þekkir föður barna sinna, sagði hún. — Hlustaðu á mig, þetta er ekki til að hlæja að, sagði ég særð. — Jæja, hvað er um hann að segja? Geturðu gifzt honum? Er hann kvæntur? Þú elskar. hann, er það ekki? — Hann er dáinn, og ég myndi ekki giftast honum, þó að hann væri á lífi. Ég elskaði hann ekki. Ég þekkti hann varla. Og tveir og tveir eru ekki ævinlega f jórir. Það er svo, sagði Klara og var nú ljúfari. — Þú hefir átt við talsverða örðugleika að etja. er ekki svo? —* Þú hefir ekki heyr.t það versla enn. Hann var Gyðingur, og hann var iberklaveikur. Og ég verð dauðskelfd í hvert sinn, sem Milky fær kvef. Drottinn minn sæll, ég hefi aðhafzt svo margt, að ég á erfitt með að ibæta fyrir það. Getur þér ekki skilizt, að ég skulda 'þessari fjölskyldu nokkuð. Það er þess vegna, sem ég hefi sagt skilið við karlmenn og ást og allt það. Það er sú eina yfirbót, sem ég get gert. — Þú mátt ekki vera of hátíð- leg, litli munkur. Gerðu þig ekki svona skolli þýðingarmikla. Hversu margar milljónir giftra kvenna heldurðu að séu í sömu aðstöðu og þú? iMilljónir stúlkna hafa ekki hugmynd um, hver er faðir barna þeirra — eigin- maðurinn eða elskhuginn eða snotri cmaðurinn, sem þær hittu í veitingahúsinu og sáu aldrei framar. Þetta hafði mér aldrei dottið í hug. — Er það? spurði ég undrandi yfir þessu nýja viðhorfi. — Veiztu það ekki? sagði Klara. — Allt það, sem skrifað hefir verið um karlmenn, sem aldrei hafa vitað, hvort þeir voru feður barna sinna eða ekki! Og hvað um mæðurnar? Hvern- ig eiga þær að vita þetta alltaf? — 'Bara ef hann hefði ekki verið veikur------sagði ég. — Segðu mér, saftði Klara og lyfti upp hökunni á mér og horfði í augu mín, — þykir þér minna vænt um barnið þess vegna? — Minna? sagði ég stein- hissa. —• Minna? Auðvitað meira. — Hvers vegna heldurðu að hann sé barn i— barn þessa manns. sem þú varla þekktir? — 'Hann virðist vera svo lík- ur honum; og því meira eftir því sem hann eldist. — Jæja þá. Ég segi þá bara, að þessi maður hlýtur að hafa verið aðlaðandi. Drengurinn er svo yndislegur, að maður fær krampa kringum hjartað eins og þegar hlutirnir eru næstum því of fullkomnir. — Nei. Ég held ekki, að Man- fred hafi verið aðlaðandi. Hann var -------þú veizt —• — Ég mundi ekki hafa drukkið úr sama glasi og hann. Og nú á ég ibarn, sem hann er sennilega ■faðir að. Ég veit ekki, hvers vegna svona skrýtnir hlutir henda mig. — Þig og alla aðra. Sjáðu 'bara hvernig fólk lifir lífi sínu allt umhverfis þig. Það er vissu- lega að bæta sér upp liðinn tíma og lætur ekkert hindra sig. Og það er allt svo þýðingarlítið, sem skeður milli karls og konu. Hef- irðu aldrei virt fyrir þér í smá- sjá dropa af óhreinu vatni. Jæja, þar er hérumlbil Iþað sama. Hring snúningurinn, hraði Iþessara skólpdýra (á að skipta sér, hvern ig þau flykkjast saman, hvern ig þau klofna og vaxa saman, Éinn góðan veðurdag ætla ég að ibúa til dans um það. Og ég ætla að kalla hann „Fjölkvæni" — litli, heimski munkurinn þinn. Gamli maðurinn dó snemma BS NYJA BIO S a GAMLA BlÓ SS Konan með öri (A WOMAN’S FACE) (TALES OF MANHATTAN) Mikilfengleg stórmynd. Aðalhlutverk: Charles Boyer Rita Hayworth Ginger Rogers Henry Fonda Charles Laughton Paul Robeson Edward G. Robinson Auk þessa 46 aðrir þekktir leikarar. Sýnd klukkan 6,30 og 9. Joan Crawford Melvyn Douglas Conrad Veidt Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. ISIóðin til Omaha (THE OMAHA TRAIL) James Craig Dean Jagger Sýnd klukkan 3 og 5. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. um sumarið. Það reyndi mjög á þrek hans síðustu mánuðina, sem ibaráttan stóð milli hans og krabbameinsins. Ég herjaði meira morfín út úr dr. Mayer en þessi gamli heiðursmaður var fús til að láta af hendi. Aðeins rétt áður en umskiptin urðu fór gamli maðurinn að gráta í eymd sinni, hann formælti sjálfum sér fyrir það. Hann var orðinn gagnsær eins og lampahlíf, en hann dó á þann hátt. er sæmdi prússneskum yfiramtmanni af gamla skólanum. Hann hafði nokkrar áhyggjur út af hinum ófullgerðu endurminningum sín um, í þjónustu ættjarðarinnar og ég lagði þær í kistuna með honum. Ég hugsaði með mér, að hann myndi hitta afa mína á einhverju traustu og snotru skýi sem ætlað væri gömlum heiðurs- mönnum af góðu bergij brotna, og að þar gætu þeir spilað himn- eskan bridge. MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO og fulltíða menn eru vanir að vera, en framkoma hans og háttemi allt hafði eigi að síður tekið gagngerðum umskipt- um. Nú unnu þeir félagar sem sé öllum stundum við timb- urflek þennan. En smíði hans sóttist frámunalega seint. Það var mjög seinlegt að fella sérhvert tré, búta það niður og hefla það til. Þeir urðu að flytja sérhvert tré niður til strandarinnar, áður en í það var ráðizt. Til þess urðu þeir félagar allir að fylgjast, að og hrökk þó varla til. Nokkur stærstu trén voru meira að segja svo erfið viðureignar, að þeir urðu að gefast upp við þaú. í byrjun nóvembermánaðar voru þeir svo langt komnir. að beir voru að bisa við tíunda tréð, sem ásamt öðrum, er bútuð höfðu verið niður og unnin eins og vera átti, átti að flytja þá yfir hafið, veita þeim hið langþráða frelsi. Wilson hafði mælt svo fyrir, að nú skyldu þeir taka til óspilltra málanna að negla flekahlutana saman. En þá gerðist' náttúruundur, sem hafði örlagaríkar af- leiðingar. Veðrið hafði langa hríð verið óvenjulega fagurt og stillt. En morgun nokkum vöknuðu þeir félagar við það, að stormurinn þaut í krónum trjánna og regnið helltist niður úr loftinu. Skógurinn bergmálaði af hinum óhugnanlegu skrækjum páfagaukanna, og mikil brimgnýr barst utan frá ströndinpi. Bims/ Ufr/ CERTAINLY DIDM'T 5RÍ.VG i SCOKCHy HciZB O^BNLY/ •ÍOW’ÍÍE . W£ ÆOIN’ TO P/NC’ WMf 0CORCHY, B1 .VATI 5PIES, DISCCVES9 THAT THE MAN WWOSS PICTURE WAS !N THE MY5TERIOU5 PABErOqf IS HI5 OLD ENCMY TOOT.,. MEANWHILE 5TEPP-I, WiTH O'PAf AND GRSGPIN, LS6S THE MICP.OPHOTO MAP,,. O.VE' OP T'HESE MAQ.KEO AREAS AAU5T SHOW WHERE THE MAN IN THE PA55PORT PICTURE IS, MV GUESS IS THEV’VE TAKEN 5r-7 SCORC HY THERE / t™—-- THE' CiRCLE BECINS JUST' AÖOVE BURSA/ WE FIND THE' EYACT' CENTER OF IT, AND WHEN WE GET THERE ,,, WE’LL mwzzzt PLAN / . GRE&PIiN: „Þeir hafa áreiðan- lega ekki flutt Örn hingað op- iníberlega. Það hafa iþeir gert leynilega. Og hvernig eigum við að fara að því að finna hann?“ STEFFI: ,J2g hygg að maðurinn, sem myndin er af sé á einhverj um þessara merktu staða hér á kortinu. Ég er viss um að þeir hafa farið þangað með öm. Hringurinn toyrjar héma rétt fyrir ofan Bursa. Við skulum finna miðdepil þessa syæðis og þegar við höfum fundið hann, þá skulum við gera nýjar áætl- anir um leiðina.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.