Alþýðublaðið - 26.01.1944, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.01.1944, Qupperneq 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. janúar 1944 Rikisstjórahréfið: Ongþveiti í herbúðam hraðskllnaðarliðsins. Enginn þingfundur í gær — fram- haldsfundi stúdenta einnig frestað samkvæmt ósk Gísla Sveinssonar! ENGINN ÞINGFUNDUR var haldinn í gær og hafa menn það fyrir satt, að hætt hafi verið við að halda fund, sökum þess öngþveitis^ sem nú ríkir í herbúðum hraðskiln- aðarflokkanna út af bréfi ríkisstjórans til alþingis. Það ema, sem þeir virðast hafa getað ráðið við sig hingað til, er að stinga ríkisstjórabréfinu undir stói á meðan þeir eru að átta sig á því, hvað gera skuli, því að forseti sameinaðs þings er enn ekki farinn að leggja bréfið fyrir alþingi, þó að hálfur fjórði sólarhringur sé liðinn síðan honum barzt það í hendur. Var þessi framkoma forseta sameinaðs þings og meðráðamarína hans mikið rædd manna á meðal í höfuð- staðnum í gær, enda vekur hún stórkostlega furðu og er almennt fordæmd. En það er ekki aðeins að þingfundum væri frestað í gær vegna ríkisstjóra bréfsins. Það hafði verið gert ráð fyrir framhaldsfundi í Stúdentafélagi Keykjavíkur um skilnað- armálið í kvöld, en 15 voru á mælendaskrá, þegar fundi þess var frestað á miðvikudagskvöldið. En ákveðið var í gær að fresta framhaldsfundinum um óákveðinn tíma samkvæmt ósk Gísla Sveinssonar! Aðalfundur Sjómannafélagsins: w * Atvinnuframkvæmdir á Akureyri: Ný dráttarbrant, bátakví og feola- bnrggja á Oddeyrartanga. —----»—----- Nefnd úr bæjarstjórninni og verkfræð- ingar hafa pessi mál i undirbúningi. O TÓRKOSTLEGAR at- ^ vinnuframkvæmdir eru nú í athugtm og undirbúningi á Akureyri. Er hér um að ræða nýja dráttarbraut, bátakví og kola bryggju, sem reist verður á Oddeyrartanga. Um þetta segir meðal annars í blaðinu „Degi“ frá 20. þ. m., en sú grein er birt í blaðinu af tilefni erindis frá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna, sem lá fyr- ir bæjarstjórnarfundi og var rætt þar: ■ Nefnd sú, er starfar í dráttarbrautarmálinu, skipuð af bæjarstjórn, útgerðarmönn- um og fiskifélagsdeildinni hér, hafði þegar tekið málið föst- um tökum. Hafði nefndin feng- ið norður Finnboga Rút Valde- marsson, verkfræðing, til þess að ákveða brautinni stað og gera teikningar að framkvæmd- um. Er hann þegar tekinn til starfa. í sambandi við þessa at- hugun er honum einnig falið að athuga um stað fyrir nýja báta- kví, en Árni Jóhannsson hafði flutt tillögu um slíka athugun fyrir nokkru síðan. Ennfremur að athuga um stæði fyrir kola- bryggju á Tanganum, en oft hef ir verið rætt um það, að nauð- syn bæri til að flytja kola- geymslur úr miðbænum niður á Tanga, en til þess að svo megi verða þarf bærinn að skapa aðstöðu til losunar þar. Bæjar- fulltrúar munu yfirleitt sam- mála um nauðsyn þessara fram- kvæmda og er því líklegt, að strax og undirbúningsáætlanir hafa verið gerðar, verði fram- kvæmdir að þessum mannvirkj um hafnar. Eru þegar komnar fram tillögur um, að reisa þessi mannvirki öll á svæðinu á milli golfvallarins og Skipasmíða- stöðvar Nóa Kristjánssonar, á Oddeyrartanga norðanverðum. Er verkfræðingurinn að athuga möguleika fyrir því. Er hér um milljónaframfcvæmdir að ræða og mikla atvinnu.....“ Siguiöur Jónsson, sjómaður frá Lýtingstöðum, nú til heimilis að Suðufgötu 21 í Hafn arfirði á fertugs afmæli í dag. Siprjðn & Olafsson kosinn formaður félaosins i 25. sinn . ' ....... Eignir félagsins nema mm sam- tals um 250 þúsundum kréna. SIGURJÓN Á. ÓLAFS- SON hefir nú í 25. sinn verið kosinn formaður Sjó- mannafél. Reykjavíkur. Hef- ir enginn íslendingur gengt formannsstörfum jafn lengi í jafn stórum og viðamiklum félagsskap og Sigurjón í Sjó- mannafélaginu. Allir eru og sammála um það að vinsældir Sigurjóns hafa aukist með hverju ári síðan hann tók við formannstörfum í félaginu. Enda er óhætt að fullyrða að engir hafi barist jafn sleitulaust fyrir hagsmun- um stéttar sinnar og Sigurjón — og haft jafn heillarík áhrif á úrslit mála hennar og hann. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur var haldinn í gær- kvéldi og voru þar tilkynnt úr- slit stjórnarkosningarinnar, en hún hefir farið fram í skrif- stofu félagsins og um borð í skipunum. Alls greiddu atkvæði á 6. hundrað félagsmanna. Öll stjórnin var endurkosin með nær öllum greiddum atkvæð- um. Skal þess getið að komm- únisti, sem í kjöri var fékk að- eins 16 atkvæði. Stjórnina skipa því eins og áður þessir menn: Sigurjón Á. Ólafsson, for- maður. Ólafur Friðriksson, varafor- maður. Sveinn Sveinsson, ritari. Sigurður Ólafsson, gjaldkeri. Garðar Jónsson, varagjald- keri. Formaður félagsins flutti langa og ítarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári og mun hún verða birt hér í blaðinu síðar. Samkvæmt reikningum fé- lagsins hafði eignaaukning þess á árinu numið 11 þúsundum króna. En heildareign félagsins nemur 248 þúsundum króna. Eyrbekkingafélagið efnir til skemmtifundar með bögglauppboði næstkomandi föstu dagskvöld í samkvæmissölum Al- þýðuhússins við Hverfisgötu. Fé- lagmenn eru beðnir að koma bögglum sínum sem allrá fyrst til nefndarinnar. Vopn guðanna ailt af sýnt við góða aðsókn. Sigurjón Á. Ólafsson. Hæsiaréttardómur úf af þrætu um stein- steypugarð. Nýlega var kveðinn upp dóm ur í hæstarétti í málinu, sem Júiíus Guðmundsson höfðaði gegn Steindóri Einarssyni. Málsatvik voru þessi: Sam- kvæmt sáttargerð frá 1927 byggði Steindór Einarsson stein steypugarð milli einganna Framnesvegs 29 og 31, er var að hæð 1.67 til 1.90 m. Sumar- ið 1940 lét Steindór setja steypumót ofan á garðinn og ætlaði að hækka hann. Júlíus taldi þetta óheimilt. Var verkið þá stöðvað af byggingarfulltrúa og hefir því eigi verið haldið á- fram, en steypumótin standa enn. Júlíus höfðaði málið til þess að fá Steindór dæmdan til þess að taka steypumótin niður. Gekk dómur um það í merkja- dómi Reykjavíkur, er leit svo á, að ekki yrði talið að hækkun garðsins gæti valdið Júlíusi svo miklum óþægindum, að Stein- dóri væri af þeirri ástæðu ó- heimilt að framkvæmt hana. Var þessi niðurstaða sýaðfest í hæstarétti. Héraðsdómslögmaður Gunn- ar Þorsteinsson flutti málið af hálfu áfrýjanda, eri hrl. Sigur- geir Sigurðsson af hálfu stefnda. Söflgskeffimiun fil ágóða fyrir Leikrit Davíðs Stefánssonar 5,Vopn guðanna“ hefir nú verið leikið 11 sinnum og alltaf við góða aðsókn. Verður leikritið sýnt í 12. sinn annað kvöld. SAMKÓR REYKJAVÍKUR og Karlakórinn Ernir hafa boðið Tónlistarfélagi Reykja- víkur að halda söngskemmtun til ágóða fyrir Tónlistarhöllina, sem nú er verið að safna fé til hér í bænum. Tónlistarfélagið hefir tekið þessu boði með þökkum og verð ur söngskemmtunin annað kvöid. Heifa vafnið hvarf enn í gær. Og aftur vegna bil- unar á rafmagninu! ENN í gærmorgun hvarf heita vatnið úr húsun- um að minnsta kosti á ýms- um svæðum í bænum. Varð mjög kalt í húsunum, eins og gefur að skilja. Ástæð an fyrir biluninni að þessu sinni var — eins og áður, enn ein biluninn á rafmagnsleiðsl unum að Reykjum í Mosfells- sveit. Engin rafmagns- aukning fyrr enn um mánaðamótin febrúar og marzf ÁSur var sagt að aukuiBigin myndi koma um næstu mánaðamót. C AMKVÆMT upplýsing- ^ um, sem rafmagnsstjóri hefir gefið verður ekki hægt að fá aukningu á rafmagninu frá stækkun Sogsstöðvarinn- ar fyrr en um mánaðarmót- in febrúar og marz. Áður höfðu blöð skýrt svo frá að aukning myndi verða á rafmagninu um næstu mánaðar mót. Ástæðan fyrir þessari frest- un er sögð vera sú að dráttur hefir orðið á því að fá til lands- ins ýmsa hluti sem vantar í nýju vélasamstæðuna við Ljósa foss. Jarðstrengi er nú verið að leggja frá Elliðaárstöðinni hing að til bæjarins, en verkið gengur nokkuð sent vegna tíð- arfarsins. Þessi fregn um mánaðarfrest- un á því að fá aukið rafmagn í bæinn munu þykja ill tíðindi, eins og í pottinn er búið. Konur munið skemmtifund kvenfélags Hallgrímskirkju í félagsheimili yerzlunarmanna í kvöld. Furðulegar árásir j kommúnida á Gylfa Þ. Gíslason. Rit haeis uvn sésíai- ismann fer í faugar þeirra." - . ^ KOMMUNISTABLAÐIÐ ,,Þjóðviljinn“ birtir í gær ógeðslega árásargrein á Gylfa Þ. Gíslason dósent. Tilefnið er hin nýja bók hans sem kom út fyrir nokkrum dög- um „Sósíalisminn á vegum lýð- ræðis eða einræðis“. í bók sinni ræðir Gylfi Þ. Gíslason þessi mál með rökum og gjörhyggni. Þar er engin til- raun gerð til að sverta and- stæðingana eða gera minna úr málstað þeirra en ástæða er til. En háttur ,,Þjóðviljans“ er annar. Blaðið ræðst persónu- lega á Gylfa, gefur í skyn að hann hafi fengið embætti sitt sem dósent í hagfræði við há- skólann á einhvern annarlegan hátt, Þess skal þó getið að þess var einróma æskt af lögfræði- Frh. á 7. aiðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.