Alþýðublaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. janúar 1944 iBœrinn í dagÁ Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 30.30 Kvöldvaka: a) Gísli Guð- mundsson tollvörður: Veið- ar í vötnunum í Manitoba, II. Erindi. b) 21.00 Kvæði kvöldvökunnar. c) 21.10 Takið undir! (Þjóðkórinn. -— Páll ísólfsson stjórnar). 20.50 Fréttir. Ármenningar! Stúlkur) — Piltar! „Þakkarhá- tíð“ verður í Jósefsdal laugardag- inn 29. janúar. Á sunnudag verður innanfélagmót í svígi. Hátíðin er fyrir sjálfboðaliða, sem unnið hafa við skálabygginguna 1942 og 1943. Farmiðar seldir í skrifstofu Ármanns, íþróttahúsinu, miðviku- dag kl. 8 til 10 e^ h. — Skíðanefnd- in. — Stjórn Ármanns. Ameríá jól á íslandi. ISÍÐASTA vikublaði tíma- ritsins Life er þremur síð- um helguð myndagrein, er fjall- ,ar um „þriðju og beztu jól am- eríkanska setuliðsins á íslandi“. í greinni er komizt svo að orði: „Á Aðfangadagskvöld voru dyr Dómkirkjunnar í Reykjavík opnar upp á gátt fyr- ir hermenn, er hlýða vildu á guðsþjónustu. íslenzkur karla- kór heimsótti fjölda herbúða og hermennirnir buðu ísl, börnum ■á jólatrésskemmtanir. . . Allir voru í bezta jólaskapi. . . Jólin voru meira að segja haldin inn á einangruðum stöðum þar sem varðsveitir teptar, vegna snjókomu, héldust við. Jóla- trjám og pósti var varpað nið- ur til þeirra úr flugvélum.“ Meðal myndanna voru þess- ar: Herbúðir skreyttar jóla- skrauti; jólaguðsþjónusta fyrir kermenn í Dómkirkjunni í Reykjavík, söngflokkur setu- liðsins að syngja jólasálma fyr- ir Svein Björnsson ríkisstjóra. Hermenn í flutningaflugvél að kasta út jólatrjám og pósti nið- ur til einangraðra varðsveita; hermenn að heilsa ísl. börnum á jólatrésskemmtun ^og ísl. karlakór að syngja í Nissenkofa á sjúkrahússkemmtun. ;hvað segja hin blöðin? Frh. af 4. síðu. Sjömenn vita það vel, að þegar skipin eru orðin svo framhlaðin, að þau stinga sér í ölduna í staðinn fyrir að reisa sig upp á hana, þá má ekki mikið út af bera svo skip- in gangi undir. Hvað þarf að ske svo útgerðar- menn og liið opinbera fái opin augu fyrir þessari geigvænlegu hættu, sem getur vofað yfir hverri skipshöfn ef lengra verður haldið á þessari óheillabraut. Eru menn hættir að geta hugsað rökrétt? ís- lenzka þjóðin hefir þurft að færa dýrar fórnir að undanförnu, sum- ar þeírra hafa til orðið vegna óvið- ráðanlegra orsaka, en um orsakir annarra leikur meiri vafi.“ Vissulega eru umræður blað- anna um þessi mál orð í tíma töluð, og er vonandi, að hægt verði að skapa ný viðhorf í þess um efnum. ALÞYÐUBLAÐIÐ___ 7 Jarðarför konunnar minnar, fer fram föstudaginn 28. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Þórsgötu 22 A, kl. 1 e. h. Jarðað verður frá Fríkirkjunni. F. h. aðstandenda. Vilbogi Pjeturssou. / kÉúíiM Ðaphritar verður haldin í Iðnó og Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu laugardaginn 29. janúar. Skemmtiskrá auglýst síðar. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu félagsins í Al- þýðuhúsinu. Aðgangur takrnarkaður. Tryggið yður miða í tíma. Skemmtinefndin. ~ ' ——————— ______ Gamall kunningi í Tjarnarbíó. T ALJLA du er sommer- 99JLJ nattens ljusa vackra dröm . . . . “ Það er eins og að hlýða á fyrsta lækjarniðinn í vorleysingum að heyra sænsk- una talaða aftur í bíó. —■ Mér hefir alltaf þótt sænska fagurt mál, en aldrei eins hressandi, eins syngjandi, og hrynjandi tungunnar aldrei eins blæ- brigðaríkur og nú. Þessa sömu mynd. Lajla, sá ég haustið 1937 í Kau jþ mannahöfn, enda er sú útgáfa, sem hér er sýnd, farin að láta á sjá, orðin nokkuð óskýr og hljóðið, (söngurinn) er hætt að falla inn í á rétlum augnablik ■um, hvort sem það kann að vera upprunalegur galli eða orðinri til vegna notkunar. Ég minnist þess, að eftir að Lajla var sýnd í Höfn, mætti maður engurn sendisveini svo. að hann flautaði ekki sönginn um Lajlu, enda er hann fallegur og á efilaust mikla framtíð fyrir sér á vörum reykvískra sendi- sveina. Kvikmyndin geri,st í Norður Svíþjóð, í heimkynnum Lapp- anna. sem enn þann dag í dag lifa hinu frumslæða hjarð- mannal'ífi sínu, ós.nortnir af vélamenningu og hamförum 20. aldarinnar. ,,Una glaðir við ,sitt“ á hjanbreiðum norðurs- ins óg flytja sig eftir árstíðum óravegu til fanga og aftur til vetursetu. Hngindýrahjarðir þeirra láta þeim í té allt, sem iþeir þarfnast til viðhalds líf- inu: Fæði klæði og húsnæði, og þeir lifa því í sátt og sam- lyndi við allt og alla nema þeg ar brennivínið er annarsvegar og það „slettist upp á vinskap inn“ milli þeirra og útlending anna ,,Daro?anna,“ íeáns og þeir nefna þá. Að sjálfsögðu er skelmirinn Amor með í leik'num og hann lætur ekki gamlar erfðavenjur eða þjóðflokkaríg hefta för sína, drengurinn sá. — Leikur Aino Taube, sem er finnsk að ætt og nú ein fremsta leikíkona við leikhús Stock- hólmsborgar, er frábær og hef ir hann borið hróður hennar víða, og síðast þegar sá, sem línur þessar r.itar, frétti, hafði hún fengið álitlegt tilboð um atvinnu við kvikmyndir í Hollywood. — Aðrir leikend- ur eru og góðir. Þessi kvikmynd færir manni sannarlega frískandi andblæ frá frændum okkar Svíum. Andblæ, sem við þekkjum svo vel, en kunnum vart að meta, andblæ norðursins, hjarnbreið anna, vorleysinganna og mið- nætursólarinnar. Frjálst, sjálf- stætt en frumstætt líf, sem fel- ur þó í sér fullkomnari ham- inigjiu og sannari túlifeun ,til- finninganna en við eigum að venjast. Engan iðrar að sjá þessa kvik rnynd, hún er sönn og hún er Mka sænsk, en enski textinn mætti alveg missa' sig. G. S. ISijórnarkosninB i verkRÍsðsféiaoi !á- Kúnvetninga. AÐALFUNDUR var nýlega haldinn í Verkalýsfélagi Austur-Húnvetninga á Blöndu- ósi. í stjórnina voru kosnir: Jón Einarsson, formaður, Guðmann Hjálmarsson, ritari og Guðm. Agnar Guðmundsson, féhirðir. Árásirnar á Gylfa. Frii. af 2. síðu. og hagfræði-deild háskólans, að Gylfi tæki við þessu embætti, enda er hann viðurkenndur fyrir fjölhæfar gáfur, alhliða menntun og mikla kennarahæfi leika. En það er háttur kommúnista — og ,,skóli“ þeirra, að ráðast persónulega á andstæðinginn, þegar rökin þrýtur. Þá sakar blaðið Gylfa um fölsun á því hvað sá stefna kommúnistaf lokksins. Um stefnu þeirra segir Gylfi Þ. Gíslason m. a.: „Sósíalistaflokkurinn vill alls staðar, einnig í lýðræðisríkjun- um. skapa hin pólitísku skilyrði í til framkvæmdar sósíalismans með því, að gerð sé stjórnar- bylting, „einræði öreiganna“ komið á fót, en öll mótspyrna brotin á bak aftur með valdi. Sólíalistaflokkurinn er því ekki lýðræðisflokkur, þótt málsvarar hans látti stundum í veðri vaka í áróðursskyni, að svo sé, enda hafa forystumenn hans oft lýst yfir fylgi sínu við byltingar- leiðina og hina svo nefndu bylt- ingarsinnuðu túlkun á Marxism- anum, sem og þá fræðimenn, sem henni halda fram, og enn ekki tekið aftur neitt af fyrri ummælum sínum“. Allir vita, að þetta er stefna kommúnistaflokksins, bein og ómenguð, enda marg yfirlýst af forystumönnum flokksins, þing- um hans, ráðstefnum hans og blöðum hans. En þegar rök Gylfa Þ. Gíslasonar fyrir því að sósíalisminn á vegum lýðræðis sé heppilegri og heilbrigðari fyrir mennina, en einræðis- hyggja þeirra, sem annars játa sig sósíalista, eru athuguð, þá sást ljóslega hversu höllum fæti kommúnistar standa í áróðri sínum. Þetta sáu komm- únistar er þeir lásu rit Gylfa .— og þess vegna grípa þeir til þess óyndisúrræðis að ráðast gegn höfundinum með persónu- legum rógi — og saka hann um falsanir! Leikíélag Reykjavíkur sýnir Yopn guðanna annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Mikilvægi Berlínar. Frh. af 3. síðu. LOKS ER BERLÍN ein mesta járnbrautarmiðstöð Þý.rka- lands og ef bandamömum tæki’st að lama hinar miklu járnbrautarstöðvar borgar- innar, Friedrichstrasse,, Lehrter, Stettiner, Potsdam og Anhalter-stöðvarnar, — myndi það torvelda stórkost- lega allan hernaðarrekstur Þjóðverja. Þá er og miðstöð flugsamgangna í Berlín við Tempelhof-flugvöllinn. HÉR VERÐUR EKKI SAGT, að Þjóðverjar kynnu að tapa styrjöldinni vegna þess eins, að Berlín yrði fyrir hrikalegri loftárásum en dæmi eru til; en margt bend- ir til þess, að það gæti haft hinar víðtækustu afleiðingar, og þetta er skýringin á sí- vaxandi sókn lofthers banda- manna á þessa taugamiðstöð hins nazistíska þriðja ríkis. til sölu, (12 lampa tæki). Til sýnis í Meðalholti 5, klukkan 4—7 í dag. Félagslíf. Hæðrafélagið. Mæðrafélagið heldur fund fimmtudaginn 27. janúar kl. 8.30 að Skólavörðustíg 15. Fundarefni: Ýms félagsmál, kaffi, skemmtiatriði. — Félags- konur! Mætið vel og stundvís- lega og takið gesti með ykkur. Stjórnin. Konungurinn við síýrið. Á myndinni sést Farouk Egyptalandskonungur við stýrið á jeep-bílnum sínum, sem bandaríski herinn gaf honum. Hann er á leið til að skoða flugvélar og mannvirki í hinni nýju flughöfn ' Bandaríkjahersins í grend við Kairo. — Á myndinni sjást þessir menn, talið frá vinstri: Ralph Royce, hershöfðingi Bandaríkjanna í löndunum við austan vert Miðjarðarhaf, Farouk kon ungur, Alexander Kirk, sendiherra Bandaríkjanna í Kairo, og Ibrahim Attala Pasha, formað- ur egypzka herforingjaráðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.