Alþýðublaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1944, Blaðsíða 2
z Laugarnesskirkja fær happdrættis- húsið affur. Vinnandinn gefur henni vinnings- miðann. EIGANDI miðans nr. 71264 í happdrætti Lauganeskirkju hefir ritað biskupi hréf og lýst því yfir, að hann gefi kirkjunni mið- ann og þar með húsið. Eigandi miðans kemst þannig að orði í bréfi sínu að hann hafi keyp miðann í því skyni að styðja gott málefni og sé sér kunn- ugt um, að nokkru muni enn að safnazt hafi nægil. fé til kirkjuhyggingax-innar og vilji hann gjarnan létta undir við þann hrimróður. .Maður þessi neitar að láta nafn síns getið. Biskup hefir hins vegar kvatt á fund sinn sóknarprest og formann sókn arnefndar Lauganeskirkju, | svo og gjaldkera söfnunar-' nefndar og hefir tjáð þeim þessi málalok. i Borað eftir heitu vatDi við Hðfða. Hætt að bora við Rauðará, en bar fengust fsrír iítrar á seliundu. iO' AFNAR eru boranir eft- ir heitu vatni við Höfða, (Héðinshöfða) hérna fyrir innan bæinn. Hefir borinn, sem vann að heitavatnsleit við Rauðará ver- ið fluttur að Höfða og er hann tekinn þar til starfa. Talið er að heitt vatn sé þarna í jörð og hafa menn þekkt lind þar, sem aldrei frýs. Enn er borunin svo skammt á veg komin, að engin reynsla er fengin. Talið mun vera að ekki sé hægt að fá meira af heitu vatni við Rauðará, en þar hafa fengist þrír lítrar af sekundu. Verður þetta heita vatn notað til þess að hitá upp hús þarna í ná- grenninu. Skagfirðingamót verður haldið í Tjarnarcafé næst komandi þriðjudagskvöld og hefst það með kaffidrykkju kl. 8.30. Að- göngumiðar að mótinu verða seld- ir í Flóru og í Söluturninum. W Ar er liðið síðan verðlags- eftirlitið tók til sfarfa Störf ©g framkvæmdir viðskipfaráðs á áréeua V. IÐSKIPTARÁÐ varö ársgamalt í fyrradag. Af þessu tilefni kallaði það blaðamenn á fund sinn í gær og ræddi við þá úm starfsemi ráðsins, sem er mjög víðtækt og viðamikil, enda er viðskiptaráðið eins og heil stjórnar- deild — og stærsta viðskiptastofnun hér á landi. FORMAÐUR viðskiptaráðs hafði orð fyrix því. Lagði hann fyrir þlaðamennina all- langa skýrslu um starfssemi ráðsins. Formaður gat þess, að starf- semi þess snerti svo mjög allan almenning, að ráðið teldi mjög nauðsynlegt að honum væri gef- in kostur á að kynnast henni, eins og hún horfir við frá sjón- armiði ráðsins. Yfirlitsskýrslan er í allmörg- um greinum. en hlutverk þess •er, eins og kunnugt er að fara með innflutnigs- og gjaldeyris- mál ráðstafa farmrými í skipum er annast eiga vöruflutninga til landsins og eru eign íslenzkra aðila eða á vegum þeirra, ann- ast innfilutning brýnna nauð- syna eftir ákvörðun r.íkisstjórn- arinnar og hafa með höndum innkaup ýmissa vara, sem ekki fást keyptar eftir venjulegum verzlunarleiðum, fara með verð- lagseftirlit og verðlagsákvarð- anir, samkvæmt lögum um verð- lag og annast vöruskömmtun lögum samkvæmt Framkvæmd þeirra mála, sem Viðskiptaráðið hefir með hönd- um. var áður skipt niður á fjór- ar skrifstofur, er voru hver á sínum stað í bænum. Til þess að hægt væri að sameina þessi störf sem mest á einn stað, flutti Viðskiptaráðið í ný og stærri húsakynni á Skólavörðustíg 12, þann 1. maí s. 1. þar fékkst nægi- legt húsrými fyrir verðlagseftir- litið, innkaupastarfsemina, sem áður var í böndum Viðskipta- nefndarinnar, og gjaldeyris- og innflutningsmálin. Til að standast kostnað af starfsemi Viðskiptaráðs og fram kvæmd laganna. ber þeim, er innflutningsleyfi fá, að greiða 1/2 % gjald af þeirri upphæð, sem leyfið hljóðar um. Auk þess greiða innflytjendur nú 3 % gjald af öllum innflutningi, er innkaupadeild ráðsins annast fyrir þá. Tekjur Viðskiptaráðs af þessum gjöldum hafa nægt til að standast allan kostnað allra deilda ráðsins, þar í talið verðlagseftirlitið og skömmtun- arskrifstofan svo og innkaupa- nefnd í New York. , I Að þessu sinni er ekki hægt 1 að birta yfirlit ráðsins um inn- flutnings- og gjaldeyrismálin, 1 flutningamálin, skömmtunarmál : in og innkaupin. Verða ef til vill komið síðar að þeim greinum | starfsemi viðskiptaráðs. j En hér fer á eftir yfirlit þess um sjálft verðlagseftirlitið og ver ðlagsák væðin: VERÐLAGSEFTIRLITIÐ Þegar Viðskiptaráðið tók við verðlagseftirlitinu í febrúar 1943 voru gildandi verðlags- ákvæði um hámarksverð og há- marksálagningu á ýmsum vör- um. Eftirlitið var með þeim hætti að eftirlitmenn fóru í verzlanir og athuguðu hvort verðlagning væri í samræmi við gildandi ákvæði. Breytingar á starfsháttum og fyrirkomulagi: Fyrsta.verk ráðsins var í því fólgið að gera ýmsar víðtækar breytingar á fyrirkomulagi og starfsháttum og skal hér getið þeirra helztu. Frh. á 7. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 28. jaiiúar 1944„ T" öaim Wi ' VC. ' iÚ’ :■ Umræður í bæjarstjórn: Skortur á rafmagni, kðldu vatni og heitu vatni Gjörsamlega óþolandi ástandP sem ekki er hægt að þegja um. Sfgnrgeir Signrðs- son bisknp fer til Kanada. Fulltrúi ribisstjórnarinnar á hátfðarhöldum af tilefní 25« ára afmælis Ujóðræknis- félagsins. U ULLTRÚAR Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, Jón Axel Pétursson og Haraldur Guðmundsson hófu umræð- ur á bæjarstjórnarfundi í gær um plágurnar í Reykjavík og þá fyrst og fremst um rafmagnsskortinn og skortinn á kalda og heita vatninu. C[ IGURGEIR SIGURÐS- SON biskup fer mjög bráð'lega áleiðis til Kanada, en þar ætlar hann að sitja hátíðarhöld sem haldinn verða meðal íslendinga í Þeir bentu báði á það, að*“ öngþveitið í rafmagnsmálun- um væri orðið gjörsamlega ó- þolandi: Hið síðasta, sem gerst hafði í því máli, voru fregnir um það að viðbótin á Sogsstöð- inni myndi ekki geta framleitt rafmagn fyrir bæjarbúa fyr en í marz oð þó hefði það boð ver- ið látið út ganga, fyrst að lausn yrði á rafmagnsvandræð- unum um áramótin og síðar um mánaðarmótin janúar og febrú- ar. Töldu þeir alveg óþolandi að almenningur væri þannig dreginn á eyrunum og haldið uppi á loforðum, sem ekki væri svco hægt að standa við. Har- aldur Guðmundsson benti á það, að þær vonir, sem menn hefðu gert sér um að lausn fengist á vatnsskortinum, þeg- ar heitavatnið kæmi væri nú orðna rað litlu, því að nú væru sum hverfi í bænum algjörlega vatnslaus meiri hluta dagsins. Kvað hann brýna nauðsyn vera á því að rannsaka þetta og gera allt sem mögulegt væri til að ráða bót á þessu. Þá sagði hann að það væri alveg óviðunandi, að bæjarbúar gætu ekki haft tal ag skrifstofu hitaveitunnar. Nauðsynlegt væri til dæmis að menn gætu tilkynnt skrifstofu- unni, ef vatn hyrfi úr húsum þeirra. Þetta hvað hann ekki hægt, því að síminn væri alltaf upptekinn. Vildi hann að fólk •gæti einnig hringt í skrifstofu borgarstjóra til að leita upplýs- inga og koma með tilkynningar. Borgarstjðri sagði að sér væri vel ljós öll þessi vandræði. Hann kvað rafmagnsstjóra myndi gefa bæjarráði skýrslu um á- standið í rafmagnsmálunUm. Sagðist hann skyldi láta fara fram rannsókn á vatnsskortin- um. Þá sagði hann að rætt myndi verða um hitaveituna á bæjarráðsfundi, sem haldinn verður í kvöld. Fjúrhagsáætlnn Hafn arfjarðar. Niðurstöðntölur gjalda og tekna kr 3.366.000. Dæjarstpórn hafnar- FJARÐAR gekk endan- lega frá fjárhagsáætlun kaup- staðarins á fundi sínum í fyrra- kvöld. Samkvæmt henni eru niður- stöðutölur tekna og gjalda ör- lítið hærri en var s. 1. ár, eða alls kr. 3.365.930,00 Tekjurnar af útsvörum eiga að nema kr. 2.358.000,00 (í stað kr. 2.300.000,00 í fyrra). Stríðs- gróðaskattur er áætlaður 600 þúsundir króna. Helstu gjöldin eru þessi: Til menmtamála (Barnaskólinn og Flensborgarskólinn), kr. 198,- 640.00. Til íþróttamála kr. 202.400,00. Til alþýðutrygginga kr. 339.500,00. Til framfærslu- vegar 100 þús. Til hafnarg. mála, vatnsveitu, holræsa o. fl. kr 500 þúsund. Til Krýsuvíkur- kr. 100 þúsund. Til hafargerðar •kr. 200 þúsund. Til viðbótar- byggingar við barnaskólann kr. 100 þús'und. Tekjuafgangur er áætlaður Winníepeg af tilefni 25 ára af mælis Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi. í gær þarst Alþýðuþlaðinu eftirfarandi tilkynning umi þetta frá utanríkismálaráðu-. neytinu: „í næsta mánuði á Þjóðrækn- isfélag íslendinga í Vestur- heimi tuttugu og fimm ára af- mæli og mun þess verða minnst með hátíðahöldum í Winnipeg 21. til 23. febrúar. í tilefni af þessu afmæli hef- ir Þjóðræknisfélagið boðið rík- isstjórn íslands að senda full- trúa vestur um haf til að vera viðstaddur hátíðahöldin. Ríkis- stjórnin hefir ákveðið -að taka boði Þjóðræknisfélagsins og hefir biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, samkvæmt tilmæl- um ríkisstjórnarinnar, lofað að vera fulltrúi hennar á afmælis- hátíðinni, en eins og kunnugt er, er það einmitt kirkjan, sems hefir verið einn sterkasti þátt- urinn í samheldni Islendinga vestan hafs, og stuðlað að við- gangi þeirra bæði í Kanada og í Bandaríkjunum." í samtali við Alþýðublaðið í gær sagði biskup, að hann gæti enn ekki sagt um það, — hvenær hann færi vestur, en hann kvaðst gera ráð fyrir að dvelja vestan hafs í 2—3 mán- uði og ferðast nokkuð urn byggðir íslendinga. kr. 250 þusund. Þormóðsslysið: Hvers vegoa hafa nlðarstöðer rannsóknarinnar ekki verlð birtar? Umræður utan dagskrár á alpingi í gær Árshátíð IWði- flohksfélagansa í Hafnnrflrði verðnr annað kvðld. ÁR S H Á T í Ð Alþýðuflokks félaganna í Hafnarfirði verður annað kvöld í Góð- templarahúsinu og hefst hún kl. 8.30 stundvíslega. Margt verður til skemmtunar á árs- hátíðinni og þar á meðal alveg nýtt, sérkennilegt skemmti- atriði. Aðgöngumiðar að árs- hátíðinni verða seldir í Góð- templarahúsinu frá klukkan 2 á laugardag. Árshátíð Samvinnuskólans. Nemendasamband og Skólafélag Samvinnuskólans halda árshátíð sína í Tjarnarcafé á sunnudags- kvöld og hefst hún kl. 8 %. Minnzt verður 25 ára afmælis Samvinnu- skólans. GÍSLI JÓNSSON kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær og sneri máli sínu til atvinnu- málaráðherra. Ræddi Gísli um drátt þann, er orðinn væri á því, að þirtar væru niðurstöð- ur rannsóltnarinnar varðandi Þormóðsslysið, svo og ummæli í einu af blöðum bæjarins. Gísli benti á, að nýskeð hefði verið rætt um Þormóðs- slysið í einu af blöðum bæjar- ins (Vísi), gefnar upplýsingar um styrkleika skipsins og breytingar, er á því hefðu ver- ið gerðar og rýrt hefðu öryggi þess. Vildi Gísli, að höfundur þessarar greinar væri kallaður fyrir rétt, hann látinn staðfesta ummæli sín og gefa upplýsing- ar um, hvaðan hann hefði þess- ar upplýsingar sínar. Þá átaldi Gísli mjög, að ekki hefði verið birtar niður- stöður á rannsókn sjódómsins á Þormóðsslysinu. Nú væri 5- mánuðir liðnir síðan þessari rannsókn láuk, sagði Gísli. Hvers vegna þirtir ekki at- vinnumálaráðuneytið niður- stöður rannsóknarinnar? Gísli átaldi það einnig, að rannsókn slyssins hefði verið látin fara fram fyrir luktum dyrum. En fyrst svo hefði verið gert, væri óverjandi dráttur sá, er orðinn væri á því að kunngera almenningi niðurstöður rann- sóknarinnar. Atvinnumálaráðh., Vilhjálm- ur Þór, svaraði Gísla. Kvað hann atvinnumálaráðuneytið hafa sent dómsmálaráðuneyt- inu niðurstöður rannsóknarinn- ar til athugunar, með því að það væri þess, að úrskurða hvort frekar skyldi aðhafzt í málinu. Dómsmálaráðuneytið hefði ekki sent skjölin til baka, en niðurstöður rannsóknar- innar yrðu birtar, þegar dóms- málaráðuneytið hefði afgreitt málið frá sér. — Hvað snerti ummæli greinarhöfundar Vís- is, þá kvaðst ráðherrann ekki fyrirskipa réttarhald yfir hon- um, það væri sjódómsins að taka ákvörðun í því efni. Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.