Alþýðublaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. janúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIP f Portúgal, land og pjóð. Portúgal og Azoreyjar Azoreyjar liggja í miðri siglingaleið milli Portúgal og Ame- ríku og hafa mikla hernaðarlega þýðingu í sjóstríðinu á Atl- antshafi. Þess vegna var það bandamönnum hinn mesti styrk- ur, þegar Portúgal leyfði Bretum að setja lið á land þar í haust, og byggja sér þar bækistöð í baráttunni við þýzku kafbátana. STÓRÁRNAR Douro og Ta- gus skipta Portúgal raun- verulega í þrjá meginhluta. Norður af Duoro eru héruðin Minho og Tras-os-Montes. Min- ho er hæðótt hérað með röku loftslagi, og frjósemi þess er við brugðið. Það er og hefir jafnan verið þéttbýlasti hluti landsins. Stærð þess er aðeins átta hundr aðshlutar áf stærð landsins, en íbúatala þess nemur hins vegar sextíu hundraðhlutum af íbúa- tölu alls landsins. Þaðan er margt það fólk komið, sem setzt hefir að í Lissabon og Suður-Portúgal, svo og flest það fólk, er hefir tekið sér að- setur í nýlendum Poríugala. Tras-os-Montes, sem liggur milli Minho og landamæra Spán ar, er mun strjálbýlla. Það er hálendasti hluti Portugals, og aðeins hliðarrætur fjallanna og • dalirnir eru ræktanlegir. Ofar í fjöllunum taka við miklir skógar, og einstakir fjaliatind- ar, er gnæfa hatt við himin. Hérað þetta er harðbýlt og hrjóstrugt, enda leituöu margir þaðan brott áður fyrr einkum til Brasilíu. Fjölmörg þorp getur að hta í hííðum fjallanna. Á vorin er kvikíé þorpsbúauna saínað í sveitagirðingar. og því næst rekið til íjalla i einn hjörð og þa rgætt af hirði þorpsins. Þar hefst svo kvikf jð við, unz svíf- ur að hausti. Þorpsbúarnir eiga naut í sameiningu. Sérhvert þorp á skóglencu, þar sen þorpsbúarnir fá eldivið. Nautið er látið gangs í haga skammt irá þorpinu í eins konar al- menningi. Eumig er í hverju þorpi dálítU landspilda, sem nytjuð er í þágu kirkjunnar og kíerksins. Þmpsráð eða hrepps- nefnd er kosi i af þorpsbúun- um. Hún hefir það hlutverk með höndum að leggja skatta á þorpsbúana og verja fénu til framkvæmda svo sem lagningar og viðhalds vega. Hreppsnefnd in heldur venjulega fundi sína undir stóru valhnotutré og þar eru til lykta leidd mál sem þau, hvort selja skuli eða kaupa naut, þorpshirðir valinn og deilumál jöfnuð, sem upp rísa með þorpsbúum. Peningar sjást þar varla. Fólkið lifir á fram- Íeiðslu sinni, og einu pening- arnir, sem það kemst höndum yfir, eru andvirði uxanna, er það selur í næstu héruð, en þeir eru víðfrægir að kostum. Þeir hjálpa hver öðrum eftir því, sem með þarf, við hey- annir, uppskerustörf og þresk- ingu. fj AÐ VIRÐAST vera til þrjár tegundir bænda í Portúgal. Cabaneirorarnir eiga litla húskofa og landspildur, sem nægja engan veginn þeim til framfæris. Þeir vinna því ýmis störf fyrir auðugri þorps- búa og fá verkalaun sín greidd í mjöli. Um uppskerutímann sækja þeir jafnvel atvinnu í önnur héruð. Þá eru smábænd- urnir, sem eiga það mikið jarð- næði, að það getur framfleytt þeim og fjölskyldum þeirra, og loks hinir „ríku“, sem eiga meira land en þeir geta nytjað sjáilfir. Þeir veita eahaneirun- um atvinnu og leigja stundum akurlönd. Kjör cabaneiranna verða krappari eftir því, sem fram líða stundir, því að venju lega skiptist landareign hvers bónda, er fellur frá, milli margra barna. Það er einkum í norðurhéruð um landsins, sem þessi lýsing á við. En hún á raunar við um byggðalög víða í Minho og Tras- os-Montes, og þar vilja menn heldur lifa sjálfstæðu lífi, þótt í kröppum kjörum sé, en að lúta valdi húsbónda eða atvinnu veitanda. Slíkir menn telja sér enga vansæmd í því að betla, ef þeir eru í nauðum. Þegar GREIN ÞESSI, er fjallar um Portúgal, land og þjóð, er kafli úr bók eftir F. C. C. Egerton ofursta, sem nýlega kom út í Lundúnum. Hér er greinin þýdd úr tíma- ritinn „Wórld Digest“. SALAZAR forsætisráðherra í Portúgal, sem um mörg ár hefir stjórnað landinu, sem raunverulegur ein- ræðisherra. hart er í ári, fara cabaneiron- arnir í einu þorpi iðulega sam- an á laugardagskvöldum til næsta þorps og betla þar. Og þótt það sé engan veginn til fvrirmyndar að lifa án þess að vinna, er margt sérkennilegt og athyglisvert við þessa þjóðlífs- hætti. Einn hjálpar öðrum, og þannig er skorti bægt frá flestra dyrum. MILLI ánna Duoro og Ta- gus eru héruðin fjögur, Efri-, Neðri- og Mið-Beira og Estremadura. Héruð þessi má með sanni nefna hjarta lands- ins. D. Joao fyrsti, forfaðir kon ungsættarinnar, sem kennd er við Aviz, og faðir Hinriks sæ- fara, fæddist í Beira. Salazar fæddist þar einnig. Þar eru land kostir góðir. Hinu ræktaða landi er margskipt eins og í Minho og Tras-os-Monte, og það er mjög kostamikið, enda þótt mik- il áveita sé nauðsynleg. í Al- emtejo, sem er stærsta héraðið milli Lissabon og landamæra Spánar á austurströndinni, er heitara og þurrlendara og mestur hluti þess var óræktan- légur þar til áveita sú kom til sögu, er ríkið lét leggja. Þar eru stærstu jarðir í Portúgal, flest- ar í eigu stórbænda. Sunnar, handan við fjallgarð einn mik- inn, er héraðið Algarve, sem að ýmsu leyti svipar til Norður- Áfríku. Þar eru einnig margar stórjarðir, en einnig mikið um smájarðir. Sérhver sá, er lýsa vill Portú gal, hlýtur að minnast á hinar mörgu fiskiveiðibyggðir þar í landi. Ein helzta fiskveiðibyggð in er Povoa de Vardzim, nær þrjátíu km. norður af Oporto. Því er haldið fram, að fiski- mennirnir í Povoa séu niðjar föniskra farmanna, er hafi setzt þar að. Þeir eru mjög ólýkir ná- grönnum sínum í útliti og hátt- um öllum. Þeir eru mjög fátæk- ir og leggja mjög hart að sér, en þess eru engin dæmi, að nokkur maður frá Povoa hafi verið sekur fundinn um stuld fyrr eða síðar. Áhöfn hvers fiski báts hefir með sér náinn félags- skap. Verði einhver skipverj- anna að vera í landi vegna þess að hann sé veikur eða af ein- hverjum öðrum ástæðum, fær hann hlut sinn eigi að síður. Sé einhver skipverjanna hins veg- ar hnepptuim í fengelsi, efna hinir til ráðstefnu, þar sem tek- in er ákvörðun um það, hvort afbrot hans sé svo alvarlegt, að hann skuli rækur úr félagsskap þeirra. Sé það ekki talið, fær hann hlut sinn eftir sem áður. Deyi hann, fær ekkja hans hálf- an hlut, og sonur hans er tek- inn í félagsskapinn í hans stað. Nýliðinn fær fjórðungshlut, unz Frh. á 6. síðu. Viðskiptaráðið sver af sér „skranið“ — Gamalt rusl frá fyrri árum — Hvenær kemur gúmmískófatnaður — Get um við íhjálpað sérfræðingunum? — Þessi og hinn — Þetta og hitt. EGAR blaðam,ennirnir sátu hjá viðskiftaráði í fyrra dag og hlustuðu á formann þess skýra frá starfi ráðsins bar „skranið“ á góma. Það lifnaði yfir formanni ráðsins, þegar „skranið“ var nefnt og hann sagði: „Já, mér þykir gott að fá tækifaeri til þess að skýra frá því enn einu sinni að viðskifta- ráð leyfði ekki á síðasta ári neinn innflutning á hinu svokallaða „skrani“. Við höfum eltki leyft innflutning á slíku, enda er það skipsrúm sem við ráðum yfir svo dýrmætt, að við getum ekki Ieyft innflutning á öðru en því, sem teljast verður hrýn nauðsynja- vara“. \ i. •: _ ■ EN HVERNIG stendur þá á öllu „sltraninu“ í búðargluggunum til dæmis fyrir jólin? Formaðurinn svaraði: „Þetta hljóta að vera ’gamlar birgðir, enda voru jafn- vel heilir „lagerar“ af þessu aug- lýstir fyrir jólin. Á árinu 1942 var flutt inn mikið af þessu. Þetta er aðallega einhvers konar jólavarn- ingur og eigenduf hans hafa tekið það úr umferð af honum, sem ekki var hægt að selja fyrir jólin í hitteð fyrra“. ÞAÐ VAR GOTT að fá þessa skýringu hjá formanni viðskifta- ráðs, því ao fólk hefir staðið undr- andi yfir öllu „skraninu“, þegar það hefir jafnframt vitað að ekki var nægilegt skipsrúm fyrir brýn- ar lífsnauðsynjar. Ég hef fengið bréf um „skranið“ og birt að minnsta kosti eitt þeirra. Fólk hefir kennt viðskiftaráði um þetta, en nú hefir það svarið af sér kró- ann. ÉG SPURÐI formanninn að því, hvort nokkur von væri á því að hingað flyttist innan skamms gúmmískófatnaður, til dæmis á börn. En ákaflega mikil vandræði hafa verið lengi undanfarið með þessa nauðslynjavöru. Formaður- inri svaraði, að vonir væru um að gúmmískófatnaður kæmi á næst- unni, en þó varla fyrr en í marz. Það er erfitt að fá allar slíkar viörur og skiljum við það vel, svo þýðingarmikið er gúmmíið í styrj- öldinni. Þá spurði ég hann um amerískt smjör, en hann svaraði, að sér væri ekki kunnugt um, hvort tekist hefði að fá keypt ný- lega smjör til viðbótar við það sem kom fyrir jólin. ANNARS VERÐ ÉG að segja það í sambandi við þetta smjör- leysi allt, að mér finnst að nauð- synlegt sé fyrir stjórnarvöldin að kaupa miklu meira af smjöri vestra en gert hefir verið. Það er alveg óþarfi fyrir viðskiftaráð aS vera að ætla mikið skipsrúm undir hráefni í smjörlíki, því að smjör- líkið, sem nú er selt hér er óæti. Hins vegar getum við ekki verið viðbitislaus, íslenzkt smjör er ó- fáanlegt og þó að margir noti nú orðið bræðing, þá þarf einnig að ná í smjcr frá Bandaríkjunum, ef nokkur tök eru á því. « í SAMBANPI VIÐ um(ræður, sem fóru fram á bæjarstjórnar- fundi í fyrra kvöld um rafmagns- leysið og hitaveituerfiðleikana, sagði borgarstjóri, að rætt hefði verið um það, hvort ekki væri rétt, meðan verið er að tengja leiðsl- urnar við húsinu, og rafmagnsskort urinn hindrar full not af hita- veitunni, þá yrði daglega gefnar út leiðbeiningar til fólks um notk- un heita vatnsins. Kvað borgar- stjóri að þetta væri nú til umræðu hjá ráðamlönnum þessara mála. MÉR LÝST VEL Á ÞETTA. Þó að við séum öll öskureið út af plágunum, sem nú þjaka okkur, þá verðum við að gera sjálf allt sem í okkar valdi stendur til þess að létta þeim af. Ef ráðamenn- irnir telja, að þeir geti daglega gefið almenningi leiðbeiningar, sem, ef þær eru framkvæmdar, gætu hjálþað til að koma í veg fyrir algert öngþveiti, þá er vitan- lega sjálfsagt að gefa þær. Það er með þetta eins og allt annað, að allt byggist á gagnkvæmum skiln- ingi og góðri samvinnu. Og þó að við getum með réttu deilt á sér- fræðingana, þá megum við ekki gera öngþveiti þeirra að enn verra öngþveiti. „HVAÐ VILL HVER?“ spurði maður mig í gær. Hann var að hugsa um sjálfstæðismálið svo- kallaða. Ég nennti víst ekki að halda rasðu og svaraði því: „Þessi vill þetta og hinn vill hitt“. Hann skildi það og sagði: „Það er ein- mitt það!“ Hannes á horninu. I Unglingar óskast strax til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar um bæinn. Talið strax við afgreiðsluna. simi AUGLÝSIÐ íALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.