Alþýðublaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 6
i Það vantaði ekki, að þeim Cordell Hull, utanríkismálaráð- herra Roosevelts, og Averill Harriman, hinum nýja sendi- herra forsetans í Moskva, var tekið með nógu miklum virkt- um, þegar þeir komu á eráðstefnuna í hinni rússnesku höf- uðborg í vetur. En nú, þegar Bandaríkjastjórn hefir boðið málamiðlun sína í Póllandsdeilunni, einu mesta vandamál- inu meðal bandamanna, innbyrðis, þá vilja Rússar ekki þekkjast slíkt boð; svo að eitthvað virðist vinskapuninn vera takmarkaður af þeirra hálfu. Myndirnar voru teknar við komu þeirra Hull oog Harrimans til Moskva í vetur. Á efri myndinni sjást Cordell Hull og Molotov, en á þeirri neðri Molotov og Harriman. Portúgal, land og pjóð. Amerískir sijórnmálamenn í Hoskva. Frh. af 5. síðu. t hann befir lært til starfa síns og ' er talinn fullgldur skipverji. Þetta fyrirkomulag hefir það í för með sér, að hver hlutur er sjaldnast mikill, en eigi að síð- ur ber þetta félagshyggju og fórnarlund manna þessara glöggt vitni. Það er björgunar- bátur í Povoa, en áhafnir fiski- bátanna skiptast á um það að vera í landi og annast björgun- arstarf, ef með þarf. EELZTU áhrifamennirnir í Povo eru hinir svonefndu „málamiðlarar“. Rísi deila með skipverjunum eða milli báts- eiganda og skipshafnar, kýs hver deiluaðili einn þessara „málamiðlara“ til þess að skera úr um málið. Þeir tveir, sem þannig hafa verið valdir, til- nefna svo hinn þriðja. Úrskurð- um þeirra er jafnaðarlega hlftt skilyrðislaust. Smáborgin Santa Comba Dao, er gott sýnishorn bæjanna í Beira, ðn Salazar fæddist þar skammt frá. Smáborg þessi stendur, eins og ráða má af heiti hennar, í fjallshlíðinni við ána Dao. Ef maður leggur leið sína eftir veginum, sem liggur frá járnbrautarstöðinni niður að ánni, sér maður menn, er vinna hörðum höndum á hinum litlu ökrum sínum eða garðlöndum. EN ÞEGAR komið er til Santa Comba Dao, getur fátt fólk að líta. Skammt frá kirkjunni er skemmtigarður og í fornlegu húsi byggðu úr steini, sem stendur þar hjá, er veitinga stofa. Tveir hermenn og nokkr- ir borgaraklæddir menn þreyta þar knattborðsleik. Við skipt- umst á kveðjum og tókum að skeggræða um sóknina í Líbýu jafnframt því, sem við virtum fyrir okkur landbréf, er hékk á á veggnum. Veitingagestirnir kvöddu brátt og fóru, en ég tók það ráð að sjá mig um í bæn- um. Hann er vart stærri en þorp á Bretlandi, en íbúarnir virðast um flest sjálfum sér nógir. Fá- ir þorpsbúarnir voru á ferli á götunum. Hermennirnir virtust hins vegar vera í leyfi. Þeir reikuðu um bæinn og tóku svo að segja hvern mann tali, sem á leið þeirra varð. Skammt frá kirkjunni gat að líta lítinn foss. Þar voru nokkrar konur við þvotta. Börn, sem voru á heim- leið úr skóla, gáfu sig á tal við mig og bentu mér hreykin á hús, er þau sögðu að mágur iSalazar ætti. Öðru hverju var vögnum, sem múlösnum var beitt fyrir, ekið eftir aðalstræti bæjarins. Þegar ég hafði lokið kynnis- för minni um bæinn, tók ég að skoða kirkjuna. Síðar tók ég veitingamanninn tali. Hann var hinn alúðlegasti og sýndi mér húsið. Hann tók fram kistil, þar sem hann geymdi gersemar sín- ar, og dró þar upp mynd af Winston Churchill, sem klippt hafði verið út úr myndablaði. ftLÞYÐUBLAÐH) Unglingaeftirlitið Frh. af 4. síðu ast við ýmsum mistökum, ó- höppum og misfellum fyrst í stað. Það þarf enginn að furða sig á því, þó að árangurinn af fárra ára starfi dvalarheimilis verði ekki svo mikill, að full lausn sé fengin. Fyrir því er ekki ástæða til að leggja árar í bát. Ég hefi orðið að kynda með kolum inni í miðri hita- veituborginni og kemur ekki til hugar að leggja það til, að hætt verði við hitaveituna. Erlendis er fengin nokkur reynzla fytir dvalarheimilum unglinga, sem þurfa að sefa æstar ástríður, og fá nýtt við- horf gagnvart mannfélaginu. Slíkur staður þarf að hafa nóg upp á að bjóða af gagnlegum viðfangsefnum. Hann á að vera heimili, þar sem unglingunum er falin holl og þörf vinna, sam- fara nokkurri ábyrgð, íþróttir eða göngur iðkaðar, nám stund- að. Og síðast en ekki sízt þarf að hugsa um innra líf ungling- anna, styrkja trúarlíf þeirra, því að þar er eðlilegasti grund- völlur góðs siðferðis. Annars er það mála sannast, að bezt er að byrgja brunninn, áður en barniö er dottið í hann, og betra er heilt en vel gróið. Heilbrigt uppsldi og góð aðbúð, göfgandi skemmtanir, holt starf, menntandi viðfangsefni og aðhlynning að trú barnsins á guð og hið góða, — allt þetta er margfalt betra en allar ráð- stafanir eftir á ef slys hefir viljaÖ til. Sem betur fer gerir allur þorri reykvizkra heimila það, sem í þeirra valdi stendur til þess að gera nýta borgara úr börnum sínum. Og góðir kenn- arar gera sitt til. En þó að betri yfirvöld, foreldrar, kennarar og prestar létu engin tækifæri ónotuð til góðra uppeldisáhrifa, þá mundu samt alltaf einhverj- ir verða til að misstíga sig. Og siðferðisvandamálin hafa reynzt enn erfiðari sökum ýmiskonar umbreytinga í þjóðlífinu og vegna setuliðsins. Gripdeildir drengjanna núna í vetur sýna, að ekki eru það stúlkurnar ein- ar, sem þurfa eftirlits með. Um setuliðið er það að segja, að sjálfsagt hefir meiri hluti her- mannanna komið vel fram gagn- vart landi og þjóð. En sá hluti þeirra, sem skilur eftir ólán og andstygð í sporum sínum, er nógu fjölmennur til að valda varanlegu tjóni hjá jafn-fá- mennri þjóð. Það hefir alltaf verið og er enn full ástæða til varúðar af okkar hálfu. Jafnvel ýmislegt í framkomu sumra hermannanna gagnvart ís- lenzku kvenfólki er með þeim hætti, er það ber vott um lítils- virðingu af versta tagi. Ég á oft leið framhjá herbúðum, og hefi hvað eftir annað verið vottur að góli, köllum og ýmiskonar glósum frá hermönnum . til þeirra kvenna, sem um veginn Hann fullyrti, að Churchill væri af porútgölsku bergi brotinn. Ég hafði gert mér ferð til Santa Comba Dao til þess að sjá stað þann, þar sem einvaldi Portúgals fæddist, Hann fædd- ist að Viemeiro, sem er smá- þorp skammt frá jámbrautar- stöðinni. Salazar leggur jafnan leið sína þangað, þegar hann vill njóta næðis og kyrrðar og hvíldar um stund og dvelst þá fara. Á kvöldin sjáum við jafn- vel á aðalgötum borgarinnar, hvermg útlendir menn snúa sér að kvenfólki á svípaðan hátt og í stórborgarhverfum með vafa- sömum orðstír, þar sem gengið er víst frá því fyrirfram, að slíku verði vel tekið. ístöðulitl- ir og fáráðir unglingar falla stundum fyrir slíkum freisting- um. Nú hefir því líka verið hald ið fram, að ýmsir hermenn kvörtuðu mjög yfir ósiðlegri ásækni stúlkna í Reykjavík. Ef til vill er því svo farið, að íslenzkar stúlkur og erlendir hermenn hafi hvor fyrir sig miklu lægri hugmyndir um sið- ferðisstig hins, en ástæða sé til almennt, svo að það eitt út af fyrir sig hafi áhrif á framkomu til hins verra. En sé það satt, að íslenzkar stúlkur séu orðnar plága á hermönnunum, þá er full ástæða til fyrir bæði íslenzk yfirvöld og setuliðsstjórnina að hefjast handa um ákveðnar ráð- stafamr til að halda íslenzku kvenfólki í hæfilegri fjarlægð. Það mætti t. d. hætta að halcfa uppi dansleikjum fyrir erlenda hermenn og íslenzkar stúlkur. En slíkir dansar munu m. a. hafa verið haldnir á vegum Rauða Krossins. Mér er kunn- ugt um, að Rauði Krossinn ameríski hefir gert ýmislegt til þess að fræða hermennina um íslenzk menningarverðmæti, og það er góðra gjalda vert, og verðskuldar stuðning. En dans- leikirnir hafa auðvitað ekki aðra þjóðfélagslega þýðingu en að hvetja til kunningsskapar milli hermanna og kvenmanna. Og þó að inngangur þar kunni að vera miðaður við ákveðinn aldur, hefir þetta einnig áhrif á þær unglingstelpur, sem eru ekki all-fjarri markinu, en hafa kynni af þeim, sem sækja sam- komurnar. Félagsskapurinn við eldri stallsystur eða vinnufélaga mun þannig hafa leitt margan unglingin út í ólánið. Bæði þetta og sitt hvað fleira veldur því, að eftirlitið með siðferðis- málunum er engan veginn ónauðsynlegt. Og vegna þeirra stjórnarráðstafana, sem nú hafa verið gerðar, leikur bæði mér og öðrum hugur á því að vita, hvað stjórnin hefir hugsað sér, að gert verði. Jakob Jónsson. Herbragðið á Ítalíu. Frh. af 3. síð<u. l álitlegan liðsafla og hefði látið gera vel varin fall- byssustæði. ÞÁ VAR SAGT, að flugher Þjóðverja væri afar athafna- samur yfir landgöngusvæð- inu og réðist í sífellu á flutninga- og her-skip bandamanna. — Sprengjur hefðu fallið á beitiskip all- mörg og nokkrum tundur- spillmn hefði verið sökkt. Kaupskipatjón bandamanna þarna væri nú samtals 185.- 000 smálestir. Loks var sagt, að ógrynni hergagna bafada- manna hefðu eyðilagzt í loft- árásurn Þjóðverja. AÐ SJÁLFSÖGÐU verður hér í húsi því, þar sem hann fædd- ist. SANTA COMBA DAO er gott sýnishom af smábæ í Porútgal um þessar mundir. Þótt flest sé raunar breytingum háð, er landið hið sama og það áður var. Það er engan veginn nægtasælt líf, sem íbúar þess eiga við að búa. En landslagið og erfiði hins daglega' lífs hefir orkað á fólkið, sem þar býr. Það er hraust og harðgert, og þrátt fyrir kröpp kjör una þar allir glaðir við sitt. ékkert sagt um sannleiks- gildi þessara fuRyrðinga, en þó virðast þær hæpnar. Frá sjónarmiði leikmanns virðist auðsætt, að eftir því, sem bandamenn geta sett meira lið á land, fleiri skriðdreka og fleiri fallbyssur, því erf- iðara ætti að verða að sigr- ast á þeim. Nema Þjóð- verjar hafi hugsað sér að gera ósigur þeirra sem mest- an með því að sigra geysi- Laugardagur 29. janúar 1944; ÁrshátíS Alþýðu- flokksins í Hafnar- firði í kvöld. A Iþýðuflokksfélögin í ^ Hafnarfirði halda sam- eiginlega árshátíð sína í Góðtemplarahúsinu í kvöld og hefst hún kl. 8.30. Til skemmtunar verða ræður, söngur, dans og þar að auki eitt atriði enn, sem ekki verður uppi látið fyrir fram. Alþýðuflokksfólk í Hafn- arfirði mun væntanlega fjöl- menna á þessa árshátíð fé- laga sinna. HVAB SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. tákn þessara trylltu tíma, þegar einmitt þeir menn, sem bezt ættu að þekkja ógnir ofhleðslunnar, láta frá sér fara bréf eins og það, sem Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir sendi sjöunda þingi Far- manna- og fiskimannasambands íslands, nú í haust, þar em þess var farið á leit, að þau félagssam- tök beittu sér fyrir ógildingu á hinum nýtilkomnu hleðslumerkj- um togaranna. Fátt talar til okkar skýrara'máli, en einmitt þetta bréf frá þessu félagi, um það, að hér sé þörf aðgerða þess opinbera og þeirra einbeittra og hispurslausra.‘« Þetta er alvarleg ákæra og því þungvægari, sem hér talar sjómaður á grundvelli eigin reynzlu. Djúpavík h.i. úlsvars- skyld í Rvík. Frh. af 2. síðu. vík, og þar er innfaeimt and- virði þeirra fyrir atbeina Lands bankans. Ljóst er af því, sem að fram- an e rlýst, að yfirstjórn og fyrir svar féfagsins er í Reykjavík svo og bókhald og sjóðmeðferð að miklu leyti. Verður því að telja heimasetur féfagsins í Reykjavík, þó að það sé ekki skrásett þar. Ber þess vegna að staðfesta félagsúrskurðinn að niðurstöðu til. 'Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði máls- bostnað fyrir hæstarétti. og á- kveðst hann kr. 3000. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Djúpavík hf. greiði stefnda, borgarstjóra eykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, kr. 3000.00 í málskostnað fyrir hæstarétti . Dóminum ber að fuUnægja að viðlagðri aðför að lögum. stóran her og taka sem mest herfang. En til þess þarf hermenn og flugvéfar, fjöl- marga hermenn og fjöl- margar flugvélar, auk ann- arra hergagna, og eftir fregnum frá Rússlandi að dæma, eiga Þjóðverjar fullt í fangi með að verjast árásum Rússa og þeim virðist ekki veita af herfylkjum sínum þar eystra. ALLAR LÍKUR BENDA til þess, að minnsta kosti í bili, að Þjóðverjar verði að hörfa undan og fall Rómaborgar virðist fyrirsjáanlegt, og ó- sennilegt er, að hin nýja hemaðaraðferð Kesselrings fái þar nokkru um þokað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.