Alþýðublaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 8
V ALPYPUBLAÐIÐ BTJARNARBIÓB Töfrakúlan (The Magic Bullet). Aðalhlutverk: Edward G. Robinson. Bönnuð fyrir böm innan 12 ára. Sýnd klukkar. 7 og 9. LAJLA Leikin af sænskum leik- urum. Sýnd klukkan 3 og 5. KARL nokkur á Vesturlandi lenti í ófærð og hríð á vetrar- degi, og sagði þegar hann kom í húsaskjól: — Oft eru kröggur í vetrar- ferðinni, sagði hann Páll post- úli, þegar hann fór skreiðar- ferðina fyrir Salomon konung um árið. * * * HJÓNUM nokkrum kom held ur illa saman. Þau ætluðu eitt sinn til sakramentis og eftir gamalli siðvenju, áður en þau lögðu af stað, hað konan mann- inn fyrirgefningar á öllum af- hrotum sínum við hann, en hann svaraði: — Nei, ekki verður neitt af því í þetta sinn. — Þú ræður því þá, svaraði konan. — Guð fyrirgefur mér samt. — Jæja, þið um það, svaraði bóndinn. * * # VERIÐ var að safna fé til nýrrar Hdllgrímskirkju. — Ein söfnunarkonan kom til Högna gamla á Bergþórugöt- unni og spurði hann hvað mik- ið hann ætlaði að láta af hendi rakna. „Ekkert, góða, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég get andskot- ann ekki snýtt mér fyrir ein- tómum bölvuðum skuldum, sem maður er sýnkt og heilagt að borga.u „Ætli að þú skuldir nú ekki guði mest Högni minn og rétt- ast væri fyrir þig að borga hon- um fyrst, finnst þér það ekki?“ „Það getur vel verið, Ijúfan. En hann er eklá alltaf að rukka mann, eíns og hinir bölvaðir þrjótamir.“ sfraumi ðrlaganna Hann tók upp viðinn og gekk á undan mér. — Hlustið á mig, sagði ég. — Enda þótt enginn karlmaður sé á heimilinu, þá er þar þó góð herskammlbyssa, sem maðurinn minn átti. Þér skulið því ekki gera yður neinar tyllivonir. Hann nam staðar og sneri sér við. — Jesús Kristur Maria. Móðir, iþér megið ekki vera svona hræddar, sagði hann glað lega. Ég skal segja yður ofur- lítið. Verið aldrei hræddar. Aldrei. Qg ef þér eruð það, þá látið efcki á því bera. Komið hingað. Gangið á þessu. Svona. 'Hann kastaði viðarhútunum fyrir fætur okkar, einum og einum í einu, og tók þá upp aftur, þegar við höfðum gengið eftir þeim. Þegar við vorum komin að bakdyrum hússins, þar sem börnin stóðu og biðu, nam hann staðar. — Ég hefði gjarnan viljað sýna yður, hvernig hægt er að koma eldi í blautan við, sagði hann. — En meðan þér eruð svona hrædd- ar, ætla ég ekki að koma inn. Ef til vill setjið þér súpuskál handa mér út fyrir dyrnar, móð ir, svo að ég þurfi ekki að stela. Mér var kynlega innanbrjósts og hikaði við. Martin kom til okkar, tók í hönd Max og sagði með háu, skýru drengjaröddx inni sinni: — Þér þykir góður eplagrautur? Mamma mín býr til bezta eplagrautinn í Einsie- del. Komdu inn og sjáðu hana. Okkur þykir gaman af að fá gesti, er það ekki, mamma? Á þennan hátt kom Max Wilde inn á heimili okkar til að dveljast með okkur um fjög- urra ára skeið. Karlmenn eru hverflyndir að eðlisfari. Þeir hitta mann, dveljast með manni litla hríð og yfirgefa mann svo. Þeir fara í stríð og drepa og eru drepnir. Þeir verða gjaldþrota og skjóta sig. Þeir falla fyrir öðrum kon- um og skilja við mann. Ef til vill haldá þeir áfram að búa í hjónabandi með manni en þeir eru svo breyttir að það er verra en þó að þeir yfirgæfu mann. Manni finnst að þeir séu farnir, þó að þeir séu kyrrir, og hafi aðeins skilið eftir líflausan líkama til að sofa í hinu rúm- inu og til að lesa blöðin gegnt manni við morgunverðarborðið og til að greiða heimilisreikn- ingana. En sérhver maður, hversu sem honum er farið og hversu lengi, sem hann dvelst með manni, skilur eitthvað eft- ir hjá manni áður en hann fer: börnin sín, peningana sína, orð- istír sinn, símanúmerið sitt, of- urlitla endurminningu, ofurlitla þekkingu, ofurlitla reynslu. Max Wilde, gamall flakkari, gaf mér fleiri góða og varan- lega hluti en nokkur annar, enda þótt hann snerti aldrei svo mikið sem fingurgóm minn. En einnig hann fór leiðar sinnar og lét lífið að lokum. Hamingjan sanna, hvað lífið varð auðvelt og skemmtilegt eftir að Max Wilde kom til okk- ar. Hann elskaði börnin og börnin dáðu hann. Hann gerði við þakið, svo að það lak ekki framar. Hann lagfærði reykháf- inn, og viðurinn logaði glatt eftir það, hvort sem hann var þurr eða votur. Eldstóin „trekkti“ vel eftir þetta. Yið vorum laus við reykinn úr hús- inu. Eftir var aðeins hinn þægi- legi ilmur af viðareldinum. Hann setti nýja lása fyrir hurð- irnar og málaði nýjan St. Floridan á vegginn. Hann rækt- aði landið, sem tilheyrði húsinu og gróðursetti grænmeti og nytjajurtir í garðinum. Hann var færari í matartilbúningi en lærðasti matreiðslumaður. Hænsnin okkar verptu stórum, brúnum eggjum og að nokkrum tíma liðnum höfðum við eign- azt grís. Og þegar stundin var komin, fór hann með hana yfir vatnið til að leggja grundvöll að því, að hún yki kyn sitt, því að hann vantreysti kyngæðum svínanna í grenndinni. Gyltan eignaðist grísi tvisvar á þessu ári, tólf í annað skiptið, fjórtán í hitt skiptið. Hann lét börnin vera viðstödd, þegar það skeði og gerði þeim undandráttar- lausa grein fyrir mikilvægi þessa atburðar. Við áttum bjúgu, svínslæri og flesk og kál og kartöflur til að borða með því, þegar slík gæði fengust ekki keypt fyrir billjónir. Við áttum einnig geit og tvo kiðl- inga. Geitamjólk var talin mjög holl en Mikael hélt því fram, að hún væri á bragðið eins og gamlir skór, og ég lagði ekki hart að honum í því efni. Eign- ir okkar fóru vaxandi og áður en langt leið, áttum við kú í þokkalegu fjósi, sem Max hafði byggt úr rekatimbrinu, er flóðið flutti með sér og skolað hafði upp á vatnsbakkana. Kúnni var nafn gefið og kölluð Amalia og börnin fóru með hana eins og hún væri drottn- ingin af Saba. Ekki var til neitt það, er Max gæti eigi gert, og engin sú starfsgrein, að hann hefði ekki einhverju sinni lagt stund á hana. Hann smíðaði húsgögn og málaði á þær rósir og gleym-mér-ei. Hann gerði við pottana mína og skóna drengjanna. Han sauð sýróp úr vílltum hindberjum, sem börn- in týndu og smíðaði handa þeim boga og örvar og kenndi þeim að skjóta. Það hvíldi blessun yfir höndum hans. Þær voru ævinlega óhreinar, svartar og NYJA BtÓ Laugardagur 29. jauúar 1944. GAMLA BIÖ Sögur írá Man- Áfbrýðissamar hattan. konur Rita Haywortk. Ginger Rogers. (The Feminine Touch). Henry Fonda. Rosalind Russell. Charles Laughton. Ðon Ameche Paul Robeson. Kay Francis. Edward G. Robinsom. Sýnd klukkan 7 og 9. Sýnd klukkan 6.30 og 9. TunglsSjós Ærinniarnir á Havana. rLi ii lyjui 1III (Moonlight in Havana). (The Bib Store) Söngvamynd með: I Söngva- og gamanmynd Jane Trazee og i H með Allan Jones. 1 1 The Marx Brothers. Sýnd kl. 3 og 5. 1 Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. 1 A;*mT^seldir frá kl. 11. hnýttar eins og trjárót og lykt- uðu af hinum margvíslegustu efnum. En allt náði þroska og komst til vaxtar og viðgangs, sem hann snerti á, allt frá bý- flugunum til Svörtu smánar- innar, sem tilbað hann; frá kan- ínunum í stíum sínum, sem voru ólíkar kanínum allra ann- arra í því tilliti, að þær fengu aldrei iðrakveisu, og til Mikaels, sem á þessum árum óx og dafn- aði og varð myndarlegur, táp- mikill og hraustur drengur með hár, sem sólin hafði lýst og brúnt andlit, með kinnar rauð- ar eins og fullþroska epli. Ég býst við, að enn í dag beri heimsmynd hans merki hinna litríku sagna, sem Max sagði honum, áður en hann varð læs. Börnin mín þörfnuðust engrar skólagöngu og einskis bóklest- urs á þessum árum. Max var betri en nokkur bók, sem hægt var að kaupa fyrir peninga. Það var ekki svo að sjá, að þessi gamli flækingur hefði MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEBERSEN-SEJEEBO nær, og hundurinn tæki þá til að gelta, gengdi öðru máli. Hann laut niður að honum og tók að tala við hann: — Þú verður að þegja, Bob. Það getur oltið á lífi þínu og okkar allra, hvort þú þegir eða ekki. Þegiðu, Bob, þegiðu fyrir aila muni. Wilson kinkaði kolli, og Bob sleikti hönd Páls. Það var engu líkara en hann skildi orð hans og hygðist fara eftir þeim. Nú leit út fyrir það, að villimennirnir ætluðu að gera alvöru úr því að 'lenda. Ðlökkumennimir voru nú 'komnir svo nærri höfðanum, að það mátti glöggt heyra háreysti þeirrá og fyrirgang allan. Bob gleymdi sér og gaf frá sér reiðilegt gjamm, en áttaði sig brátt og lágði trýnið við jörðu eins, og hann vildi forð- ast sjón þessa til þess að verjast því, að freistingin bæri sig ofurliði einu sinni enn. Páll klappaði honum og talaði við hann eins og félaga sinn. Það tók villimennina langan tíma að lenda og stíga á land. En ef til vill hefir þeim félögum virzt það taka lengri tíma en raunverulega var, vegna eftirvæntingarinnar. Loks var allur hópurinn saman kominn á ströndinni. Hvað myndi næst geraSt? Myndu þeir ráðast til upp- göngu á höfðann? Það virtist þó ekki vaka fyrir þeim. ©N TWE TPAIL OF TME NAtl S'Fies iNHo HAve kriPNAPPEP ■SCoeCH^ STEFFI ANP HER TWO eSCOKTS STOP AT A CAFE IN A LtTTLe VILLAGE nbar eureísA//, <9-27 m mMi- WE CAM £AT Hei?e AND TH6N pecipe VNHAT iTO DO l\l EXT f STEFFI og félagar Arnar hafa numið staðar við dyr á kafff- húsi í leit sinni að Erni: „Við sfculum borða hérna og á- kveða svo hvað til bragðs skuli taka“. DAGIJR: „Þetta er sannarlega sofandi hús. Ég skal ábyrgj- ast að það e rekki ein ein- asta lifandi sála heima“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.