Alþýðublaðið - 30.01.1944, Page 3

Alþýðublaðið - 30.01.1944, Page 3
Suunudagur 30. janúar 1944. alþyðublaðið RÍTUGASTI JANÚAR er örlagadagur í sögu Ev- rópu og veraldarinnar allr- ar. Á þessum degi fyrir 11 árum hrundu síðustu leifar lýðræðis-skipulags í Þýzka- landi. Adolf Hitler komst til valda. Hann gerðist ríkis- kanzlari Þýzkal. og með hon um voru nokkrir samvaldir foófar teknir inn í stjórn hins þýzka ríkis. Hitler tók í hönd ina á Paul vori Benekendorff und von Hindenburg, hinum aldna ríkisforseta, og lofaði honum að halda Weimar- stjórnarskrána og virða póli- tískt velsæmi. En með sjálf- um sér mun hann hafa glott háðslega að öllum þessum aulum, sem létu sér detta í hug, að hann, sem forsjónin hafði kjörið leiðtoga Evrópu og mikils hluta heimsins, myndi láta loforð binda sig. BÁS VIÐBURÐANNA hefir verið ör síðan þetta geröist. Hindenburg er horfinn. Hann hvílir nú undir hinum kulda • legu múrum Tannenberg minnismerkisins í Austur- Prússlandi, hinn aldni stríðs- maður heyrir ekki skotdrun- urnar við Leningrad, við Ðniepr, né við Róm. Og hann veit heldur ekki, að þær tákna ósigur þess ríkis, sem hann helgaði alla krafta sína, eða öllu heldur þeirrar stefnu, sem hann, sennilega óafvitandi, ruddi braut með stjórnarathöfn sinni 30. ian. 1933. SVO HÓFST TÍMABIL hinnar nýju stjórnvizku, loforðanna, fagurgalans, tímabil hinna raunhæfu hygginda. En á meðan Göring bauð tignum', erlendum gestum til dvalar í Karinhall eða á veiðar í skóg um sínum, stóðu stæltir meim við aflinn og smíðuðu vopnin, nótt og nýtan dag, sem áttu eftir að úthella svo miklu saklausu blóði, valda svo miklum hörmungum og þjáningum. Atvinnuleysið í Þýzkalandi hvarf. Atvinnu- leysingjarnir fengu nóg að gera. Þeir hurfu inn í risa- verksmiðjur Krupps og Thvss ens og kafbátasmiðjurnar í Stettin. Allir höfðu nóg að gera. Nú gátu Þjóðverjar aftur leyft sér að borða Brat- wurst og drekka bjór, eins og í gamla daga. Nóg að gera. Á MEÐAN RIFUST stjórn- málmenn í öðrum löndum um smámuni, alveg eins og gert hefir * verið kynslóð fram af kynslóð, en engum datt í hug, og engum er það láandi, að verið væri að brugga frjálsri hugsun og menningu bana- ráð. Fáir stjórnmálamenn veraldarinnar veittu óða manmnum í Berlín neina at- hygli. Virðulegir enskir stjórn málam. stöldruðu ef til vill við í anddyri þinghússins og sögðu við sjálfa sig, er þeir lásu ágrip af Bjórkjallara- ræðum Hitlers: Því lætur maðurinn svona? Og það var það. SUMIR TÓKU HANN þó al- Frh. á 7. sfðu, „Sonur sólarinnar" tekinn höndum. Búizt við ðuknum ofbeldis- verkum í Noregi á næstunni ...................» — Er þaS afSeiSing af fundi Hiilers og Quislings fyrir skemmstu? ..— "O KKI er vitað með vissu, 'hvað Þjóðverjar og quislingar ætlast fyrir í Noregi á næstunni, en heimsókn Quis- lings og annara handbenda hans í bækistöðvar Hitlers nú á dögunum þykja benda til þess, að ný ofbeldisverk séu í vændum. Er talið, að Hitler hafi krafizt þess, að ýmsar ráð- stafanir verði gerðar í Noregi, er styrki þann hluta varna „Evrópuvirkisins.” Er jafnvel búizt við, að tilkynningar um þessi efni verði birtar 1. febrúar, en þá eru 2 ár liðin síðan Quisling fékk titilinn „ministerpresident“, eða forsætis- ráðherra. Hér er verið að fara með japanskan flugmann í fangabúðir á Salómonseyjum. Þetta er flugmaður, en amerískur hraðbátur skaut niður flugvél hans. Hann brá sér úr fötunum og synti til hraðbátsins, sem bjargaði honum. Hefir hann fengið einhverja flík að láni til þess að skýla nekt sinni. Loffsóknin gegn Þýzka- landi I aígleymingi Enn ráðist á Berlin í fyrrinótt og Frankfurt í bjötu í gær. LOFTSÓKNIN á hendur Þjóðverjum hefir enn verið hert og varð Berlín fyrir enn einni stórárásinni í fyrrinótt, er fjölmargar brezkar Halifax- og Lancaster-flugvélar vörpuðu um 1700 smálestum sprengna á borgina. Loguðu enn eldar frá fyrri árásinni og er ógurlegt um að lítast í horginni. í gær fóru yfir 800 amerískar fjögurra hreyfla sprengjuflugvélar til árása á borgina Frankfurt við Mainfljót og vörpuðu niður ógrynni sprengna af ýmsum tegundum. 47 brezkar flugvélar týndust í árásinni á Berlín, en frekari fregnir vantar um árásina á Frank- furt. Árásinni á Berlín í fyrrinótt* var hagað þannig, að fyrst fóru hópar hinna hraðfleygu Mos- quito-flugvéla og vörpuðu sprengjum á ýmsa staði í borg- inni. Síðan hófst aðalárásin á borgina og tóku þátt í henni mikill fjöldi stærstu flugvéla Breta, hinna svokölluðu Hali- fax- og Lancasterflugvéla. — Segja flugmenn, að árás þessi hafi verið ein hin skæðasta, — sem gerð hefir verið á P.erlín, og er sagt, að um 1700 smálest- um sprengna hafi verið varpað á borgina. í fyrstu var skothrið úr loftvarnabyssum afarhörð, en smám saman dró úr henni, unz hún hætti alveg. Mikill fjöldi næturflugvéla réðist gegn sprengjuflugvélunum, en fengu ekki að gert. Þegar frá var horfið, sást breitt eldbelti yfir alla miðborgina, en ógur- legar sprengingar heyrðust. — Flugmálaráðuneytið hefir enn ekki gefið ýtarlega skýrslu um árangur af árásinni, en vitað er, að tjón varð geysilegt. — Samtímis voru gerðar árásir á ýmsa staði í NV.-Þýzkalandi, en dufl voni lögð á siglinga- leiðir Þjóðverja. í árásinni á Frankfurt tóku þátt hátt á 9. hundrað ilugvél- ar Bandaríkjamanna og voru þær af stærstu gerð. Hafa Þjóðverjar hörfa enn vfð Leningrad. RÚSSAR sækja enn sem fyrr fram suður af Leningrad og vinna að því að uppræta þýzka herflokka við Leningrad -Moskva-brautina. Par var Chudovo enn á valdi Þjóðverja er síðast fréttist, en búizt var við, að setuliðið þar gæfizt upp þá óg þegar, eða yrði upp- rætt ella. Þá stefna Rússar tveimur herjum norður á bóginn í áttina til Luga, um 125 km. norður af Leningrad. Sá herinn, sem nær er, á um 30 km. ófarna til borg- arinnar. Frá öðrum vígstöðvum þar eystra berast fáar fréttir. Bandaríkjamenn aldrei sent jafnmargar flugvélar í einu til árása á Þýzkaland. Frekari fregna af þeirri árás er foeðið með óþreyju. Fyrir um það bil mánuði síð an var einnig gerð feykihórð á- rás á Frankfurt og urn 2000 smálestum sprengna varpað á borgina. Frankfurt er hvort- tveggja í senn, mikilvæg iðn- aðarborg og samgöngumiðstöð. Með Quisling voru þrír ráð- herrar hans, þeir Jonas Lie, lög- reglumálaráðherra, Fuglesang, útbreiðslumálaráðherra og Alf Whist, atvinnumálaráðherra. í Noregi er talið, að eitt verkefni ^essa fundar hafi verið að ræða, hvernig hægt sé að nýta betur vinnukraft Noregs í þágu quisl- inga og Þýzkalands, en vegna hinnar þrautseigu baráttu norskra föðurlandsvina hefir gengið mjög treglega að skipu- leggja vinnukraft landsins á lennan hátt. Þjóðverjum liggur mikið á áuknu vinnuafli og ekki er ósennilegt, að Þjóðverjar hafi krafizt þess að Norðmönn- um, að þeir sendi hermenn til austurvígstöðvanna og standi för Riisnes til finnsku vígstöðv anna í sambandi við þær kröf- ur. Styrkir það mjög gruninn um væntanleg ofbeldisverk, að hann sendi Hitler nýjársskeyti, þar sem hann fullvissaði hann um, að Noregur væri þess al- búinn að leggja fram sem stærstan skerf í ,baráttu Evrópu gegn hinum sameiginlegt óvini1. Nú hafa borizt til London blöð, sem gefin eru út á laun í Noregi og birta þau fyrirætlun Riisnes ráðherra um að senda 75.000 Norðmenn til austurvíg- stöðvanna. Er þar meðal ann- ars greint ýtarlega frá öryggis- ráðstöfunum, sem taka þurfi meðan á herkvaðningu þessari stendur. Meðal annars er ráð- gert að auka mjög eftirlit á landamærum Svíþjóðar til þess að útiloka flótta, svo og að gæta betur strandhéraða landsins. Riisnes þessi gerir ráð fyrir, að þýzkir hermenn verði látnir hafa upp á þeim, sem neita að taka þátt í herför þessari. Leyniblöðin norsku eru á einu máli um það, að Norðmenn láti heldur lífið en að hafa sig til slíkra verka. Franco neitað um olíu C ’f ANDAMENN hafa tilkynnt að fyrst um sinn muni þeir efcki leyfa neina olíuflutninga til Spánar. Er taiið, að hér sé um að ræða ráðningiu, sem holl sé Franco fyrir afstöðu hans til málstaðar ibandamanna, en hlut leysi hans var löngum. dregið í efa, enda þótt hann í seiimi tíð hafi jþótzt hliðhiollari banda- mönnum . Ítalía; Bandamðnnum verður vel ágengt. UT ERINABARAÐGERÐIR bandamanna á ítalíu ganga að óskum; án verulegra truflana af hálfu Þjóðverja. Hafa þeir tekið járn/brautarbrú eina, sem er um 19 km frá Anzio. Banda- menn halda áfram að skipa Her liði og hergögnum á land, og njóta öflugrar verndar flugvéla sinna. Brezk herskip, þar á með- al beitiskipið „Dido“ hafa skot ið á fallbyssustæði og flutninga lestir Þjóðverja á ströndinni og valdið miklum usla. í fyrradag var 21 þýzk flugvél skotin nið- ur yfir landgöngusvæðinu við Anzio, en auk þeirra voru 15 aðrar flugvélar Þjóðverja skotn ar niður. Lofárás var gerð á Verona, einkum á járnbrautarstöð borg arinnar. Þá voru 90 vörubifreið ar Þjóðverja eyðilagðar á ieið frá Adríáhafsströnd til Róm. Tíðindalaust er á vígstöðvum 8. hersins. Hr oltameSferð Japana á herlöiigum. "EF NN hafa borizt fregnir um ómannúðlega meðferð Japana á herföngum. Nýlega kom indverskur liðsforingi til Nýju Delhi, er sloppið hafði úr haldi. Sagði hann svo frá, að hann, ásamt 15 öðrum ind- verskum liðsforingjum, hefðu verið bundnir og hefðu hvorki fengið vott né þurrt í þrjá sól- arhringa. Tveir þeirra létust á leiðinni til fangabúðanna, en hinum var varpað í fangelsi. — Síðan urðu þeir að þræla við jámbrautarlagningu. Á skömm um tíma dóu 65 fangar af 500 úr mýraköldu og öðrum sjúk- dómum. Ekki var föngunum leyft að greftra líkin, heldur urðu þeir að sofa innan um þau. — Það hefir nú verið til- kynnt, að ríkisstjóm Thailands sé nú flutt frá Bangkok, vegna hinna tíðu loftárása banda- manna að undanförnu. Ekki er vitað, hvar stjómin hefir setzt að.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.