Alþýðublaðið - 30.01.1944, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 30.01.1944, Qupperneq 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Suunudagur 30. janúar 1944. Frægir leikarar. Feður rauða hersins. | ■ : ' Á myndinni sjást þeir Humphrey Bogart og Peter Lorre, sem munu kunnir íslenzkum bíógestum fyrir leik sinn í glæpa- raannamyndum. Með þeim er franskur sjóliðsforingi. Útvarpið og dagskrá þess. Frh. af 4. síðu. höndum, og auk þess ætti við og við að fá presta utan úr landi, til að flytja messur t. d. þegar þeir eru hér á ferð. Það sem að hér hefir verið sagt, ber ekki að skilja svo, að ég sé sérstaklega að amast við prestunum sem aðallega hafa flutt útvarpsmessurnar. Allir flytja þeir mál sitt með prýði, en ræðurnar eru upp og ofan eins og eðlilegt er, og mundi verða hjá öðrum. Það ber að skilja aðeins á þá lund, að al- þjóðarstofnun eins og útvarpið er, verður að meta menn og stefnur alveg að jöfnu. Þegar útvarpskórinn væri tekínn til starfa, gætu sumar messurnar farið fram í útvarpssal ef þurfa þætti, eins og gert var eitt sinn. — Æskilegt væri, að við út- varpsmessurnar væri dálítið meiri tilbreytni í sálmasöng en verið hefir, t. d. að nýjir sálmar væru sungnir og ný sálmalög kynnt. Hvort tveggja er til, en of lítið um hönd haft. Meðan að svo er getur þetta ekki orð- ið eign þjóðarinnar. Ég hlusta mjög oft á útvarpsmessurnar, en aldrei hefi ég þar heyrt sunginn fegursta sálminn sem ég kann um Krist, „Þú Kristur bróðir allra ert“, eftir Jón skáld Magnússon, eða sálm Davíðs skálds frá Fagraskógi á föstudaginn langa. „Eg kveikti á kertum mínum“ sem einnig er gullfállegur. Við báða þessa sálma eru til fögur lög eftir íslendinga, og það fleiri en eitt eða tvö. Og aldrei hefi ég heyrt sungið við messu hið prýðilega lag ísólfs Pálssonar við sálm- inn „Gakk inn í herrans helgi- dóm“. Svona mætti halda áfram að telja. — Hin kirkju- legu rit flytja stundum sálma og andleg ljóð, svo sem vera ber, en þau þurfa einnig að flytja lögin er við eiga, séu þau til, svo þetta komi að betri og fyllri notum, en jafnnær hefi ég farið, er ég hefi knúð á þær dyr. Eitt lag í hefti sem kostar ca. 70—80 kr. (auk pappírs) ætti þó ekki að setja neitt rit á höfuðið. Nú er bezt að taka þráðinn upp aftur. Vel mundi það þegið af mörg úm að erindaflutningur væri faeldur meiri en er, ekki sízt sögulegt efnis og þá fyrst og fremst úr okkar eigin sögu. Fyrirlestraflokkamir sem þeir hafa flutt Árni próf. Pálsson, dr. Páll Eggert Ólafsson og Brynleifur menntaskólakennari Tobíasson (o. fl.) vom áreiðan- lega vel þegnir. Svona erinda- flokkum þarf að halda áfram af fullum krafti. Nóg er efnið til — og nóg af mönnum líka til að ílytja þá. Vél mætti t. d. hugsa sér, að hinn nýi prófess- ir í sögu við Háskólann gæti þar orðið liðtækur maður. Þá er og mikill fengur í sérstök- um erindum, um merka staði, menn eða atburði eins og t. d. erindi Bernh. alþm. Stefánsson- ar um Flugumýrarbrennu, og Ólafs próf. Lárussonar um sögu Laugarness sem bæði voru hin ágætustu. Ættu þeir oftar að láta til sín heyra. Mig hefir lengi m. a. langað til að heyra Ólaf Lárusson flytja erindi um Loft ríka, þann stórmerka höfðingja, sem er ættfaðir allr- ar þjóðarinnar, Hér vil ég skjóta því inn í, að í erindi Bernharðs kom fram dálítið annar og sannsögulegri skiln- ingur á Gissuri jarli, en hjá ungu leikritaskáldi í leikriti um Gissur er flutt var næsta kvöld á eftir,.þar sem of mikil til- hneiging kom fram í þá átt, að gera hlut Gissurar sem verstan (sbr. samtalið við prestinn í Reykholti). Maður sem beztu sagnfræðingar telja að sé höf- undur að gamla sáttmála, á ekki skilið slíka útreið,--er hann hefir legið í gröf sinni hátt á sjöundu öld. — Nokkurra manna sakna ég, er oft komu í útvarpið áður, en nú aldrei, eins og t. d. Guð- brandar Jónssonar. Hann var bæði hugkvæmur um efni og prýðilegur fyrirlesari. Þess sakna ég einnig, að hætt er að útvarpa svokölluðum skóla kvöldum. Þau juku á fjöL breýtni og kenndu ungu fólki að koma fram í útvarpi, örfuðu samkeppni milli skólanna í ræðulist og meðferð ljóða og laga. Útvarp frá héraðamótum var oft gott, og mun hafa verið vinsælt út um byggðir landsins. Ég hefi nú drepið á nokkur atriði útvarpinu viðvíkjandi — og ég veit að um sum þeirra a. m. k. tala ég fyrir munn margra — og vænti, að þau verði tekin til athugunar og yfirvegunar hjá þeim sem völdin hafa. * Þegar grein þessi hafði legið í 15 daga hjá dagblaðinu Vísi án þess að vera birt -— ætið borið víð rúmleysi, þó ýmis- legt hafi birst í blaðinu sem er ritað löngu síðar — tók ég hana aftur, .og bið Alþbl. að birta hana. Þessi framkoma ritstjóm arinnar í minn garð, er líklega verðlaun frá hennar hálfu til mín fyrir það, að ég hefi keypt blaðið og lesið frá uphafi, eða Frh. af 5. síðu. Hann hæddi hinar nýju her- reglur með því að látast fram- fylgja þeim af ákaía. Allt voru þetta skringileg mótmæh gegn afnámi herskipulagsins, sem Po temkin hafði komið á En Suvorov þekkti betur en nokkur annar skapgerð rúss- neska hermannsins, hins þrælk- aða bónda í einkennisbúningn- um. Persónulega hafði hann sömu andúð á reglunum og her- maður hefir, eftir að honum hefir verið refsað fyrir að brjóta þær, og þetta flutti ýfir- hershöfðingann og skyttulið- ann hvorn nær öðrum. Gaman- semi hans og fíflalæti, sem hent var gaman að við hiæðina, voru skilin af hinum óbreytta her- manni og voru ein af leiðunum til þess að hafa áhrif á hann. Hinn litli yfirhershöíðingi, sem lék fíflið, vissi hvemig hann átti að þjálfa menn sína. Hann þjálfaði þá upp í það, sem eng- inn hefði búizt við af þessum gamla, gamansama manni meö hanagalið: Hann þjálfaði upp hjá þeim hetjuskap. Hann vissi, að ekkert annað gat gert bar- dagamenn úr hinni grau hjörð rússneskra hermanna. Kerfisbundin þjálfun í hetju skap í rússneska hernum á rót sína að rekja til daga Suvor- ovs. Bolsévíkkarnir hafa notað aðferðir borgarastyrjaldarinn- ar, og nú nýlega hafa þeir tekið upp aðferðir gamla, rússneska hersins, til þess að draga fram hetjuskap hjá hverjum ein- taklingi, að svo miklu leyti, sem það er mögulegt. Fyrir þeám er sigur í hernaðaraðgerðum summan af hetjuafrekum ein- staklinganna. Það er því auð- skilið hvers vegna þeir völdu Suvorov sem einn af aðalspá- mönnum Rússa í hernaðarhugs- unarhætti. Val bolsévíkka á Kutusov yfirhershöfðingja sem mikii- menni í sögu Rússlands, kemur vel hedm við áróðurslínu þeirra. Mikhail Kutusov (1745—1813) var aðalherstjórnandi Rússa í fransk-rússneska stríðinu 1812. Rússneskar bókmenntir hafa dregið upp mynd af honum sem farlama gamalmenni. Þetta er jafn falskt og upphafning bolsévíkka á honum í tölu mik- ilmenna. Kutusov hefir ekki látið eftir sig neitt í sambandi við rússneska herinn né skipu- lagningu hans. Eins og Suvorov var hann í herþjónustu á þeim tíma, sem Potemkin var að gefa her sínum lögun. Hinn sigur- sæli andstæðingur Napoleons var yfirstéttarmaður, eins og þeir, sem blómguðust á dögum Katrínar II., herramaður roko- ko-tímabilsins. Það er eitt hið einkennilegasta af viðburðum sögunnar, að Kutusov, maður átjándu aldairinnar, skyldi sigra Napoleon, hetju nítjándu aldar- innar. En Kutusov var líka dæmi um hið rússneska fjöl- lyndi. Þar sem hann var fæddur greifi og varð síðar prins, þá kunni hann alla siði hins rúss- neska fyrirmanns, þótt hann hefði líka til að bera slægð hins rússneska bónda, sem hinn eðli- legi yfirdrepsskapur hans sýndi bezt. Ef til vili var það vegna þess, að hann var gamall mað- ur, sem á dögum Potemkins hafði lifað lífi, sem hafði að bjóða ótakmarkaða reynslu og tilbreytingu, — af því, að fortíð hans hafði fært honum svo mikla þekkingu, — að hann varð einn af hinum fáu rúss- nesku hershöfðingjum, sem gætti hófs. Hann var ef til vill sá eini þeirra, sem alltaf hélt sig innan takmarka möguleik- anna, og innan þeirra sýndi hann getu sína. Áætlunin um baráttuna 1812 hafði verið gerð áður en hann tók við stjóm. Útlendingur, nokkuð yfir 30 ár, og ætíð frem um sýnt því velvilja en hitt. A. J. 3. Barclay de Tolly að nafni, stjórnaði fyrst rússnesku her- sveitunum, en varð að láta af störfum vegna ofbeldis almenn- ings. Og það var erfiður biti að kyngja, einkum fyrir yfirstétt- ina, að með því að framfvlgja þessari baráttuáæltun, urðu Rússar að láta undan síga án þess að leggja til orrustu. Það varð að fórna Barclay de Tolly á altari almenningsálitins. Þar sem gætni var nauðsynleg, til þess að átælunin tækist, þá var Kutusov fær um að vinna þetta verk betur, sem var að þakka hinu rússneska skapferli hans, því hann gat treyst á sjálfs- stjórn sína, sem hann hafði svo áhrif á hermenn sína með. Þessi vitri öldungur var kosinn af bolsévíkkum til þess að vera eitt tákn hins hetjulega forföð- ur rússneska hersins í dag, af því að hann hafði leyst eitt af hinum mestu vandamálum, sem mæta hernum nú: Það eæ að hafa djúptæk, sálræn áhnif til aga, sem hið meðfædda, rúss- neska stjórnleysi fyrirlítur. Hafa verið höfð svipuð áhrif á persónuleika einstaklinganna síðan byltingin varð? Aðeins að vissu marki. Hæfileikar Trot- skys til þess að skipuleggja her, voru mjög miklir. Eftir að hafa starfað árum saman sem eríend ur fréttaritari fyrir stórt, rúss- neskt blað, hafði hann auðvitað tileinkað sér mikla stjórmnála- þekkingu. Með kænskulegri hag nýtingu þeirrasr þekkingar, tókst honum að fá til þjónustu í Rauða hernum hvern einasta af hinum beztu herforingjum inn- an rússneska ríldsins. Trotsky kunni líka þá list að beita per- sónuleika sínum og umkringja sjálfan sig eins konar dýrðar- ljóma. í borgarastyrjöldinni var hann mjög vinsæll innan hers- ins og að minnsta kosti leit út fyrir, að hann væri það, sem siðferðisþrek hersins valt á. Hin raunverulega skipulagning var ekki framkvæmd af honum, heldur af hinum lærðu herfor- ingjum, sem gátu beitt hæfileik- um sínum til hins ýtrasta, eftir að vera lausir við höft og þving- anir hins gamla, rússneska em- bættismannavalds. Trotsky var ekki herfræð- ingur. í raun og veru hafði ekki verið undirbúin nein hemaðar- áætlun fyrir borgarastyrjöld- ina. Allar aðgerðir voru fram- kvæmdar undirbúningslaust. Mánuði áður en það skeði, hafði Mamontov hershöfðingi ekki hugmynd um, að hann mundi ráðast á Moskva með riddara- sveitum sínum. Og það var þessi riddaraliðsárás, sem fyrst varð til þess að gefa bolsévíkk- um þá hugmynd að stofna sínar eigin riddaraliðssveitir. Hvort sem um var að ræða orrustuna um Tsaritsyn (nú Stalingrad), bardagana á Krím, eða hvað annað, sem vera skyldi, þá urðu allar áætlanir til um leið og þurfti að framkvæma þær vegna atburða, sem ekki höfðu verið séðir fyrir. En hin frumlega herstjórn og aðferðir, sem til urðu í borgarastyrjöldinni, komu til með að hafa varanleg áhrif á hina vandlega undirbúnu stofnun Rauða hersins. Tveim- ur áratugum sednna voru hin dreifðu heimildarrit um borg- arastyrjöldina grafin upp og athuguð. Nútíma herstjórn og aðferðir Rauða hersins — víg- stöðvahemaður og smáskærur sameinað — er árangurinn. Eftirmaður Trotskys, Mikhail Frunze, var ekki mjög mikilf eng leg persóna. Hann hefir eldii látið eftir sig nein merki í skipu lagi hersins. Það er of snemmt að dæma um verk Voroshilovs sem yfirmanns hersins. En Tuk- hachvesky hafði, þar til hann komst í andstöðu, mest áhrif allra hershöfðingja á vöxt Rauða hersins. Rit hans, „Bylt- ing og herstjórn“, hefir skapað hernaðarlag sjónarmið fjölda rússneskra herforingja. átti frumkvæðið að hinná „ame- rísku“ vélamenningu innan hers ins. Hann var höfundur að hinu nýja skipulagi hersins á víg- velli. Og loks var hann einn af þeim, sem skipulögðu liðsfor- ingjasveitirnar. Eini herforing- inn, sem hægt er að nefna í sömu andrá og Tukhachevsky, er Blucher marskálkur, sem skipulagði varnir Rússlands í Asíu. Á þessum landamærum, sem voru viðburðaríkust áður en yfirstandandi styrjöld hcfst, voru þeir þrír herir, sem fengið höfðu eldskírn sína í Mansjúríu árið 1928. Þeir voru skipulagðir með það fyrir augum, að geta séð algerlega fyrir sér sjálfir, á þeim stað, sem þeir voru. Vara- birgðir þeirra voru allar í Aust- ur-Ásíu. Vopnaiðnaður þeirra var í nágrenninu. Þeir hafa einnig sínar eigin eldsneytis- birgðir á Kamchatka. Þeim er séð fyrir matvælum af hernað- ar-akuryrkjuskipulaginu í Aust ur-Asíu. Það var hin einkenniléga harmsaga þessara tveggja manna — Tukhachevskys og Bluchers —, að hinn miskunn- arlausi hugsunarháttur bylting- arinnar neyddi þá fyrst til and- stöðu, og gerði síðar meir alveg út af við annan þeirra og lam- aði hinn. „DaloriDiú, skáli- saga Dorsteios Stef- áossooar, keoior ót á islenzko. /I RIÐ 1941 komu út í Danmörku fyrsta skáld saga nýs íslenzks rithöfimd- ar, Þorsteins Stefánssonar, frá Fáskrúðsfirði. Fékk skáldsaga þessi mjög góða dóma í dönskum blöðmn og hefir þeirra nokkuð verið getið hér. Þorsteinn Stefánsson er ung- ur maður, sem dvalið hefir í Danmörku í nokkur ár. Hann hefir stundað margs konar störf, en ritstörf meðfram og hafa stuttar sögur eftir hann birzt í dönskum blöðum og tímarit- um. „Dalurinn“ var fyrsta stóra skáldsagan hans — og með henni vann hann góðan sigur. Fékk hann til dæmis fyrir hana H. C. Andersens-verðlaun in fyrir 1941. Ákveðið er að þessi skáldsaga komi út á íslenzku á þessu ári og gefur ,,Fjallkonuútgáfan“ hana út. Þýðandirm er Friðjón Stefánsson, bróðir skáldsins. Er bókin um 16 arkir að stærð. Þá hefir Þorsteinn Stefánsson lokið við nýja skáldsögu, sem nú er í prentun hjá Gyldendal. Fjallar hún um líf íslendinga í Danmörku. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðw. þó umhverfið og eru til óprýðis“. „ÞÁ VEKUR ÞAÐ og undrun, að byggingarnefnd skuli leyfa að byggð séu stórhýsi úr steini með fjölda íbúða sem raunverulega hafa ekkert bað, því að það getur ekki kallast bað, þó að í snyrti- klefa sé sturta, sem ef notuð er, spýtir vatninu út um allt her- bergið, og ekki nóg með það, held- ur og næstliggjandi ganga eða forstofur". „SEGJA MÁ að hver plágan „Já, svaraði ég, „nú fer myrkra- baklóðum. Æfinlega skemma þeir bjóði annari heim“, sagði maður við mig í gær, „fyrst rottan er farin að valda rafmagnsleysi". — höfðinginn bráðum að bölva mein- dýraeyðinum.“ Hannes á hornmu. Aðalfunður Dagsbrúnar verður haldinn í Iðnó annað Ujmjjfcvöld kl. 8.39.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.