Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 2
alþyðublaðið Þriðjudagur 1. febrúar 1944. Myndarleg gjðf til Félags mpcHister- manna. 6nðmundur frá Miðdaí gefur ðvi listamannalaun sin. FÉLAGI íslenzkra mynd- listarmanna hefir borizt myndarleg gjöf frá Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal. Ritaði hann félaginu bréf fyr ir nokkru og tilkynnti því, að hann afhenti því listamanna- laun þau, sem honum voru veitt fyrir þetta ár, 1200 krónur ásamt dýítíðaruppbót. Setti hann það skilyrði fyrir gjöfinni, að hún yrði lögð í sér- staka bankabók og á sínum tíma varið til þess að láta gera uppdrátt að framtíðar sýningar húsi í Reykjavík. 1 bréfinu hvatti Guðmundur aðra félaga sína til að leggja fram ein- hvern skerf í þessum sama til- gangi. Bréfið var lesið upp á aðal- fundi félagsins fyrir nokkrum dögum og þakkaði fráfarandi formaður Jón Þorleifsson, gef- andanum fyrir hönd félagsins. Nýr sendiherra Islaids i London skipaðnr i gær. Sfefán i»orvari$arsoii skrffsfofoi^ stférl í iit anrf kismálaráðnney tinu AgnarKL Jóosson verður skrifstofustjóri s Stefán Þorvarðarson hinn nýi sendiherra. Húsaleigan í Hofðaborg; Greiðir Steinpór atkvæði á mðti sinu elgin mati ? Furðuleg lýsing á húsnæði þvf, sem kommúnistar leggja til að stórhækki. FRÁSÖGN Alþýðublaðs- ins síðastlinn laugardag af hinni fyrir huguðu stór kostlegu hækkun á húsaleigu í Höfðahorg samkvæmt mati Steinþórs Guðmundssonar, hæjarfulltrúa Kommúnista- flokksins, og Einars Erlends- sonar, hæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, hefir fengið Þjóðviljann til að þjóta upp til handa og fóta. Blaðið lýsir af sér og flokki Steinþórs allri ábyrgð af ákvörðunum bæjarfulltrúans og fær meira að segja Steinþór ti.1 að segja að hann muni verða á móti því að mat hans verði samþykkt í bæjarstjórn! — Er auðséð af þessu, að það hefir heldur en ekki orðið uppi- stand á hinu kommúnistíska lýð skrumaraheimili við uppljóstí- anir Alþýðublaðsins. Það er gaman að bera saman útdráttinn úr fundargerð húsa- leigunefndar og úmsögn Stein- þórs þar um matið og husnæðið — og svo ummæli Þjóðviljans: í Þjóðviljanum stendur: „Þessari frekjulegu árás bæj- aryfirvaldanna á fólk það; sem fengið hefir skýli í þessum bráða birgðahúsum, mun Sósíalista- flokkurinn berjast á móti og munu fulltrúar hans í bæjar- stjórn flytja tillögu í bæjar- stjórninni um að húsaleigan í húsnæði þessu haldist óbreytt frá því sem hún áður var. Húsnæði þetta var sem kunn- ugt er reist sem bráðabirgða- skýli fyrir húsnæðislaust fólk. Er byggingum þessum í mörgu ábótavant, eins og Þjóðviljinn hefir áður skýrt frá, t. d. er pappi í skilrúmum milli her- bergjanna, holt undir gólfin og er þar tilvalin klakstöð fyrir rottur, enda mun hafa borið þar töluvert á rottugangi. Það virðist því sízt ástæða til þess að hækka húsaleiguna á bráða- birgðahúsum þessum.“ Og um matið sjálft segir Stein þór í viðtali við Þjóðviljann. ,,Matið fór fram samkvæmt þeim, reglum er yfirhúsaleigu- nefnd hefir sett um framkvæmd húsaleigumats. en samkvæmt þeim reglum er yfirhúsaleigu- um liúsum nema 7 % af kostn- aðarverði þeirra.“ . Hins vegar segir Steinþór Guðmundssion í malsgerðinni sjálfri, að íbúðirnar séu „yfir- leitt í góðu standi“ og um upp- hæð leigumatsins segir hann: „Hæfileg grunnleiga ákveðin 120 krónur ó mánUði.“ í matsgerðinni stendur ekki stafur um rottur í íbúðunum, eða að holt sé undir gólfin o. s. frv. Hræsnin og yfirdrepsskapur- inn ríður ekki við einteyming hjá þessu fólki! Það mun vera algert einsdæmi að það sé eintóm endileysa og staðfesti það með undirskrift sinni, en haldi því síðar fram að það sé eintóm endileysa og vitleysa og hann sé á móti því! Það er staðreynd að fulltrúi Kommúnistaflokksins í húsa- leigunefnd, sá hinn sami sem dæmdur hefir verið ,í hæstarétti fyrir brot á húsaleigulögunum, hefir lagt gögn upp í hendurn- ar á íhaldinu og lagt til við það, að húsaleigan í Höfðahverfi yrði stórkostlega hækkuð.! Og á þessu ber Kommúnista- flökkurinn ábyrgð. TEFAN ÞORVARÐAR- SON skrifstofustjóri í utanríkismálaráðuneytinu hefir verið skipaður sendi- herra íslands í London og hjá norsku ríkisstjórninni þar í stað Péturs Benediktssonar sem verður sendiherra í Mosk va. Þá hefir Agnar Klemens Jóns son samtímis verið settur skrif- skrifstofustjóri í utanríkismála- ráðuneytinu í stað Stefáns Þor- varðarsonar. Eftirfarandi tilkynning um þetta barst Alþýðublaðinu í gær frá utanríkismálaráðu- neytinu: „Þegar sendiherraembættið í ^London varð laust nýlega fór ríkisstjórn íslands þess á leit við ríkisstjórn Stóra-B.retlands að hún tæki á móti Stefáni Þor- varðssyni skrifstofustjóra utan- ríkisráðuneytisins sem sendi- herra íslands í London. Ríkis- stjórnin hefir nú fengið viður- kenningu brezku ríkisstjórnar- innar fyrir þessu. Á sama hátt hefir ríkisstjórn íslands óskað eftir og fengið viðurkenningu fyrir . Stefán Þorvarðsson sem sendiherra ís- lands hjá norsku ríkisstjórninni í London. Á ríkisráðsfundi sem haldinn var í dag hefir Stefán Þorvarðar son því verið skipaður sendi- herra íslands í Stóra-Bretlandi og sendiherra íslands hjá norsku ríkisstjórninni í London. Jafnframt hefir Agnar Kl. Jónsson deildarstjóri í utanríkis ráðuneytinu verið settur skrif- stofustjóri þar.“ Stefán Þorvarðarson er fædd ur 26. nóvember 1900, foreldrar hans voru Þorvarður Brynjólfs- son, prestur að Stað í Súganda- firði, sonur Brynjólfs Oddsson- ar, bókbindara í Reykjavík, og Anna Stefánsdóttir, Pétursson- ar, prests að Hjaltastað á Fljóts dalshéraði. Lögfræðingur varð Stefán 1924, en starfaði í dönsku utanríkisþjónustunni frá ársbyrjun 1925, hvarf þá heim og starfaði sem fulltrúi að utan- ríkismálum, þar til honum var veitt skrifstofustjórastaða bann 11. júní 1938. Lengst af á þess- •um tíma var iS. Þ. jafnhliða rit- ari utanríkismálanefndar. S. Þ. hefir tekið þátt í mörg- um samningagerðum bæði hér heima og erlendis, en sérstak- lega verzlunarsamningum við Breta og Norðmenn, og átti sæti af íslands hálfu í nefnd embættismanna utanríkisráðu- neytis Norðurlanda, er á síð- ustu árum fyrir stríðið hafði hafið skipulega starfsemi til þess að -hafa sem nánasta sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna í utanríkismálum. Síðasta ár hefir Stefán Þor- varðarson verið nefndarmaður í samninganefnd utanríkisvið- skipta. Stefán Þorvarðarson sendi- herra er kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, ÍHjaltalíns Sigurðs sonar, háskólarektors). Leikfélag' Reykjavíkur sýnir „Óla smaladreng“ kl. 5 í dag. Aðgöngumiðasala hefst kl. 2. — „Vopn guðanna" verður sýnt annað kvöld, og hefst aðgöngumiða sala kl. 4. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Ólöf Bjarna- dóttir (Jónssonar vígslubiskups) og Agnar Kl. Jónsson, skrifstofu- stjóri í utanríkismálaráðuneytinu. Vélbáfur sfrandar í slæsnu veðri En hann losnaði sjálf- krafa læstaréttardömnr At af slIdartaQanm. VÉLBÁTURINN „bald- UR“ frá Stykkishólmi, en hann hefir flóaferðir um Hvammsfjörð strandaði s.l. laugardag undan Haraldsstöð- um á Fellsströnd á skeri. Vélbátur var sendur á vett- vang til að reyna að hjálpa bátnum, en hann varð að snúa frá vegna veðurofsa. Um sólar- hringi síðar loshaði ,,Baldur“ sjálfkrafa af skerinu. Er báturinn nú kominn til Stykkishólms. Margir fóru á skíði um helgina En lítið varð um skíða ferðir vegna veðurs MIKILL FJÖLDI af fólki fór á skíði um helgina, en því miður -Warð veður svo slæmt, að ekki varð mikið úr reglulegum skíðaferðum, og varð skíðafólk jafnvel að dvelja í skíðaskálanum miklu lengur en það ætlaði sér. Samkeppni sú, sem Ármann ætlaði að efna til í Jósefsdal á sunnudag fórst fyrir, vegna veðurfarsins. Nýr bikar gefinn fil að keppa um á skíðum C8 B, hefir afhent Skíðaráði HEMIA H/F, Kirkjustræti Reykjavíkur verðlaunabikar. sem keppa skal um árlega á iSkíðamóti Reykjavíkur. Bikar þessi, sem er fagur silfurbikar, heitir Ghemiaibikarinn, og er hann verðlaungripur til beztu sveitar karla í C-flokki. Guðlaugnr Jónsson var kosinn sem meðstjórnandi í Iðju, félagi verksmiðjufólks. Nafn hans féll út í frósögn blaðsins af stjórnarkosningunni í félaginu í fyrradag. Skjaldarglíma Ármanns verður háð í kvöld í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar. Óskar Halldórsson gegn Tannu verksmiðju Siglufjarðar. |P| ÆSTIRÉTTUR kvað í ■*"* gær upp dóm í máli milli Óskars Halldórssonar og Tunnuverksmiðju Siglufjarð ar h. f. í niðurstöðum og dómi hæsta réttar segir: „Guðmundur Hannesson, bæj arfógeti á Siglufirði, hefir kveð ið upp hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæstaréttar með setefnu 19. apríl 194S, krefst þess, að stefnda verði dæmt að afhenda honum 2000 hálftunn- ur undir síld, og 1000 heil- tunnur undir síld gegn 8 króna gagngjaldi fyrir hverja hálf- tunnu og 16 króna gagngjaldi fyrir hverja heiltunnu eða greiða honum ella 8 krónur vegna hverrar heiltunnu, sem ekki verði staðið skil á, og 4 krónur vegna hverrar hálf- tunnu, sem ekki verði af hendi látin, auk 5% vaxta af skaða- bótum þessum frá 10. sept. 1941 til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr hendi áfrýj- anda eftir mati dómsins. Áfrýjandi hefir staðhæft, að hann hafi samið við Ingólf Árna son f. h. stefnda um tunnukaup þau, er í málinu greinir. Ing- ólfur hefir andmælt því, að slíkir samningar hafi tekizt með þeim, og hefir áfrýjandi hvorki leitt sönnur að því né hinu, að Ingólfur hafi verið bær til að binda stefnda til slíkrar sölu. Samkvæmt þessu hafði ekki sá samningsgrundvöllur skap- azt með aðiljum, að áfrýjandi ynni nokkurn rétt á hendur stefnda, þótt stefndi léti ósvar- að símskeytum áfrýjanda frá 9. febrúar og 28. apríl 1941, þar sem áfrýjandi vitnar til fyrr gefins söluloforðs. Ber því að staðfesta sýknu- ákvæði héraðsdóms. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður í héraði falli niður, en áfrýjandi greiði kr. 560.00 í málskostnað fyrir hæsta rétti. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Tunnuverksmiðja Siglufjarðar s/f, á að vera sýkn af kröfum áfrýjanda, Óskars Frh. á 7. síðu. Revkvíkingar sækja næturlæknl að meðaltall 10 sinnnm á nðttn. — —♦ — En 1116 komu á læknavarðstofuna á níu mánuðum. | ÆKNAVARÐSTOFA Reykjavíkur hafði um síðastliðin áramót starfað í 9 mánuði og lá skýrsla fyrir síð- asta.fundi bæjarráðs um starf semi stofunnar þennan tíma. í fáum orðum má segja, að reynslan af starfsemi stofunnar er mjög góð og þykir þessi ný- breytni hafa gefizt mjög vel, og hafa verið öllum til þæginda, þeim, sem til stofunnar hafa leitað og læknanna. Alls tók stofan á móti 1116 sjúklingum á þessum tíma, eða að meðaltali 4 á nóttu, og var gert að sárum þeirra. Þá fóru næturlæknarnir út samkvæmt beiðnum í 3053 skipti, eða að meðaltali rúm- lega 10 sinnum á hverri nóttu. Árni Pétursson trúnaðarlæknir bæjarins segir í skýrslu sinni til bæjarráðs um meiðsli þeirra 1116 manna, sem leituðu stof- unnar, að vegna sára komu 553, vegna bólgu 146, vegna mars 137, vegna aðskoðahluta 95, vegna tognunar 41, vegna tannpínu 41, vegna bruna 38, vegna blæðinga, aðallega vegna tannúrtöku 33, vegna blóðtöku, aðallega vegna ölvunar, færðir á stöðina af lögreglunni, komu 42, vegna beinbrots 13 og vegna ofbirtu (við logsuðu). i /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.